Morgunblaðið - 12.07.1986, Page 13

Morgunblaðið - 12.07.1986, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1986 13 tonn af flökum og blokk á jafnaðar- verði 105 kr. og alls 6,9 milljarða ísl. kr. í vinnslu á Bandaríkjamarkað fara 2,6 kg af slægðum fiski með haus í 1 kg af flökum og blokk, roðflettum, beinhreinsuðum og skorin af þunnildin. Þetta magn, 66 þús. tonn, hefðu því verið 172 þúsund tonn af slægðum með haus, eins og fiskinum er landað á mörk- uðum. Þá gefum við okkur eins og 6% rýrnun í ísnum í flutningi út og þá væri löndunarmagnið á erlend- um mörkuðum 162 þús. tonn. Jafnaðarverð hefur verið um árs- bil 54 kr. pr. kg á ferskfisks mörkuðunum og 162 þús. tonn þá lagt sig á 8,7 milljarða ísl. kr. brúttó í gjaldeyri. I erlendum gjald- eyri er greiddur löndunarkostnaður 11% og annar erlendur kostnaður 7% og frá dragast því alls 18% og þá er fenginn nettó gjaldeyrir sem skilar sér heim, 7,1 milljarður - á móti 6,9 í vinnslunni á Bandaríkja- markaði, „dýrasta markaðinn", sem kallaður er. Fiskveiðarnar hafa sem sé borgað alla vinnsluna á þennan markað og gott betur. 6-7 þús. manns í beinni vinnu á hann og ekki undir hálfum milljarði varið til endurnýjunar véla, tækja og húsa á árinu. Það sitja menn upp í Há- skóla og reikna út óhagkvæmni fiskveiðanna og leggja það helzt til, líkt og forstjóri SH, að þær séu alfarið lagðar undir vinnsluna, eins og hún er nú rekin. Erlendir fálkaþjófar koma hér til Reykjavíkur og æða norður í Mý- vatnssveit til að stela fálkum. Það er að leita langt yfír skammt. Framhald. Höfundur er rithöfundur. Helstu kostir Gott rými, spameytni, góðir akst- urseiginleikar, lipurð í akstri. Reynsluakstur: Fiat Regata DS Verd kr. 509.500 (9.7.1986) Umboð: Fiat umboðið, Sveinn Egilsson hf. Helsti búnaður Miðstýröar læsingar Tveir útisjieglar, Qarstýrðir Stækkanleg farangursgcymsla Þokuljós að aftan Fullvaxnir hjólkoppar Rafstýrð miðstöð Tölvustýrt viðvörunarkerfi Klukka í mælaborði Rafknúðir rúðuupphalarar að framan Einkunnagjöf 4=frába2rt, 3=gott, 2=viðunandi, l=lélegt, 0=óhæft Vél, Vélarafl/snerpa 3 skipting, Skipting 3 drif, Hlutf.milli gira 4 Lággír 4 Undirvagn Fjörðun 3 Hcmlar 3 Stýri 3 Öryggis- Ljósabúnaður 4 atriði Belti 3 Útsýni 3 Sjieglar 3 Læsingar 4 Rúðuþurrkur/-sprauta 3 Handbremsa 4 Stjómtæki Stýrishjól 3 Rofar 4 Fótstig 4 Mælaálestur 2 Þægindi Sæti 3 Miðstöð/blástur 4 Hljóðeinangrun 3 Rými ökum. 3 Rými farþ. 3 Innstig/útstig 4 Annað Klæðning/innrétting 3 Farangursrými 3 Smámunageymslur 4 Meðaltal 3.33 Tæknilegar upplýsingar Helstu Mesta lengd mm 4260 mál Mesta breidd mm 1650 Mesta hæð mm 1415 Eigin þyngd kg 1000 F'arangursgeymsla Itr 513 Tankur Itr 55 SætaQöldi 5 Hæfni Hámarkshraði km/klst 155+ Hröðun 0-100 km/klstsck 16 Beygjuradíus m 5.15 Vél Gerð 4 strokka diesel, vatnskæld, stjömu- olíuverk. Slagrúmmál sm8 1929 Þjöppunarhlutfall 21:1 Mesta afl hö/sn.min. 65/4600 Mesti togkr. kgm/sn.min. 12.1/2000 Kassi Girkassi ögíra alsamh. 5. yfirgir ogdrif Framdrif, hlutfa.ll 3.588:1 Fjiiðmn Framan/aftan Sjálfstæð gormafj. á hverju hjóli. Jafnvægis- stengur. Hemlar Framan Diskar Aftan Skálar Dekk Framan/aftan 165/66 SR 14 Veiðiþáttur Umsjón Guðmundur Guðjónsson Stórlaxar hér, stórlaxar þar, stórlaxar alls staðar Kemur að því að 25 punda hængur veiðist í Korpu? Fiskifræðingarnir spáðu sterkum og góðum stórlaxa- göngum í sumar og svo virðist sem þeir hafi haft lög að mæla. Þeir spáðu einnig góðum smá- laxagöngum og þegar þetta er ritað, í byrjun júlí, ber ekki á öðru en að víðast hvar ætli það að standast líka. Það sem menn kannski óraði ekki fyrir var hins vegar hversu vænn Íaxinn hefur í raun verið, sá stóri. Meðal- þyngdin í Laxá í Aðaldal er til dæmis talin 20 prósent meiri en venjulega og er þá átt við þyngd einstakra fiska. 