Morgunblaðið - 25.07.1986, Síða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 1986
*
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
Dyrasímaþjónusta
Gestur rafvirkjam. — S. 19637.
National olíuofnar
VUkgerða- og varahlutaþjónusta.
Rafborg sf.,
Rauðarárst. 1, s. 11141.
Innanhússkallkerfi
2ja, 3ja og 4ra stöðva.
Rafborg sf.,
Rauðarárst. 1, s. 11141.
FERÐAFELAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU 3
SÍMAR11798 og 19533.
Helgarferðir 25.-27. júlí:
1. Hveravellir — gist í sæluhúsi
Ferðafélagsins á Hveravöllum.
Heitur pollur við eldra sæluhús-
ið. Gönguferðir um nágrennið.
2. Landmannalaugar — Eldgjá.
Gist í sæluhúsi Ferðafélagsins í
Laugum. Ekið í Eldgjá, gengið
að Ofærufossi.
3. Þórsmörk. Gist i Skagfjörðs-
skála.
Aðstaða í sæluhúsum Ferðafé-
lagsins er viðurkennd af ferða-
fólki. Helgarferö í óbyggðum er
tilbreyting sem veitir ánægju.
Uppl. og farmiðasala á skrifstofu
Ferðafélagsíns, Öldugötu 3.
Ferðafélag fslands.
FERÐAFÉLAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU 3
SÍMAR11798 og 19533.
Dagsferðir Ferðafélags-
ins — sunnudag 27. júlf:
1) Kl. 8.00 ÞÓRSMÖRK - dags-
ferð kr. 800. Þeim fjölgar sem
njóta sumaleyfis í Þórsmörk.
Aðstaðan hjá Ferðafélaginu er
sú fullkomnasta sem völ er á i
óbyggöum.
2) Kl. 8.00 Þórisdalur - Kaldl-
dalur. Gengið frá Kaldadalsvegi
í Þórisdal. Verð kr. 800. Farar-
stjóri: Þorsteinn Þorsteinsson.
3) Kl. 13.00 Hrútagjá - Fffla-
vallafjall — Djúpavatn. Ekið
framhjá Vatnsskaröi. Gengið um
Hrútagjá, á Fiflavallafjall og að
Djúpavatni. Verð kr. 500. Farar-
stjóri: Bjarni Ólafsson.
Miðvikudagur 30. Júli, kl. 20.00
- BLÁFJALLAHELLAR - Verð
kr. 350. Æskilegt að hafa Ijós
með. Brottför frá Umferöarmið-
stöðinni, austanmegin. Farmið-
ar við bíl. Frítt fyrir börn í fylgd
fuliorðinna.
Ferðafélag fslands.
FERÐAFÉLAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU3
SÍMAR11798 og 19533.
Sumarleyfisferðir
Ferðafélagsins
1) 25.-30. júlf (8 dagar): Land-
mannalaugar-Þórsmörk.
Gengið á milli gönguhúsa Ferða-
félagsins. Fararstjóri: Sturla
Jónsson.
2) 30. júlf-4. águat (6 dagarj:
Landmannalaugar-Þórsmörk.
3) 31. júlf-4. ágúst (6 dagarj:
Hvftárnes-Þverbrakknamúll-
Þjófadallr-Hveravelllr. Gengið
milli sæluhúsa F.i. Biðlisti.
4) 31. júlf-8. ágúst (8 dagar):
Kvfar-Aðalvfk. Gengið með við-
leguútbúnað frá Kvíum ( Lóna-
firði um Veiðileysufjörö, Hest-
eyrarfjörö og frá Hesteyri til
Aðalvíkur. Fararstjórar: Jakob
Kárason og Gísli Hjartarson.
Sumarleyfisferðir Ferðafélags-
ins eru góð tilbreyting. Upplýs-
ingar og farmiöasala á skrifstof-
unni Öldugötu 3.
Ferðafélag fslands.
UTIVISTARFERÐIR
Helgarferðir 25.-27.
júlí
1. Þórsmörk — Goðaland. Gist
f skálum Útivistar Básum.
Gönguferöir. Kvöldvaka. Mið-
vikudagsferð verður 30. júlf kl.
8.00. Básar er staður fjölskyld-
unnar.
2. Kjölur - Kerllngarfjöll -
Hveravellir. Gist í góðu húsi.
Gönguferöir.
3. Landmannalaugar — Eldgjá
— Strútslaug. Fjallabaksleiðir
heilla. Gist í húsi. Við minnum á
möguleika á ódýru sumarieyfi i
Básum Þórsmörk.
