Morgunblaðið - 25.07.1986, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 1986
7-
Þingvallavegurinn:
Aðeins
5 kmán
slitlags
Nú á aðeins eftir að leggja slit-
lag á um 5 km kafla af Þingvalla-
vegi, en nýlega var lokið við að
leggja fyrra slitlagið á um 6 km
kafla vegarins, sem byggður var
upp í fyrra. Síðara slitlagið verð-
ur lagt á í sumar.
Að sögn Snæbjöms Jónassonar
vegamálastjóra binda menn vonir
við að viðbótarfjármagn fáist til að
klára veginn næsta sumar, en sam-
kvæmt núgildandi vegaáætlun, sem
gildir til ársins 1988, er ekki gert
ráð fyrir meira fjármagni í Þing-
vallaveginn.
Það er verktakafyrirtækið Hag-
virki hf. sem vinnur að lagningu
slitlagsins nú.
Sjúkrahúss-
læknar semja
FÉLAGSFUNDUR sjúkrahús-
lækna samþykkti síðastliðinn
mánudag sérkjarasamning í
anda Kjaradóms, sem samninga-
nefndir Læknafélags íslands og
ríkisins höfðu skrifað undir í
síðustu viku.
Sérfræðingar á sjúkrahúsum fá
9,27% hækkun frá 1. mars síðast-
liðnum, og aftur 3% hækkun 1.
desember næstkomandi. Aðstoðar-
læknar fá 6,09% frá 1. mars, en
4,5% 1. desember.
Að sögn Magna Jónssonar for-
manns Læknafélags Reykjavíkur
var samningurinn samþykktur með
töluverðum meirihluta, en almenn
óánægja var þó með að ýmis atriði
sem samninganefndimar vom með
uppi á borði í vor fengust ekki
rædd nú. Nefndi Magni sem dæmi
vaktafyrirkomulag og trygginga-
mál.
Borgarráð:
Nýtt
skipulag
á Granda-
svæðinu
kynnt
FRUMDRÖG að nýju skipu-
lagi á Grandasvæðinu í
Reykjavík voru kynnt í borg-
arráði á þriðjudag. Jón
Haraldsson, arkitekt, sem
er höfundur skipulagsins,
sagði í samtali við Morgun-
blaðið að ekki væri unnt að
greina frá einstökum atrið-
um í hinu nýja skipulagi þar
sem hér væri aðeins um
framdrög að ræða og eftir
að kynna nánari útfærslu
skipulagsins fyrir ráða-
mönnum borgarinnar.
Ottar Proppé
ráðinn fram-
kvæmdasljóri
Framkvæmdastjóm Alþýðubanda-
lagsins ákvað á fundi sínum í
fyrradag að ráða Ottar Proppé sem
framkvæmdastjóra Alþýðubanda-
lagsins. Ottar hefur gegnt starfi
bæjarstjóra Siglufjarðar undan-
farin fjögur ár, en hefur nú látið
af því starfí. Hann mun taka við
framkvæmdastjórastöðunni nú í
haust.
Eru
þeir að
fá 'ann
■
Fleirií
Leirvogsá
Það er meira komið á land í
Leirvogsá heldur en frá var
greint í Morgunblaðinu í gær,
rétt tala er milli 130 og 140
laxar og munar þar rúmlega
heilli blaðsíðu í veiðibókinni.
Að öðru leyti stendur fréttin
eins og stafur í bók, líka síðustu
tíðindin, að veiðin hefði glæðst
á ný með úrkomunni og stór-
streyminu.
Slappt í
Reykjadalsá
Það eru komnir innan við 20
laxar á land úr Reykjadalsá í
Borgarfirði sem er lélegt þótt
áin sé ein af þessum „síðsum-
arsám“. Vatnsleysi, það sem af
er júlí, hefur auðvitað hamlað
veiðum þar sem ofan á allt sam-
an er vatnið í ánni óþægilega
heitt fyrir laxinn, en í landi
Sturlu-Reykja er gamall gos-
hver úti í miðri ánni. Um
helgina gerði skýfall vestra og
rauk aflinn úr 4 löxum upp í
11 stykki, líklega ekki síst fyrir
tilstilli kunnugleika Jóns Hjart-
arsonar og Steingríms Her-
mannssonar sem voru að veiða
um það leyti. En rigningin hef-
ur hleypt skoti í ána, því mikill
lax hefur legið í vatnaskilunum
við Svarthöfða í allt sumar og
þar hefur verið geysigóð veiði,
mokveiði á köflum. Kunnugir
segja mest af laxinum í Reykja-
dalsá liggja í svokölluðum
Sturlu-Reykja-bug. Sá veiði-
staður var löngum hvorki fugl
né fískur, eða þar til ábúandinn
á samnefndum bæ fyllti tunnu
af grjóti og möl og óð með tunn-
una út í ána, sem er lygn þama
sem og víðar. En straumur var
þó nægur til þess að áin hóf
þegar að grafa ál niður af tunn-
unni og í þó nokkur ár hefur
mátt heita árvisst að þar liggi
lax og sum árin hefur Bugurinn
verið í hópi bestu veiðistaða
árinnar.
Þrælgott í
Haffjarðará
Góð veiði hefur verið í Haf-
íjarðará það sem af er sumri
eins og víðast annars staðar,
komnir eru milli 500 og 600
laxar á land eftir því sem kom-
ist verður næst og allt er það
fluguveiddur lax, því „hér er
ekkert til sem heitir ánamaðk-
ur“, eins og viðmælandi einn
við ána orðaði skýrt og skorin-
ort. Laxinn er bæði smár og
vænn í bland, sá smái feitur og
fallegur. Stærsti laxinn um 19
pund.
Farinn að sjást
og- veiðast
á Lýsunni
Haft er eftir veiðimönnum
sem voru á Vatnasvæði Lýsu á
Snæfellsnesi fyrir skömmu, að
líflegt sé í vötnunum og í kring
um 40 laxar hafí þegar veiðst
auk slatta af silungi. Silungur-
inn er yfírleitt fremur smár, en
feitur og gengur iðulega í læk-
Beint úr ánni á vogina: 7 punda hængur úr Varmadaisgrjótun-
um.
ina sem renna milli vatnanna.
Þar þykir mörgum gaman að
kljást við hann. Það mun hins
vegar vera hending ef hittist í
lax í lækjunum, helst í vatna-
vöxtum, laxinn er einkum
veiddur með dorgi með flotkúlu
og maðk á ákveðnum stöðum í
vötnunum, eða á spón í Hópinu.
Stöku sinnum í Vatnsholtsánni.
Þetta svæði heillar marga og
yfirleitt er hægt að komast þar
í veiði með litlum fyrirvara.
Plássið er nóg og umhverfís-
fegurð viðbrugðið.
HERJÓLFSFERÐ ER GÓÐ FERÐ
HERJÓLFSFERÐ ER ÖRUGG FERÐ
HERJÓLFSFERÐ ER ÓDÝR FERÐ
FARMIÐASALA:
Reykjavík: Umferðarmiðstöðin,
sími 22300.
Afgreiðsla Herjólfs v. Köllunarklettsveg,
sími 686464.
Selfoss: Árnesi íÁrsölum, sími 99-1599.
Auk þess um borð í Herjólfi.
FERÐIST ÓDÝRT
FERÐIST MEÐ HERJÓLFI.
HERJÓLFUR h.f.
Símar: 98-1792,
98-1433.
Vestmannaeyjum.