Morgunblaðið - 25.07.1986, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 1986
13
iffínn" skaut þá í hrönnum. Hentu
menn gaman að. í götunni voru
grillaðar rifjasteikur, heldur matlitl-
ar og reyndi margur gesturinn að
seðja þar hungur sitt með því að
naga þau bein og uggði ekki að
sér; þama var aðeins um forrétt
að ræða því að um leið og gesta-
þröngin barst eftir götunni var
komið í skemmu eina stóra þar sem
á miðju gólfi var danshljómsveit,
en umhverfis stólar og borð. Við
opna gafla hússins grilluðu síðan
heimamenn þúsundir af gómsætum
steikum, svo að allir fengu fylli sína
og meira en það. Var þetta einkar
eftirminnilegt kvöld og fremur ný-
stárlegt íslendingum, sem aldrei
höfðu komið í svo „villt vestur",
höfðu aðeins séð það á hvíta tjald-
inu. Og hafi steikumar verið
jafngóðar 1880 og þær vom þetta
kvöld er eitt víst að ekki hefur
væst um landnemana í Arizona.
Phoenix, borg- í
örum vexti
Phoenix er óvenjuleg borg af
bandarískri borg að vera. Þar em
engir skýjakljúfar nema ef vera
skyldu nokkur stór hús og hótel í
miðborginni. Borgin er afskaplega
víðáttumikil og aðeins byggð húsum
sem em ein eða tvær hæðir. Því
er unnt að aka innan hennar nán-
ast tímum saman og manni finnst
Phoenix er afskaplega víðfeðm
borg eins og áður er vikið að. Hún
er einnig mjög ung borg og hefur
öll byggzt á þessari öld. Sem dæmi
má nefna, að árið 1910 bjuggu þar
aðeins 30.000 manns, en í dag búa
í Phoenix og nágrannabæjum
1.250.000 manns. Hún er því sú
borg Bandaríkjanna, sem mestur
vöxtur hefur verið í, og kann skýr-
ingin m.a. að vera í þægilegu og
hlýju loftslagi. Á kaldasta tíma árs-
ins getur lofthiti á næturnar farið
niður fyrir frostmark, en að degin-
um til er hann þá gjaman 16 stig.
Með íslendingnm
í Scottsdale
Á þessum slóðum búa nokkrir
íslendingar og íslenzku þátttakend-
umir heimsóttu íslending, sem býr
ásamt bandarískum manni sínum
af ítölskum uppmna í Scottsdale,
nágrannabæ Phoenix. Það vom þau
Helga og James Balamenti, sem
vom svo elskuleg að bjóða íslend-
ingunum á ferðakaupstefnunni til
kvöldverðar á heimili sínu. James,
eða Jim eins og hann er kallaður,
var á heimsstyrjaldarámnum síðari
í Kyrrahafsflotanum, en að styijöld-
inni lokinni var hann sendur til
íslands og eins og hann sagði sjálf-
ur var það aðalhlutverk hans
hérlendis að sjá um að greidd yrðu
meðlög með þeim bömum, sem
Listaverk á Civic Plaza framan við Sinfóníuhöllina í Phoenix.
hún aldrei ætli að taka enda. í borg-
inni mætast bæði mexíkönsk og
indíánsk menning, sem blandast
síðan vesturlandamenningu. Borgin
stendur í dalverpi miklu og kalla
heimamenn það sólardal, enda em
að jafnaði 300 sólskinsdagar þar á
ári. í júnímánuði er meðalhitinn um
32 gráður, en getur á næturnar
farið niður í 24 stig. Loftslag er
þurrt og því þægilegt að gista þenn-
an sólardal. Hins vegar var óvenju-
legur hiti þessa daga í Phoenix, sem
„Pow Wow“-kaupstefnan stóð yfir,
og rakastig loftsins var eins og í
ágústmánuði. Hæstur varð hitinn
43 stig þessa daga og var það
methiti á þessum tíma í marga ára-
tugi. Loftið er hreint og tært, en
þessa daga kom gjaman þrumuveð-
ur þegar degi tók að halla. Á hádegi
liggur við að sólin sé í hvirfilpunkti
og skuggar em nánast engir.
Mikil áherzla er lögð á ferða-
mannaþjónustu í Phoenix og
nágrenni og er þar í raun allt, sem
sóldýrkendur þarfnast, nema
strönd, en menn hafa séð við slíku,
því að jafnvel má þar finna sund-
laugar með öldugangi sem á
raunvemlegri strönd væri. Vantar
þar ekkert, nema útsýnið til hafsins.
bandarískir hermenn áttu hér með
íslenzkum stúlkum. „Óskemmtilegt
starf,“ sagði hann og hló við. Jim
er lögfræðingur og er nú hættur
störfum og kominn á eftirlaun, en
minnist Islands með þakklátum
huga, hér kvaðst hann eiga marga
vini, sem hann saknaði. Kona hans,
Helga, hefur búið honum einkar
vistlegt og hlýlegt heimili. Hún er
dóttir Kristjáns Jóhanns heitins,
forstjóra Kassagerðar Reykjavíkur.
Þau hjón, Helga og Jim, eiga íjögur
böm, tvö þeirra vom heima er ís-
lendingana bar að garði, svo og
tengdadóttir.
Þær Helga Kristjánsdóttir og fs-
laug Aðalsteinsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Ferðamiðstöðvarinn-
ar, em miklar vinkonur. Saman
hófu þær störf hjá Loftleiðum á
bemskuámm þess flugfélags. Sagt
er að þær hafi verið fyrstu laun-
þegar þess fyrirtækis, svo að segja
má að þær séu ákveðinn kapítuli í
flug- og ferðamálasögu landsins.
