Morgunblaðið - 25.07.1986, Page 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 1986
>
fc
e-KJu ímyrvJcib' 'pcr, pa&
tbK tn'it) Usinyan tirna,aÁ ao, ^Jt'
úr olriinum.."
Með
morgunkafíinu
Blaðinu þykir það í frásög-
ur færandi að einhver
maður austur í Kína hafi
sofið í eitt ár. Ég er búinn
að borga útsvar í 60 ár og
það þykir engum frásagn-
arvert?
*
1
HÖGNI HREKKVISI
Svar frá Strætisvög’num
Reykjavíkur
Velvakanda hefur borist eftirfar- frá þessum viðkomustöðum gagn- m marka, sem reynt er að miða við
andi svar frá Strætisvögnum vart Fjólugötu eru innan þeirra 400 í þéttbyggðum íbúðarhverfum.
Reykjavikur, vegna fyrirspurnar
hér í blaðinu 8. júlí:
Umferðarþungi er verulegur á
Sóleyjargötu næst gatnamótum
Njarðargötu. Aðstaða er þar engin
fyrir útskot og gangbraut engin.
Frá sjónarmiði umferðaröryggis
væri því mjög hæpið að hafa við-
komustað fyrir strætisvegna á
þessum stað.
Sóleyjargata frá Skothúsvegi við
Njarðargötu er 400 m. Vagnar á
leiðum 1, 6, 7 og 17 hafa viðkomu
við norðurenda Sóleyjargötu, en
auk þess leið 1 á Laufásvegi við
Bragagötu, og 6 og 7 við Smára-
götu og Hringbraut. Gönguleiðir til
Hvaðan er orðatiltækið?
„ Allt mitt er þitt“
í Lúkasarguðspjalli, 15, 31,
segir frá týnda syninum er ferðað-
ist til fjarlægra landa, sóaði eigum
sínum en kom slyppur og snauður
til föður síns er harðna tók í ári.
Eldri bróðir hans reiddist er faðir
þeirra slátraði alikálfínum týnda
syninum til heiðurs, en faðir hans
mælti: „Sonur minn, þú ert alltaf
hjá mér og allt mitt er þitt. En
vér urðum að gera oss glaðan dag
og fagna, því þessi bróðir þinn
var dauður og er lifnaður aftur,
og hann var týndur og er fund-
Víkveiji skrifar
Víkvetji hefur einatt látið sér
annt um ýmiss konar þjón-
ustustarfsemi. f gær var trygg-
ingastarfsemi á dagskrá og víkur
nú sögunni að annarri þjónustu-
grein sem skiptir daglegt líf okkar
ekki minna máli — það er að bönk-
unum.
Áður hefur verið drepið á það
hér í þessum dálki að ýmislegt
megi betur fara í afgreiðslusölum
bankaiina. Markaðsstjórar ýmissa
framsækinna banka í nágranna-
löndum, þar sem samkeppni um
fjármagn er mjög hörð, halda því
fram að þar geti þjónustulund
starfsfólks í hinni almennu af-
greiðslu bankanna gagnvart
viðskiptamönnum bankanna ráðið
úrslitum um hvemig þeim reiðir
af í samkeppninni.
Hér á landi blása líka ýmsir
nýir vindar um bankastarfsemina
en af einhvetjum ástæðum virðist
þeirra en lítt gæta í afgreiðslu
bankanna, þar sem tengslin eru
nánust við viðskiptamenn. Þó er
sjálfsagt að geta þess sem vel er
gert. Víkveiji hefur bent á það
áður hversu hvimleitt það sé að
koma í bankaafgreiðslur og vera
að sýsla þar með einkamál sín
með annað fólk, sem bíður af-
greiðslu, nánast liggjandi yfir sér.
Bent var á hvemig þessu væri
fyrir komið í mörgum erlendum
bönkum þar sem afgreiðslusalimir
væru girtir þannig af að biðraða-
menning myndaðist og aðeins einn
viðskiptamaður væri hjá gjald-
keranum í einu. Nú hefur Víkveiji
orðið þess var að a.m.k. Iðnaðar-
bankinn í Lækjargötu hefur tekið
við sér og girt afgreiðslusal sinn
af eins og tíðkast erlendis.
Hitt er aftur verra að oft á
tíðum er starfsfólk í almennum
afgreiðslum bankanna ekkert að
flýta sér að sinna viðskiptamönn-
unum sem bíða framan við
afgreiðsluborðið. Víkveiji átti til
að mynda leið í eitt af stærstu
bankaútibúunum á dögunum. Svo
vildi til að hann var eini viðskipta-
vinurinn í salnum en innan
afgreiðsluborðsins taldi hann 27
starfsmenn að störfum. Svo önn-
um kafinn virtist þessi hópur vera,
að enginn gaf sér tíma til að sinna
þessum eina manni sem beið eftir
afgreiðslu. Til að drepa tímann tók
Víkveiji upp á því að telja mínút-
umar þangað til einhver sæi sér
fært að sinna honum. Það liðu
flórar mínútur.
Nú í vikunni átti svo Víkveiji
aftur leið í aðalafgreiðslu bankans
síns. Sá heldur upp á aldaraf-
mæli sitt um þessar mundir og
hvarvetna í afgreiðslusalnum
hanga skilti til að minna á sögu
bankans með tilheyrandi slagorð-
um. Afgreiðsluhættirnir höfðu
hins vegar ekkert breyst, því að
framan við afgreiðsluborðin hafði
safnast saman hópur viðskipta-
manna bankans, sem var látinn
standa þama lon og don og horfa
sljóum augum á afgreiðslufólkið,
sem var alltof upptekið til að geta
sinnt fólkinu sem beið. Þjónusta
fékkst ekki fyrr en einum ungum
manni var nóg boðið og gall í
honum stundarhátt: „Nú skil ég
loksins slagorðið „bankaþjónusta
í 100 ár“. Maður á sem sagt að
bíða í eina öld eftir afgreiðslu"!
xxx
Lambakjötinu íslenska skýtur
nú aftur upp á yfirborð þjóð-
málaumræðunnar á hefðbundinn
hátt og á hefðbundrtum tíma —
með tilheyrandi niðurgreiðslu- og
útsölutali. Það er aðdáunarvert
hversu hinn almenni borgari tekur
öllu þessu með mikilli stillingu.
Víkveiji varð vitni að eftirfarandi
samtali tveggja manna í sund-
laugunum árla morguns eftir að
þeir höfðu hlýtt á útvarpsfréttir,
þar sem niðurgreiðsluáform ríkis-
stjómarinnar vom aðalfréttaefnið
og í framhaldi af þeim lesin aug-
lýsing um fjallalambið sem ljúf-
fenga náttúmafurð:
— Hvenær skyldu þeir fara að
auglýsa guðslambið? sagði annar.
— Það hlýtur að líða að því,
svaraði hinn.
— Það er svo sem á boðstólum
um hver jól en mér þætti gaman
að vita hvernig á að matreiða það
utan þess tíma.
— Þeir gefa áreiðanlega út lit-
prentaðan uppskriftabækling!