Morgunblaðið - 25.07.1986, Side 35

Morgunblaðið - 25.07.1986, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 1986 35 Minning: Þórður Jónsson Fæddur 2. ágúst 1896 Dáinn 15. júlí 1986 Með nokkrum línum viljum við kveðja góðan vin og mætan mann, en útför hans fór fram þriðjudaginn 22. júlí sl. frá Fossvogskapellu. Þórður ólst upp í faðmi stórrar fjölskyldu, sonur hjónanna Jóns Sigurðssonar og Helgu Þórðardótt- ur, er lengst bjuggu að Brjánsstöð- um á Skeiðum. Hann var elstur 18 bama, komust 14 þeirra til fullorð- insára, og 8 eru nú eftirlifandi og fylgdu honum síðasta spölinn, þau eru talin í réttri aldursröð; Samúel, Sigurlaugur, Sigurmundur, Guð- laug, Svanborg, Guðni, Jón og Rannveig. Þórður fór snemma að hjálpa til á stóru heimili með vinnu, og 16 ára gamall fer hann til Reykjavíkur til almennrar verkamannavinnu, hjá höfninni, ..m.a. við lagningu jám- brautar í Öskjuhlíð, þá hjá Kveldúlfi og síðan réðist hann til starfa hjá Reykjavíkurborg og starfaði þar lengst af sem verkstjóri allt fram til þess er hann varð að láta af störf- um, sökum heilsubrests árið 1965. Þórður kvæntist eftirlifandi eig- inkonu sinni árið 1926, og eignuð- ust þau tvö böm, Sigurð, fæddan 1927, og Helgu, fædda 1935, eigin- maður Helgu er Guðmundur Ingi Þórarinsson, en Sigurður er ókvæntur í heimahúsum og heflr hann verið foreldrum sínum stoð og syrkur í hárri elli en þau systkin- in hafa verið samhent í að hlúa að foreldrum sínum. Þórður reisti heimili sitt á Fossa- götu 14 árið 1930 og bjuggu þau þar alltaf síðan, hann var mikill heimilisfaðir, og mjög sterk fjöl- skyldubönd milli allra systkina og tengdafólks. Var tengdamóðir hans Sigurbjörg í heimili hjá þeim til dauðadags 1948. Eins og títt var um hans samtíð- arfólk, átti hann ekki kost á skólagöngu en sjálfmenntaður, víðlesinn og fróður mjög, las og talaði mörg tungumál, íslensk saga og náttúra lands okkar var honum hugleikin og var unun að hlýða á frásagnir hans og fróðleik um menn og málefni. Þórður var kvæntur föðursystir minni og var alltaf mikill samgang- ur á milli fjölskyldna okkar á mínum barns- og unglingsárum, enda böm- in Sigurður og Helga eitt af mínum uppáhaldsfrændsystkinum. Þórður og Kristín höfðu yndi af ferðalög- um, og mörg voru þau ferðalögin er við fórum saman, ýmist öll ásamt foreldrum mínum, Ólafi og Hall- dóru, eða við hjónin með Stínu og Þórði og Sigga og Helgu, stundum með dætur okkar einnig, en það var hans á hveiju sumri. Síðustu ferð sína norður fór hann síðastliðið haust til þess að vera við útför fóstru sinnar. Nú þegar Kristján er ekki lengur í hópi okkar, er mér ofarlega í huga þakklæti fyrir löng og ánægjuleg kynni við hann. Ég, fjölskylda mín og samstarfsmenn í langan tíma sendum systkinum hans og ættingj- um samúðarkveðjur. Sigf ús Kristinsson eins og sjálfsagt að við héldum allt- af hópinn, og eftir að Siggi eignað- ist sinn fyrsta bfl vorum við oftast tekin með í ferðalög og útilegur, síðar var þá oft farið á tveim bílum saman, ýmist í helgarferðalög eða lengri sumarfrí, en þar naut Þórður sín, áhugi hans og þekking á landi og staðháttum og frásagnargleði gerði þessi ferðalög lifandi og skemmtileg svo allir höfðu unun af. Nú seinni árin hefur heilsu hans farið hrakandi. en hann var sjálfum sér nógur við lestur góðra bóka, og ávallt glaður heim að sækja, en nú undir það síðasta var sjón farin að daprast, enda árin að verða 90. Heimilið og íjölskyldan, það var hans eitt og allt, dóttursynimir, og langafabömin vom ljósið í lífi hans. Við kveðjum að leiðarlokum með þakklæti og virðingu mætan mann en minningin mun áfram