Morgunblaðið - 25.07.1986, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 1986
Aftanskm minninganna
Bókmenntir
Erlendur Jónsson
Húnvetningur. X. 174 bls. Ársrit
Húnvetningafélagsins í Reylqa-
vík. 1985.
Brottfluttir Húnvetningar standa
að riti þessu og ráða svipmóti þess.
Þetta er mest ljóð og laust mál eft-
ir fólk sem kvatt hefur heimahaga
en á þaðan kærar minningar og
horfir nú um öxl til grænna dala
og sólroðinna fjalla löngu liðinnar
bemsku. Minningin um gengna ein-
staklinga og kynslóðir er líka
ofarlega á blaði. Síðasti Blöndal-
inn á Gilsstöðum í Vatnsdal heitir
t.d. þáttur eftir Huldu Á. Stefáns-
dóttur. Blanda er vatnsfalla mest í
Húnaþingi. Og þar er líka Blöndu-
dalur. Ættamafnið Blöndal er því
húnvetnskt í besta lagi. Bjöm
Blöndal sýslumaður barði niður óöld
í Húnavatnssýslu og urðu Hún-
vetningar upp frá því löghlýðnustu
þegnar þessa lands. Blöndalsættin
hefur síðan dreifst um landið ger-
vallt og fengist við flest annað en
sakamál. Hulda Á. Stefánsdóttir
horfir með ljúfum söknuði til þeirra
sem forðum byggðu Vatnsdalinn:
»Allt er hverfiilt í vorri veröld;
menn heijsast og kveðjast.«
Gísli Ólafsson frá Eiríksstöð-
um heitir þáttur eftir Þórhildi
Sveinsdóttur. Gísli var einn þeirra
hagyrðinga sem leituðust við að
lyfta hagmælsku sinni til skáld-
skapar. Hann sendi frá sér
kvæðabækur. Nafn hans mun þó
fáum kunnugt utan heimahaga þa
sem hann stytti fólk stundir með
góðum kveðskap. Ebeneser Áma-
son hét annar hagyrðingur, uppi
um aldamótin síðustu. Hann orti
Bændarímu sem hér er birt. Er
þar ein vísa fyrir hvem bónda í
Ytri-Torfustaðahreppi. Ebeneser
hefur verið handgenginn rímna-
kveðskap og beitir óspart kenning-
um. Bændaríma hans er öll ort
undir ferskeyttum hætti hring-
hendum, ekki beint lipur kveðskap-
ur en smellinn (fyrir þá sem kunna
að lesa úr kenningunum) og dálítið
svona kómískur frá sjónarhóli nú-
tíma lesanda séð þó sá hafi fráleit-
lega verið tilgangur höfundar.
Afreksmanna er oft minnst í ritum
sem þessu og hér er sagt frá einum
slíkum í þættinum Jóhann skytta
og bjamdýrsveiðari eftir Þór
Magnússon. En Jóhann var meira
en skytta — hann var líka ágætis
hagyrðingur og orti meðal annars
brag um bjamdýrsveiðina sem þar
með heldur nafni hans á floti og
minningunni um afrekið.
Sigurður Pétursson ritar hug-
vekju sem hann nefnir Láttu það
ganga; rekur fyrst bemskuminn-
ingu en leggur síðan út af henni. í
þætti Sigurðar kemur glöggt fram
hvílíku hlutverki góður og nærgæt-
inn prestur gegndi í sveit á fyrri
tíð. Sigurður var fermdur af séra
Jóhanni Briem sem þá var prestur
á Melstað » . . . og í minni meðvit-
und er hann mesti sálfræðingur sem
ég hef kynnst —« — Sálfræðingar
í þeim skilningi, sem Sigurður legg-
ur í orðið, hafa alltaf verið til og í
öllum stéttum. Frásögn Sigurðar
minnir á hversu smáatvik getur
orðið stórt þegar horft er yfir farinn
veg.
Ferðasögum er ekki heldur
gleymt hér en fangbrögð manns við
náttúruöflin vom snar þáttur
lífsbaráttunnar forðum. Hrakning-
ar á Aðalbólsheiði fyrir 50 árum
Dýríðí
HerraH
Úr Outsidera, sýningu Mimensemblen.
Leiklist
Jóhann Hjálmarsson
N’ART 1986:
Mimensemblen, Stokkhólmi:
Outsidern.
