Morgunblaðið - 25.07.1986, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 1986
3
Sex íslensk lög
meðal tíu efstu
VINSÆLDALISTI hlustenda rásar tvö var valinn í gser. Nú var
val listans með öðru sniði en veríð hefur, því hlustendur gátu
hríngt inn á fjóra staði á landinu, Reykjavík, Akureyri, Egils-
staði og Vestmannaeyjar.
Sá háttur var hafður á að ef
hlustandi greiddi íslensku lagi
atkvæði sitt var hann spurður að
nafni og nafnnúmeri. Síðan var
flett upp í þjóðskránni til að stað-
festa þær upplýsingar og í sumum
tilfella var hringt í fólkið og kann-
að hvort það hefði í raun greitt
atkvæði. Tók vinnsla listans því
lengri tíma en ella, en starfsmenn
rásar tvö sögðu að þátttaka hefði
verið mjög góð.
Vinsældalistinn lítur nú svona
út (staða laga fyrir tveimur vikum
innan sviga):
1.(1) Þrisvar í viku / Bítlavinafé-
lagið
2. (7) Papa don’t preach / Mad-
onna
3. (-) Hesturinn / Skriðjöklar
4. (-) Götustelpan / Pálmi og
Gunnar
5. (3) The Edge of Heaven /
Wham!
6. (30) Hunting high and low /
Aha
7. (-) Tengja / Skriðjöklar
8. (23)If you were a woman/
Bonnie^ Tyler
9. (-) Útihátíð / Greifamir
10. (-) Heilræðavísur / Faraldur
Starfsmenn Rásar tvö notuðu þjóðskrána óspart til að sannreyna
upplýsingar hlustenda um nafn og nafnnúmer. Nú var listinn
valinn á fjórum stöðum á landinu.
Vinsældalisti Rásar tvö:
Ferskfiskverð hátt
í Hull og- Grimsby
VERÐ á ferskum þorski og ýsu
er nú gott í Hull og Grimsby
og verð á kola hefur hækkað
verulega frá því á síðustu viku.
Meðalverð á þorski fór í 59
krónur á fimmtudag, á ýsu í
60 krónur og á kola í 60. Verð
fyrir karfa og ufsa í Þýska-
landi er einnig gott eða um 51
króna fyrir karfann.
Börkur NK seldi á miðvikudag
og fímmtudag 162 lestir, nær ein-
göngu þorsk í Grimsby. Heildar-
verð var 9.372.000 krónur,
meðalverð 57,92. Aflinn fór í fyrsta
flokk. Sólborg SU seldi 50 lestir í
Hull á miðvikudag. Heildarverð var
2.534.000 krónur, meðalverð
50,69. 33,6 lestir aflans voru
þorskur, sem fór á 54,59 krónur
kílóið og ýsan fór á 47,35. 75%
aflans fór í annan flokk og 25% í
þriðja. Á fímmtudag seldi Snorri
Sturluson RE 150 lestir í Hull.
Heildarverð var 7.032.000 krónur,
meðalverð 46,96. Meðalverð á
þorski var 56,37, á ýsu 59,06 og
á ufsa 22,00. Sama dag seldi
Haukur GK 140 lestir, mest þorsk
í Grimsby. Heildarverð var
7.730.000 krónur, meðalverð
55,18. meðalverð fyrir þorsk var
59,13. Aflinn var allur fyrsta
flokks.
Á þriðjudag voru seldar í Hull
og Grimsby 245 lestir úr gámum.
Meðalverð á kíló var 53,18 krónur.
Þorskurinn fór á 54,24, ýsan á
60,15 og kolinn á 57,23, en verð
á kola var á tímabili komið niður
fyrir 40 krónur. Á miðvikudag
voru á sömu stöðum seldar 165
lestir úr gámum. Meðalverð var
52,96. Meðalverð á þorski var
53,12, áýsu 60,41 ogákola 60,58.
Talsverð aukning hefur orðið á
sölu físks úr gámum héðan í Cux-
haven og Bremerhaven í Þýzka-
landi. I þessari viku verður selt úr
35 til 40 gámum, um 500 lestir.
Meðalverð fyrir karfa hefur verið
51 til 52 krónur og fyrir ufsann
um 35 krónur.
SÍS með lægsta
tilboð í flutninga á
áfengi og tóbaki
gefið
TILBOÐ í flutninga á áfengi og
tóbaki til landsins voru opnuð
fyrir skömmu, en Innkaupastofn-
un ríkisins bauð flutningana út
fyrir hönd Áfengis- og tóbaks-
verslunar ríkisins. Reyndist
lægsta heildartilboðið vera frá
Ósk afmælisnefndar
Eskifjarðar:
Fólki verði
frí
18. ágúst
AFMÆLISNEFND Eskifjarðar,
sem starfað hefur að undirbún-
ingi hátíðahaldanna vegna 200
ára afmælis bæjarins, sendi ný-
lega öllum atvinnurekendum á
Eskifirði bréf þar sem þess er
óskað að gefið verði frí um há-
degi á sjálfan afmælisdaginn 18.
ágúst. Svör hafa engin borist við
þessari ósk að sögn Hrafnkels A.
Jónssonar á Eskifirði.
Morgunblaðið náði tali af Magn-
úsi Bjarnasyni, framkvæmdastjóra
Hraðfrystihúss Eski§arðar, og
spurði hann hvort þar hefði verið
tekin afstaða til þessarar óskar af-
mælisnefndarinnar. Hann sagði að
þetta hefði ekki enn verið rætt og
því engin afstaða tekin, hins vegar
reiknaði hann með að frí yrði gefið
svo fremi ekkert sérstakt kæmi upp
á. Hraðfrystihús Eskifjarðar er
stærsti vinnustaðurinn á staðnum.
