Morgunblaðið - 12.07.1986, Page 31

Morgunblaðið - 12.07.1986, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1986 31 Sumir segja að Rosemary Brown sé kolruglað kerlingar- hró, aðrir vilja meina að hún hafí mikla en misskilda hæfileika — en öllum ber þó saman um að hún sé ekki alveg eins og fólk er flest. Aðra mínútuna segir hún sögur af gæludýrum sínum, hina mínútuna talar hún um skapgerðareinkenni löngu liðinna tónskálda, á borð við Chopin, Stravinsky, Beethoven og Bach — að ógleymdum bítlinum fyrrverandi John Lennon. Rose- mary segist nefnilega þeirri gáfu gædd að geta náð sambandi við þá, sem horfnir eru yfír móðuna miklu — og gott betur en það, því hún skrifar líka niður nótur, festir á blað „nýjustu tónverk" þessara snillinga. „í rauninni eru allir þess- ir menn ósköp ljúfir inn við beinið," segir Rosemary umburðarlynd á svip. „Þeir Chopin og Liszt eru þó lang-kurteisastir. Stravinsky er sér- vitur og oft dálítið afundinn og Bach blessaður er bölvaður fýlu- púki,“ upplýsir hún. Rosemary Brown kom fyrst fram á sjónarsviðið í sjónvarpsþætti, sem BBC lét gera um yfírnáttúruleg fyrirbæri fyrir 15 árum. Þar spilaði hún á píanó ný og áður óútgefín verk músíkmeistaranna. „Fyrst í stað var ég hikandi við að opinbera þessa gáfu mína,“ segir hún. „Ég var svo hrædd við almenningsálitið. En eftir að Liszt lofaði að hjálpa mér, lét ég til leiðast. Auðvitað trúa mér þó ekki allir, en Liszt hefur reynst mín stoð og stytta. Annars vil ég nota tækifærið og leiðrétta þann misskilning, sem upp hefur komið, um samband okkar Liszt. Við erum mjög góðir vinir, það vant- ar ekki, en það er ekkert meira á milli okkar. Það hafa nefnilega gengið hreint ótrúlegar kjaftasögur um samband okkar — og höfum við bæði tekið það mjög nærri okk- ur. Hann er vissulega huggulegur maður, en ég er siðprúð kona með eindæmum og svoleiðis samband myndi ég aldrei fara út í,“ segir hún og er greinilega mikið niðri fyrir. Enginn skyldi þó halda að það væru aðeins tónskáld sem sæktu frúna heim. Nei, rithöfundar fortíð- arinnar eru þar einnig tíðir gestir, þ. á m. þeir George Bemard Shaw og Bertrand Russel. „Shaw segist vea mjög hlynntur kvenréttindabar- áttunni," segir Rosemary, „en ég hef hann grunaðan um að segja það, bara til að gleðja mig. Hann er svo mikill herramaður í sér, bless- aður, en alveg hreint ógurlega skemmtilegur. Russel er mun al- vörugefnari. Hann er vel að sér um nær allt milli himins og jarðar og samræður við hann vekja mann allt- af til umhugsunar." — En hvað um kynni hennar af John Lennon? „Ég hitti hann fyrst fyrir svona 2 árum,“ segir Rosem- ary og brosir að endurminningunni. 1 Þegar líða tók á kvöldið voru söng- bækurnar teknar fram, raddböndin þanin og íslenskir ættjarðarsöngvar kyijaðir. Einnig var skálað fyrir föðurlandinu og glösum lyft til heið- urs þeim hjónum Ásu og Ingvari Emilssyni, sem fjarri voru góðu gamni að þessu sinni, héldu daginn hátíðlegan heima á gamla góða Próni. Annars hafa þau Ása og Ingvar búið einna iengst íslendinga í Mexíkó. Ema Geirdal hefur hinsvegar búið í Mexíkó í ein 23 ár og eiga þau hjónin 4 böm. Aðdragandi bú- ferlanna var sá, að er Ema vann á skrifstofu Loftleiða í New York, ákvað hún einhveiju sinni að fara til Mexíkó f sumarleyfí sínu. Þar hitti hún tilvonandi eiginmann sinn og hefur það því dregist að hún mætti aftur til vinnu. Síðan em iið- in 23 ár og enn er Erna hér. Upp úr miðnætti fóm Mörlandar að tygja sig til heimferðar, enda vinnudagur daginn eftir. Auk þess ætluðu knattspyrnuaðdáendur að sjá leik Danmerkur og Spánar í Queretaro, sem er u.