Morgunblaðið - 12.07.1986, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 12.07.1986, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1986 Áð í Galtalækjarskógi. Frá vinstri Þórunn Þorsteins- dóttir, Ingibjörg Rafnar eiginkona Þorsteins Páls- sonar, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfull- trúi, Helga Björk Vil- hjálmsdóttir, Þorsteinn Pálsson formaður Sjálf- stæðisflokksins og Anna Johnsen eiginkona Vil- hjálms. í Galtalækjarskógi. Úr Varðarferðinni. Fj ölmennasta Varð- arferðin í áraraðir - segir Gunnlaugnr S. Gunn- laugsson framkvæmdasljóri fulltrúaráðs sjálfstæð- isfélaganna í Reykjavík Landsmálaf élagið Vörður fór um síðustu helgi í sína ár- legu sumarferð. Var þátttakan í ferðinni ein sú besta í árarað- ir. „Ferðin var óskaplega vel heppnuð og fólk mjög ánægt með hana, þó að veðrið hafí kannski ekki verið eins og best verði á kosið," sagði Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, í samtali við Morgun- blaðið. „Við héldum að stað snemma morguns og fórum fyrst í Þjórsár- dal. Þar fengum við okkur morgunkaffí og Jónas Bjarnason, formaður Varðar flutti ávarp. Þaðan var farið að Veiðivötnum. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins hélt ávarp og snæddur var hádegisverður. Að því loknu var ekið um svæðið og það skoðað. A heimleiðinni kom- um við svo við á Galtalæk og tók þar sr. Hannes Guðmundsson á móti okkur. Síðdegiskaffí var svo drukkið í Galtalækjarskógi." „Um 800 manns tóku þátt í ferðinni og var farið á 15 rútum. Þetta er ein fjölmennasta Varðar- ferð sem farin hefur verið i áraraðir. Aðalfararstjóri í ferðinni var Einar Þ. Guðjohnsen." „Ætla að skrifa heimildarrit um leiksljórn á Islandi“ - segir Brynja Benediktsdóttir sem hlaut styrk úr Menningarsjóði leikstjóra Ég ætla að nota þennan styrk til að skrifa bók um leikstjórn á íslandi, eins konar heimildarrit," sagði Brynja Benediktsdóttir, leikstjóri, sem hlotið hefur 35 þúsund króna styrk úr Menning- arsjóði Félags leikstjóra á ís- landi. Styrkveitingin hefur verið árlegur viðburður undanfarin sex ár, en Brynja var meðal þeirra sem á sínum tíma áttu þátt i að koma Menningarsjóði leikstjóra á laggirnar. „Tilgangur sjóðsins er að efla þessa listgrein, leikstjóm, bæði til styrktar á uppsetningum leikrita, til utanfarar eða annarra verka sem bæta hæfni og kunnáttu leikstjóra, og svo til að auðvelda mönnum að fylgjast með nýjum aðferðum og tækni varðandi leikstjóm," sagði IUIOSAEYÐIIMG Mosi í görðum hefur lengi verið vandamál hjá garðeigendum. Nú býðst yður ný þjónusta. Við úðum grasflötina með sérstöku mosaeyðandi efni (hættulausu). Pantanir í síma 25707 f rá kl. 18 tll 20. Brynja Benediktsdóttir tekur við viðurkenningu úr hendi Helgu Bachmann, formanns stjórnar Menningarsjóðs Félags leikstjóra á íslandi. Brynja ennfremur. „Ég ætla sem sagt að nota þetta til að skrifa þessa bók, sem gæti heitið „Dagbók leik- stjóra". Þetta verður heimildarrit um starf leikstjórans, leiðbeiningar byggðar á eigin reynslu og lýsingar á vinnubrögðum. Bókin gæti þannig komið að notum fyrir áhugamanna- leikhús úti á landi og hugsanlega gæti almenningur einnig haft af henni gagn og ánægju." Aðspurð kvaðst Brynja hafa haft í mörgu að snúast að undanfömu. „Ég er núna að setja upp leikverk fyrir Þjóðleikhúsið sem verður frumsýnt 25. september og heitir „Uppreisnin á ísafírði". Ekki verður upplýst hver höfundur er fyrr en í haust, en um 50 leikarar taka þátt í sýningunni. Einnig hef ég verið að vinna að uppfærslu á þætti sem fluttur verður á Kjarvalsstöðum 16. ágúst. Þar verða fjórir leikarar og við ætlum að kalla þáttinn „Flensað í Malakoff", en hann er byggður upp á svipmyndum frá 19. öld. Tónlistin er eftir Finn Torfa Stef- ánsson. Bókinni mun ég svo reyna að sinna á milli verkefna í Þjóðleik- húsinu. Starf okkar leikstjóranna er eins og sfldarvertíð. Við vinnum alla daga, nótt og dag, fyrir frum- sýningar og svo koma hlé á milli. Eg ætla þá að sæta færis og vinna í bókinni." Brynja sagði að bókinni væri ekki ætlað á jólabókamarkaðinn og ekki lægi fyrir hvenær hún kæmi út. „Eins og ég sagði þá verður þetta í og með heimildarrit um þessa listgrein, en heimildir um íslenskt leikhús eru mjög af skom- um skammti. Ég ákvað því að nota styrkinn til að skrifa þessa bók og leggja þar með örlítið af mörkum í þeim efnum,“ sagði Brynja Bene- diktsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.