18-19 punda lax- ar hafa reynst vera aðeins tveggja ára fiskar úr sjó og veit það á geysigóð fæðuskilyrði í hafinu. Það sem sést hefur af smálaxi undirstrikar þetta, smá- fiskurinn er einnig feitur og fagur fiskur úr sjó. Virðist þetta sumar geta orðið betra en meðal- sumar, e.t.v. miklu betra. Þannig eru menn að gera sér vonir um að Laxá í Þing. losi 3.000 laxa í sumar og byrjunin i sumum hinna ánna er þess eðlis að veið- in í þeim i sumar gæti orðið með mesta móti. En það var þetta með stórlax- ana. Sem fyrr segir, er þetta ritað í upphafi júlí og þó að júní sé tími stórlaxins, þá er yfirleitt átt við venjulegan tveggja ára físk úr sjó, 10-15 punda laxinn. Morgunblaðið hefur hins vegar fengið fréttir af 20-25 punda löxum úr tíu laxveiði- ám og 19,5 punda laxar hafa vitanlega veiðst í tveimur ám til viðbótar. Ennþá stærri fískar hafa bæði sést og sloppið af færum veiði- garpa sem endranær. Enn á eftir að renna upp „tími" hinna stóru, yfírleitt veiðist ekki svo ýkja mikið af þeim í júní. Það verður þvi veru- lega skemmtilegt að fylgjast með hver þróunin verður. Kannski að það veiðist slatti af 25-30 punda laxi í sumar, hver veit? Kannski einhveijir enn stærri? En þá þýðir ekkert að vera með silungagræjur, helst að þræða upp úr píanóinu á hjólið. Til gamans skulum við rifja upp helstu stórlaxaveiði júnímánað- ar. Laxá í Aðaldal: 27. júní veiddi Gunnar Ragnars forstjóri á Akur- eyri stærsta laxinn sem frést hefur af, 25 punda dreka sem greip svarta Tóbíspóninn hans í Kirkjuhólma- kvísl að kvöldi dags. Að sögn Gunnars var laxinn gæfur og fljótur að gefast upp. Viðureignin tíðinda- laus. Það fylgdi sögunni að laxinn hefði þegar lagt nokkuð af og virð- ist því hafa gengið býsna snemma í ána, jafnvel einhvem tíma í maí. I Laxá hefur auk þessa veiðst 22 punda lax, í Kistukvísl og nokkrir 20 punda fískar, víða í ánni. Hvítá í Amessýslu: Fyrir landi Langholts hefur veiðst einn 24 punda fiskur, annar 22 punda, einn 20 punda og þó nokkrir 16-18 punda. Þetta er rómaður stórlaxa- pottur og fyrir fáum dögum var veiðimaður að nafni Sverrir Krist- insson þarna á ferð með maðk á króknum og beit þá á hjá honum gríðarvænn fískur, 25-30 punda lax að því er menn töldu. Eftir hálftíma reiptog skilaði stórhvelið önglinum, en hélt eftir maðkinum. Fyrir landi Iðu var lítil veiði framan af, en hefur glæðst. Einn af tiltölulega fáum löxum sem þar hafa veiðst vó 20 pund og er mál manna að svo stór lax sé eigi algengur þar svona snemma sumars. Síðar veið- ast yfírleitt bara margir slíkir og enn stærri. Langá: I „hreinu smálaxaánni" veiddist annan veiðidaginn 21 Þessar hafa birst áður, en koma nú aftur af því þær henta efn- inu, sá stærsti til þessa, 25 pundari úr Laxá í Aðaldal, nán- ar tiltekið úr Kirkjuhólmakvisl, og hinir tveir eru úr smálaxa- ánni Langá á Mýrum. Sá stærri er 21 pund og sá stærsti sem þar hefur veiðst í áraraðir. Smærri Iaxinn er „aðeins“ 16 pund. Sá stóri veiddist í Glanna. punds hængur og var veiðimaður- inn Jóhannes Guðmundsson bóndi á Anabrekku og formaður