þ.b. þriggja tíma aksturs§ariægð frá Mexíkó- borg. Þannig lauk því 17. júní gleði íslendinga í Mexíkó á því herrans ári 1986. Beethoven, Bach, Lennon og Liszt - daglegtir gestir hjá Rosemary Brown „Mér fannst hann fyrst svolítið vafasamur maður, en eftir að ég kynntist honum betur, sá ég að hann hefur sko hjartað á réttum stað. Reyndar hef ég stundum lent í svolitlu rifrildi við hann, því hann notar stundum svo ljót orð. Ég hef meira að segja einu sinni neitað að segja eitt orðið í söngtexta hans. Það var bara ekki forsvaranlegt. En annars emm við mjög góðir vin- ir,“ segir hún. Em þá kannski ný Lennon-lög á leiðinni? „Ja, John bað mig um að leita á náðir Julians, sonar síns, sem ég og gerði,“ svar- ar Rosemary. „Hann hafði reyndar varað mig við því að cflaust yrði Julian ekki samvinnuþýður til að byija með. Það var líka alveg rétt hjá honum, svo ekki sé nú meira sagt. Hinsvegar höfum við Lennon ráð undir rifi hveiju og án þess að ég vilji upplýsa of mikið, get ég sagt, að innan skamms mun koma út smáskífa með lagi eftir hann. En Julian á sko engan heiður af því. Annars er John mikið í mun að koma því til skila hversu skað- söm eiturlyfin em. Hann segist sjá mikið eftir því að hafa prófað þau og fullyrðir að þau séu framleiðslu- vara sjálfs skrattans," segir þessi kynlega kona. Kynjakvendið Rosemary Brown rýnir hér í nótur löngu látinna tónskálda. „Hann notar stundum ljót orð, en hefur þó hjartað á réttum stað,“ segir Rosemary um „vin sinn“ John Lenn- on. Deneuve — Opinbert tákn franska lýðveldisins Hún er ljós yfírlitum, afskap- lega fögur og tignarleg, svolítið fjarræn og fráhrindandi, en hefur um langt árabil verið tákn hinnar frönsku hefðarkonu, í hug- um fólks um allan heim. Konan, sem hér um ræðir er engin önnur en leikkonan Catherine Deneuve, sem farið hefur með 56 hlutverk í kvik- myndum á ferli sínum. Nú hafa frakkar líka kosið hana til að feta í fótspor Brigitte Bardot og verða hin nýja „Marianne". Marianne, er úr steini — stytta, sem sjá má í öllum ráðhúsum Frakklands, enda er hún tákn hins franska lýðveldis. Framvegis mun hinsvegar Cather- ine Deneuve gegna hlutverki hinnar holdi klæddu „Marianne". Þær eru báðar fagrar og fjar- rænar konumar, sem Frakkar hafa kosið sem sitt tákn. „Mari- anne“, önnur er úr steini en hin holdi klædd, leikkonan Catherine Deneuve. COSPER Hefurðu reynt munn-við munn aðferðina? ELDHU SKROKURINN Grill-veizla Nú ætti að vera rétti tíminn til að grilla úti. Margir hveijir eiga sínar föstu uppskriftir, en svo hafa alltaf margir gaman af að reyna eitthvað nýtt. Þess vegna ætla ég í dag að koma með uppskriftir af grillmat og meðlæti. Maríneraðir kjúklingabitar Fyrir 4 1 kjúklingur 16 vínber 2—3 tsk. smjör salt Kryddlögur (marinering) 4—5 matsk. jógúrt 1 lítill laukur, rifínn 1 pressað hvítlauksrif 1 tsk. vínedik V2 tsk. gurkemeje-krydd, (fæst t.d. í SS-búðunum) 1 tsk. paprikuduft Cayenne-pipar framan af hnífsoddi Hrærið