Morgunblaðið - 31.07.1986, Page 16

Morgunblaðið - 31.07.1986, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 1986 „Þannig verður hún listaverkið sjálft“ I heimsókn hjá Myriam Bat-Yosef Myriam ■ stofunni heima hjá sér við galdraspegilinn góða. eftir Önnu Theodórsdóttur Myriam Bat-Yosef er íslending- um kunn fyrir list sína. Hún fæddist í Þýskalandi, alin upp í ísrael, og var í París hluta af skólagöngu sinni. En hvar kom Island inn í þessa heimsmynd? Ung að árum kynntist hún sveitadreng frá íslandi, listamann- inum Erró, sem búsettur er í París. Hún getur ekki sagt að hún eigi raunverulegt föðurland, en það land, sem hún vill eiga og að eigi sig, er Ísiand, enda er hún íslenskur ríkisborgari. En hvaðan er hún eig- inlega, þegar svona mörg lönd koma við sögu hennar? Eitt gott vega- nesti hefur hún þó eignast af öllum þessum flækingi ef ég má svo að orði komast. Hún talar reiprennandi hebresku, frönsku, þýsku, ensku og mjög vel íslensku. Húnkemur alltaf á óvart. Þegar ég tala við hana íslensku, held ég oft að hún muni ekki skilja, en þar hef ég rangt fyrir mér, því hún skilur alltaf. Henni þykir ákaflega vænt um ís- land og fólkið og er alltaf tilbúin að læra eitthvað nýtt frá íslandi hvort sem um er að ræða gamalt eða nýtt. Þegar hún kom fyrst til íslands árið 1956, þá var það vindurinn sem fyrst vakti athygli hennar, þessi hræðilegi íslenski vindur. Og núna er hún minnist á vindinn, þá man hún allt í einu eftir því að eitt sinn var hún á gangi með Braga Ás- geirssyni og Erró, fyrrverandi manni sínum. Þau voru að fara heim til foreldra Braga og leiðin að húsinu var ekki lengri en fimmtíu metrar. Vindurinn og bylurinn var svo mikill að Bragi og Erró hálf drógu hana á milli sín, og henni fannst snjórinn og vindurinn stinga sig eins og flísar. Hún þekkti ekki svona veðráttu, og hélt hreinlega að hún myndi ekki lifa þetta af. Er í heimahús var komið var henni gefið koníak, og hún lifði þetta af, bætir hún við og hlær... Þetta átti ekki eftir að aftra henni frá að koma mörgum sinnum til ís- lands. Og talið berst frá íslandi til ísra- el. Hún átti hamingjusama bemsku, alin upp með sögum og hún segist hafa trúað þeim lengi vel. Henni finnst að foreldrar eigi ekki að segja bömum sögur sem breyta raun- vemleikanum. Það tók hana tíma sem bam að uppgötva að allar sög- umar, öll ævintýrin, vora ekki sönn, og þá varð hún fyrir vonbrigðum sem lítil stúlka. Það gat orðið harð- ur heimur í þá daga. í æsku vildi móðir hennar að hún yrði listakona og Myriam fór í list- dans, píanóleik, fiðluleik og leiklist- arskóla, en alltaf teiknaði hún, því blýanturinn var sterkur í henni. Er hún var tíu ára var teikning hennar þannig að móðir hennar fór að Ieita að myndlistarskóla. En hann var ekki til í Tel-Aviv á þess- um tíma fyrir böm á hennar aldri. Móðir hennar kom að máli við skóla- stjórann í einum myndlistarskóla og útskýrði vandamálið. Honum leist vel á uppástunguna og opnaði deild fyrir börn í myndlistarskólan- umog Myriam hóf myndlistamám. I dag er listin allt hennar líf, hennar lífsneisti, án hennar væri hún einskis virði. Hjá henni þróast þörf til að túlka reynslu, sem teng- ist líkama hennar og dreifa henni yfír allt umhverfí sitt. Þannig byrj- aði hún að fást við að mála fólk og hluti og tengdi það umhverfí og innbyrðis, og síðan fór hún að fremja gjöminga. Henni varð ljóst að hún var afbrýðisöm út í eigin list þar sem hún var háð tíma. Hins- vegar era verk hennar óháð tíma, þau era án aldurs hafa hvorki geð- sveiflur né sjúkleika. Öll hennar vinna er í raun og vera stöðug viðleitni til að gera hluti tímalausa. Þannig málaði hún erfðaskrá sína í stað þess að skrifa hana og sendi til lögfræðings síns. Þegar hún deyr (ef það verður í rúminu), þá vill hún láta kiæða sig í kjól sem hún hannaði og gerði úr sama efni og hún málaði mynd á. Síðan vill hún láta mála sig eins og myndin er máluð og síðan á að brenna hana. Þannig verður hún listaverkið sjálft. Hún hefur töluvert fengist við að mála fólk, og fyrir það hefur hún gjaman verið kölluð galdra- nom. Þannig að undanfarið hefur hún einungis fengist við að mála sjálfa sig. Það fær hana til að fara þangað sem hún vill, og þá sér hún ekki sjálfa sig eldast, listaverkið breytist ekki né eldist. Að eldast í þessu þjóðfélagi í dag sem listamað- ur er erfitt. Listamaðurinn verður ekki þekktur fyrr en einhvers stað- ar á milli þrítugs og fertugs, og auðvitað kannski miklu fyrr eða miklu seinna eða jafnvel aldrei. I dag fínnst henni allt gert fyrir unga fólkið, skólar og peningar handa fólki með sérgáfur, en heim- ur eldra fólksins gleymist. Heimur- inn er ekki gerður fyrir eldri kynslóðina. Að eldast er erfitt og einmanaleiki er oft meiri hjá eldri kynslóðinni en þeirri yngri, þess vegna má ekki gleyma eldri kyn- slóðinni. Það þurfa að vera tækifæri fyrir alla aldurshópa. Við hættum að ræða um þetta mál, og vonum að þetta muni breyt- ast. í mörgu hefur verið að snúast hjá Myriam að undanfömu. Ekki nema nokkrar vikur síðan hún hélt sýningu í París í ile st. Lois í hjarta borgarinnar í Gallerí du Bellay. Þetta var samsýning með þremur örðum konum, og sýningin tókst vel og Myriam var ánægð. Það er stutt síðan hún var með sýningu heima á íslandi en sú sýn- ing var á Kjarvalsstöðum. Þar hélt hún sýningu á myndverkum og máluðum hlutum. Henni finnst gaman að sýna á íslandi. Hún seg- ir að það sé alltaf svo vel tekið á móti sér og núna vill hún nota tæki- færið og þakka fyrir sig. Með þeim orðum kveðjum við hana ... A.T. VIÐ KYNNUM í IA BLÁA BORÐANN Annað eins smjörKki hefur þú aldrei bragðað. Stórkostíegt til steikingar - bragðgott á bmuðið. Við hlökkum til ao heym þitt álit. m smjörlíki hf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.