veiðifé- lags Langár. Þetta er stærsti lax sem veiðst hefur í Langá um ára- bil og átti hann kyn að rekja til Þverár í Borgarfirði, merktur fískur að auki. Daginn áður veiddist 16 punda hængur í ánni og er það stór- lax nær raunveruleikanum í Langá. Vatnsdalsá: Á fyrstu dögunum var 21 punds ferlíki afonglað og enn stærri fískar hafa þegar sést í ánni. Það þætti mikið ef þessi lax yrði sá stærsti í Vatnsdalsá eftir sumarið. Norðurá: Sigmar Jónsson veiddi 20 punda hæng í Myrkhylsrennum fyrir nokkru og tók flykkið maðk. í sama holli var 18 punda laxi land- að og nokkru áður var öðrum 18 punda laxi snarað á land. Þetta eru virkilegir stórlaxar á Norðurárvísu og 20 punda lax hefur ekki veiðst þar árum saman. Laugardalsá: Þar hefur þegar veiðst einn 20 punda og fleiri af svipaðri stærð sést renna sér. Reykjadalsá og Mýrarkvísl: Venjulega er ekki sérlega mikil veiði í þessum ám í júní, þær taka að glæðast þegar líður á sumarið. Að þessu sinni hefur þó verið dálít- il veiði og í báðúm hefur 20 punda löxum verið landað. Hofsá: Á fyrstu dögunum veiddi Eiríkur Sveinsson læknir á Akur- eyri 22 punda hæng á spón, annan 19 punda og missti að auki þann þriðja sem var mun stærri en stærri laxinn. Félagi hans einn dró auk þess 20 punda hrygnu á land og greip sá fískur einnig spón. Blanda: Umsjónarmaður þessa þáttar hefur fengið það staðfest að einn 21 punds lax hafí veiðst og heyrt það en ekki fengið staðfest á hinn bóginn að raunar hafi tveir slíkir laxar veiðst. Við þetta allt saman má bæta, að svona listar eru fljótir að úreldast og e.t.v. má nú þegar bæta nokkrum stórlöxum við listann. Við þetta má bæta, að 19,5 punda Iax hefur veiðst í Þverá og þar hafa bæði Jóhannes Nordal og Barði Friðriksson att kappi við „stórlaxa" sem hafa haft betur eft- ir æsilegar viðureignir. Ótaldir eru allir 17-18 punda laxarnir sem veiðst hafa, enda upptalningin orðin ærin nú þegar og mál að linni. Það má þó öllum Ijóst vera, að þó að það sé misjafnlega mikið af stórlaxi í ánum, þá er hann rígvænn og það Runólfur Ágústsson, veiði- vörður við Langá á Mýrum, telst nú til fyrirmyndar eftir að hafa útbúið og látið fjölrita möppu eina sem inniheldur lýs- ingu á öllum veiðistöðum árinnar fyrir löndum Langár- foss og Ánabrekku, jafnframt því sem veiðin sumarið 1985 er tíunduð i skýrsluformi og er tekið á málum frá öllum mögu- legum sjónarhornum. Má nefna, að kafað er ofan í fiski- fræðilega þætti, umhverfis- þætti, skráð er hvað veiddist hvar og hvaða flugur reyndust veiðnastar svo eitthvað sé nefnt. „Þetta er aðallega gert fyrir þá sem aldrei hafa rennt hér áð- er meira af verulega vænum fískum en venjulegt getur talist á seinni árum. ur. Það er mikil endumýjun á veiðimönnum og einkanlega síðsumars koma hér alltaf margir sem aldrei hafa veitt í ánni áður. Þessari möppu er ætlað að vera þeim stoð og stytta,“ sagði Run- ólfur í samtali fyrir skömmu. Víst er, að rit veiðivarðarins er eins tæmandi og hægt er að hugsa sér og mættu ýmsir taka Runólf sér til fyrirmyndar hvort heldur er um að ræða veiðiverði, leigusala eða veiðiréttareigendur. Víða eru alltof mikil brögð af því að ókunn- ugum er ekki veitt nægjanleg aðstoð við framandi laxveiðiár, það skortir góð kort, vegvísa og spjöld á árbakka. Margt hefur breyst til batnaðar í þessum efn- um á seinni árum, en betur má ef duga skal. Gottframtak veiðivarðar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.