Morgunblaðið - 25.07.1986, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.07.1986, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 1986 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fróttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freystelnn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágústlngi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur; Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakiö. Andar köldu frá Washington Kveður Negev-eyði in hungnrvof una r Punktar um rannsóknir í Ben Gurion-háskóla i Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, segir í viðtali við Morgunblaðið í gær, að hann hafi fengið vitneskju um það eftir óformlegum leið- um, að embættismenn í við- skiptaráðuneyti Bandaríkjanna álíti að fyrirhuguð sala íslenskra hvalaafurða til Japans bijóti í bága við samþykkt Alþjóðahval- veiðiráðsins fyrr í sumar. Af þeim sökum telji embættis- mennimir óhjákvæmilegt, að ráðuneytið, sem fylgja á eftir ályktunum ráðsins fyrir hönd Bandaríkjastjómar, leggi það til við forseta Bandaríkjanna að íslendingar verði beittir efna- hagslegum þvingunum, þar til stjómvöld hér breyti um stefnu í hvalveiðimálum. Rétt er að hafa það skýrt í huga, að enn er hér aðeins um hugmyndir og tillögur embættismanna að ræða. Engin ákvörðun hefur verið tekin um það, hvort við- skiptaþvingunum verður í raun beitt. I því sambandi er ástæða til að vekja athygli á breidd hins bandaríska stjórnkerfis. Þar koma iðulega upp hugmyndir í ráðuneytum og öðrum stjórnar- stofnunum um framkvæmdar- atriði af ýmsu tagi, sem ekki verða að veruleika, enda er það hlutverk embættismanna, að hafa uppi áform, en ekki að fylgja þeim eftir, nema sam- þykki stjómvalda sé fyrir hendi. Á sama hátt koma fram hinar fjölbreytilegustu tillögur á Bandaríkjaþingi, er varða sam- skipti Bandaríkjanna við önnur ríki, en aðeins fáar þeirra hljóta meirihlutafylgi. í ljósi þessa skyldu menn ekki rasa um ráð fram meðan tillaga um efnahagsþvinganir gagnvart íslendingum er aðeins hugmynd í viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna, en ekki stefna Bandaríkjastjómar. Hitt er ann- að mál, að það eitt að tillaga í þessa veru skuli koma fram er mjög alvarlegur hlutur, sem getur haft áhrif til hins verra á samskipti íslands og Banda- ríkjanna. Því miður er þetta ekki eina dæmið nú síðustu misserin um, að það andi köldu frá ráðamönnum í Washington. Þrýstingur Bandaríkjamanna á íslensk stjómvöid á undanföm- um árum, sem miðað hefur að því að stöðva hvalveiðar okkar, er einn vottur þessa. Annað dæmi og ekki síður alvarlegt er Rainbow Navigation-málið. Allur rekstur þess af hálfu bandarískra stjómvalda hefur verið þeim lítt til sóma. Þolin- mæði íslendinga í þessu máli er löngu þrotin og það eiga Banuaríkjamenn að vita. Það er ekki hægur leikur, að átta sig á því, hvað Bandaríkja- mönnum gengur til með hinni óvinsamlegu afstöðu sinni upp á síðkastið. íslendingar og Bandaríkjamenn hafa átt gott, náið og árangursríkt samstarf á sviði viðskipta og vamarmála frá því í síðari heimsstyijöld. Báðar þjóðimar hafa þar mikilla hagsmuna að gæta. Alvarlegar deilur, s.s. í sambandi við hinar vísindalegu hvalveiðar og sölu íslenskra