Morgunblaðið - 12.07.1986, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1986
AKUREYRI
Galli að hafa Byggðastofnun ná-
lægt Öðrum stj órnunarstofnu num
- segir Áskell Einarsson, framkvæmda-
sljóri Fjórðungssambands Norðurlands
Akurevri
„Á SIÐASTA þingi Fjórðungssambands Norðlendinga var
rætt um málefni Byggðastofnunar, ogþar komu fram eindreg-
in sjónarmið um að aðsetur hennar yrði á Akureyri,“ sagði
Áskell Einarsson framkvæmdastjóri Fjórðungssambands
Norðlendinga í samtali við Morgunblaðið i tilefni af ákvörðun
stjórnar Byggðastofnunar þar sem þessu var hafnað.
Áskell taldi þetta vera prófmál
á það, hvort stofnanir ríkisins
verði yfírleitt færðar út á land.
„Það væri eðlilegt að stofnun, sem
væri ný yrði flutt, auk þess sem
henni er ætlað að þjóna lands-
bygðinni."
Að sögn Áskels hefur Fjórð-
ungssambandið undanfarið verið
að vinna að þvi, að afla hug-
myndinni fylgi meðal annarra
Úórðungssambanda óg alþingis-
manna og taldi Áskell lands-
byggðarmenn styðja hugmyndina
sem prófínál.
Um þau rök, að það henti ekki
að hafa stofnunina á Akureyri,
sagði Áskell að það hefði háð
Byggðastofnun og byggðamálum
á Islandi, að fengist væri við
vanda landsbyggðarinnar Qarri
þeim vettvangi, sem vandinn væri.
„Ef þeir stjómsýsluaðilar, sem við
þessi vandamál etja væru stað-
settir á landsbyggðinni, myndi það
móta betur afstöðu þeirra."
Um þau rök, að Byggðastofnun
þyrfti að vera i nálægð við aðrar
stjómarstofnanir, hafði Áskell það
að segja, að nálægð við aðrar
stjómarstofnanir væri í raun galli,
vegna þess, að stofnunin hafí ekki
fengið að vera í friði fyrir pólitisk-
um þrýstingi, og ekki þýði annað
en að viðurkenna, að Byggðasjóð-
ur hafí verið misnotaður. Fé hans
hafí verið notað til verkefna, sem
ekki eru byggðavérkefni og sé
hann þannig orðinn eins konar
viðbótar ú'árfestingarsjóður. „Með
staðsetningu stofnunarinnar á
Akureyri yrði hún laus við póli-
tiskan yfírgang og hefði betra
horf til þess að sinna stjómunar-
störfum."
Um samgönguþáttinn hafði
Áskell það að segja, að daglega
væru 3-5 ferðir með flugi til Akur-
eyrar frá Reykjavík og næstum
dag hvem væru ferðir á ísaljörð
og Egilsstaði og samgöngur við
Vestur- og Suðurland væru ekk-
ert verri en milli Norðurlands og
Reykjavíkur. Þvi mætti það ljóst
vera, að Akureyri væri ekki illa í
sveit sett til þess að þjóna iands-
byggðinni.
Áskeil kvaðst harma það mjög,
að þingmenn utan af landi skyldu
ekki fylgja þessu máli eftir, og
taldi hann að i framtíðinni yrði
Áskell Einarsson, framkvæmda-
stjóri.
örðugra að sækja önnur mál eftir
að þetta tapaðist. „Það undrar
mig mjög og marga aðra, að þing-
menn Framsóknarflokksins yrðu
þess valdandi, að þessi tilraun til
valddreifingar um byggðir lands-
ins mistókst."
Varðandi hugmyndir um stjóm-
sýsluútibú, vildi Áskell minna á,
að Fjórðungssambönd Norðlend-
inga og Vestfírðinga hafí á sínum
tíma farið fram á það við Fram-
kvæmdastofnun, að hún gerði
úttekt á uppbyggingu stjómsýslu-
miðstöðva um landið og sérstaka
áætlanagerð, þar sem fjármagn
til þessa yrði ráðstafað úr Byggða-
sjóði. Niðurstöður úr þessu hafí
verið þær, að áætlanagerð lauk
aldrei og að Qármagn úr Byggða-
sjóði væri ekki auðsótt. Áskell
taldi það mjög æskilegt, að
Byggðastofnun beitti sér fyrir
stjómsýsluútibúum um landið.
