Morgunblaðið - 25.07.1986, Síða 16

Morgunblaðið - 25.07.1986, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 1986 Aldarafmæli Stórstúku íslands eftirBjörn G. Eiríksson Á þessum dögum, þegar sólin er hæst á iofti, þegar grösin eru að vakna af vetrardvalanum, þegar blómin eru að springa út og litka börð og haga, tún og engjar, þegar snjórinn er að renna úr fjöllum og giljum, skomingum og lautum, dag- inn eftir merkilegustu nótt ársins, Jónsmessunóttina, á sjálfan Jóns- messudaginn hinn 24. júní, á því Herrans ári 1986 var aldarafmæli Stórstúku íslands. Heil öld eru merk tímamót í sögu manna, þjóða og félaga. Á þessu sama ári, árinu 1986, verða víða merk tímamót. Reykja- víkurborg verður tveggja alda gömul (18. ágúst), Góðtemplarahú- sið í Hafnarfirði verður aldargamalt hinn 17. desember og á þessu sama ári lifír fyrsta bamastúkan, Æskan nr. 1, sitt hundraðasta ár og átti hún afmæli hinn 9. maí síðastliðinn. Árið 1884 var merkisár í sögu bindindismála á íslandi en það ár var Góðtemplarareglan stofnuð hinn 10. janúar í Friðbjamarhúsi norður í hinum blómlega bæ, Akur- eyri, á köldum vetrardegi. Að þeirri stofnun stóðu 12 menn. Forgöngu að stofnun Reglunnar á íslandi átti Norðmaðurinn Ole Lied skósmiður, en þá var stúkan ísafold nr. 1 stofn- uð. Sú merka stúka er starfandi enn þann dag í dag og fagnaði sínu 102. aldursári á stofndegi Regiunn- ar hinn 10. janúar. Athyglisvert er að stofnendur Regiunnar vora 12 og 12 vora líka í upphafi postular kristninnar. Kunnastir þeirra sem við upphaf Reglunnar gengu í hana vora Frið- bjöm bóksali Steinsson og Ásgeir síðar kaupm. í Reykjavík Sigurðs- son. Ásgeir Sigurðsson varð umboðs- maður hátemplars í st. ísafold nr. 1 skömmu eftir stofnun hennar uns Stórstúka íslands var stofnuð. Á þessum áram var gróandi í bindindismálum og gróandi í þjóðlífí en Reglan átti samt í fyrstu erfítt uppdráttar. Næstu 2 árin og hálfu ári betur vora stofnaðar stúkur víða um land eins og t.d. Aurora nr. 2 á ísafirði, Fjallkonan nr. 3 í Lögmannshlíð, Freyja nr. 4 á Bægisá, Norðurljósið nr. 5 í Hnífsdal. í Reykjavík var st. Verðandi nr. 9 stofnuð hinn 9. júlí 1885 og gerði það Bjöm Páls- son en hann hafði hinn 14. septem- ber 1884 gengið í st. ísafold nr. 1. Er st. Verðandi hafði lifað fjóra mánuði gjörðist hún svo fjölmenn að skipta varð henni í tvær stúkur. Var þá st. Framtíðin nr. 13 stofnuð en st. Einingin nr. 14 (hinn 17. nóvember 1885) klofnaði út úr st. Framtíðinni fljótlega eftir stofnun hennar. í Hafnarfirði stofnaði Ólaf- ur Rósenkranz stúkuna Morgun- stjömuna nr. 11 hinn 2. ágúst 1885 og þannig mætti lengi telja. Á tveimur og hálfu ári hafði fé- lagatala Regiunnar vaxið úr 12 mönnum upp í 542 félaga. Að undiriagi þeirra stúkna, sem starfandi voru árið 1886, kom Bjöm Pálsson Ijósm. frá Skotlandi með umboð frá hátemplar til þess að stofna „Stórstúku". Meðal þeirra, sem mættir vora í Alþingishúsinu hinn 24. júní 1886, voru Friðbjöm Steinsson frá Akur- eyri og með honum Magnús Einarsson organisti, Skúli Thor- oddsen og Sigurður Andrésson frá ísafirði. Auk þeirra komu á fundinn 9 fulltrúar frá Reykjavík. Magnús Blöndal kom frá Hafnarfírði og Þórður Thoroddsen frá Keflavík. Alls vora þama 16 fulltrúar frá