hvalaafurða, geta haft neikvæð áhrif á þessi sam- skipti. Það lýsir kæmleysi og, næsta ótrúlegu þekkingarleysi á íslenskum aðstæðum, ef bandarískir embættismenn og stjómmálamenn halda, að þeir geti hótað íslendingum efna- hagslegum þvingunum eða komið í veg fyrir viðskipti okkar við önnur ríki. Annars er ástæða til að velta því fyrir sér, hvers vegna Bandaríkjamenn em að hóta viðskiptaþvingunum gagn- vart íslendingum á sama tíma og þeir treysta sér ekki til að beita Suður-Afríku efnahags- legum refsiaðgerðum. Á það var bent í forystugrein Morgunblaðsins sl. þriðjudag, að Bandaríkjamenn hafa hvorki siðferðilega né lagalega stöðu til að skipta sér af hinum vísindalegu hvalveiðum okkar og sölu afurðanna erlendis. Astæða er til að árétta þetta atriði. Vissulega em hvalveið- amar umdeildar og Morgun- blaðið hefur bent á nauðsyn þess, að fara með gát í sam- bandi við þær. En hvaða af- stöðu, sem menn hafa til hvalveiðanna, er á það að líta, að þær em ekki brot á sam- þykktum Alþjóðahvalveiðiráðs- ins. Ályktun ráðsins, að hvalaafurðanna skuli einkum neytt innanlands, bannar ekki alþjóðleg viðskipti með þær. Eðlilegast virðist að líta á álykt- unina sem tilmæli, enda náðu tillögur um slíkt sölubann ekki fram að ganga á fundi Alþjóða- hvalveiðiráðsins í júní. Banda- ríkjastjóm hefur ekkert vald til að fylgja eftir túlkunum sínum á samþykktum ráðsins með hót- unum í garð íslendinga eða viðskiptaþjóða okkar eða með beinum efnahagslegum þving- unum. Og siðferðilegan rétt hafa Bandaríkjamenn sannar- lega engan í ljósi hins stórfellda höfmngadráps bandarískra fískimanna í Kyrrahafi, sem bandarísk stjómvöld og þingið í Washington hafa lagt blessun sína yfir. „Framtíð ísraels er í Negev- eyðimörkinni. Látum hana blómstra,“ sagði Ben Gurion löngu áður en nokkrum manni hug- kvæmdist að þetta gríðarflæmi sem eyðimörkin er, 60 prósent af öllu landi ísraels, gæti nokkum tímann orðið annað en það sem hún hefur verið um aldir. Þar höfðust að vísu við nirðingjar og fóru milli vatns- bóla eftir ákveðnum lögmálum. ísraelar hafa á hinn bóginn ekki lagt rækt við Negev svo að neinu nemi. Fyrr en á allra síðustu árum. Nú er því jafnvel haldið fram að eyðimörkin muni verða til að kveða niður hungurvofuna; í Ben Gurion- háskólanum í Beersheva er verið að gera margþættar tilraunir sem allar benda til að athyglisverður árangur kunni að vera í sjónmáli. Ástæða er til að greina í stuttu máli í hveiju þessar tilraunir felast. Meðal fróðlegri verkefna í rann- sóknardeildum háskólans er æxlun og kynblöndun jurta af ýmsu tagi. Safnað er harðgerðum plöntum, sem þó eiga erfitt uppdráttar í eyði- mörkinni. Með vísindalegum rann- sóknum er svo reynt að blanda þær öðrum og í nokkrum tilvikum hefur útkoman lofað góðu. Plöntumar eru síðan settar niður í sérstaka reiti og fylgst með því hvemig þær pluma sig. Einnig em gerðar til- raunir með vökvunina, m.a. hvernig saltvatn reynist. Við frekari rann- sóknir er svo tekið mið af sýnilegum lífvænleika sérhverrar plöntu. All- mörg ár munu líða unz hægt verður að planta í stómm stíl og eyðimörk- in er stærri en svo að hún verði grædd upp í einu vetvangi og víst em hlutar hennar augljóslega ekki fallnir til ræktunar. Jarðvegsrann- sóknir