Morgunblaðið - 25.07.1986, Síða 33
33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 1986
Reykjavík í myndlist:
Sýningum
lýkur um
helgina
SÝNINGUNNI „Reykjavík í mynd-
list“ lýkur á Kjaravalsstöðum á
sunnudag, en hún er opin daglega
frá 14 til 22. Sýningin er í tilefni
200 ára afmælis Reykjavíkurborgar
og að sögn Alfreðs Guðmundsson-
ar, forstöðumanns Kjarvalsstaða,
hefur aðsókn að henni verið mjög
góð.
„Sensation“
spilar í
Þórscafé
TRÍÓIÐ „Sensation" frá Hollandi
leikur í Þórscafé annað kvöld og
á föstudags- og laugardagskvöld
um verslunarmannahelgina.
Tríóið hefur komið fram á
skemmtistöðum í Hollandi, Þýska-
landi og í Skandinavíu. Þá hefur
það oft komið fram í sjónvarpi í
Þýskalandi og segir í fréttatilkynn-
ingu frá Þórscafé að tríóið njóti
mikilla vinsælda í Þýskalandi.
Þórscafé á 40 ára afmæli á þessu
ári og segir í fréttatilkynningunni
að þar hafí farið fram gagngerar
endurbætur á staðnum nýlega og
sé hann vel undir það búinn að taka
á móti þessu tríói.
Fimmtán ára sænsk stúlka með
áhuga á dýrum, tónlist og bréfa-
skriftum:
Maria Zettergren,
V. Utanbygatan 15,
S-72216 Vfisterás,
Sweden.
Fimmtán ára japönsk stúlka með
áhuga á teiknun og tónlist:
Yuka Harasako,
2081-2 Nirenoki,
Shimizu-machi,
Kumamoto-City,
Kumamoto 860,
Japan.
Sextán ára ísraeli með áhuga á
tónlist, frímerkjum, kvikmyndum,
píanóleik o.fl.:
Eran Ben-EIia,
14 Eisenberg st.,
Rehavot 76290,
Israel.
Frá Noregi skrifar 38 ára hús-
móðir með áhuga á bókmenntum,
dýrum, garðvinnu og blómum,
handavinnu og bréfaskriftum:
Marit Strand,
„Veslelokka",
2078 Nordkisa,
Norge.
Átján ára tælenzkur strákur vill
skrifast á við stúlkur á sínu reki:
Herman L. Antioch,
Redemptorist Center,
P.O. Box 6,
Pattaya City,
Cholburi 20260,
Thailand.
Fjórtán ára nýsjálenzk stúlka
með áhuga á tölvum og tónlist:
Joanne Reid,
72 Bedlington Street,
Whangarei,
New Zealand.
Starfsfólk „Ljósmyndarans" talið frá vinstri: Sigrún Ström, Ása Finnsdótdr, Jóhannes Long og Lára
B. Long.
„Ljósmynd-
arinn“ fluttur
LJÓSMYNDASTOFAN „Ljós-
myndarinn“ er flutt úr Selja-
hverfi niður í Mjóddina.
Fyrirtækið sem er fjögra ára, er
eina ljósmyndastofan í Breið-
holtinu, og annast alls konar
myndatökur bæði inni og úti.
Starfsmenn eru fjórir. *
í kvöld opnum við nýjan og glæsilegan
skemmtistað að Borgartúni 32.
Markmið okkar er m.a. að bjóða upp á fjöl-
breyttni og ferskleika í skemmtanalífmu.
EVRÓPA er á fjórum hæðum sem ailar eru
ólíkar þannig að engum getur leiðst. Á
fyrstu hæðinni er eitthvert magnaðasta
discotek álfunnar, með meiriháttar „ljós-
ashowi" og pottþéttu „sándi". Par er líka
12 m2 videoskjár sem tengdur er móttöku-
búnaði fyrir gerfihnattasendingar og því
getum við sýnt beint útsendingar frá
„MUSIC BOX" og fleiri evrópskum sjón-
varpsstöðvum. Pú heyrir ekki bara tónlist-
ina í EVRÓPU - þú sérð hana líka.
Hollenska söngtríóið Sensation og hljóm-
sveitin Rikshaw skemmta í kvöld. Módels-
amtökin verða með glæsilega tískusýn-
ingu í tilefni opnunarinnar.
Kynnir kvöldsins er Magnús E. Rristjánsson.
Opnað kl. 22.00
Jands vegna opnu |( hefur ven
'Z£22S~~
- ðaSVÍðSframh°mU09
•%!£*****>**