Morgunblaðið - 31.07.1986, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 1986
Að vera málgagn eða
vera ekki málgagn
Hugleiðingar í tilefni Reykjavíkurbréfs
19. júlí um þjóðfélagslegt gildi fjölmiðla
eftir Ingólf
Margeirsson
Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins
laugmxiaginn 19. júlí er um margt
merkileg lesning og markar á
ákveðinn hátt þáttaskil í sögu blaðs-
ins sé það lesið sem stefnuyfírlýs-
ing. Bréfíð fj'allar um breyttar
þjóðfélagslegar forsendur og dögun
nýrrar íjölmiðlunar, auk þess sem
drepið er á sögu nýrra starfshátta
í fjölmiðlum og þá einkum Morgun-
blaðsins. Höfundur Reykjavíkur-
bréfs reifar þann vanda sem
fjölmiðlamir standa frammi fyrir á
tímum opnara þjóðfélags og sér í
lagi hinir gömlu og rótgrónu sem
nú neyðast til að bijóta af sér
fíokksklafann og hefðbundna þjón-
ustu við hvers kyns hagsmunahópa
í því skyni að fylgja kröfu tímans
um heiðarlega og trúverðuga frétta-
mennsku. Orðrétt segir í bréfínu.
„Forráðamenn fjölmiðlanna hafa
líklega ekki gert sér fyllilega grein
fyrir því hvert framvinda mála á
þeirra vettvangi mundi leiða og
þess vegna hafa þeir vafalaust ver-
ið misjafnlega undir það búnir að
mæta þessum breytingum, þótt þær
hlytu að vera jákvæðar fyrir þá.
Það er ekki auðvelt fyrir starfsmenn
íjölmiðla sem áður fyrr höfðu van-
ist því að vera í eins konar þjónustu-
störfum fyrir umhverfi sitt, og þá
ekki sízt stjómmálamenn og emb-
ættismenn, að skipta allt í einu um
hlutverk, horfa á atburði úr tölu-
verðri Qarlægð og á sjálfstæðari
hátt en áður var gert. Með nokkmm
rétti má segja, að nýjar kynslóðir
starfsmanna fjölmiðla ættu auð-
veldara að ganga inn í þessi nýju
hlutverk."
Höfundur Reykjavíkurbréfs tæp-
ir á merkum staðreyndum í ofan-
greindum orðum. Með aukinni
fjölmiðlun hafa kröfur manna til
fréttaflutnings breyst. Þó hefur hið
gróna pólitíska múlband fjölmiðl-
anna, og einkum dagblaðanna,
verið furðu slitsterkt. Saga
íslenskra dagblaða er meira og
minna saga pólitískra málgagna,
Dagblöð á íslandi em þarafleiðandi
flokkspólitísk arfleifð og þessi stað-
reynd hefúr mótað íslenska lesend-
ur — og íslenska blaðamenn. Hver
þekkir t.d. ekki það viðhorf, að les-
andinn verði að kaupa bæði
Morgunblaðið og Þjóðviljann til að
mynda sér nokkum veginn rétta
mynd af íslenskum vemleik, sér-
staklega í stjómmálum? Arfur
vestrænna dagblaða er annar; blöð
í lýðræðisríkjum Evrópu og í
Bandaríkjunum em mun fijálslegri
og sjálfstæðari en við íslendingar
eigum að venjast, þótt vitaskuld
megi fínna pólitísk málgögn innan
um. Hin nýja viðhorfsbreyting til
fjölmiðla hérlendis er því ekkert
annað en skref til fijálslyndrar
blaðamennsku eins og hún hefur
tíðkast um allan hinn vestræna
heim í áratugi og jafnvel aldir eins
og í Frakklandi og Bretlandi.
Viðhorfsbreytingin í íslenskum
fjölmiðlum kemur ekki frá hinum
rótgrónu Qölmiðlum hér á landi né
heldur frá lesendum nema að litlu
leyti. Hún kemur, eins og höfundur
Reykjavíkurbréfs segir óbeint, í
aðalatríðum frá nýju ijölmiðlunum;
sér í lagi Dagblaðinu sáluga, sjón-
varpinu (einkum eftir umbyltingu
Ingva Hrafns Jónssonar frétta-
stjóra) og Helgarpóstinum. Ný
sjónarmið í þjóðlífsumræðu eins og
áhrif Vilmundar heitins Gylfasonar,
ber að sjálfsögðu að nefna. Vandi
rótgróinna fjölmiðla, og þá einkum
pólitísku málgagnanna, hefur auk-
ist um allan helming eftir að tók
að bóla á nýjum efnistökum og við-
horfum í fréttamennsku. Málgögnin
hafa setið eftir sem leifar frá liðnum
tímum, einkum ef hópar eða ein-
staklingar í daglegri umræðu
tengjast stjórnmálaflokkunum eða
valdstofnunum þeirra. Með aukinni
kröfu lesenda til óhlutdrægs frétta-
flutnings hefur tiltrú almennings á
flokksmálgögnunum hrunið, ekki
síst eftir að nýir Qölmilar hafa
bæst við málgögn íjórflokanna.