Hins vegar var hann vantrúaður
á að stofnunin gæti rekið slíka
starfsemi fyrir hinar og þessar
stofnanir. „Ég hef meiri trú á því
að fela landshlutasamtökum þetta
verkefni."
„Ég tel tillöguna vera algera
markleysu, þar eð ekki er kveðið
uppúr um það, hvar eigi að byija.
Það hefði óneitanlega verið sára-
bót, ef stjómin hefði ákveðið að
koma upp útibúum er þjónuðu
Norðurlandi, Austurlandi og Vest-
fjörðum til að byija með, en úr
því að svo var ekki gert, er þessi
tillaga sýndarmennska ein, sagði
Áskell og bætti við: „Það sem
þarf er athafnir en ekki orð.“
Taldi mig ekki hæfan til
að taka afstöðu í málinu
- segir Sigfús Jónsson um þá ákvörðun sína
að víkja af fundi stjómar Byggðastofnunar
í LEIÐARA Dags á Akureyri í gær er rætt um þá ákvörðun
stjórnar Byggðastofnunar siðastliðinn þriðjudag að flytja
hana ekki til Akureyrar. Er þar ráðist nokkuð harkalega á
tilvonandi bæjarstjóra Akureyrar fyrir að hafa sent vara-
mann sinn á fundinn.
í leiðaranum segin „Það er held-
ur dapurleg byijun á bæjarstjóra-
ferli Sigfúsar Jónssonar að heykjast
á því að greiða atkvæði um þetta
mikilvæga mál. Fyrir tæplega ári
þegar Sigfus var enn sveitarstjóri
á Skagaströnd, sagði hann á Fjórð-
ungsþingi Norðlendinga að ekki
stæði á sér að greiða því atkvæði
að Byggðastofnun flyttist til Akur-
eyrar.“ Dagur segir að nú hafí
Sigfús hins vegar kosið að kalla til
varamann sinn í stjóm, „enda er
sagt að hann hafí lofað einhveijum
starfsmönnum stofnunarinnar að
stuðla að því að hún yrði ekki flutt
norður. Þetta verður ekki til þess
að auka traust manna á nýja bæjar-
stjóranum."
í samtali við Morgunblaðið, sagði
Sigfús Jónsson, að hann hafl ekki
talið sig hæfan til þess að taka
afstöðu í þessu máli, þar eð hann
sem tilvonandi bæjarstjóri hefði
þama beinna hagsmuna að gæta.
Auk þess hefði ákvörðun sín ekki
ráðið úrslitum.
Sigfús kvaðst ekki hafa lagt
varamanni sínum neinar línur í
þessari atkvæðagreiðslu, þá hefði
hann allt eins getað mætt sjálfur á
fundinn; „menn verða að hafa eitt-
hvað siðferði," sagði hann. Um
afstöðu varamanns síns kvaðst
hann lítið hafa að segja, enda væri
hún alfarið hans mál.
Sigfús treysti sér ekki til þess
að gagnrýna ákvörðun stjómarinn-
ar, enda væri þetta hennar ákvörð-
un. Hins vegar taldi Sigfús að það
væri aðallega tvennt er réði ákvörð-
un stjómarinnar. í fyrsta lagi væri
það andstaða flestra starfsmanna
stofnunarinnar, en i öðru lagi, og
það væri sárgrætilegast, væri það
að forystumenn í landsmálum og
Sigfús Jónsson, bæjarstjóri.
sveitarstjómarmenn væru á móti.
Sigfús taldi landsbyggðarmenn
vera klofna í þessu máli, það að í
raun væru það aðeins Akureyringar
og menn úr nærliggjandi sveitum,
sem væru því fylgjandi að flytja
stofnunina til Akureyrar.
Um þá tillögu, sem stjóm
Byggðastofnunar samþykkti, að
Unglingalandsliðið á Norðurlandi
Akureyri.
Unglingalandslið íslands i
knattspyrnu, skipað leik-
mönnum undir 18 ára, er nú
i æfingaferð um Norðuriand.
Með i för eru Lárus Loftsson
þjálfari liðsins, Helgi Þor-
valdsson, Sveinn Sveinsson og
Steinn Halldórsson unglinga-
nefndarmenn KSÍ.