allt saman. Hlutið kjúklinginn í 12—16 lítil stykki. Fjarlægið bein og húð. Veltið síðan kjúklingabitunum upp úr jógúrt-sósunni. Setjið á fat, breið- ið yfír og geymið í kæliskáp í 3—4 tíma. Þræðið síðan bitana á grill- pinna til skiptis með vínbeijum og leggið á olíuboma grillrist. Dreifið aðeins fínu salti yfír og steikið í 15—20 mínútur, ekki of nálægt glóðinni. Innpökkuð lúða Fyrir 4 Reiknið með einu fískstykki á mann. Saltið og piprið fískstykkin og leggið á álpappír, einn pakka á mann. Smyijið fiskinn m. smjöri. Látið 1—2 þunnar tómatsneiðar ofan á hvert stykki. Smásaxið 1 lauk og 8-10 sveppi og látið að- eins krauma í smjöri á pönnu. Dreifíð þessu svo í fískpakkana. Má bæta meira smjöri ef vill. Lokið vel báðum endum. Setjið á vel heita olíupenslaða grillrist. Steikið í 10—12 mínútur og færið oft til. Með grillmatur eru ekki bornar fram venjulegar sósur en í þeirra stað notaðar sterkt kryddaðar sósur margskonar, búnar til úr majónsósu, sýrðum ijúma eða öðmm mjólkurafurðum. Einnig er notað kryddsmjör með og hér fáið þið tvær hugmyndir að krydd- smjöri: Djöfla-sósa Sterk en góð sósa. Sérlega góð með grilluðum rifbeinum, einnig með svína- og nautakjöti. Stórgóð til að pensla með hamborgara, mörbráð og kjúklinga. Uppskrift: 1 dl tómatkraftur (tomat purée) 1 tsk. Worchester-sósa 1 matsk. mango chutney (sterkt) 1 dl kjötkraftur (bouillon) 1 marið hvítlauksrif 2 tsk. vínedik 1 tsk. sæt chili-sósa 1 matsk. hunang 2 smátt saxaðir smálaukar Allt sett í skaftpott og látið krauma í um 15 mínútur. Takið af hellunni og hrærið 'Adl áf ijóma út í og kælið. Hvitlauks-majónsósa 125 gr majones 2—3 tsk. estragon-edik 2 marin hvítlauksrif 1 smátt saxaður chalotte-laukur salt — cayenne-pipar Allt hrært saman. En farið var- lega með cayenne-piparinn. Framan af hnífsoddi er venjulega nóg. Góð sósa, bæði með fiski og nautakjöti. Sveppa- og rækjusmjör 150 gr smjör 100 gr sveppir 75 gr rækjur ‘Atsk. sítrónusafí salt Smjörið hrært þar til það er lint og mjúkt. Hreinsið sveppina og rækjumar og saxið smátt, svo er þessu hrært út í smjörið. Kryddið með sítrónusafanum og salti. Gerið lengju úr smjörinu og pakkið í álpappír, setjið það síðan í kæli þar til það er vel hart. Skorið í sneiðar um leið og það er borið fram. Sérlega gott með grilluðum fiski. Og svo það allra auðveldasta: Barbecue-smjör Hrærið smjörið mjúkt og lint og bætið svo út í barbecue-sósu, 1—2 tsk. eða eftir smekk. Kælt. Mjög gott með öllum grillmat. Og svo að lokum kartöflusalat: Bernaise-kartöflusalat ‘Akg soðnar kartöflur 1 dl ijómi 1 lítill smátt saxaður laukur 125 gr majones sítrónusafí salt og pipar 2—3 matsk. bemaise-essens graslaukur Kartöflurnar skornar í smá feminga. Majonesan hrærð með ijómanum. Öllu blandað saman nema graslauknum. Hann er skor- inn smátt og honum dreift yfír rétt áður en borið er fram. Rósrautt kartöflusalat 600 gr soðnar kartöflur, þéttar 2—3 stilkar sellerí (eftir smekk) 1 lítil dós tómatkraftur (tomat purée) 1 dl ijómi 1 lítiil bikar jógúrt (eftir smekk) aðeins vínedik salt og paprikuduft Kartöflur og sellerí skorið í sneiðar. Tómatkraftur, ijómi og jógúrt hrært saman með krydd- inu. Öllu biandað í skál, kælt vel í kæliskáp fyrir notkun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.