Þessi þróun hefur leitt af sér dapur-
leg tíðindi fyrir flokksblöðin. Við
þekkjum öll sorgarsögu Alþýðu-
blaðsins, NT tókst aldrei að slíta
við fullkomlega frá Framsóknar-
flokknum og ætlaði þar að auki að
gleypa heiminn í einum bita, og því
fór sem fór; blaðið lagðist af og
framsóknarmenn fengu Tímann
sinn aftur en í minna upplagi. Og
Þjóðviljinn hefur reynt að stíga
skrefíð frá flokksstýringu með til-
heyrandi jarðskjálfta flokksforyst-
unnar en á enn langt í land sem
trúverðugur fréttamiðill. Eftir tilurð
DV, dó Dagblaðið eftir aðeins fárra
ára göngu sem fijáls og óháður
fréttamiðill. Uppi sitja íslendingar
með eitt síðdegisblað, ritstýrðu af
tveimur mönnum, og öðrum póli-
tískt tilnefndum af Sjálfstæðis-
flokknum, samkvæmt arfleifð Vísis.
Það sem einkum gerir þó DV ótrú-
verðugan sem fréttamiðil, eru
tengsl eigenda blaðsins við stórfyr-
irtæki í landinu, hagsmunatengsl
sem trúverðugur fjölmiðill ber að
varast. Þetta kom vel fram í fréttum
af Hafskipsmálinu, þar sem stærstu
eigendur blaðsins voru hluthafa og
nú hafa sömu eigendur keypt stóran
hlut í Amarflugi og framkvæmda-
stjóri DV orðinn stjómarformaður
flugfélagsins. Nú er það svo að rit-
stjórar eiga að marka skrif blaðsins
og standa gegn alls konar þrýstingi
eigenda blaðsins og framkvæmda-
stjóm þess, en fréttaflutningur DV
um Hafskip er þó dæmi um hið
gagnstæða. Tengsl eigenda og
stjómenda fjölmiðla við stórfyrir-
tæki era óæskileg og geta boðið
upp á stórfellda hagsmunaárekstra
sem bitna á sjálfstæðum skrifum
blaðsins.
Það dagblað sem einna best hef-
ur aðlagast breyttum viðhorfum í
þjóðlífí og fréttamennsku nýrra
tíma er Morgunblaðið, sem hægt
og sígandi hefur breytt vægi sínu,
þokað sér frá áhrifum Sjálfstæðis-
flokksins, aukið fréttaiými í blaðinu
og tekið upp sjálfstæða stefnu, jafnt
í birtingu aðsendra greina og eigin
skrifum. Þó hefur Morgunblaðið
enn sína vaxtarverki eins og önnur
rótgróin blöð. Umfjöllun og frétta-
flutningur blaðsins af erlendum
vettvangi og utanríkismálum hefur
t.d. áberandi hægri slagsíðu. Fyrir
kosningar verðum við lesendur enn
fremur vitni að því að blaðið tekur
á sig mynd gamla málgagnsins en
þó með yfirvegaðra móti en fyrr.
Og vissulega eiga hagsmunaaðilar
blaðsins, eins og stórir auglýsend-
ur, greiðari aðgang að síðum
blaðsins en margur annar og Morg-
unblaðið hefur veigrað sér við að
segja opinskátt frá málum sem
skaðað gætu Sjálfstæðisflokkinn
eða aðila í viðskiptalífí sem á ein-
hvem hátt era tengdir blaðinu.
Þannig sagði Morgunblaðið lengi
vel frá framgangi Hafskipsmálsins
af svipaðri tregðu og Pravda hefur
sagt frá Chemobyl-slysinu.
Hafskipsmálið setti íslenska
Ingólfur Margeirsson
„Nú reynir — sem fyrr
— á hið eiginlega hlut-
verk allra fjölmiðla sem
vilja taka sig alvarlega;
þjónustuna við lesendur
(hlustendur útvarps,
áhorfendur sjónvarps),
en ekki þjónustu við
hagsmunaaðila í við-
skiptum og sijórnmál-
um.“
blaðaheiminn í vanda og afhjúpaði
veikleika íslensku pressunnar.
