Morgunblaðið - 12.07.1986, Side 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1986
GráhamTurner á Islandi:
Aston Villa
áfram í búning-
um frá Henson
„LEIKURINN hefði getað farið á hvorn veginn sem var og ef eitthvað
var, átti Hveragerði betri marktækifæri f fyrri hálfleik. Jim (innsk. þjálf-
ari ÍA) var hissa að sjá mig, en það var ánægjulegt að sjá lið hans
sigra. Mér fannst markvörður ÍA góður og einnig vinstri bakvörðurinn
(innsk. Birkir Kristinsson og Heimir Guðmundsson), en völlurinn var
lítill," sagði Graham Turner, framkvæmdastjóri Aston Villa, f samtali
við blaðamann Morgunblaðsins.
_ Morgunblaðið/Einar Valur
.T.. a dÓr Einarsson með "ýja. Vínrauða Aston Villa-peysu. Graham Turner, framkvæmdastjóri Aston
Villa til vinstri er ánægður með útlitið. lan Ross, þjálfari Vals, stendur á milli þeirra, en hann lék áður
með Aston Villa.
Turner kom til landsins á mið-
vikudaginn og fór beint á mjólkur-
bikarleik Hveragerðis og ÍA í
Hveragerði. Tilgangur heimsókn-
arinnar var hins vegar að fylgjast
með framleiðslu búninga Aston
Villa, en sem kunnugt er leikur lið-
ið í Henson- búningum. Henson
hefur einnig gert samning við 6
önnur ensk lið, Bristol Rovers,
Aldringham, Peterborough, Bo-
urnemouth, Exeter og Aldershot,
sem öll munu leika í Henson-
búningum næsta tímabil.
„Við lékum í Hensonbúningum
sl. keppnistímabil og líkaði vel og
því var ákveðiö að halda sam-
vinnunni áfram. Búningarnir eru
ekki allt, en þeir skipta máli og
sumir leikmenn eru mjög hjátrúar-
fullir varðandi búninga sem annað
eins og þú veist," sagði Turner.
Stefnan sett á
Evrópukeppni
Blaðamaður sagði Turner frá
drættinum í Evrópukeppninni og
>■ samgladdist hann Ross, þjálfara
Vals, með að fá Juventus. „En
Evrópukeppnin er ekki söm, þegar
ensku liðin vantar. Það var rétt að
banna enskum liðum að taka þátt
eftir það sem á undan var gengið,
en ég vona og geri fastlega ráð
fyrir að banninu verði aflétt næsta
vor. Enskir áhorfendur hafa hegð-
að sér betur að undanförnu og er
skemmst að minnast prúðmann-
legrar framkomu þeirra á HM í
Mexíkó. En það eru og verða alltaf
svartir sauðir innan um og ef til
vill er best fyrir alla að þeir komi
á völlinn, því þar er öflug lögreglu-
gæsla og því auðveldara að ráða
við þá en annars staðar. Þetta er
ekki vandamál á Villa Park, en því
er ekki að neita að við höfum feng-
ið hótunarbréf vegna svartra
leikmanna í liðinu.
Eins og öll önnur lið í upphafi
tímabils stefnum við að því að
vinna einn þriggja bikara, sem
keppt er um í ár, en raunhæft tak-
mark er að vinna okkur sæti í
Evrópukeppni næsta ár."
Liðið hefur öðlast
reynslu
Graham Turner er 38 ára,
kvæntur og fjögurra barna faðir
og hefur verið framkvæmdastjóri
Aston Villa í tvö ár. Áður var hann
i 11 ár hjá Shrewsbury og lék einn-
ig með liðinu í 5 V2 ár.
„Ensku deildinni hefur oft verið
líkt við maraþonhlaup, því tímabiliö
er svo langt. Ef lið ætlar sér að
sigra í þessari erfiðu keppni, verð-
ur að taka einn leik fyrir í einu og
gæta þess að springa ekki á fyrstu
leikjunum. Manchester United er
gott dæmi. Liðið samanstendur
af stjörnuleikmönnum, en þeir
byrja á fullu í upphafi en þannig
hegðar maður sér ekki i maraþon-
hlaupi.
Við byrjuðum ágætlega í fyrra,
en töpuðum óróttlátt fyrir Arsenal
í 8. umferð og þá komu fjórir tap-
leikir í röð. Breytingar urðu á liðinu
og ég gat ekki fengið leikmenn
sem mig vantaði fyrr en of langt
var liðið á tímabilið. Því leit ég
ekki á stigatöfluna, en við enduð-
um neðarlega.
Við höfum lært af reynslunni og
nú höfum við greitt um milljón
pund fyrir nýja, unga leikmenn. Við
borguðum 450 þúsund pund fyrir
Gary Thompson, sem var hjá
Sheffield Wed. og 125 þúsund
pund fyrir Martin Keown hjá Ars-
enal. Það voru góð kaup, en eftir
20 leiki með okkur þurfum við að
greiða 25 þúsund pund að auki,
önnur 25 eftir 40 leiki og loks 25
þúsund pund til viðbótar eftir 60
leiki. Þá er ekki útséð með verðið
á Neale Cooper hjá Aberdeen og
er málið fyrir dómi. Við ætluðum
að framlengja samninginn við Ray
Walker, en hann vildi fara til Port
Vale og var kaupverðið 12 þúsund
pund.
