Morgunblaðið - 31.07.1986, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 1986
«7
7
punda. Stærstu laxamir vógu 17
pund og hafa þrír slíkir veiðst.
Svisslendingar eru nú við veiðar,
áður hafa landar þeirra og ítalir
veitt og von er á Frökkum og ís-
lendingum áður en yfir lýkur. Þeir
erlendu veiða ýmsir ekki síður á
maðk en flugu, þó er algengara
að þeir beiti flugu og hafa mjög
smáar flugur reynst bestar, sjald-
gæft að lax í Haukunni gíni við
stærri flugu en nr. 8. Frances-
flugumar, aðaliega græn og rauð,
em vinsælastar, en auðvitað veiðist
á allt mögulegt annað.
Kjósin: Dauft í sólinni.
Veiði gengur rólega fyrir sig í
sólinni við Laxá í Kjós, aðeins 6
fiskar komu á land í gærmorgun
og 16 allan daginn á undan, að því
er Guðveig Elísdóttir í veiðihúsinu
við ána tjáði Morgunblaðinu í gær-
dag. Um 720 laxar vom þá komnir
á land úr ánni. Guðveig sagði að
mikið af fiski væri í ánni en takan
hefði verið slöpp vegna slæmra
Haukadalsá: Meira en allt
síðasta sumar
„Veiðin hefur gengið mjög vel í
sumar, en ýmislegt orðið til þess
að draga úr henni síðustu daga,
fyrst hífandi rok, svo glaðasólskin
og við það bætist að nokkrir veiði-
mannanna em óvanir. Þó era
komnir um 540 laxar á land og
áin sótti sig vel eftir frekar rólega
byijun. Allt síðasta sumar komu
um 500 laxar úr ánni, bæði efri
og neðri hlutanum. 11 laxar hafa
þegar veiðst í efri ánni, fyrir ofan
vatn og í báðum hlutum mikið af
fallegri sjóbleikju í bland við lax-
inn,“ sagði Torfí Ásgeirsson
umsjónarmaður Haukadalsár í Döl-
um í samtali við Morgunblaðið í
gærdag.
Torfi sagði jafnframt að meðal-
þunginn hefði verið mjög hár í
fyrstu, en þær göngur sem hefðu
komið að undanfömu hefðu að
mestu verið skipaðar smálöxum og
algengasta þyngdin væri nú 4—6
Þeir kunna að kasta flugunni,
þeir bandarísku i Grimsá. Þessi
flengdi Húsafljótið fyrir skönunu.
aðstæðna. Mest af laxinum er
5—12 punda en Laxá er ein af til-
tölulega fáum ám á landinu sem
enn skartar ekki 20-pundara á
síðum veiðibókarinnar.- Sá stærsti
til þessa vóg 19 pund.
Menn moka upp úr
sprænunum
Morgunblaðið hafði spumir af
því að veiðimaður einn hefði tekið
18 laxa á einum morgni í Korpu
fyrir skömmu og var sá afli að
mestu eða öllu leyti tekinn úr foss-
unum við sjóinn en þar var krökkt
af honum og hæg heimatökin að
moka laxinum upp. Vel á annað
hundrað laxar hafa veiðst í ánni.
Sömu sögu er að segja um Leir-
vogsá, þar tók einn 12 laxa á
mánudaginn og þótti mönnum
tíðindum sæta, því heldur dauf
veiði hefur verið flesta daga að
undanfömu og mál manna að lítið
sé af laxi í ánni utan í Gljúfrinu,
en umræddur kappi náði a.m.k.
helmingi laxa sinna einmitt á þeim
slóðum. Annars hafa menn kvartað
vegna átroðnings fólks við Leir-
vogsá, fólks sem gæti auðveldlega
sýnt veiðimönnum meiri tilitssemi,
ekki síst í ljósi þess að klukkustund-
in f ánni kostar um 800 krónur.