lifa í hug- um okkar. Sigrún og Hilmar Kristján Samúelsson húsasmiður - Minning Fæddur 17. september 1911 Dáinn 16. júlí 1986 í dag fer fram frá Fossvogs- kapellu útför Kristjáns Samúelsson- ar, húsasmíðameistara á Selfossi. En hann lést í Sjúkrahúsi Suður- lands eftir ekki langa sjúkrahúsvist. Kristján var Eyfirðingur að ætt, fæddur á Hjálmsstöðum í Hrafna- gilshreppi 17. september 1911 og var því á 75. aldursári, er hann lést. Foreldrar hans voru hjónin Samúel Kristjánsson og Halldóra Tryggvadóttir. Eignuðust þau fjög- ur böm, tvær dætur, Guðnýju, sem lést fyrir rúmum 20 árum, og Kristínu, sem giftist Daníel Þor- steinssyni, klæðskerameistara á Selfossi, og tvo syni, sem voru tvíburar, þá Tryggva, sem lengi var starfsmaður á vélaverkstæði Flug- félags íslands, og Kristján. Þegar Kristján var aðeins ellefu ára, lést móðir þeirra úr berklum, aðeins fertug að aldri. Hafði hún þá verið ekkja í sex ár. Þá fór Kristján til hjónanna Hannesar Kristjánssonar og Laufeyjar Jó- hannsdóttur í Víðigerði og ólst þar upp. Þau reyndust honum sem bestu foreldrar, og var Kristján æ síðan tengdur þeim miklum vina- böndum. Strax á unglingsárum beindist hugur Kristjáns að því að verða smiður. Og árið 1944 fluttist hann alfarinn úr Eyjafirði suður á land með Finnlaugi Snorrasyni húsasmið og settist að á Selfossi ásamt Finn- laugi. Mun þar nokkru hafa ráðið, að Kristín, systir Kristjáns, hafði þremur árum áður sest þar að ásamt manni sínum, Daníel klæð- skera. Og hjá þeim varð annað heimili hans næstu 38 árin, eða meðan þau bjuggu á Selfossi. Fyrstu árin vann Kristján við húsasmíðar með Finnlaugi Snorra- syni. Síðan var hann lengi smiður í vinnuflokki föður míns, Kristins Vigfússonar, og síðast við endur- byggingu Mjólkurbús Flóamanna, sem tók 6V2 ár. Og þegar ég fór að vinna sjálfstætt, og tók að mér byggingu Póst- og símahússins á Selfossi árið 1962, varð Kristján minn fyrsti starfsmaður. Starfaði hann síðan óslitið hjá mér næstu 24 árin eða þar til hann lét af störf- um fyrir tveimur árum. Kristján var góður smiður, vand- virkur, iðinn og útsjónarsamur. Hann var ljúfur í umgengni, mesta snyrtimenni og reglumaður. Hann hafði mikla ánægju af því að aka í sumarleyfum sínum norður í Eyja- fjörð og heimsækja æskustöðvar sínar. Og þangað stefndi hugur SVAR MITT eftir Billy Graham Skipta verkin engu máli? Ef hjálpræðið veitist eingöngu fyrir trú og við getum ekki áunnið okkur hylli Guðs með góðverkum, getum við þá lifað eins og okkur lystir eftir að við höfum látið frelsast? Nei, við getum það ekki. Jafnvel á dögum Nýja testa- mentisins voru uppi menn, sem reyndu að flytja þessa kenningu, en Biblían boðar skýrt, að þegar við komum til Krists, eignumst við nýtt líf, og það á að einkennast af hreinleika og góðum verkum. Hví er þessu þannig farið? Við sjáum eina ástæðuna, er við gætum að, til hvers Guð frelsar okkur. Hvers vegna sendi Guð son sinn í heiminn til þess að deyja fyrir syndir okkar? Var það aðeins til að leiða okkur inn í himin sinn? Nei, markmiðið var jafnvel æðra og dásamlegra. Kristur kom til þess að ég og þú lytum valdi hans í lífí okkar — til þess að við yrðum lærisveinar og fylgdum honum eins og húsbónda um ævina. Við sjáum í guðspjöllunum, að Jesús kallaði fólk ævinlega til að vera lærisveinar hans. Þegar hann gaf fylgjendum sínum hin miklu fyrirmæli, áttu þeir að „gera þjóðirnar að lærisveinum" (Matt. 28,19). I Postulasögunni kemur fram, að menn frumkristninnar voru oft nefndir lærisveinar. Við erum því kölluð, ég og þú, til að vera lærisveinar, fylgjendur hans. Við getum ekki fylgt honum og