Handrit: Per Eric Asplund, Lena
Olofgörs.
Leikstjórn: Per Eric Asplund.
Leikmynd: Martin Sjöberg.
Steppuúlfurinn, skáldsaga Her-
manns Hesse, er fyrirmynd Outsid-
em sem Mimensemblen frá
Stokkhólmi kynnir á norrænu lista-
hátíðinni N’ART í Reykjavík.
í Steppuúlfmum segir frá Herra
H sem sveiflast á milli borgaralegra
siðgæðishugmynda og dýrslegra
hvata. í skáldsögunni glímir Hesse
við „óleyfilegar" kenndir, tvöfeldni
mannsins eða miklu fremur marg-
lyndi. Maðurinn er í eðli sínu flókinn
og margskiptur að mati Hesse og á
í sífelldum átökum við sjálfan sig.
Borgaralegt líf heldur honum í
spennitreyju, en fyrr eða síðar brýst
úlfurinn fram, kastar gervi dyggð-
anna.
Mimensemblen er leikhópur sem
byggir á túlkunaraðferðum lát-
bragðsleiks, en einnig dansi og
tónlist, kannski fyrst og fremst
hreyfingum. Mimensemblen tekur
ekki mið af hefðbundnum lát-
bragðsleik, heldur reynir að fara
eigin leiðir. Þetta er um margt opin
leikaðferð, en um leið öguð.
Sýning Mimensemblen í stóru
tjaldi rétt hjá Háskólanum var
sannfærandi og af henni má margt
læra. Ekki síst kennir hún okkur
að markviss hópvinna getur skilað
góðum árangri. Þá eru allir leikar-
arnir stjömur, hver með sínum
hætti. Þótt meira mæddi á sumum
leikaranna en öðrum var það heild-
armyndin sem eftirminnilegust
hlýtur að teljast.
Herra H verður í einangrun sinni
fyrir miklum freistingum. Hann
lendir að lokum í hringiðu lífsins,
lætur berast með straumnum.
Kenndir hans verða holdi klæddar
og hann velur sér það erfíða hlut-
skipti að lifa, hættir við að farga
sér. Við hlið hans dansar úlfurinn,
naktasta kenndin, heimtufrek, af-
skræmd. En aðrar og ljúfari kenndir
birtast á sviðinu, einkum í stúlkun-
um Hermínu og Maríu sem hann
lærir að elska. Þær frelsa hann
Hulda Á. Stefánsdóttir
heitir t.d. frásögn eftir Tryggva
Jóhannesson og greinir þar frá
görpum nokkrum sem hrepptu ill-
viðri í göngum. Önnur ber fyrir-
sögnina Ferðir mínar yfir
Víðidalsfjall eftir Jóhann Teitsson
og segir frá mönnum sem ráðist
höfðu til vistar í næstu sveit og
styttu sér leið þótt nokkur áhætta
ásamt Pablo, stjómanda gleðinnar
sem er í senn fulltrúi hins illa og
hins góða. í hjónunum sem hann
leigir hjá á hið borgaralega sér
djúpar rætur.
Sýningin er í senn hrjúf og mild,
hæg og ofsafengin. Það var ævin-
týri líkast að fá innsýn í þann heim
fylgdi. Þá segir Bjöm Sigvaldason
frá hrossarekstri til Reykjavíkur
árið 1919, en fyrir ungling hlaut
slík ferð að teljast meiri háttar leið-
angur í þá dga. Hrossaverslun stóð
þá með talsverðum blóma.
Margur á sínar góðu minningar
um húsdýrin sem hvert um sig bám
sína sérstöku persónu og gátu, und-
ir vissum kringumstæðum, séð
lengra en maðurinn. Kýrin hennar
Jóu heitir frásögn eftir Öldu Snæ-
hólm Einarsson. Og Sigurunn
Konráðsdóttir ritar þátt sem heitir
Vitur hundur. »Afi og pabbi voru
oft að tala um þetta furðulega skyn
hundsins, það væri engu líkara en
hann hefði sagnaranda,« segir
Sigumnn.
Mörg kvæði em birt í þessum
Húnvetningi, meðal annars eftir
Gunnar Dal, auk fleiri lausamáls-
þátta um ýmis efni. Til dæmis em
minningargreinar um embættis-
menn sem sátu í héraði á fyrri hluta
aldarinnar; og viðjtal við einn þeirra.