Mikill lax er í Grfmsá og veiði góð. F.nn er hann að renna upp 4n» eins
og þessi sem veiddist á filmu fyrir nokkrum dögum er hann freistað-
ist þess að sigrast á sjálfum Laxfossi. Fossinn hafði betur í þessu
tilviki þrátt fyrir tignarleg tilþrif laxins sem hefur áreiðanlega haft
sitt fram í næstu atrennu.
Skálholt:
Tónleikar
um versl-
unarmanna-
helgina
Nú um verslunarmannahelg-
ina verða haldnir sumartónleikar
í Skálholtskirkju laugardag,
sunnudag og mánudag. Klukkan
15 á laugardag heldur Ann Toril
Lindstad orgeltónleika. Á efnis-
skránni eru verk eftir Vincent
LUbeck, Jóhann Sebastian Bach,
Ludwig van Beethoven, Louis
Vierne og Arild Edvin Sandvold.
Klukkan 17 sama dag flytur lítil
kammersveit undir stjórn Helgu
Ingólfsdóttur verk eftir Jóhann
Sebastian Bach. Einsöngvari er
Margrét Bóasdóttir og konsert-
meistari sænski fiðluleikarinn
Ann Wallström. Þessir tónleikar
verða endurteknir á sunnudag
kl. 15.
Á sunnudaginn er síðan messa
kl. 17. Sr. Guðmundur Óli Ólafsson
predikar, Glúmur Gylfason leikur á
orgel og listamenn taka þátt í flutn-
ingi tónlistar.
Mánudaginn 4. ágúst kl. 15 end-
urtekur Ann Toril Lindstad orgel-
tónleika sína frá laugardeginum.
Áætlunarferðir em frá BSÍ alla
tónleikadagana kl. 13 og til baka
laugardag og sunnudag kl. 18.15.
Ökeypis aðgangur er að tónleik-
unum.
Skoðunarferð
um Fálkahúsið
Félagið í Grófinni býður í dag
til skoðunarferðar um Fálkahús-
ið, Hafnarstræti 1-3 í Reykjavík,
en þar eru verzlanirnar Ham-
borg, íslenskur heimilisiðnaður
og Heimilistæki. Farið verður kl.
18.00 frá Blómum & Kertum,
Austurstræti 1, gegnt Morgun-
blaðshúsinu.
Rifjuð verður upp saga Fálka-
hússins og svæðisins sem það
stendur á. Leiðsögumaður verður
Guðjón Friðriksson.
£héréi°
ÍSLENSKT
Nú þegar Verslunarmannahelgin er framundan og ferðamannatímfnn
er í hámarki, er lífsnauAsynlegt ad hafa ávallt nýja íslenska tónllst
við hendina. VIA mælum meA íslenskri hljómplötu eöa kassettu og
þessar hórna njóta allar mikílla vinsælda þessa daga.
r-\|
«*■ ;:opP.9eraar
Bjarni Tryggva —
Mitt líf, bauðst
eitthvað betra?
íslenskir gagnrýnend-
ur eru sammála um að
Bjarni Tryggva hafi far-
ið mjög vel af stað með
þessari frumsmíð
sinni. Hér fer saman
gott rokk sem leikið er
af nokkrum bestu
hljóðfæraleikurum
okkar og kröftugir text-
ar sem skipta máli.
Vertu nú góð(ur) við
sjálfa(n) þig og fáðu
þér eintak af þessari
einstöku plötu. Þér
býðst ekki betra taeki-
færi í bráð.
'm\KARNABÆR
Hljómplötudeild
Austurstræti 22, Glæsibær, Rauðarárstíg 16, Mars Strandgötu 37, Hafnarfirði.
Kjaratilboð
Greifarnir+Pétur
ogBjartmaráeinni
ftassettu
í tilefni þess að versl-
unarmannahelgin er
að 9an9a í garð bjóð-
om við þér að kaupa
tonlist Greifanna og
Þe.rra Péturs og Bjart
mam a einni og sömu
kassettunni fyr(r
499ekn^9s?9'1'S3, V°r6'
3a kr. Sem sagt tvær
Pföturáeinnikassettu
Kjonnn gripur f þf|inn
eða ferða kassettutæk-
stttÍAorhf
Póstkröfusími 91-11620