Það var því í senn skemmtilegt og
lærdómsríkt að heyra þær ræða
þessi bernskuár flugs á íslandi í
Seottsdale í Arizona eitt síðkvöld í
júnímánuði síðastliðnum.
- mf.
NÝTT SÍMANÚMER
69-11 -OO
JllóVOiunliTniiiti
HOLLANDSPISTILL/Eggert H. Kjartansson
Jaques de Gheyn II
Fyrir skömmu var haldin sýn-
ing í Boymans van Beuningen í
Rotterdam á verkum flæmsk/
hollenska teiknarans Jaques De
Gheyn II. Um var að ræða fyrstu
stóm sýninguna sem var ein-
göngu tileinkuð verkum De
Gheyn, sem lengi vel hefur verið
nær óþekktur meðal almennings
og svo virðist sem fyrri tíma
fræðimenn hafi.ekki gert sér ai-
mennilega grein fyrir mikilvægi
verka hans. Það var ekki fyrr en
1935 þegar ungur listfræðingur,
Johan Quirijn van Regteren
Altma, varði doktorsritgerð við
háskólann í Utercht um verk De
Gheyn að áhugi fór að glæðast
fyrir verkum listamannsins.
Listamaðurinn og
lífshlaup hans
Jaques De Gheyn II. fæddist f
Antwerpen árið 1565. Tvítugur
að aldri ákvað hann að feta í fót-
spor fjölda landa sinna og flýja
ofríki Spánveija. Hann flutti til
Hollands þar sem mun meiri vel-
megun ríkti á þessum tíma en í
Antwerpen og umhverfi. Og var
hann ekki einn um það. Við kom-
una til Hollands lifði sú von i
bijóstum innflytjenda að þeim
tækist að skapa sér nýja og betri
möguleika. Fjöldamörgum tókst
það en enn fleiri voru þeir þó sem
urðu að sætta sig við lélegustu
og verst launuðu störfín. Innflytj-
endur fengu ekki að taka þátt f
stjómmálalífi hins nýja föður-
lands. Völd þeirra voru því
takmörkuð og þeir leituðu styrks
hver til annars. De Gheyn virðist.
þó hafa gert sér grein fyrir þeirri
hættu að ef hann leitaði ekki út
fyrir eigin hóp vofði yfir einangr-
un og sambandsleysi við aðra
þjóðfélagshópa. Á þessum tíma
var það ekki óalgengt að gildir
menn „giftu sig inn í þjóðfélagið"
og það gerði De Gheyn. Hann bað
sér til handar með aðstoð góðra
manna dóttur borgarstjórans í
Haag, frk. Eva Stalpert van Der
Wielen. Eva var af fjársterkri ætt
sem opnaði ný sambönd fyrir eig-
inmanninn hjá valdamiklum fjöl-
skyldum í Hollandi. Þau sambönd
leiddu síðan til þess að De Gheyn
fékk verkefni m.a. frá borgardómi
Leiden-borgar, herráði Amster-
dam og hollenska þinginu til þess
að vinna við.
Þróunin í verkum
listamannsins
Þróunin í verkum De Ghyn
endurspeglar lífshlaup lista-
mannsins. Á tímabilinu 1585 fram
til 1590 starfaði De Gheyn í
vinnustofu Hendrick Goltzius í
Haarlem þar sem hann lærði að
teikna. Árið 1590 flytur hann svo
til Amsterdam þar sem hann setti
á stofn eigið útgáfufyrirtæki. í
myndum frá þessum tíma er að
fínna greinileg áhrif lærimeistara
hans og það er allt fram undir
1599 sem þeirra gætir. Myndin
Tómas postuli (De postal Thomas)
er frá þessum tíma. Eftir það þró-
aði De Gheyn eigin stíl sem
endurspeglar nákvæm og fíngerð
vinnubrögð.
Árið 1607 veitti hollenska þing-
ið Jaques De Gheyn II. 200 gyllina
starfslaun til þess að vinna, þ.e.
teikna og skrifa bók varðandi
ýmislegt viðkomandi hemaðarlist.
Bókin var um heri Maurits van
Nassau. Bókin hét „Meðferð
vopna“ (Wapenhandelinghe) og
úr henni er myndin af hermannin-
um sem hleður framhleyping. í
bókinni gerir De Gheyn grein fyr-
ir því með teikningum og texta
hvemig Maurits prins breytti illa
þjálfuðum og sundurleitum vam-
arher leiguliða í sigursælan
árásarher. Á listrænan hátt gerir
hann grein fyrir því hvemig undir-
gefni og þjálfun hermannanna
lagði gmnninn að þessari afdrifa-
ríku breytingu. Sem yfirmaður
þessa hers frelsaði Maurits Hol-
land og hrakti Spánveija á braut.
Þrátt fyrir siðaskiptin á þessum
tíma bendir allt til þess að Jaques
De Gheyn II. hafi verið tryggur
kaþólikki allt sitt líf. Það sést
m.a. á því að kirkjuyfirvöld í
Flanderen fengu hann til að mála
altaristöflu, og á þeim tíma var
vantrúuðum ekki treyst til slíkra
helgiverka. Þessi velvilji De
Gheyn gagnvart kaþólskri trú
hefur án efa átt töluverðan þátt
í því að í Kalvintrúuðu Hollandi
hefur honum ekki verið sýndur
meiri áhugi fram til þessa en raun
ber vitni.
„Hleðsluhólkur dreginn úr byssuhlaupi“