stúkunum og verður þeirra eigi að þessu sinni frekar getið. Bjöm Páls- son var kosinn stórtemplar. Nú voru stúkumar orðnar 14. Af þessum 14 stúkum era, þegar þessi orð era rituð, starfandi górar en það era: St. ísafold, Fjallkonan nr. 1 á Akureyri, St. Verðandi nr. 9 í Reykjavík, St. Einingin nr. 14 í Reykjavík og St. Morgunstjaman Frá Stórstúkuþingi I júní sl. „Reglan hefur með starfi sínu reynt að vinna að ýmiskonar for- varnarstarfi. Bindindis- hugsjónin er hin sama nú og hún var fyrir hundrað árum. Starfs- aðferðir hafa þó tekið breytingum.“ nr. 11 í Hafnarfirði. Á ágústdögum 1886 fór Bjöm Pálsson alfarinn til Skotlands og varð þá Jón Ólafsson skáld, ritstj. og alþm. stórtemplar í hans stað. Jón Ólafsson var síðan sverð og skjöldur Reglunnar á Alþingi árin 1887 og 1889 en Indriði Einarsson var þá stórritari. Þegar næsta Stórstúkuþing var haldið, 26. maí 1888 voru félagar Reglunnar 664 í stúkum en ungl- ingar vora 169 eða samtals 883. Viðbótin, sem orðið hafði, var að mestu leyti fengin á Suðurlandi. 1891 voru félagar orðnir 949 fullorðnir og unglingar 374 eða samtals 1323. Og á þinginu 1897, þegar Borgþór Jósefsson var kosinn stórritari en Ólafur Rósenkrans var stórtemplar, vora fullorðnu félag- amir orðnir 1397 og unglingamir 591, samtals 1988. Þannig hélt gróandinn áfram í Reglunni fyrstu árin og raunar lengi vel._ Árið 1903, þegar Indriði Einars- son fór frá, var tala fullorðinna komin upp í 3327 og tala unglinga komin í 1089 eða samtals 4416. Það gefur að skilja að á aldar tímabili hefur ýmislegt gerst. Þann- ig var á Stórstúkuþinginu 1905 samið frumvarp til bannlaga og þingmönnum úr flokki templara fengið málið til meðferðar. Næsta Stórstúkuþing var svo haldið árið 1907 en þá reyndist tala fullorðinna félaga vera komin upp í 4854 og unglingar vora 1880. Alls vora þá félagar 6734. Frá bannmálunum er það að segja að árið 1909 samþykkti Al- þingi lög um aðalflutningsbann á áfengi með 26 atkv. gegn 11 að undangenginni þjóðaratkvæða- greiðslu. Með þessari lagasetningu vannst stærsti og jafnframt merk- asti sigur Reglunnar fyrr og síðar. Raunar má segja að fljótlega eftir stofnun Stórstúkunnar 1886 hafi áhrifa hennar farið að gæta. Þegar strax á næsta ári eða 1887 leggur Jón Ólafsson alþ.m. og þá- verandi Stórtemplar fram á Alþingi tillögu um bann við staupasölu í verzlunum en þær höfðu lengi verið eins konar veitingakrár og hafði staupasalan tíðum reynzt þungur baggi á mörgum heimilum. Það er frá tillögu Jóns Ólafsson- ar áð segja að hún var samþ. á Alþingi. Ólafur Haukur Ámason (áfengis- vamaráðun.) telur að þessi laga- setning hafi verið upphafið að langri og harðri sókn bindindismanna á löggjafarþinginu sem náði hámarki er Alþingi samþykkti aðflutnings- bann á áfengi 1909 eins og áður er um getið (sjá 100 ára afmælisrit Góðtemplarareglunnar 1984). Raunveralegt bann stóð í tæp þijú ár, eða frá 1. janúar 1915 og fram í nóvember 1917. Yfirfangavörðurinn í Reykjavík, sem manna best þekkti til afbrota- mála þessa tíma, hafði eftirfarandi ummæli um þetta tímabil: „Árin 1916 og 1917 var enginn íslenskur maður settur í fangelsi fyrir glæp eða gróft afbrot." Þannig hljóðar vitnisburðurinn um Reykjavík á 130. og 131. aldurs- ári