Morgunblaðið - 31.07.1986, Síða 50

Morgunblaðið - 31.07.1986, Síða 50
50 MORGUNBLAÐH), PTMMTUPAGUR Qli'JÚhí WSB Eyjólfur Guðmundsson skrifar frá Noregi lil Marianne Mjáland, læknir, hefir verið i Afghanistan nokkrum sinnum. Hún hefir mjög Látið Afghanistan- málið til sín taka og ekki látið hræðast að fara inn í landið, þrátt fyrir hernað Sovétmanna. Norsku Afghan- istansamtökin Fyrir nokkru var haldið árlegt landsþing Afghanistansamtakanna í Noregi. Þingið var haldið í Höne- fors, rétt fyrir utan Ósló. Alls mættu þar um 50 fulltrúar frá hin- um ýmsu félögum í landinu. Sá sem þetta ritar mætti fyrir hönd félags- ins í Sogndal, i Sygna og Firðafylki. Á landsþingi þessu var nýr formað- ur valinn, Ivar Eskjeland, sem er íslendingum að góðu kunnur. Gegnum Afghanistansamtökin er rekin víðtæk hjálparstarfsemi við skæruliðasveitir Afghana, sem berj- ast hetjulegri baráttu gegn sovéska innrásarhemum. Það er á allra vit- orði að Sovétmenn hafa aukið mjög grimmdarhemað sinn í landinu eft- ir að Gorbasjov komst til valda í Kreml, og byijaði friðarvæl sitt og lygaþvætting varðandi það að Sov- étmenn hafi áhuga á að draga hersveitir sínar út úr landinu. Því miður hafa margir látið blekkjast af orðum hans, og það jafnvel orðið til þess að Afghanir hafí fengið minni hjálp en ella. Þetta var með- al annars til umræðu á landsþing- inu, og voru fulltrúar þingsins sammála um að Gorbasjov væri slóttugur undirhyggjumaður, sem talaði um frið og afvopnun meðan hermenn hans myrða böm og gam- almenni í nágrannalandinu Afg- Skæruliðaforingi frá V-Afghan- istan, sem kom í heimsókn til Bergen sl. vetur. Hann kom við í ýmsum skólum þar og var fagn- að mjög vel af nemendum. hanistan. Hjálparstarfsemi Norðmanna við Afghana er bæði að gefa þeim meðul og beina læknishjálp, en einnig að gefa þeim fjármuni og stuðla að því að þeir fái þau vamar- vopn, sem þeir þurfa. Norðmenn hafa þá „sína menn“ bæði inni í Afghanistan og eins í nágranna- löndunum. Matvæli, vopn og annað flytja skæruliðar inn í landið, bæði á múldýmm og á eigin herðum. Flugvélar Sovétmanna hafa varpað sprengjum á þessar flutningalestir og upp á síðkastið hafa sérþjálfaðir hryðjuverkamenn sovéska hersins (Spetsnaz) leitast við að veita skæruliðadeildunum fyrirsát. Þessi ófögnuður kemur í mörgum tilvik- um loftleiðis, frá þyrilvængjum sem lenda á Qaílstindum, og þar frá reyna Rússamir að laumast að skæmliðum. Ekki verða allar þessar ferðir þeirra til frægðar, þvi Musa- hedin-skæmliðamir í Afghanistan em staðkunnugir í íjalllendinu og harðir bardagamenn, sem ekki hræðast sár eða bana. Þeir hafa nú barist við Rússa í 7 ár, og tals- menn þeirra hafa sagt að þeir muni halda áfram baráttu sinni, þar til innrásarherinn hverfur út úr landinu. í flokkum afghanskra skæmliða em ungar stúlkur, sem beijast við hlið bræðra sinna og ættmenna, t.d. í héraðinu Nurdistan. Þar búa enn þann dag í dag afkomendur hermanna úr liði Alexanders mikla, sem fór þarna um fyrir um það bil 2500 ámm. Ástæða er til að ætla að þetta sé rétt, því á þessum slóð- Skæruliðar í Afhanistan. Fá þeir betri vopn? um er víða að fínna ljóshært og bláeygt fólk, sem er annars sjald- gæft í þessum heimshluta. Bæði í Nurdistan og í fleiri hémðum, á landamæmm Afghanistans, gegnt Pakistan, er nú víða „sviðin jörð“, og í þorpum sem Rússar hafa lagt í rústir stendur varla steinn yfír steini. Óbeyttir borgarar era þá annaðhvort reknir á flótta eða SUMARÚTSALAN HELDUR ÁFRAM Dömupeysur — Herrapeysur — Barnapeysur — og buxur. 30—60% verðlækkun Opið mánudaga — föstudaga frá kl. 9.00—18.00 Dömublússur- / PRJÖNAST0FAN Umttv. Verslun v/Nesveg, Seltjarnarnesi. drepnir. Rússar svífast einskis í þessu sambandi. Þegar þeir ráðast á þorp, er það venjulega fyrst með sprengjuflugvélum, og vopnuðum þyrilvængjum, sem skjóta á allt sem lifír og hrærist. Síðan senda þeir skriðdreka sína inn í þorpin, sem keyra yfír hús, þótt böm eða gamal- menni séu þar innan veggja. Þyril- vængjur Rússa liggja þá eins og ský yfír skriðdrekasveitunum, og skjóta í allar áttir. Að siðustu þramma hermenn Rússa inn á svæðið og myrða það fólk sem er á lífi í húsarústunum. — Þeir sem hafa mesta möguleika á að sleppa úr slíkum hildarleik lifandi, em skæmliðar Afghana, en þeir leynast bæði í húsarústum, hellum og þétt- um skógi. Þeir hafa því miður heldur léleg vamarvopn, en nokkuð hefír þetta lagast síðustu mánuð- ina, eftir að þeim hefur borist magn nýtísku eldflauga. Nú tekst þeim af og til að skjóta niður herflutn- ingaflugvélar Rússa og þyrilvængj- ur. Gegn sprengjuflugvélum Rússa, sem kasta sprengjum úr mikilli hæð, hafa þeir hinsvegar engin vamarvopn. Afghanistanfélögunum hér í Noregi vex mjög fískur um hrygg. Sama er einnig að segja í Svíþjóð og Danmörku. Sagt er að íslending- ar hafí lítið eða ekkert gert í þessum málum. Rétt er að geta þess að samtökin hér í Noregi gefa út tímaritið Afgh- anistan nytt, sem hefur inni að halda mikinn fróðleik um hemaðinn í þessu Ijarlæga Qallalandi. Fyrir þá sem vilja kynnast þessum mál- um, skal bent á að hægt er að skrifa til: Afghanistankometeen i Norge, Postboks 1773, Vika, 0122, Oslo 1.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.