Morgunblaðið - 25.07.1986, Side 48
SEGÐU
RHARHÓLL
ÞEGAR
ÞU EERÐ ÚT AÐ BORÐA
----SÍMI18833--
„eimSókhalwð
FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 1986
VERÐ í LAUSASÖLU 40 KR.
fyrir Japansmarkað. Japanskur skurðarmaður og íslenzkur skera hvalkjöt til frystingar í hvalstöðinni í Hvalfirði í gser.
Vinnslu háttað eins og venjulega
— segir Eggei*t Isaksson, skrifstofustióri Hvals hf. kJötsin;s væn "f0 samfhætti °e
__ ' " undanfann ar, po með þeim und-
„ÞAÐ er í gildi samningur við hætta að kaupa af okkur hval- við Morgunblaðið í gær. antekningu að meira færi nú á
stjórnvöld frá síðustu áramót- kjöt, setur það strik í reikning- í gærmorgun höfðu veiðzt 58 innanlandsmarkað. Svo virtist,
um um ákveðnar veiðar á inn, en hefur tæpast áhrif á langreyðar og 13 sandreyðar, en sem umræðan um hvalveiðarnar
árunum 1986 til 1990. Hann veiðar og vinnslu I sumar,“ alls er fyrirhugað að veiða 80 hefði þau áhrif á íslendinga, að
má endurskoða á hverju hausti. sagði Eggert ísaksson, skrif- langreyðar og 40 sandreyðar. þá fýsti frekar en áður til að borða
Verði Japanir þvingaðir til að stofustjóri Hvals hf., í samtali Eggert sagði, að vinnsla hval- hvalkjöt.
Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra:
Rök Bandaríkj amanna
eru allsekki haldbær
— ljóst að Japanir hætta ekki hagsmunum sínum
með kaupum á hvalkjöti í óþökk Bandaríkjamanna
Mikil
eftir-
spurn og
salaá
" fasteignum
LÍFLEG sala virðist nú vera
á fasteignum, en þeir fast-
eignasalar sem Morgunbiaðið
ræddi við í gær voru sammála
um að verulegur skortur væri
á þriggja og fjögurra her-
bergja íbúðum á markaðnum.
Var ástæðan talin sú að fólk
héldi að sér höndum með sölu
þar til i haust, þegar búist er
við nokkurri verðhækkun.
F asteignasalarnir voru þó
sammála um að ekki yrði um
neina verðsprengingu að
ræða.
Fasteignasalarnir sögðu sölu
mjög góða nú miðað við undan-
farin ár, en þá hefði ástandið að
vísu verið óeðlilegt. Þeir töldu
nokkrar ástæður fyrir þessum
sölukipp nú. J fyrsta lagi hefði
verð fasteigna staðið í stað undan-
farið og því í raun lækkað miðað
við verðþróun annars. Nú teldu
kaupendur einnig að verðið myndi
rjúka upp í haust og ætlaði því að
kaupa áður en það yrði. Ekki töldu
fasteignasalar þó að hætta væri á
mikilli hækkun. Þá töldu þeir einn-
ig að mikil bjartsýni ríkti hjá fólki,
sem teldi betri tíð í vændum með
breyttum lánum til fasteigna-
kaupa. Þessi bjartsýni gæti þó leitt
til þess að fólk keypti stærri íbúð-
ir en það réði við. Það sé almennt
álitið nú að aftur sé vænlegt að
fjárfesta í húsnæði og að fólk eigi
auðveldara með að kaupa húsnæði
án þess að skuldabyrði verði óbæri-
leg.
Sala á stærstu eignunum hefur
tekið nokkurn fjörkipp, en er þó
erfíð sem fyrr. Sagði einn fast-
eignasalinn að hann teldi að hjálpa
X ætti fólki til að selja hluta af þess-
um eignum, eins og gert hefði
verið sums staðar erlendis, t.d.
með því að breyta stórum einbýlis-
húsum í tvær íbúðir eða fleiri.
Þrátt fyrir að nokkurrar var-
kámi gætti hjá fasteignasölum að
telja nýju lánareglumar eingöngu
af hinu góða voru þeir þó sam-
mála um að þessi mál þróuðust í
rétta átt. Það væri smám saman
að verða auðveldara fyrir fólk að
festa kaup á húsnæði, en bjartsýn-
in mætti þó ekki bera skynsemina
ofurliði.