Ritnefnd skipa Ásta Þórðardóttir,
Grímur Jósafatsson og Páll V. Daní-
elsson. Margar myndir em í ritinu,
þeirra á meðal gamlar fjölskyldu-
myndir. Húnvetningur ber vott um
átthagatryggð og ræktarsemi og
flytur efni sem hefur gildi bæði í
nútíð og framtíð, þökk sé þeim sem
að honum standa.
sem Mimensemblen leitast við að
skapa. Sum atriðin minntu á Óper-
ettu Gombrowicz. Ekki er leiðum
að líkjast.
Vel hefði farið á því að sjá
Outsidem á sviði Þjóðleikhússins.
Því miður verða sýningar fáar í
tjaldinu.
Maðuriim er svín
svínið maður
Békmenntir
Jóhann Hjálmarsson
George Orwell:
Dýrabær.
Ævintýri.
íslensk þýðing eftir Jón Sig-
urðsson frá Kaldaðarnesi með
formála eftir Þorstein Gylfa-
son. Hið íslenska bókmennta-
félag 1985.
George Orwell kallar Dýrabæ
ævintýri og það eru orð að
sönnu. Dýrabæ mætti vissu-
lega kalla dæmisögu, en eins
og við vitum eru mörg ævin-
týri dæmisögur.
Það er framvinda mála í
Ráðstjómarríkjunum sem
Orwell leitast við að túlka í
Dýrabæ. Snækollur og Napó-
leon eru Trotský og Stalín.
Vindmyllubyggingin í ævin-
týrinu á sér hliðstæðu í fímm
ára áætlun Ráðstjómarríkj-
anna á þriðja áratugnum.
Þannig mætti lengi halda
áfram að túlka Dýrabæ. Vin-
um Ráðstjómarríkjanna þótti
Orwell ganga of langt, en það
kom á daginn að hann hafði
rétt fyrir sér. í 1984 varaði
hann við ómennsku samfé-
lagin alræðis; sú bók varð
eins konar framhald Dýra-
bæjar þótt þessar bækur séu
mjög ólíkar.
Bylting dýranna gegn Jóni
sjálfseignarbóna í Miklabæ
er efni Dýrabæjar. í ævintýr-
inu er því lýst með hvaða
hætti dýrin gera byltingu
gegn harðstjóm mannanna.
Sagt er frá lífínu eftir bylt-
ingu og þróun mála, valda-
baráttu og að lokum þeirri
sorglegu staðreynd sem birt-
ist í því að ekki verður lengur
greint á milli dýrs og manns,
maður og svín renna saman
í eitt.
Vilji menn lesa Dýrabæ á
sama hátt og venjulegt ævin-
týri er það í lagi. En hjá því
verður ekki komist að vera
sífellt að gera samanburð.
Það er ljóst að Orwell notar
form ævintýrisins til að koma
skoðunum sínum á framfæri.
Lífsviðhorf hans er ekki þeg-
George Orwell
ar á heildina er litið sérstak-
lega uppörvandi. í ádeilu
sinni á Ráðstjómarríkin er
hann líka að fjalla um hvers
kyns tilhneigingar til breyt-
inga og byltingar og niður-
staðan verður sú að ekki
aðeins dýr skorti þroska til
að bæta samfélagið heldur
líka hið stefnulausa mann-
kyn. Séu dýrin fulltrúar
manna, gerðir þeirra spegil-
mynd mannlegrar viðleitni,
er maðurinn sjálfur of veik-
lundaður og ófullkominn til
þess að nokkurs góðs megi
af honum vænta.
Ég er enginn sérstakur
aðdáandi dæmisagna í ævin-
týraformi. En því ber ekki
að neita að 'Dýrabær er sett-
ur saman af mikilli íþrótt og
á nokkrum stöðum er ævin-
týrið snilldarlegt. Einkum hef
ég þá í huga þátt hestsins
þolgóða, Sörla. Og vissulega
étur byltingin hann.
Þýðing Jóns Sigurðssonar
frá Kaldaðamesi hefur verið
búin á ný til prentunar og
birtist að nokkru endurskoð-
uð í Dýrabæ. Sú endurskoðun
hefur tekist vel og verður
ekki annað sagt en útgáfa
Dýrabæjar sómi sér vel í
merkri syrpu Lærdómsrita
Bókmenntafélagsins.