hafa þó verið auknar og hafa sýnt að víðar_má vænta þess að gróður muni þrífast en áður var talið. Það þarf vafla mikið hug- myndaflug til þess að átta sig á hversu stórkostleg áhrif það gæti haft, að sögn forráðamanna háskól- ans, ef þessar plöntur gætu dafnað í eyðimörkinni. Þá væri einnig hægt að hefja útflutning á þeim til svæða í Afríku þar sem gróður hefur eyði- lagzt vegna þurrka. Því að auðvitað miða allar þessar rannsóknir að því að koma upp plöntum sem þurfa sem allra minnsta vökvun. í búfjárdeild skólans er verið að gera tilraunir á búfénaði, einkum kindum og geitum og síðast en ekki sízt úlföldum. Kunnur vísinda- maður, Reuven Yigal, stendur að þeim og hafa hugmyndir hans vak- ið mikla athygli. Með rannsóknum sínum stefnir hann að því að koma upp sérstökum eyðimerkurbúskap, allfrábrugðnum hefðbúnum land- búnaði. Yigal hefur sérstaklega mikinn áhuga á úlföldunum og hef- ur lagt áherzlu á að kanna hvemig dýrunum verði af því að þeim sé brynnt með söltu vatni. Yigal er þeirrar skoðunar, að úlfaldar hafi ýmsa yfirburði umfram sauðfé. Eins og allir vita geta úlfaldar lifað lengi án þess að fá að drekka og leggja sér til munns plöntur sem sauðfé forðast í lengstu lög. Einnig hefur verið hugað að því að bæta úlfalda- mjólkina. í kúamjólk til dæmis er meira af fítuefnum en minna af vatni og próteini en í úlfaldamjólk. Þegar úlfaldi fær ekki að drekka eru viðbrögðin þau að auka vatns- innihald mjólkur úr 84 prósentum í 91 prósent samtímis því að fitu- innihaldið minnkar úr 4 í 1 prósent. Þessi mjólk þykir mjög heppileg fyrir ungböm og dr. Yigal telur að mjólk úr einum úlfalda geti haldið lífinu í tuttugu bömum. Því má spyija hvemig á því standi að ekki hefur verið sinnt að ýta undir mjólk- urframleiðslu úlfalda fyrst hún er svo Ijómandi holl. Þá verður að taka með í reikning- inn að úlfaldi er langtum dýrari en kýr. Auk þess bera kýr einu sinni á ári og geta átt kálfa yngri en úlfaldamir. í góðu árferði verður sá fyrr ríkari sem á kýr en úlfalda. Til að finna lasun á þessu hefur Reuven Yigal byijað að gera fijó- semistilraunir á úlföldum með það fyrir augum að þeir eigi afkvæmi árlega. Tilraunimar em komnar nokkuð áleiðis og úlfaldar þeir sem em i vörzlu og undir forsjá Yigals geta nú átt afkvæmi á þriggja ára fresti í stað fimm eða sex áður og tekizt hefur einnig að láta úlfalda- kýmar bera árlega í nokkur síðustu ár. Eitt af vandamálum varðandi úlfaldana er að dánartíðni nýfæddra afkvæma þeirra hefur verið mjög há en í tilraunstöð Yigals hefur tekizt að draga úr tíðninni með sérstökum lyfja- og fóðurgjöfum. Ein af meginástæðum þessa — svo og það sem áður hefur verið minnst á varðandi plönturnar — má auðvit- að rekja til þess að komi það í ljós að dýr og plöntur geti lifað á söltu vatni má með ódýrari hætti en áður var hugsanlegt leiða vatn yfir eyði- mörkina. Eina „vatnið“ í grenndinni er Dauðahafið. Saltinnihald hafsins er að vísu langtum meira en svo að nokkmm detti í hug að reyná það óblandað hvorki á skepnum né jurtum. En vegna þeirrar aðstöðu og mannvirkja, sem þegar em starf- rækt við Dauðahafið, mætti væntanlega hugsa sér að hreinsa úr því þar það magn, sem þarf að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.