„ÉG VIL ekkert um það segja
nú hveraig ég tek á þéssu máli
á ríkisstjórnarfundi næsta
þriðjudag. En ef af viðskipta-
þvingunum verður gagnvart
okkur, sem ég á bágt með að
trúa, þá tel ég það mjög alvar-
legt áfall fyrir samskipti íslands
og Bandaríkjanna og það myndi
hafa verulegar afleiðingar,"
sagði Halldór Ásgrimsson sjáv-
arútvegsráðherra í samtali við
Morgunblaðið í gærkvöldi, en
þá var ráðherrann staddur í
Bremen.
„Það kemur mér mjög á óvart
að þetta mál skuli leka út með
þessum hætti á svo viðlcvæmu
stigi," sagði ráðherrann. Hann
sagði, að um það hefði verið rætt
milli Bandaríkjamanna og íslend-
inga að ekki yrði rætt um þessi
mál opinberlega á meðan þau væru
á svo viðkvæmu stigi sem nú væri,
en þessi leki hlyti að vera frá
Bandaríkjamönnum kominn. „Ég
hef verið í stöðugu sambandi við
Bandarílcjamenn út af þessu og fór
til Washington fýrir skömmu til að
koma sjónarmiðum íslendinga á
framfæri," sagði Halldór. „Þeir
hafa aldrei getað fært að því nein
haldbær rök að við værum að bijóta
gegn samþykktum Alþjóðahval-
veiðiráðsins og ekki getað sýnt
fram á að veiðar okkar væru ekki
nauðsynlegar vegna vísindalegra
rannsókna. Á meðan þeir gera það
ekki liggja einhverjar aðrar ástæð-
ur að baki afstöðu þeirra, án þess
að ég vilji geta mér til um hverjar
þær eru.
„Japanir munu að sjálfsögðu
ekki hætta sínum hagsmunum.
Þeir hafa mikilla hagsmuna að
gæta vegna veiðiheimilda við
strendur Bandaríkjanna og ef
Bandarílcjamenn ætla að beita okk-
ur einhveijum þvingunum geta
þeir sjálfsagt komið sínu frarn,"
sagði Halldór þegar Morgunblaðið
spurði hann hvort hann vissi til eða
hefði ástæðu til að ætla, að Japan-
ir myndu hætta við kaup á hvalkjöti
héðan, ef hvalveiðar íslendinga
mættu andstöðu Bandaríkjamanna.
„Það hefur ekki komið beinlínis
fram í viðræðum við Japani að
þeir ætli ekki að kaupa Jivalkjöt,
því Japanir hafa mikinn áhuga á
því að auka allar vísindarannsóknir
og er mjög fylgjandi því að við
gerum það sem við ætlum okkur,“
sagði Halldór. „Það er hins vegar
hægt að beita þá þvingunum eins
og aðra.“
Sjá á bls. 2 frétt um fund ríkis-
stjórnarinnar í gær og
ummæli utanríkisráðherra og
forsætisráðherra og frétt um
samtal Morgunblaðsins við
talsmann japanska sendiráðs-
ins í Washington.
Menntamálaráðherra undirrit-
ar reglugerð um þýðingarskyldu
sjónvarps Ríkisútvarpsins
SVERRIR Hermannsson menntamálaráðherra undirritaði
í gær reglugerð um Ríkisútvarpið sem kveður á um
íslenskan texta eða íslenskt tal með því erlenda efni sem
sjónvarpið tekur til sýninga, en i febrúar sl. var undirrituð
samskonar reglugerð um útvarp samkvæmt tímabundnum
leyfum.
Reglugerðin um Ríkisútvarpið
hljóðar svo: „Ríkisútvarpið skal
stuðla að almennri menningar-
þróun og efla íslenska tungu.
Efni á erlendu máli, sem sýnt er
í sjónvarpi Ríkisútvarpsins skal
jafnan fylgja íslenskt tal eða neð-
anmálstexti á íslensku, eftir því
sem við á hveiju sinni. Það skal
þó ekki eiga við, þegar í hlut eiga
erlendir söngtextar eða þegar
dreift er viðstöðulaust um gervi-
hnött og móttökustöð fréttum
eða dagskrárefni, er sýnir at-
burði, sem gerast í sömu andrá.
í síðastgreindu tilviki skal að
jáfnaði fylgja kynning eða endur-
sögn þular.
Allt ísienskt tal og texti í dag-
skrám Ríkisútvarpsins skal vera
á lýtalausu máli.“
Sjá á bls. 4 ummæli útvarps-
stjóra: „Þýðingarskyldunni
verður framfylgt þannig að
efnið verði áfram áhuga-
vert.“