Morgunblaðið - 31.07.1986, Page 14

Morgunblaðið - 31.07.1986, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGÍJR 31. JÚLÍ 1986 Akstur og- ölvun eiga ekki samleið eftir Margréti Sæmundsdóttur Árlega skilur áfengisneysla eftir sig slóð umferðaróhappa með hörmulegum afleiðingum. Hvað skyldu margir menn hafa verið teknir fyrir meinta ölvun við akstur árið 1985? Hvorki fleiri né færri en 2.132 voru kærðir fyrir ölvun þetta ár. Þó tölumar séu háar segja þær ekki nema hálfa sögu. Fjöldi fólks sleppur framhjá vökulum aug- um lögreglu og eru aldrei kærðir. Hveijir eru það sem aka undir áhrifum áfengis? 86,3% þeirra 2.132 sem teknir voru fyrir ölvunarakstur 1985 voru karlar, 13,7% voru konur. Menn á aldrinum 19—24 eru oft- Herferð gegn hraðakstrí ||SEB*AR ast kærðir, eða í 39,2% tilvika, þá koma menn á aldrinum 25—60 ára, 44,7%. Afgangurinn skiptist á ald- urinn 19 ára og yngri, 14,6%, og 61 árs og eldri, 1,5%. Af hveiju er hættulegt að aka undir áhrifum áfengis? Afengi sljóvgar menn, slævir dómgreind manna og viðbragðsflýti og þar með ökuhæfni. Efnafræði- lega er vínandi C2, H6 OH. Læknis- fræðilega er vínandi deyfandi efni, er slævir eða lamar taugakerfið og heilann, og setur þar með úr skorð- um allt stjómunarkerfi mannsins. Nokkrar staðreyndir um áfengi Áfengi meltist ekki. Allur vínandi fer út í blóðið og brotnar niður í lifrinni. Vínandi fer hraðar út í æðakerfið ef áfengis er neytt á fastandi maga. Hvað tekur langan tíma að verða allsgáður á ný? Lifur mannsins eyðir að meðal- tali 100 milligrömmm af vínanda/ kg/klst. Þessi bmnahraði helst stöðugur fyrir sama einstakling en Margrét Sæmundsdóttir „Hættuiegastir eru þeir sem ekki virða lög og rétt, láta sér ekkert að kenningu veða og aka áfram ölvaðir.“ I LANDSBANKANUM FÆRÐU DOLLARA, PUND, MÖRK, FRANKA, PESETA, FLÓRÍNUR, ESCUDOS OG LÍRUR HVORT SEM ÞÚ VILT í SEÐLUM EÐA FERÐATEKKUM g þá er ekki allt upp talið. í öllum afgreiðslum Landsbankans geta ferðalangar nánast fyrirvaralaust gengið að gjaldmiðlum allra helstu viðskiptalanda okkar vísum. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna Góða ferð. Ferðatékkar, bankaávísanir og seðlar eru ávallt fyrirliggjandi, í öllum helstu gjaldmiðlum. Við minnum líka á Visakortið, - athugaðu gildistímann áður en þú leggur af stað. frávik milli einstaklinga geta verið vemleg; 50—180 milligrömm af vínanda kg/klst. í einni flösku (750 ml) af viskíi (45 rúmmáls %) em 268 g af hreinum vínanda. Maður sem vegur 75 kg brennir á einum sólarhring 75x100x24=180 þús. milligrömmum eða 180 grömm af hreinum vínanda. Það tæki hann því 1,44 sólarhringa að losna við þetta vínandamagn úr líkaman- um. Gömlu húsráðin eins og köld sturta, ferskt loft, svart kaffi, líkamsæfmgar eru gagnslaus. Það er vinnslan í lifrinni sem ræður ferð- inni. Víðast hvar í heiminum em ströng viðurlög við því að aka und- ir áhrifum áfengis (og annarra vímugjafa). Svo er einnig hér á landi. Ölvun er metin eftir vínanda- magni í blóði. Hægt er að mæla viðkomandi með því að láta hann blása í þar til gerða blöðm eða með töku blóð- og/eða þvagsýnis. Sam- kvæmt íslenskum lögum má ekki vera meira en 0,50 -0/ til 1,20 1,2 0/ af vínanda í blóði manns til þess að hann teljist óhæfur að stjóma ökutæki. Hveijir eru hættulegastir í umferðinni? Hættulegastir em þeir sem ekki virða lög og rétt, láta sér ekkert að kenningu verða og aka áfram ölvaðir. Þeir sem aka ölvaðir telja sjálfa sig gjaman heiðarlega menn og bera umhyggju fyrir fjölskyldu sinni. En þeir vilja ekki horfast í augu við staðreyndir. „Það kemur aldrei neitt fyrir mig,“ er viðkvæðið þangað til um seinan. Það er of seint að iðrast þegar slys hefur orðið, og ekki hægt að bæta örkumt eða þjáningu. Það er ekki einkamál að aka ölvaður. Ef slys verða af völdum ölvaðra ökumanna valda þeir ekki aðeins sjálfum sér mikilli hugarraun heldur líka öltum sinum nánustu. Þeir sóa dýrmætum tíma starfsfólks sjúkrastofnana, dómara og lögreglumanna. Þeir eiga einnig dijúgan þátt í hækkun tryggingaið- gjalda. Missir ökuleyfis er ef til vill minnsta málið en hefur samt í för með sér margskonar óþægindi og kostnað. Áfengi og akstur em slæmir fömnautar. Höfundur er forskólafulltrúi Um- ferðarráðs.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.