Þar vinna 180—200 manns um þess-
ar mundir, að sögn Magnúsar.
Skipadeild SÍS, eða um 40 millj-
ónir króna.
Boðnir voru út flutningar á 4.900
tonnum af áfengi og iðnaðarvam-
ingi og um 2.800 rúmmetrar af
tóbaki og koma vörur þessar frá
um 20 höfnum víðs vegar um heim.
Sex aðilar buðu í flutningana, Eim-
skip, Skipadeiid SÍS, Sjóleiðir, Ok,
Gunnar Guðjónsson skipamiðlari, og
Flugleiðir. Aðeins tveir fyrst nefndu
aðilamir buðu í flutningana í heild.
Var lægsta heildarverð hjá Skipa-
deild SIS, eins og áður sagði, eða
um 40 milljónir. Taxtaverð er um
99 milljónir króna og nemur lækkun
því tæpum 60%. Eimskip var með
lægsta verð frá einstökum höfnum,
en tilboð þeirra var háð því að þeir
fengju jrfír 90% flutninganna. Ekki
hefur enn verið tekin endanleg
ákvörðun um það að hvaða tilboði
verður gengið.
Erlendir skátar færðu Reykjavík afmælisgjöf
Erlendir skátar flykkjast nú hingað til lands til að taka þátt í Landsmóti skáta sem hefst í Viðey
um helgina. Þessi hópur heimsótti Davíð Oddsson borgarstjóra og færði Reykjavík afmælisgjöf,
en 200 ára afmæli borgarinnar réði vali á mótsstað í þetta sinn.
Niðurgreiðslur á lambakjöti og smjöri:
Lækka framfærsluvísi-
töluna um allt að 0,70%
Fjármálaráðherra samþykkir 75 milljóna króna fjárveitingu til niðurgreiðslna
á lambakjöti en landbúnaðarráðherra hafði ákveðið 150 milljónir
„ÉG HEF ákveðið að veija til
niðurgreiðslna á lambakjöti 75
milljónum króna, sem svarar tíl
þess að 1.800 tonn þeirra 3.600
tonna af lambakjöti sem nú. eru
óseld verða greidd niður um 20%,
sem er helmingi minna magn en
það sem talað var um í útvarp-
ðinu í gærkvöldi," sagði Þor-
steinn Pálsson, fjármálaráð-
herra, í samtali við Morgunblaðið
í gær. Með þessum niðurgreiðsl-
um, svo og fyrirhuguðum niður-
greiðslum á smjöri, er ráðgert
að hækkun framfærsluvísi-
tölunnar verði minni en þau
1,85%, sem voru sett sem hámark
fyrir tímabilið frá 1. maí til 1.
ágúst. Ráðgert er, að þessar að-
gerðir þýði um 0,45—0,50%
lækkun framfærslunnar. Þá er
reiknað með að enn lækki fram-
færsluvísitalan um 0,20% þegar
verðlækkunar á lambakjöti fer
að gæta í unnum kjötvörum.
Fjármálaráðherra sagði að út af
fyrir sig hefði ekki verið um ágrein-
ing að ræða á milli sín og land-
búnaðarráðherra um þetta mál, en
landbúnaðarráðherra hefur eins og
kunnugt er reiknað með því að öll
3.600 tonnin verði greidd niður um
20%, sem myndi kosta ríkissjóð 150
milljónir króna. Hafði landbúnaðar-
ráðherra heimilað framleiðsluráði
landbúnaðarins þessa verðlækkun,
án þess að fyrir lægi ákvörðun fjár-
málaráðherra um það hversu hárri
upphæð yrði varið til verkefnisins.
„Ég gerði tillögu um það á ríkis-
stjómarfundi sl. fímmtudag að ég
ásamt viðskiptaráðherra og land-
búnaðarráðherra fengi heimild til
þess að gera ráðstafanir í því skyni
að koma í veg fyrir að vísitalan
færi yfír sett mörk, og þessi ákvörð-
un er tekin í framhaldi af samþykkt
þeirrar tillögu, en þessi niður-
greiðsla lambakjötsins á að lækka
framfærsluvísitöluna nægjanlega
til þess að það takist."
Fjármálaráðherra sagðist ekki
hafa fengið gögn um kostnað við
þetta frá landbúnaðarráðherra fyrr
en undir kvöld í fyrrakvöld, þannig
að hann hefði ekki getað tekið
ákvörðun um hversu hárri upphæð
yrði varið til niðurgreiðslnanna fyrr
en í gærmorgun.
Jafnframt hefur verið ákveðið að
greiða niður smjörið um 16 til 17%,
þannig að kílóið af smjöri kosti eft-
ir lækkun 229 krónur, en rú kostar
það 275 krónur. Peninga til þeirrar
niðurgreiðslu verður aflað úr svo-
nefndum Léttmjólkursjóði, sam-
kvæmt upplýsingum fjármálaráð-
herra, en það er sjóður sem heyrir
undir framleiðsluráð og í hann falla
fjármunir sem safnast vegna þess
að léttmjólk er seld á fullu verði,
en fitan sem sprengd er frá mjólk-
inni er seld sérstaklega., og þannig
verða til peningar í Léttmjólkur-
sjóði, og eru þeir ætlaðir til þess
að lækka verð á smjöri nú.