Ferðir um verslunar-
mannahelgina
1.—4. ágúst:
Brottför föstud. kl. 20.00:
1. Núpstaðarskógar — Lóma-
gnúpur. Sambærilegt svæði við
fegurstu ferðamannastaði
landsins en utan alfaraleiöa. Gist
í tjöidum.
2. Þórsmörk — Goðaland. Gist
í skálum Útivistar Básum. Friö-
sæll staður.
3. Eldgjá - Langisjór -
Svelnstindur — Laugar —
Strútslaug. Gist í góðu húsi við
Eldgjá.
4. Snæfellsnes — Brelðafjarð-
areyjar — Flatey. Gist í húsum.
5. Brottför laugard. kl. 8.00:
Þórsmörk — Goðaland og
Skógar — Flmmvörðuháls.
6. Homstrandir — Homvfk 31.
júlí-5. ágúst. Góð fararstjórn.
Gönguferðir og hressandi úti-
vera í öllum feröunum. Uppl. og
farm. á skrifst. Grófinnl 1,
sfmar: 14606 og 23732.
Sjáumstl
Útivist.
Þröstur tefl-
ir á heims-
meistaramóti
unglinga
Skák
Karl Þorsteins
ÞRÖSTUR Þórhallsson, 16 ára
nemi úr Taflfélagi Reykjavík-
ur, verður fulltrúi íslands á
Heimsmeistaramóti unglinga
undir tvítugt sem frændur vor-
ir Norðmenn halda á háfjalla-
hótelinu í Gausdal í Noregi
dagana 4.—18. ágúst nk. Móts-
staðurinn verður varla tilefni
til deilna eins og i fyrra þegar
mótinu var valinn staður í Sam-
einuðu arabisku furstadæmun-
um í óþðkk vestrænna rikja.
Riki Vestur-Evrópu sniðgengu
þá mótið ásamt Sovétríkjunum
í mótmælaskyni, enda hljómar
það sem pólitískt skrípamál og
þvert gegn lögum alþjóða skák-
sambandsins að fulltrúar ein-
stakra aðildarlanda hafi ekki
aðgang að mótsstað eins og er
með fulltrúa ísraels í þessu til-
viki. Skáksamband Banda-
ríkjanna tók þó þá ákvörðun á
skjön við Evrópuríkin að senda
þátttakanda, Maxirn Dlugy, sem
einmitt sigraði á mótinu.
Mótið verður með sterkara
móti þetta árið og meðal þátttak-
enda er norska undrabamið og
stórmeistarinn Simen Agderstein.
Róðurinn verður því Þresti erfíður
auk þess sem stefna mótshaldara
er gjaman að gefa keppendum
sem fæsta frídaga, til að hvíla
lúin bein. Þá reynir oft ekki síður
á líkamlega hreysti en fræðikenn-
ingar. Minnir fyrirkomulagið
óneitanlega á maraþonhlaup þar
sem sá er sprettur hraðast í byij-
un þarf §arri því að koma fyrstur
á áfangastað.
Þröstur ætti þó að hafa alla
burði til að spjara sig, enda í góðri
æfíngu, sólbrúnn og sæll eftir
Bandaríkjadvöl þar sem hann
tefldi gegn liði Collins. Þá hafði
hann nýlokið að tryggja sér þátt-
tökurétt á heimsmeistaramótið
með sigri í einvígi gegn Davíð
Ólafssyni 3*/2—2l/i. Þröstur sigr-
aði í annarri skákinni og þeirri
síðustu en Davíð í þriðju. Úrslitin
hefðu þó getað farið á annan veg,
þvi í 4. skákinni kom upp staða
þar sem Davíð hafði hrók og bisk-
up gegn einsömlum hróki Þrastar.
Sú staða er fræðilegt jafntefli þó
mörgum meistaranum hafí fatast
vömin. Þröstur fylgdi líka í þeirra
spor, en Davíð tókst ekki að hag-
nýta sér mistökin og biskupstetrið
mikilvæga fauk út af í tímahraki
og jafntefli var samið.
Davíð verður Þresti til halds
og trausts á meðan á mótinu
stendur og kemur hér að lokum
síðasta skákin úr einvígi þeirra
félaga.
Hvitt: Davíð Ólafsson
Svart: Þröstur Þórhallsson
Skoskur leikur
1. e4 - e5, 2. Rf3 - Rc6, 3. d4
— exd4, 4. Rxd4 — Dh4, 5.
Dd3? (5. Rb5 er skarpari mögu-
leiki.)
5. - Rf6, 6. Rd2 - Rb4, 7.
Db5? (Vafasamt drottningarflan.
7. De2 var vafalaust betra.)
7. - c5, (7. - Rg4)
8. Rf5 - Df4, 9. g3 - De5, 10.
f4 - De6, 11. Bc4
(Hvítur virðist hafa komið ár
sinni vel fyrir borð en nánari að-
gæsla sýnir annað og veldur
verbúðargangur drottingarinnar
þar mestu um.)
