Morgunblaðið - 31.07.1986, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 31.07.1986, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 1986 21 TF-SIF, þyrla Landhelgisgæslunnar, lendir í Surtsey, Súlnasker, Geirfuglasker, Geldungar og Hellisey í baksýn. Linsa af myndavél í hreiðri svart- baksins en melgresið veitir gott skjól. lagið fokið burt og hart móbergið berðist nú við vinda og vatn. Einn landnemi á hveiju ári í 23 ár Dr. Sturla Friðriksson sem var í þessum leiðangri ásamt öðrum líffræðingi, dr. Borgþór Magnús- syni, sagði þegar við gengum saman um „grænu akrana“ þeirra, að lífið væri erfitt í Surtsey fyrir plöntumar. Þær næðu sér kannski á strik en síðan rétt hjörðu þær áfram og sumar yrðu að lúta í lægra haldi fyrir öðrum sterkari þáttum í náttúmspilinu. Þeir Sturla og Borgþór fóru í þessa könnunarferð til Surtseyjar til þess að huga að gróðri og dýralífí, en í ferðinni fundu þeir 13 tegundir æðri plantna og þar af þtjár nýjar fyrir eyjuna, geldingahnapp, langkrækil og vall- arsveifgras, en líklega hefur það einnig vaxið í eynni síðastliðið ár. Síðastliðið sumar fundust aðeins 9 tegundir æðri plantna, en síðan Surtsey myndaðist árið 1963 hafa fundist 23 tegundir æðri plantna í vexti á eynni og samsvarar það því að ein tegund hafí numið land á ári í sögu eyjarinnar. Sumar plönturnar hafa hafið landnám en ekki náð að verða land- nemar, því þær hafa ekki lifað af. Fjöruarfinn er eina plantan sem hefur náð verulegri útbreiðslu, en hún fylgir foksandinum út í hraun- ið. Síðastliðið sumar var gott fræár og margar ungplöntur hafa vaxið upp í vor. Stór fjöruarfaplanta get- ur borið mörg hundruð þúsund fræja á hveiju ári að sögn dr. Sturlu þannig að viðkoman getur verið geysimikil. Víða er fjöruarfinn farinn að mynda sambýli með öðr- um tegundum æðri plantna, einkum melgresi og blálilju. Þá er eftirtekt- arvert að langkrækill vex á einum stað í sambýli með mosa. Oftast vex langkrækill í dýjum eða upp- þomuðum pollum, en þama í Surtsey vex hann á flötu hrauni þar sem vatn safnast í vætutíð. Geldingahnappur er blómstrandi efst í barmi gamla gígsins ásamt skarfakáli og sennilega hefur fugl borið fræ þessara jurta þangað, því alveg við jurtirnar er svartbaksbæli með beinum böndum og spýtum. Náttúran fléttar styrk fyrir þróunina Það er á margan hátt sérkenni- legt að sjá hvernig náttúran styðst við hina ýmsu þræði í náttúrunni og hvað styður annað í þróuninni. Svartbakurinn notar til dæmis mel- hólana sem skjól og í stórri melþúfu austast á eynni var hreiðurstæði en auk þess að nota svæðið til hreið- urs ber svartbakurinn áburð á með driti sínu og einnig ber hann fískúr- gang sem einnig verður að hluta til að áburði fyrir gróðurinn. Þá er eftirtektarvert að silfurmávurinn er að auka varp sitt á eynni, en dr. Sturla sagði að þeir Borgþór hefðu fundið 8 hreiður ýmist með eggjum eða ungum. Silfurmávurinn notar mosa við hreiðurgerðina en svart- bakurinn reytir einkum fjömarfa til þess að gera hreiður sitt hlýlegra og oft verpir hann í miðja fjöruarfa- þúfu. * Okeypis hitaveita hjá fýlnum Þá var það athyglisvert í þessari ferð að fýllinn er farinn að velja gígbarmana sem varpstöðvar. Þar er ömggt hreiðurstæði án hmn- hættu sem er allmikil í sjávar- hömmnum, gott aðflug og fýllinn virðist njóta hitauppstreymisins úr hraungígunum og una sér hið besta þótt því fylgi nokkur brennisteins- fýla. Allt um það hefur hann ókeypis hitaveitu. Dr. Sturla sagði að landnám lífvera í Surtsey vekti alltaf mikla athygli meðal líffræðinga og í byij- un september nk. verður á Hótel Sögu í Reykjavík ráðstefna um landnám plantna og uppgræðslu lands á norðurslóðum, en ráðstefna þessi er á vegum Alþjóða heims- skautaráðsins. Auk þeirra þriggja tegunda æðri jurta sem