hennar. En hvemig er ástandið núna í henni Reykjavík á hinum merku 200 ára tímamótum? Beri menn nú saman þessi tvö ár. í nóvember 1917 var svo slakað á taumunum og frá þeim óheilla- degi hefir sífellt hallað undan fæti í áfengismálunum — og allt fram til þessa dags. En Stórstúkan gjörði fleira á þessu aldartímabili en að beita sér fyrir aðflutningsbanni. Hún stóð fyrir blaða- og bókaút- gáfu. Á hennar vegum komu á sínum tíma út blöðin Templar og Goodtemplar sem náðu geysimikilli útbreiðslu. f þessi blöð rituðu marg- ir af merkustu og ritfærastu mönnum þjóðarinnar á þessum tíma eins og t.d. Bjöm Jónsson ráðherra og ritstjóri, Jón Ámason prentari og rithöfundamir Guðmundur Guð- mundsson (skólaskáld), Einar Hjörleifsson Kvaran, Indriði Einars- son og Jón Trausti (Guðmundur Magnússon). Þá hefir Stórstúkan gefið út bamablaðið Æskuna í 87 ár. Stórstúkan hefir og að nokkru tekið þátt í útgáfu blaðsins Regins sem komið hefir út í 49 ár. Ég nefndi nokkur nöfn í byijun þessara „aldar-hugleiðinga“ og mig langar til þess að bæta við einu nafninu enn, nafni þess manns sem stofnað hefir flestar stúkur á ís- landi, nafni Sigurðar Eiríkssonar sem nefndur hefir verið „regluboði". Hér mætti svo aftan við hnýta nokkrum orðum um þau miklu áhrif sem Reglan hefír haft á þjóðlífið. Reglan var í fyrstu eini félags- málaskólinn hérlendis. Hún var upphafið að stofnun verkalýðsfé- laga. Eftir fundarsköpum Reglunn- ar vora fundarsköp þeirra og ýmissa annarra félaga samin. Regl- an átti upptök að stofnun áhuga- mannaleikfélaga, m.a. Leikfélags Reykjavíkur (Indriði Einarsson var Reglufélagi). Reglan hóf störf að ýmsum líknarmálum. Reglubræður áttu t.d. hlut að stofnun hjúkranar- og elli- heimilisins Grandar. Reglan stofiiaði fyrsta drykkju- mannahælið hér á landi (að Kumbaravogi) og svo mætti áfram telja. Reglan hefir með starfi sínu reynt að vinna að ýmiskonar for- varnarstarfi. Bindindishugsjónin er hin sama nú og hún var fyrir hundr- að áram. Starfsaðferðir hafa þó tekið breytingum. Reglan hefir bent á hættumar sem samfara era neyzlu áfengis og ábendingar hennar hafa reynzt rétt- ar og á rökum reistar eins og sífellt er að koma betur og betur í ljós. Ég vék að því hér að framan að frá því síðla árs 1917 hafi sífellt hallað undan fæti í áfengismálum. Fyrst kom læknabrennivínið 1917 og Spánarvínin 1922. Bann við að- flutningi sterkra drykkja var afnumið 1935. Starfræksla vínveit- ingahúsa var leyfð 1954. Og afleið- ingamar, sem bindindismenn höfðu bent á að yrðu, létu ekki lengi á sér standa. Þær komu fram í geysi- legri aukningu á neyzlu (ofneyzlu) áfengra drykkja. Þetta sýnir að öll undanlátssemi í þessum málum hefir ávallt í för með sér aukningu neyzlunnar. Samt hafa á þessu tímabili einn- ig gjörzt ýmsir ánægjulegir atburðir og má i því sambandi nefna stofnun AA-samtakanna 1954 en þar vora templarar í forystu. Ifyrsta bindind- ismótið var haldið um verzlunar- mannahelgina að Húsafelli 1960 og fyrsta vormót bamastúknanna 1974. Eftir þetta hafa bæði þessi mót verið haldin árlega. 