Morgunblaðið - 31.07.1986, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 1986
verið geysilega mikið að gera og
. aðallega unnið við nýsmíðar.
Fyrirtæki Reinhards er ungt.
Hann byrjaði árið 1972 og færði
smám saman út kvíarnar eftir því
sem verkefni hlóðust á hann, núna
vinna þar 10 manns. Hann hefur
smíðað 170 orgel af öllum stærðum
og gerðum. Það stærsta sem hann
hefur smíðað er í Michaelskirkju í
hinum rómantíska smábæ Schwab-
isch Hall. Það er með 61 rödd og
4 hljómborðum og er mjög vinsælt
til að halda orgeltónleika. Margir
frægustu snillingar í heimi hafa
leikið á það. En stærsta orgel sem
ég hef smíðað með honum er í
Freudenstadt í Svartaskógi. Það er
nú ekkert smáhljóðfæri, 51 radda.
Það er uppi á sönglofti kirkjunnar,
en 17 radda orgel er í kómum og
er hægt að leika á það frá hinu.
Þetta býður auðvitað upp á mikla
möguleika við tónleikahald.
En minnstu orgelin sem við
smíðum em 2 radda. Þau em notuð
til undirstöðu við tónleika, enda er
mjög gott að ferðast með þau.
Eins og ég sagði áðan er mjög
mikið að gera hjá Reinhard, enda
hefur hann á stuttum tíma skapað
sér mjög gott nafn.
— En hvemig er orgel
smíðað?
Fyrsta verk er að líta á kirkj-
urnar. Síðan er byrjað að teikna
og óteljandi uppköst em gerð
áður en hægt er að smiða. Þetta
verður allt að vera mjög ná-
kvæmt. Þegar smíðunum er lokið
er orgelið sett upp á verkstæðinu
og svo til fullkomlega gengið frá
því. Síðan er það tekið í sundur
og flutt í kirkjuna. Þar getur
síðan verið frá nokkmm dögum
allt upp í mánaða vinnu að ganga
endanlega frá orgelinu, en það
fer auðvitað eftir stærð orgels-
ins.
— Hefur þú unnið eitthvað við
orgelsmíðar heima á íslandi?
Já, já. í ágúst 1983 settum við
upp orgel á Prestbakka á Síðu og
sumarið 1985 í Útskálakirkju, Hval-
neskirkju, Kálfatjamarkirkju og
Gmndarfjarðarkirkju. Einnig vom
minni hljóðfæri smíðuð til Þorláks-
hafnar og Áskirkju í Reykjavík.
Við byijuðum á því að fara til
íslands og líta á aðstæður á hveijum
stað og mæla út fyrir orgelunum.
Þau vom síðan smíðuð á verkstæð-
inu hér í Þýskalandi, pökkuð vel inn
og send heim. Síðan settum við þau
upp.
Það var alveg sérstaklega gaman
að fá að smíða orgel í kirkjur á
íslandi. Við fengum frábærar mót-
tökur hvar sem við komum. Áhugi
fólksins var mikill og margir réttu
hjálparhönd. Annars fannst mér
mjög merkilegt og gaman að svona
litlar sóknir eins og em heima skuli
ráðast í kaup á pípuorgelum. En
mér finnst rafmagnsorgel alls ekki
eiga heima í kirkjum. Með þeim er
reynt að líkja eftir pípuorgelunum,
samt næst aldrei sami hljómur og
mun aldrei nást. Orgelsmiðir segja
líka að alvömorgel hafi pípur.
—Og nú eruð þið að snúa heim
eftir átta ára dvöl hér úti?
Já, okkur finnst mjög gaman að
vera að flytja heim. Það er nú alveg
kominn tími til þess. En ég hef
lært mikið á þessum tíma sem ég
hef verið við vinnu hér. Ef ég hefði
snúið heim strax eftir nám hefði
ég alls ekki verið búinn að öðlast
næga reynslu til að fara að vinna
sjálfstætt. Það var alveg nauðsyn-
legt að vinna hér í nokkur ár.“
— En hvað um atvinnumögu-
leika þína heima sem orgelsmið-
ur?