Vandi fjölmiðlanna var tvíþættur;
annars vegar vora blöðin, beint eða
óbeint, tengd félaginu eða forsvars-
mönnum þess, og í öðra lagi vora
þeir háu herrar, innan viðskiptalífs
og stjómmála sem tengdir vora
Hafskipsmálinu ekki vanir að um
þá væri fjallað á jafn opinn og heið-
arlegan hátt og t.d. Helgarpóstur-
inn gerði. Slík umfjöllun átti sér
litla ef nokkra hliðstæðu í íslenskri
blaðasögu. Þetta viðhorf batt enn-
fremur hendur ritstjóra dagblað-
anna; alla vega framan af. Penni
Reykjavíkurbréfs kemur inn á
þennan tvöfalda vanda í skrifum
sínum, án þess þó að tala um Haf-
skipsmálið sérstaklega. Hann segir:
„Á hinn bóginn hafa hinar ýmsu
stofnanir þjóðfélagsins átt býsna
erfítt með að aðlaga sig þeim breyt-
ingum sem orðið hafa á í fjölmiðlum
og er þá sérstaklega átt við stjóm-
málaflokka og stjórmálamenn,
stjómarstofnanir og embættismenn
og raunar margt fleira. Þessir aðil-
ar hafa gjaman litið svo á að
breyttir starfshættir fjölmiðlanna
hafí öðram þræði markast af fjand-
skap við þá og stundum tekið þessar
breytingar mjög persónulega en að
hinu leytinu talið þær til marks um
ábyrgðarleysi og óvönduð vinnu-
brögð.
Fjölmiðlar sem vora þess van-
búnir á margan hátt að taka að sér
nýtt þjóðfélagslegt hlutverk, og
ráðandi öfl á hveijum tíma, sem
skildu ekki þessa breytingu, hafa
hvor með sínum hætti átt þátt í að
hún hefur orðið átakameiri en orðið
hefði, ef allir aðilar hefðu gert sér
gleggri grein fyrir því, hvaða
straumar vora að verki."
Viðbrögð forráðamanna Haf-
skips vora dæmigerð: Fjölmiðillinn
lýgur. Undir þetta heróp tóku marg-
ir mætir menn, ekki síst alþingis-
menn eins og löngu er kunnugt.
Segja má þó sumum þessara manna
til málsbóta, að þeir, líkt og margur
maðurinn, trúðu einfaldlega betur
orðum forráðamanna Hafskips en
orðum pressunnar — sem aftur á
móti afhjúpar ótrúverðugleika
íslenskra blaða, bæði vegna póli-
tískra tengsla og óvandaðra vinnu-
bragða, sem er veralegt íhugunar-
efni fyrir okkur blaðamenn.
Önnur viðbrögð sem við könn-
umst mæta vel við, era þau, að
þegar stjórnmálamenn, opinberir
embættismenn eða aðrir einstakl-
ingar era gagnrýndir í Qölmiðlum,
skilja þeir gagniýnina oft sem árás
á persónu sína. í flestum tilvikum
er verið að víkja að embættis-
færslu, opinbera siðferði eða stöðu
viðkomandi, ekki persónu hans. En
þessu er iðulega blandað saman.
Hin grátbroslega greiðasemi Al-
berts Guðmundssonar iðnaðarráð-
herra og þingmanns Sjálfstæðis-
flokksins við Guðmund J.
Guðmundsson formann Dagsbrún-
ar, formann Verkamannasam-
bandsins og alþingismanns
Alþýðubandalagsins, er gott dæmi
um þetta. Hinn síðarnefndi þiggur
nokkur búnt af fímmhundraðkróna-
seðlum á skrifstofu hins fyrrnefnda
sem þá gegndi stöðu fjármálaráð-
herra og hvoragum fannst neitt
athugavert við þetta framferði.
Þegar íjölmiðlar segja frá atvikinu
og atburðum því tengdu, stökkva
báðir upp, og þó einkum téður Guð-
mundur J., þrama um persónulegar
árásir og kenna „sorpblöðunum"
um að þjóðin er e.t.v. farin að
skrifa nöfn þessara manna með litlu
gé-i og litlu a-i.
Það er sorglegt að undir þennan
grátsöng taka mætir menn, Iíkt og
fyrri daginn, jafnvel úr blaða-
mannastétt og hefja hálfgerðar
ofsóknir á hendur þeim sem benda
á hugsanlegan siðferðisbrest emb-
ættismannanna, og útmála íjöl-
miðlamenn og aðra sem um málið
fjalla sem siðleysingja og farísea.
Moggimi og málverndin
eftir Baldur
Ragnarsson
í ritstjórnargrein Morgunblaðs-
ins sunnudaginn 20. júlí sl. er m.a.
fjallað um íþróttaþætti sjónvarps-
ins. Tilefnið er það að sjónvarpið
hefur um árabil sýnt óþýddar og
ótextaðar erlendar íþróttamyndir.