1979, sama árið og opnunartími vínveitinga- húsa var lengdur, var í október haldin mjög áhrifamikil og kröftug herferð: Vika gegn vímuefnum. Unglingareglan lét gera fræðslubækling um áfengi 1980 og var honum dreift í alla grannskóla. Sama árið vora stofnuð samtökin Átak gegn áfengi þar sem 35 félög og stofnanir tóku þátt í fræðslu um áfengi og önnur vímuefni. Á síðustu 10-11 áram eða þar um bil hafa samfara aukinni áfeng- isneyzlu komið fram ýmis hættuleg fíkn- og vímuefni, eins og t.d. marijuana, kókaín, LSD (sýra), PCP (englaryk), amfetamín og heróín svo að einhver séu nefnd. Neyzla þessara ávana- og vímu- efna hefir farið vaxandi og hefir sú öfugþróun vakið áhyggjur margra. Ávallt er þó um að ræða sama upphafið, þ.e.a.s. byijunin er í glasinu. Áhyggjur og ugg setur að mönn- um yfír þessari óheillavænlegu þróun svo að ýmsir era famir að líta raunsærri augum á þessi mál en áður. í öðrum löndum, svo sem í Bandaríkjunum, er vakandi áhugi á því að reyna að stemma stigu við þessari öfiigþróun. í þeim er hafður uppi áróður gegn áfengisneyzlu og varað við hættum af vímuefnum sem ég taldi upp hér að framan. Ýmsar hömlur er reynt að hafa á dreifingu áfengis og annarra vímu- efna. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin sendi frá sér gagnmerkar tillögur er miðuðu að því að draga úr neyzlu áfengra drykkja. Þar var meðal annars bent á þá leið að draga úr leyfísveitingum til vínsölu eða veit- ingu vínveitingaleyfa og bent á að reynandi sé heldur að fækka vínsölustöðum, ásamt ýmsum öðr- um takmörkunum á veitingum áfengra drykkja, og möguleikum á að nálgast þá. „Eins og þér sáið munið þér og uppskera," stendur í þeirri merku bók Biblíunni. Öfugþróun áfengismála allar götur frá 1917 hefir að sjálfsögðu haft sín áhrif á Stórstúkuna og starf hennar og raunar Regluna í heild. Má þar hafa um þau orð, að starfið hafi verið og sé barátta í andófi, einkum hin síðari árin. Breyttar þjóðfélags- og neyzlu- venjur, tilkoma ýmissa fjölmiðla, eins og útvarps (hljóðvarps) og sjón- varps, hafa reynzt Reglunni og bindindismálunum heldur andsnúin (með undantekningum þó). Gengið hefir á ýmsu um félaga- Qölda. Árið 1911 voru í Reglunni 3970 fullorðnir og 1980 böm eða samtals 5950,1918 vora í Reglunni 1443 fullorðnir og 1127 böm, eða samtals 2570. Eftir það virðist fé- lagatalan hafa farið heldur vaxandi unz hún náði hámarki árið 1960 en þá vora taldir (sjá 100 ára minn- ingarrit Góðtemplarareglunnar) í Reglunni um 10823 fullorðnir, 6677 böm og 900 umgtemplarar eða samtals 18400. Síðan hefir félögum fækkað, 1974 vora þeir 6726 og 1980 3996. (Sjá Góðtemplarareglan á íslandi 100 ára.) Og nú, þegar dagamir era lengstir, nætumar bjartastar og birtan skærast, þegar foldin færist í sitt fegursta skrúð og tíðin ljúfust og langar sólnætur, minnumst vér aldarafmælis Stórstúku íslands. Þá var vor í bindindismálum — og virð- ist nú að aftur sé að vora í þessum málum — eftir langan, strangan, kaldan og dimman vetur. Hvort vorar og eldar aftur af degi í sögu Reglunnar og Stórstúku íslands er hulið blámóðu framtíðarinnar. En hví skyldi eigi vora þar einnig? Heimildir: Tuttugu og fímm ára Minningarrit Góðtemplara á íslandi 1884-1909. Góðtemplarareglan á Akureyri 80 ára, 1884 — 10. janúar 1964. Góðtemplarareglan á íslandi 100 ára. Afmælisrit 1984, 10. janúar. Höfundur erkennarí í Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.