em nýgræðingar í Surts- ey, geldingahnapps, vallarsveif- grass og langkrækils, búa þar nú fjöruarfí, melgras, blálilja, baldurs- brá, túnvingull, bjúgstör, skarfakál, vegarfi, hundasúra og varpafítjung- ur. Lífið heldur áfram sinn gang í Surtsey, hægt og sígandi, eitt vinn- ur á og annað lætur undan. Þannig er Surtsey í stanslausri mótun og hún er augasteinn margra vísinda- manna og áhugamanna um þróun náttúmnnar, enda eins konar al- hliða sýnishom í jarðfræði og líffræði. Grein og myndir: Árni Johnsen Um hlutverk utvarps- ráðs — að gefnu tilefni • •• eftirMarkús Orn Antonsson Vegna yfírlýsingar fjögurra út- varpsráðsmanna, þeirra Arna Bjömssonar, Eiðs Guðnasonar, Magnúsar Erlendssonar og Mark- úsar Á. Einarssonar í Ríkisútvarp- inu og dagblöðum, vill undirritaður taka fram eftirfarandi: Það er misskilningur útvarps- ráðsmanna að ég hafí á nokkum hátt gefíð í skyn að ný reglugerð um Ríkisútvarpið breyti í einhveiju nýjum útvarpslögum, sem gildi tóku um sl. áramót. í viðtali við sjónvarpið sl. föstu- dag dró ég það 'eitt fram, að breyting hefði orðið á hlutverki út- varpsráðs með nýju lögunum, og að það væri nánar skilgreint í nýrri reglugerð. Þá em ákvæði nýju lag- anna og reglugerðarinnar að sjálf- sögðu borin saman við gömlu útvarpslögin, sem giltu til síðustu áramóta. Til að skýra þetta nánar skal vitnað beint í lögin. I gömlu út- varpslögunum sagði: „Utvarpsráð tekur ákvarðanir um hversu út- varpsefni skuli haga í höfuðdrátt- um, og leggur fullnaðarsamþykkt á dagskrá, áður en hún kemur til framkvæmda." í nýju lögunum seg- ir: „Útvarpsráð tekur ákvarðanir um hversu útvarpsefni skuli haga í höfuðdráttum innan marka fjár- hagsáætlunar." I reglugerðinni, sem gefín var út í sl. viku segir svo m.a.: „Dagskrá Ríkisútvarpsins skal lögð fyrir út- varpsráð til kynningar áður en hún kemur til framkvæmda." (Letur- breyting mín.) Markús Örn Antonsson „Það er misskilningur útvarpsráðsmanna að ég hafi á nokkurn hátt gefið í skyn að ný reglugerð um Ríkisút- varpið breyti í ein- hverju nýjum útvarps- lögum, sem gildi tóku um sl. áramót.“ Þegar þetta er skoðað saman, annars vegar gamla lagaákvæðið og hins vegar ákvæði nýju laganna og reglugerðarinnar, má ljóst vera að breyting hefur orðið á hlutverki útvarpsráðs. Útvarpslaganefnd, sem samdi hið tilvitnaða ákvæði nýju laganna, skilgreindi þessa breytingu ítarlega í athugasemdum sínum við útvarps- lagafrumvarpið. Hún sagði: „I þessari grein eru nokkrar mikilvæg- ar breytingar frá 6. gr. núgildandi laga. I 1. mgr. er ákveðið að út- varpsráð taki ákvarðanir um hversu útvarpsefni skuli haga í höfuðdrátt- um svo sem verið hefur, en því nú bætt við, að þær ákvarðanir séu innan marka fjárhagsáætlunar. Það ákvæði núgildandi laga, að útvarpsráð leggi fullnaðarsamþykkt á dagskrá, áður en hún kemur til framkvæmda er hins vegar fellt út. Skipulagning dagskrár er orðin viðamikið starf margra manna og vart á færi útvarpsráðsmanna að kynna sér dagskrána ætfð til hlítar fyrirfram, enda ástæðulaust að út- varpsráð eyði miklu af tíma sínum til umfjöllunar um einstaka dag- skrárliði, og þá oft smávægileg atriði. Þykir útvarpslaganefnd það meginatriði að útvarpsráð móti fyrst og fremst dagskrárstefnuna. Þessi breyting eykur hlut og þar með ábyrgð dagskrárstjóranna.“ (Leturbreyting mín.) Að endingu skal aðeins látin í ljós von um náið og árangursríkt samstarf starfsmanna Ríkisút- varpsins og útvarpsráðs í anda hinna nýju laga og reglugerðar. Fyrir starfsmenn Ríkisútvarpsins er mikilvægt að samstarfsreglur séu skýrar og að enginn vafí leiki á um verksvið og ábyrgð þeirra sem daglegum störfum sinna við undir- búning og framkvæmd dagskrár hjá stofnuninni. Höfundur er útvarpsstjóri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.