Morgunblaðið - 31.07.1986, Page 1
64 SIÐUR B
STOFNAÐ 1913
169. tbl. 72. árg.
FIMMTUDAGUR 31. JULI 1986
Prentsmiðja Morgxinblaðsins
Vestur-Berlín:
Aukínn flótta-
mannastraumur
veldur deilum
Berlin, AP.
SNORP orðaskipti urðu milli stjórnvalda í Vestur-Þýskalandi og
Austur-Þýskalandi í gær vegna vaxandi flóttamannastraums til Vest-
ur-Berlínar. Flóttamennimir, sem flestir era frá þróunarríkjum,
koma til Austur-Berlínar með sovéskum og austur-þýskum flugvélum
og eru síðan sendir áfram til Vestur-Berlínar, þar sem þeir hafa
sótt um pólitískt hæli.
I tilkynningu hinnar opinberu
austur-þýsku fréttastofu, ADN,
segir að ákveðnir vestur-þýskir
stjómmálamenn standi fyrir „rógs-
herferð gegn austur-þýskum stjóm-
völdum“. Þar segir ennfremur að
yfirvöld í Vestur-Berlín beri ábyrgð
á flóttamannstraumnum, enda hafi
þau ekki reynt að koma í veg fyrir
hann.
Talsmaður vestur-þýsku stjóm-
arinnar, Friedhelm Ost, kvaðst vera
gáttaður á tilkynningu austur-
þýsku stjómarinnar og sagði að
öllum væri ljóst að flóttamennimir
kæmu án vegabréfs til Austur-
Berlínar, þar sem þeir væru sendir
Kasparov
á sigurlíkur
í biðstöðu
ÖNNUR einvígisskák Kasparovs
og Karpovs í London fór í bið í
gærkvöldi. Er Kasparov talinn
standa mun betur að vígi.
Báðir keppendur lentu í tíma-
hraki þegar leið á skákina, en
áskorandinn, Anatoly Karpov,
veikti peðastöðu sína nokkuð, og
er líklegt að Kasparov muni færa
sér það í nyt þegar þeir halda áfram
skákinni í dag.
Sjá „Karpov veikti peðastöð-
una í tímahraki" bls. 29.
áfram til Vestur-Berlínar. Málið
væri komið á það alvarlegt stig að
það skaðaði samskipti ríkjanna.
Sjá grein af erlendum vett-
vangi á bls. 33.
AP/Símamynd
Jenco fær áheyrn páfa
JÓHANNES PáU páfi II. sést hér taka við umslagi úr hendi
séra Lawrence Martin Jenco, en í því voru skilaboð frá mann-
ræningjum Jenco, en þeir héldu honum í gislingu í 19 mánuði.
Sjá nánar um Jenco á blaðsiðu 29.
Ennekki
samið um
SALTII
Genf, AP.
VIÐRÆÐUM fulltrúa risaveld-
anna um Salt II-samkomulagið
lauk í gær í Genf með því að
Sovétmenn höfnuðu tillögu
Bandaríkjamanna um að virða
ákvæði Salt-II svo framarlega
sem likur væru á að samkomulag
næðist um fækkun langdrægra
kjaraorkueldflauga.
í tilkynningu Sovétmanna segir
að Bandaríkjamönnum hafí verið
bent á að hætti stjóm Reagans að
virða Salt Il-samkomulagið hefði
það alvarlegar afleiðingar í för með
sér.
Reagan Bandaríkjaforseti lýsti
yfír því 27. maí sl. að Bandaríkja-
stjóm hygðist hætta að virða Salt
II-samkomulagið, sem var aldrei
staðfest af Bandaríkjaþingi, vegna
þess að Sovétmenn hefðu brotið
það.
I yfírlýsingu, sem Bandaríkja-
menn gáfu út eftir viðræðurnar í
Genf, segir, að Sovétmenn hafí ver-
ið 'hvattir til að taka tilboði
Bandaríkjastjórnar um að gera
bráðabirgðasamning um gagn-
kvæma fækkun langdrægra kjam-
orkueldflauga þangað til komist
verði að endanlegu samkomulagi.
Fundur Samtaka olíuframleiðsluríkja:
Sjö ríkí samþykkja
skerta framleiðslu
Hér sjást flóttamenn frá þróun-
arríkjum í Vestur-Berlín, þar
sem þeir bíða eftir fari til Vest-
ur-Þýskalands.
Genf, AP.
FORSETI Samtaka olíufram-
leiðsluríkja sagði í gær að a.m.k.
helmingur aðildarríkja OPEC
hefðu samþykkt að draga úr
framleiðslu olíu af fúsum og
frjálsum vilja. Haft er eftir
ónafngreindum heimildarmanni
að Saudi-Arabar séu á meðal sjö
ríkja sem samþykkt hafa að
Hætta talin á þorska-
stríði við Svalbarða
Oaló, frá fréttaritara Morgunbiaðsins, Jan Erik Laure.
TALIN er hætta á að þorskastríð brjótist út á hafsvæðinu um-
hverfis Svalbarða, þar sem Norðmenn gera tilkall til 200 mílna
fiskveiðilögsögu. í krafti þess hafa þeir ákveðið að hámarks-
þorskafli á svæðinu verði 18.600 tonn á þessu ári, til að koma í
veg fyrir ofveiði. Evrópubandalagið hefur mótmælt og telur afla-
skerðinguna allt of mikla.