Ja, ég vona auðvitað að ég fái
nóg að gera. Líklega vantar mann
sem sér um pípuorgelin og önnur
orgel í kirkjum landsins. Mig langar
mikið til að kynnast eigin landi og
vonandi get ég það vegna framtíðar
minnar. En draumurinn er auðvitað
sá að fá sjálfur að smíða pípuorgel
fyrir íslenskan markað. En aðal-
vinnan verður líklega sú að gera
við og stilla eldri hljóðfæri. Einnig
verð ég reiðubúinn til liðsinnis við
kaup á pípuorgelum. Ég held að
fólk heima viti ekki hvert eigi að
snúa sér þegar ákveðið er að festa
kaup á þannig hljóðfærum.
— Hafið þið haft eitthvert
samband við íslendinga búsetta
hér úti?
Já, mest við þá í Stuttgart og
nágrenni, þvi þar bjuggum við allan
tímann. Það er nú alveg nauðsyn-
legt að hafa samband við landann.
Það var einungis fyrsta árið sem
við hittum enga íslendinga, þá voru
líka mun færri við nám í Stuttgart
en nú er. En eftir að við kynnt-
umst íslendingunum höfum við haft
mikið samband. Það var íslendinga-
félag hér, Félag íslendinga í Stutt-
gart. Ég var formaður þess félags
í þijú ár, lét núna af formennsku
vegna búferlaflutningsins heim á
Frón. í félaginu eru um það bil 45
manns, bæði námsmenn og fólk sem
hefur verið búsett hér lengi. Félag-
ið er með vissar árlegar skemmtan-
ir, svo sem þorrablót, haldið er upp
á sumardaginn fyrsta og 17. júní,
svo er jólaskemmtun, sem er aðal-
lega fyrir börn. Konsúll íslands í
Stuttgart dr. jur. Ottó A. Hartmann
hefur verið rausnarlegur við félagið
og styrkt skemmtanirnar.
íslendingar í Stuttgart eru á einu
máli um að þeir eigi eftir að sakna
Björgvins og Steinunnar mikið. Þau
hjón hafa verið mjög hjálpleg við
landa sína, alltaf reiðubúin til að-
stoðar ef eitthvað bjátaði á og
skemmtileg heim að sækja.
Við hér í þýskalandi óskum þeim
góðrar heimferðar og velfamaðar í
framtíðinni.
Texti og myndir:
Steinvör Þorleifsdóttir
43
Juvena snyrtivörukynningar
ídagkl. 13.00-18.00
Holtsapótek— Langholtsvegi 84
Regnhlffabúöin — Laugavegi 11
Juuena snyrtiuörur - Svissnesk gæðauara unnin úrjurtum
fyrir þá sem láta sérannt um uelferd húðarinnar
w
JUVENA
OF SWITZE.LAND
Munið Juvena getraunina
ViKu ferð til Sviss ogJuvena
vöruúttektir í verðlaun
mwœœ
Sundaborg 36
Verslunarmannahelgin:
Rokkbandið
skemmtir
í Húnaveri
Húnaveri.
ÞAÐ VERÐUR ýmislcgt um að
vera í Húnaveri um verslunar-
mannahelgina. Hljómsveitin
Rokkbandið spilar alla þijá dag-
ana. Einnig verða á laugardag-
inn Pétur Kristjánsson og
Bjartmar Guðlaugsson sem
syngja og skemmta. Á sunnudag-
inn verður svo Magnús Ólafsson
með skemmtidagskrá og mun
hann einnig taka lagið með
hljómsveitinni Rokkbandinu um
kvöldið.
í sumar hefur ýmislegt verið
gert til að fegra Húnaver en Húna-
ver á einmitt 30 ára afmæli á næsta
ári. Komið hefur verið upp sölutum-
um og tjaldstæðum og hreinlætisað-
staða verður einnig á sínum stað.
Það verður án efa mikið fjör í Húna-
veri, eins og venja er til um verslun-
armannahelgina.
BIH
DYNASILAN BSM og BH
er Mono Silan vatnsfælið efni
og er selt undir nafninu
?77-í';'
* é n 4
Eykur vatnsþol steinsteypu — Eykur endingu málningar — Hindrar alkalískemmdir
MUR-SILAN er framleitt úr hráefni frá Dynamit Nobel og er viðurkennt af Rannsóknarstofu byggingariönaðarins sem virk vörn
gegn alkalískemmdum og stöövar ekki öndun steypunnar
KISILLHF
eru fyrstir á íslandi með allskonar silicone/siloxan/silan vatnsfælin efni síðan 1960.
KISÍLL HF
Lækjargötu 6b - Reykjavík - Sími 15960