Liðið lék í fyrrakvöld æfínga-
leik við meistaraflokk Tindastóls
á Sauðárkróki og sigraði landslið-
ið 3:2 í fjörugum leik. í gærmorg-
un æfðu strákamir svo á
Þórsvellinum héma á Akureyri
og í gærkvöldi léku þeir við Magna
á Grenivík.
í dag leikur unglingaliðið gegn
1. flokki KA og á morgun leika
strákamir gegn úrvalsliði UÍA á
Unglingalandsliðshópurinn eftir æfingu á Þórsvellinum i gærmorgun, ásamt þjálfara sínum Lárusi
Loftssyni, Sigi Held landsliðsþjálfara og fleiri forráðamönnum KSÍ, norðlenskum þjálfurum sem
fylgdust með æfingunni og fleirum.
sumarhátíðinni á Eiðum.
Unglingalið þetta tekur þátt i
Evrópukeppninni i haust og er nú
að hefjast tveggja ára áætlun hjá
liðinu — fram að úrslitakeppni
EM sem verður í mai 1988.
Sigi Held, landsliðsþjálfari, og
Guðni Kjartansson, aðstoðarmað-
ur hans, voru einnig á Akureyri
í gær. Þeir verða með unglinga-
námskeið á Þórsvellinum á vegum
KSÍ.
beina því til ríkisstjómarinnar að
leita hagkvæmra leiða til að koma
á fót miðstöðvum úti á landi, þar
sem opinberir stjómsýslu- og þjón-
ustuaðilar hefðu útibú sin, sagði
Sigfús að þessi tillaga væri mun
merkiiegri en hin fyrri, ef eitthvað
yrði úr henni. „Með því að hafa
dregið mig í hlé, tel ég að ég eigi
nú auðveldara með að beita mér i
þessu máli innan stjómar Byggða-
stofnunar, þar eð aðrir stjómar-
menn þurfa ekki lengur að velkjast
í vafa um það, að ég vinni þar af
heiðarleika. Ég hef hins vegar
ávallt verið þeirrar skoðunar, að
Alþingi hefði á sínum tíma átt að
taka af skarið um staðsetningu
Byggðastofnunar, í stað þess að
vísa málinu til stjómar Byggða-
stofnunar; þá var lag.“
Sigfús sagði ennfremur: „allir
vilja fá aukna þjónustu opinberra
aðila á landsbyggðinni — spuming-
in er bara um leiðir. Ég tel samstöðu
landsbyggðarmanna geta orðið
hvað víðtækasta, þar sem um er
að ræða slík stjómsýsluútibú, enda
er það alveg sjálfsagt, að lands-
byggðarmenn geti rekið þjónustu
sína f sínu byggðarlagi. Annar kost-
ur við þessa tillögu er, að hún á
ekki að hafa i för með sér neina
fjölgun starfsmanna í stjómsýsl-
unni, einungis færslu. Segjum sem
svo, að 30 manns starfí við ein-
hveija opinbera stofnun f Reykja-
vík. Með dreifmgu þjónustu
þessarar stofnunar í slíkar lands-
hlutamiðstöðvar væri nóg að
stofnunin hefði um 20 starfsmenn
í Reykjavík en hinir 10 væm dreifð-
ir um landsbyggðina." Sigfús taldi
að bæjarstjóm Akureyrar ætti fljót-
lega að fara að ræða þessi mál við
forsætisráðherra; „þessir menn í
stjóm Byggðastofnunar, er greiddu
atkvæði gegn þvf að hún væri á
Akureyri, em þrátt fyrir það allir
af vilja gerðir til þess að dreifa
opinberri þjónustu um landið."
„Mér hefur fundist menn vera
sammála þeirri ákvörðun minni að
sitja ekki fundinn; þeir á Degi mega
alveg gagnrýna mig, enda tek ég
ekkert mark á þeim. Þeir vita
greinilega ekkert hvað þeir eru að
tala um og virðast ekki skilja hug-
takið hagsmunaárekstur.“ Um
ásökun leiðarahöfundar Dags um
að hann hafi lofað starfsmönnum
stofnunarinnar fyrir sunnan að
stuðla að því að stofnunin yrði ekki
færð nrður hafði Sigfús þetta eitt
að segja: „Rugl!“