Þar sem búið er að físka upp
í hámarkskvótann, tók þorskveiði-
bann gildi á miðnætti í nótt. Norsk
stjómvöld hafa aðvarað hlutaðeig-
andi þjóðir um stöðvun þorskveið-
anna og vestur-þýskir, portú-
galskir og margir breskir togarar
eru farnir burt af svæðinu. Sömu
sögu var að segja af austur-
þýskum togurum.
16 spænskir togarar og fáeinir
grænlenskir tóku upp veiðarfæri
sín, en héldu kyrru fyrir á haf-
svæðinu og biðu fyrirmæla frá
yfírvöldum heimalanda sinna um
stöðvun veiðanna. Skilyrði til fjar-
skipta voru slæm í gærkvöldi.
Evrópubandalagið mótmælti í
gær þorskveiðibanninu opinber-
lega. í yfírlýsingu þess segir að
aðstoða beri Norðmenn við að
varðveita fískstofnana, en veiði-
bannið sé ekki byggt á vísindaleg-
um forsendum og komi ekki með
réttlátum hætti niður á fiskveiði-
þjóðunum.
Norskir fiskimenn njóta þó
engra sérréttinda við Svalbarða,
en úr hópi þeirra hafa komið
kvartanir um að erlendir togarar
stundi rányrkju og veiði aðallega
undirmálsfísk.
Norsk yfirvöld óttast að Spán-
veijamir hefji veiðar þar sem
spænskir togarar hafí oft brotið
gegn veiðitakmörkunum á þessum
slóðum. Þijú norsk varðskip eru
á svæðinu og Orion-könnunarvél
flýgur daglega yfír til að fylgjast
með fískiskipunum.
„Við erum viðbúnir öllu. Ef
Spánveijamir hefja veiðar, þá
tökum við þá. Við vitum ekki,
hvemig þeir bregðast við. Til að
fyrirbyggja misskilning vegna
tungumálaerfiðleika höfum við
spænskumælandi túlka um borð,“
sagði yfirmaður varðskipanna,
Thorstein Myhre.
minnka olíuframleiðslu sína, en
nú stendur yfir þriggja daga
fundur OPEC í Genf.
Forseti samtakanna, Rilwanu
Lukman, sagði að samanlagt væri
hér um talsverða minnkun olíu-
framleiðslu eða 1,6 milljón tunna á
dag. Hins vegar hefði ekki enn
tekist að ná samkomulagi um sam-
ræmdar aðgerðir til að hækka verð
á olíu.
Lukman viðhafði þessi ummæli
á fréttamannafundi en neitaði að
segja hvort umrædd ríki minnkuðu
framleiðsluna ef önnur ríki OPEC
sigldu ekki í kjölfarið.
Lukman, sem er olíumálaráð-
herra Nígeríu, sagði ennfremur að
hann ætti eftir að fá svör frá ráð-
herrum sex ríkja um hvort þeir vildu
skuldbinda sig til að draga úr olíu-
framleiðslu.
Olíumálaráðherra íraks sagði
hins vegar að það væri ósanngjamt
ef OPEC færi fram á að Irakar, sem
framleiða nú um tvær milljónir
tunna á dag, minnkuðu olíufram-
leiðslu sína. Yrði það gert mundi
stjóm hans neita að verða við til-
mælum þess efnis.
Olíumálaráðherrar Sameinuðu
arabíska furstadæmisins og Quatar
hafa einnig lýst yfír því að ekki
komi til greina að draga úr olíu-
framleiðslu. Þá hafa Iranar sagt
að þeir muni ekki minnka fram-
leiðsluna nema að því tilskyldu að
öll aðildarríkin gerðu slíkt hið sama.
Að dómi fréttaskýrenda bendir af-
staða þessara ríkja til þess að litlar
líkur séu á að samkomulag náist
um einhliða skerðingu olíufram-
leiðslu á fundi ráðherranna.
Bush í Jórdaníu:
Hussein
ræðir ekki
við Peres
Jerúsalem, Amman, AP.
VARAFORSETI Bandaríkjanna,
George Bush, sagði á miðvikudag
að hann bæri skilaboð frá Shim-
oni Peres, forsætisráðherra
Israels, til Husseins Jórdaníukon-
ungs. Bush sagði þó að hvorki
væri um að ræða neinar sérstak-
ar tillögur, né óvæntar orðsend-
ingar.
Bush ræddi við Peres í einn og
hálfan tíma á miðvikudag, áður en
hann hélt til Jórdaníu. Hussein
Jórdaníukonungur sagði hins vegar
að engar beinar viðræður yrðu við
ísraela, nema þær færu fram á al-
þjóðlegri ráðstefnu, sem fastafull-
trúar öryggisráðs Sameinuðu þjóð-
anna tækju þátt í, ásamt öllum
málsaðilum í deilunum fyrir botni
Miðjarðarhafs.
Skömmu áður en Bush hélt frá
ísrael sagðist hann vona að enginn
hefði misskilið för sína til Jerúsalem
en Bandaríkin hafa enn ekki viður-
kennt innlimun hennar í Israelsríki.