Þykir ritstjóra Morgunblaðsins
þetta athæfí sjónvarpsins ógnun við
sjálfstæða tilvist þjóðarinnar, tungu
hennar og menningu — hvorki
meira né minna! Má skilja greinina
sem svo að ritstjóri Morgunblaðsins
kreQist þess að öllum íþróttalýsing-
um sjónvarpsins fylgi annað hvort
íslenskur texti eða íslenskt tal. Við-
horfí eins ^róttafréttamanns
sjónvarpsins, þess efnis að þættim-
ir yrðu eyðilagðir með íslenskum
texta eða tali, vísar ritstjórinn á
bug sem „fráleitu". Athugum nú
hversu „fráleitt" þetta viðhorf í
rauninni er.
Textun íþróttamynda er ógerleg
af þremur ástæðum. í fyrsta lagi
gerast atburðir oft það hratt að
áhorfandinn nær aldrei að lesa text-
ann allan. Ef ritstjóra Morgun-
blaðsins þykir þetta fráleit
hugmynd sýnir það bara hversu lítið
hann veit um íþróttir. Að minnsta
kosti þyrfti ansi hraðlæsan mann
til þess að fylgjast með textaðri
lýsingu 100 m spretthlaups! í öðra
lagi dregur textinn athygli áhorf-
andans frá því sem er að gerast á
skjánum á sama tíma. Eigi textinn
að lýsa því fyllilega sem fyrir augun
ber verður hann að vera bæði lang-
ur og ítarlegur. Slíkur texti er ekki
hraðlesinn. Því er hætt við að at-
burðurinn, sem lýst er, verði liðinn
hjá þegar áhorfandinn ætlar að
horfa á hann að lestri loknum.
Þriðja ástæða þess að textun
íþróttaeftiis er ógerleg er sú að text-
inn tekur óhjákvæmilega nokkurt
rými á skjánum. Spennandi og mik-
ilvægir atburðir geta hins vegar
gerst á því svæði sem textinn
krefst. Áhorfandinn vill væntanlega
fá að sjá allan atburðinn en ekki
einungis hluta hans, eins og rit-
stjóri Morgunblaðsins hlýtur að
skilja.
„Hvi hefur Morgun-
blaðið þessar óskapa
áhyggjur núna? Hvern
er blaðið að vemda og
gegn hverju? Líklegt
verður að teljast að
Morgunblaðið hafi
meiri áhrif á málnotk-
un landsmanna en
íþróttaþáttur sjón-
varpsins. Blaðinu væri
sennileg-a hollast að líta
sér nær áður en það fer
að aguúast út í aðra
fjölmiðla.“
En hvað um íslenskt tal með er-
lendu íþróttaefni? íþróttafrétta-
mönnum sjónvarpsins hefur
vissulega oft tekist vel upp í lýsing-
um sínum. Bjami Felixson lýsti
Baldur Ragnarsson
nýafstaðinni heimsmeistarakeppni í
knattspymu til dæmis með miklum
ágætum. En enginn skyldi halda
að hver sem er geti lýst íþróttavið-
burði hvemig sem er. Hlutverk
þularins er annað og meira en að
lýsa því sem áhorfandinn getur
sjálfur séð á skerminum. Þulurinn
leitast við að skýra atburðinn til
hlítar fyrir áhorfandanum, t.d. með
skírskotun til reglna leiksins, sögu
liðanna eða íþróttamannanna á leik-
vanginum o.s.frv. Án slíkrar skýr-
ingar er öll lýsing óþörf; áhorfand-
inn getur sjálfur séð hvað fram
fer. Þess er þó vart að vænta að
áhorfandinn, sem e.t.v. hefur lítið
vit á viðkomandi íþróttagrein eða
þekkir ekki til keppenda, hafí mik-
inn áhuga á því sem fram fer án
skýringar af þessu tagi. Af þessu
má sjá að hlutverk þularins er eink-
um fólgið í því að efla og viðhalda
áhuga áhorfandans á því sem fram
fer á skjánum. Slíkt er hreint ekki
á hvers manns færi enda krefst það
yfirgripsmikillar þekkingar á við-
komandi íþrótt.
íþróttafréttamenn sjónvarpsins
hafa í gegnum tfðina stöku sinnum
gripið til þess ráðs að láta erlenda
starfsbræður sína um að lýsa
íþróttaviðburðum. Einkum á þetta
við um knattspymuleiki, keilu, golf,
bandarískan körfuknattleik og ball-
skák. í þessum tilvikum hefur
lýsingin jafnan verið í höndum
tveggja eða fleiri sérfræðinga í
íþróttinni. Lýsingin hefur ennfrem-