Þá erum við með nýja þjálfara
og höfum breytt skipulaginu. Ron
Wilie þjálfar liðið með mér og Col-
in Dobson, sem var hjá Coventry,
verður með unglingaliðið, en það
verður ekki þjálfari í fullu starfi með
varaliðið eins og var áður. Leik-
mennirnir koma til með að æfa
annaðhvort með unglingaliöinu
eða aðalliðinu og þá verður enginn
stimplaður sem varaliðsmaður.
Við erum með betra lið en í
fyrra, leikmennirnir eru ungir en
hafa meiri reynslu og við eigum
að geta náð langt. Liverpool og
Everton eru með yfirburðalið, en
við ættum að vera í hópi næstu
liða. Deildin getur jafnast eitthvað
við að Rush og Lineker fara til It-
alíu, en samt virðist alltaf koma
maður í manns stað, sérstaklega
hjá Liverpool, sem hefur borið
höfuð og herðar yfir önnur lið í 20
ár."
Fyrsta umferð í ensku 1. deildar-
keppninni hefst 23. ágúst. „Við
byrjum að æfa 22. júlí og verða
þrekæfingar í hálfan mánuð. 2.
ágúst leikum við æfingaleik við
Celtic í Skotlandi og förum síðan
til Italíu og ætlum að reyna að fá
tvo leiki við ítölsk neðrideildarlið.
Alvaran hefst svo á Villa Park 23.
ágúst og eigum við fyrsta leik gegn
Tottenham. Það verður erfiður
leikur og ekki síður sá næsti, sem
er útileikur gegn Wimbleton. Wim-
bleton hefur aldrei leikið í 1. deild
og það er alltaf erfitt aö leika fyrsta
leik gegn nýliðum á þeirra heima-
velli samanber leik Oxford og
Tottenham í fyrra."
Sigurður á mikla
möguleika
Aðspurður um íslenska knatt-
spyrnu sagðist Turner ekkert vita
um íslensku liöin, en hann vissi
að íslenskir knattspyrnumenn
hefðu gert það gott í Evrópu og
hann hefði fylgst með Sigurði Jóns-
MEISTARAMÓT golfklúbbanna
hór á landi hófust í gær eða
fyrradag vfðsvegar á landinu og
standa yfir þessa helgi. Þátttak-
endur f þessum mótum eru yfir
1.000 talsins og hafa aldrei ver-
ið fleiri. Golffþróttinni hefur
vaxið fiskur um hrygg á sfðustu
árum og fer kylfingum stöðugt
fjölgandi.
Flestir þátttakendur eru hjá
GR og GS eða um 150 talsins
og hjá Ness-klúbbnum og GA
voru skráðir um 100 keppendur.
Hér á eftir fer skrá yfir meistara-
mótin.
JaAarsvöllur, Akureyri, QA (72 holur).
Bolungarvik, golfkl. Bolungarv. (18 holur).
Hamaravöllur, Borgamesl (72 holur).
syni bæði með Sheffield Wed. og
eins þegar hann var lánsmaður hjá
Barnsley.
„Siggi er góður miðvallarleik-
maður, en hann þarf að leika í
léttleikandi liði til að njóta sín. Ég
er ekki viss um að leikaðferð
Sheffield henti honum, en hann
er ungur og á framtíðina fyrir sér.
Ég gæti notað hann í mínu liði og
víst er, að óg mun fylgjast áfram
með honum."
Nú voru sýnishornin af búning-
unum tilbúin. Turner var ánægður
með það sem hann sá og þar með
var ekkert eftir nema að ganga frá
pöntuninni. Graham Turner hólt
aftur til Englands í gær.
Byggðarholtsvöllur, Eskifiröi (72 holur).
Húsatóftavöllur, Grindavík (72 holur).
Strandarvöllur, Hellu (72 holur).
Silfurneavöllur, Hornafiröi (72 holur). »
Katlavöllur, Húsavfk (72 holur).
Tungudalsvöllur, ísafiröi (72 holur).
Fróöárvöllur, Ólafsvlk (72 holur).
Hvaleyrarvöllur, Hafnarflröi (72 holur).
Hlíöarvöllur, golfkl. Kjölur (72 holur).
Garöavöllur, Akranesi (72 holur).
Nesvöilur, Seltjarnarnesi (72 holur).
Skeggjabrekkuvöllur, Ólafsfiröi (72 holur).
Grafarholtsvöllur, Reykjavfk (72 holur).
Hlíöarendavöllur, Sauðárkróki (72 holur).
Strandarvöllur, Selfossi (72 holur).
Hólsvöllur, Siglufiröi (72 holur).
Stykkishólmur, golfkl. Mostri.
Blönduós, golfkl. Ós.
Hólmavöllur, Leiru (72 holur).
Vestmannaeyjar, GV (72 holur).
Morgunblaðið mun birta úrslit
frá öllum mótunum á þriðjudag-
inn.
Morgunblaðið/Einar Falur
S Ragnheiður Jóhannsdóttir, saumakona, er að ganga frá æfingabún-
ingi fyrir Aston Villa. Félagarnir fylgjast með.
Fram
UBK
Aðalleikvangi a
* kl. 20.00
Nýtt
ekta Kebab
Nýr
matseðill
AMEHIGAN STYLE
SKIPHOLTI 70 SIMI 68^838
Morgunblaðið/Þorkell
# Þessir hressu kylfingar taka þátt f Meistaramóti Ness é Nes-
vellinum á Settjarnarnesi. Fjöldi þátttakenda á hinum ýmsu
golfvöllum landsins hefur aldrei verið meiri en nú. Taliö er að yfir
1.000 kylfingar taki þátt í mótunum.
Metþátttaka í
meistaramóti
golfklúbbanna