jafnframt gert hvað sem okkur dettur íhug. Kristur kom líka til þess að beijast við Satan og til að sigrast á syndinni. Á krossinum tók hann syndir okkar á sig. í upprisunni sýndi hann, að syndin hefði verið sigruð. En sé þetta tilgangurinn með komu Krists, hvemig ættum við þá að halda áfram að lifa í syndinni? Þá högum við okkur eins og hann hefði aldrei komið til að vinna bug á syndinni. Eitt enn vil ég nefna, þó að margt megi um þetta segja. Það er einfaldlega þetta: Biblían kennir okkur, eins og lífíð sjálft, að sanna gleði og gæfu er einungis að fínna, þegar við fylgjum Jesú Kristi. Ein helzta lygi Satans er sú, að þá verðum við fyrst hamingjusöm, þegar við erum öllum óháð og lifum okkur sjálfum. Þetta er alrangt. „Gleðignótt er fyrir augliti þínu, yndi í hægri hendi þinni að eilífu" (Sálm. 16,11). Sætt er sveinsblóðið Jim Carrey og Karen Kopins í meinlausri vampírumynd, Smá bita. Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson LAUGARÁSBÍÓ: ONCE BITTEN —SMÁBIT ☆ ☆ Leikstjóri: Howard Storm. Handrit: David Hines og Jeff Hause. Kvikmyndataka David Greenberg. Leikmynd: Gene Rudolf. Búningar Jill Ohann- son. Aðalleikendur: Lauren Hutton, Cleavon Little, Jim Garrey, Karen Kopins. Samuel Goldwyn Co. 1985. Kvikmyndaframleiðendur virð- ast taka það bókstaflega að vampírum er lítt um það gefíð að liggja í gröfum sinum. Árvisst fá bíógestir heimsóknir þeirra, misjafnar að gæðum, stundum hátíðlegar, oftast hryllilegar en stöku sinnum gamansamar. Fyrr á árinu kom ansans ári hressileg sendinefnd frá Karpatafjöllunum í myndinni Fright Night en nú er röðin komin að greifynjunni í meinlausum blóðsugufarsa. Hin blóðþyrstan hefðarfrú, (Lauren Hutton), er að þessu sinni staðsett í LA og heldur sér vel þó hún hafi lagt nokkrar aldir að baki. Fegurðarleyndarmál frúar- innar felst þó ekki í buðkum frá Helenu Rubinstein heldur í blóði hreinna sveina. En þeir gerast ærið fátíðir nú á dögum ... Og nú er svo komið fýrir frauk- unni að hún á ekkert nema ómerkilegt afréttarsull úr öldur- mennum í blóðbanka sínum og verður því að halda á stúfana ásamt sínum þúsundþjalasmið, Sebastian, (Cleavon Little). Litlu bætir þessi snyrtilega gamanmynd við þjóðsögnina um blóðsuguna. George Hamilton (af öllum mönnum) gerði nefnilega prýðisgamanmynd um greifann fyrir einum sjö árum, sem nefnd- ist Love At First Bite. Þar setti hann greifann í þessa spaugilegu aðstöðu að skella hinu síunga gamalmenni í miðja diskódýrðina á Manhattan. Smá biti er í raun- inni lítið annað en uppbrot á þeirri mynd. Þá gerði Polanski þann ágæta farsa The Fearless Vampire Killers 1967. Líkt og í mynd Hamiltons felst gamanið að mestu í staðsetningu þessarar skuggalegu hrollvekju- persónu mitt í iðandi næturlífi stórborga nútímans. Það tekst bærilega, einkum í orðaleikjum og samræðum. Hinsvegar eru at- hafnimar og söguþráðurinn heldur þreyttur og ófrumlegur ef undan er skilið eitt skemmtilega útfært dansatriði. Umbúðimar eru hinsvegar óvenju glæsilegar og smekklegar. Víðsijarri eru nið- umíddir kastalar með sínum köngurlóarvefum, leðurblökum og ískrandi lömum, aðsetur greifynj- unnar er hátískuleg villa í Beverly Hills, sannkölluð veisla fyrir aug- að, hönnuð af þeim snjalla leikmyndagerðarmanni Gene Rudolf. Aðalleikendur. taka hlut- verk sín réttum tökum og gera þeim væn skil þó úr litlu sé að moða. Smá biti á að bjóða fólki hlátur en ekki hroll og tekst það svona nokkum veginn. En smekklega og með svo vönduðu yfirbragði að kostir þessarar léttvægu mynd- ar verða yfrið sterkari en gallam- ir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.