Morgunblaðið - 25.07.1986, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 1986
37
Komin með svarta beltið
í karate — níræð að aldri
Margir þeirra, sem komnir eru
yfir miðjan aldur hrista
hausinn, fussa og sveia, þegar því
er haldið fram sð það sé undir
manni sjálfum komið hversu gam-
all maður sé. Opinn og síkvikur
hugur sé það eina sem þarf til að
halda í æskuna. Þetta segja hinir
fyrrnefndu hið mesta bull og kjaft-
æði, elli kelling komi og banki upp
á sama hvert hugarástandið sé.
Fyrir tveimur árum tilheyrði banda-
ríska konan Lucille Thompson
þessum hóp. Hún var 88 ára gömul
kona, með bogið bak og liðagigt í
fingrum. Hún sat heima alla daga,
horfði í gaupnir sér og hneykslaðist
á ungdómi nútímans. En þá átti sér
stað hræðilegur atburður, sem gjör-
breytti lífsstíl Lucille. Tvær eldri
konur í heimabæ hennar, Danvilte,
voru myrtar um hábjartan dag, er
þær voru að koma úr kjörbúðinni.
Lucille fylltist réttlátri reiði og
skelfingu. „Það er greinilegt að
menn veigra sér ekki við að ráðast
á fólk, þó svo það sé minni máttar
og geti ekki varist á einn eða annan
hátt,“ hugsaði hún með sér og dró
síðan þá ályktun að „maður yrði
því að vera viðbúinn til vamar, það
hraustur að maður gæti tekið vel á
móti, ef á þyrfti að halda. Hún fór
því á stúfana og kynnti sér vand-
lega hvað hún gæti lært, sjálfri sér
til vamar. Tveimur dögum síðar var
þessi aldraða kona komin á fulla
ferð í Tae Kwon do, kóreanska af-
brigðinu af karate.
Viðbrögð fjölskyldunnar vom
misjöfn og æði blandin. Meðan elsta
dóttir hennar og hennar sjö böm
vom himinlifandi með framtakið
mótmælti yngsta dóttir hennar, 55
ára, harðlega. „Fólk hélt að ég
væri orðin brjáluð og hikaði ekki
við að segja mér það,“ rifjar Lucille
upp og hlær. „En ég svaraði þeim
fullum hálsi, benti þeim á að það
væri ekki öfundsvert að leggjast í
kör, þau ættu bara að prófa það
sjálf. Svo stríddi ég þeim, sem vom
á móti þessu, óspart með því að þau
myndu eldast meðan ég myndi yngj-
ast.“
Lucille Thompson fæddist í Iowa
árið 1896. Hún ólst upp hjá föður
sínum, sem var prestur og hlaut
afar strangt uppeldi. „Ég var aldrei
hvött til að gera neitt," sagði hún.
„íþróttir þóttu langt frá því að vera
kvenleg iðja og því var mér haldið
frá þeim. Ég veit ekki hvað hann
faðir minn myndi segja ef hann sæi
til mín núna á efri árum,“ bætir
hún við og skellihlær. „Já, hún var
afskaplega stirð og lúin þegar hún
kom hingað fyrst," segir kennari
Lucille, _Min Kyo Han, 49 ára að
aldri. „Ég varð til að mynda að
styðja hana í hvert sinn sem hún
Hún Gucille Thomp-
son var orðin 88 ára
þegar henni ofbauð
ofbeldið í heiminum
og ákvað að læra að
verja sig og sína. Nú
er hún orðin níræð og
komin með svarta
beltið í karate. Geri
aðrir betur.
sparkaði. Annars missti hún bara
jafnvægið og hmndi saman á gólf-
inu. Á aðeins 20 mánuðum hefur
hún hinsvegar tekið ótrúlegum
framfömm, enda hefur hún bar-
áttuvilja á borð við heila herdeild.
Hún náði nú nýlega þeim áfanga
að mega bera svarta beltið og er
hún elsta manneskjan sem nær
þeim árangri í Tae Kwon do,“ seg-
ir hann.
Lucille Thompson gengur nú
óhrædd um götur bæjarins, teinrétt
og tíguleg. Hún flu';ti nýlega í þjón-
ustuíbúðir aldraðra, þar sem hún
segist ekki hafa tíma til að standa
í öllum þessum hreingemingum og
tiltektum sem húshaldinu fylgi. „Ég
verð að halda mér í góðri þjálfun
og það tekur sinn tíma,“ segir hún
alvarleg í bragði. En það er fleira
sem fylgir þessu framtaki. Lucille
er orðin landsfræg og eftirsóttur
gestur í sjónvarps- og útvarpsþátt-
um. Ekki alls fyrir löngu kom hún
fram í hinum sívinsæla viðtalsþætti
Johnny Carsons. „Hann er ósköp
indæll," segir Lucille um leikarann,
„en svolítið taugaveiklaður. Hann
hrökk t.d. alveg í kút þegar ég sýndi
honum nokkur brögð. Kannske eru
það öskrin, sem spörkunum fylgja,
sem hafa komið honum svona á
óvart," bætir hún við.
Stjarna
Selleck
greyptí
gijót
Það þykir mikill heiður í
Hollywood-hverfinu í Los
Angeles að fá stjörnu sína greypta
í gangstéttina á Hollywood Boule-
vard. Til þess verða menn að hafa
sannað að þeir séu annað og meira
en stundarfyrirbrigði — þeir hafi
raunverulega hæfileika. Leikarinn
Tom Selleck náði þessum áfanga á
dögunum og mætti hann ásamt fjöl-
skyldunni allri til að vera viðstaddur
afhjúpun sinnar stjömu. Með hon-
um í för voru foreldrar hans, Robert
Og Martha, bræðumir Bob og Dan
og náin vinkona hans, Jillie Mack.
COSPER
Segðu lögreglustjóranum að þjófurínn sé enn laus, en að nú
sé hann í lögreglubúningi.
77/ sölu BMW 728
Árg. 1978. Steingrár með sóllúgu, álfelgum, lituðu
gleri, fjórum hauspúðum. Verð 480 þús.
Upplýsingar i síma 688688.
Blaðburóarfólk
óskast! ,
AUSTURBÆR
Miðtún
Samtún
Hátún 23-43
Hátún 1-19
Drápuhlíð 1-24
Skúlagata
ÚTHVERFI
Ofanleiti
Kleppsvegur 8-38
KÓPAVOGUR
Holtagerði
Hraunbraut
Álfólfsvegur 65-
Sunnubraut
B • O • R • G
. 1
w
Opið 10—03