11. — a6! (11. Rxc2+ kom einnig
til greina, en óþarfí er að flækja
taflið þegar kostur er á góðum
leiðum. Mannsfóm hvíts í næstu
Þröstur Þórhallsson
leikjum er líka hreint neyðarúr-
ræði.)
12. Da4 - b5, 13. Bxb5 - Rxe4,
14. 0-0 — Rxd2 (Línumar hafa
skýrst og svartur hefur einfald-
lega manni yfír. Úrvinnslan er líka
með ágætum.)
15. Bxd2 - Dxf5, 16. Hel+ -
Be7, 17. Bxb4 - Bb7! (Einfald-
ast. Svartur tekur til bragðs að
gefa drottninguna fyrir hrók, tvo
biskupa og yflrburðastöðu því til
viðbótar og 18. Bd3 — Dd5 geng-
ur skammt hjá hvítum.)
18. Hé5 - cxb5!, 19. Dxb5 -
Dxe5, 20. fxe6 — Bc6, 21. Dc4
— cxb4, 22. c3 — bxc3, 23. Dxc3
- 0-0, 24. a3 - Ha4, 25. Hdl -
Hb8, 26. h4? (26. Hd4 var algjör
nauðsyn.)
26. - He4, 27. Hfl - He2 (Nú,
þegar svarti hrókurinn hefur
brostist inn fyrir vamarmúr hvíts,
er mótspyman á þrotum. Síðustu
leikimir voru líklegast leiknir í
tímahraki.)
28. Hbl - Hg2+, 29. Kfl -
Hxh2, 30. e6 (Ef hrókurinn færði
sig kæmi svarið 30. — Hbxb2).
30. - Hhl+, 31. Kf2 Hxbl, 32.
exf7+ - Kf8, 33. b4 - Hb5, 34.
Dc2 - Hhl, 35. Dxh7 - Kxf7,
36. a4 - He5, 37. Dd3 - g6,
38. Dd4 - Hh2+, 39. Kfl -
Hf5+, 40. Kel — Hhl+ og hvítur
gafst upp.
Alþjóðlegt skákmót
að hefjast í Noregi:
Fjórir
íslenskir
skákmenn
verða með
OPIÐ alþjóðlegt skákmót hefst í
Gausdal í Noregi um helgina.
Fjórir íslenskir skákmenn hyggj-
ast taka þátt í mótinu, þeir
Margeir Pétursson, stórmeistari,
Karl Þorsteins, alþjóðlegur
meistari, og ungu piltarnir Hann-
es Hlífar Stefánsson og Þröstur
Árnason.
Tefldar verða 9 umferðir, ein á
dag. Að sögn Margeirs Péturssonar
hafa 5 stórmeistarar skráð sig til
leiks.
Evrópumót yngri
spilara í bríds:
Hollendingar
efstir, ísland
í 14. sæti
HELDUR sígur á ógæfuhliðina
hjá íslenska liðinu sem keppir á
Evrópumóti yngri spilara i brids
í Búdapest. Eftir 13 umferðir er
sveitin dottin niður í 14. sæti með
174 stig. 19 þjóðir taka þátt í
mótinu. Hollendingar eru efstir
með 243 stig, Frakkar koma fast
á eftir þeim með 241 stig, Svíar
hafa 237, Pólveijar 228, Norð-
menn 227 og ítalir 226 stig.
í 11. umferð spilaði íslenska
sveitin gegn þeirri efstu, sveit
Hollands, og tapaði stórt, 7—23.
ísland tapaði næst naumlega fyr-
ir Austurríki, 14—16, og aftur
gegn Spáni í 13. umferð, 12—18.
Að sögn Ólafs Lárussonar, liðs-
stjóra islenska liðsins, var leikur-
inn við Spánveija sérlega
óheppiiegur: „Við hefðum átt að
vinna 20—10 ef ekki hefðu komið
til tvö hroðaleg spil. í öðru þeirra
fór íslenska parið í alslemmu þar
sem vantaði trompásinn á meðan
Spánveijarnir á hinu borðinu
létu sér nægja að spila þijú
grönd. Hitt spilið var geim á
hættunni, sem við töpuðum
vegna rangrar spilamennsku,"
sagði Ólafur.
Island sat yfir í 14. umferð,
sem spiluð var í gærkvöldi, en í
dag á sveitin að spila gegn Bret-
um, Þjóðveijum og írum, en írar
eru langneðstir. Mótinu lýkur á
laugardag, en þá spilar ísland
við tvær af efstu þjóðunum,
Frakka og Svía.