Morgunblaðið - 23.08.1986, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.08.1986, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 1986 JllwgtisiMiifetfr Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, stmi 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 40 kr. eintakiö. Flugmálafélag fimmtíu ára Flugmálafélag íslands verður fimmtíu ára 25. ágúst nk. Svifflugfélag íslands hélt upp á hálfrar aldar afmæli sitt 10. ágúst sl. Raunar eru aðeins sextíu og sjö ár síðan fyrsta flug- ferð á íslandi var farin, 3. september 1919. Þegar sú ferð var farin horfðu ýmsir með tor- tryggni til þessa nýja tækniund- urs, sem gjörbreytt hefur samgöngum innanlands og við umheiminn. Flugfélag íslands, hið fyrra, sem hóf flugferðir hér 1919, hélt uppi flugsamgöngum í tvö sumur. Þá þóttu ekki ástæður til halda starfseminni áfram. Flugferðir hófust aftur 1928, ekki sízt fyrir förgöngu Alexand- ers Jóhannessonar, síðar há- skólarektors, og Flugfélags fslands, hins annars í röðinni. Þær stóðu í fjögur ár en lögðust síðan af, en menn vóru reynsl- unni ríkari. Fólk gerði sér grein fyrir því að flugvélin var „af- kastamikið flutningstæki fyrir venjuiega farþega, sjúklinga og vörur“ og „flugið töfrandi list- grein og íþrótt", eins og Am- grímur Sigurðsson kemst að orði í Lesbók Morgunblaðsins í dag. Agnar Kofoed-Hansen, síðar flugmálastjóri, hóf flugnám við liðsforingjaskóla danska flotans haustið 1934. Hann naut aðstoð- ar Ásgeir Ásgeirssonar, þá forsætisráðherra, og Sveins Bjömssonar, þá sendiherra, við að komast inn í skólann, sem ekki var öllum opinn. Agnar Kofoed-Hansen varð síðan fyrsti forseti Flugmálafélags íslands, sem stofnað var 25. ágúst 1936, m.a. að frumvæði Alexanders Jóhannessonar, prófessors, Áma Friðrikssonar, fiskifræðings, Jóns Eyþórssonar, veðurfræð- ings, Valgeirs Bjömssonar, bæjarverkfræðings og Vigfúsar Einarssonar, skrifstofustjóra. Tilgangur félagsins var m.a. að sameina menn, sem áhuga höfðu á flugmálum, í eina sterka heild og efla almennan áhuga á flug- samgöngum hér á landi og við önnur lönd. Félagið var fulltrúi íslands í Alþjóðasambandi flug- málafélaga, Federation Aéro- nautique Intemational. Innan Flugmálafélagsins starfa í dag ýmsar deildir, m.a. að vélflugi, svifflugi, fallhlífarstökki, dreka- flugi og flugmódelflugi. Það sem síðan hefur gerzt - og oft er kallað „íslenzka flug- ævintýrið“ - hefur gjörbreytt ferðamáta íslendinga, heima og heiman. Fyrir 50-60 árum vóru íslendingar fámenn þjóð í sttjál- býlu landi, svo sem þeir em enn. En þá vóm allar samgöngur á landi miklum erfiðleikum bundn- ar, enda þjóðvegagerð, sem og vélflug, á fmmstigi. Samgöngur á sjó vóm nánast eini kosturinn. Nú er öldin önnur. Vegir liggja eins og „æðanet" um land allt, tengja saman byggðir og auð- velda fólks- og vömflutninga, þó sitt hvað sé enn ógert, ekki sízt við lagningu bundins vega- slitlags. Ekki er þáttur flugsins síðri. Það hefur í bókstaflegum skilningi fært byggðir landsins saman og land okkar í nánd umheimsins. Öll mannleg sam- skipti, viðskipti og menningar- tengsl, em auðveldari, bæði innanlands og milli landa. Þess- ari nánd við umheiminn, sem gjörbreyttar samgöngur hafa fært okkur, fylgja fjölmargir kostir, en einnig hættur, sem þjóðin verður að halda vöku sinni gegn. Flugmálafélag íslands getur horft ánægt yfir farinn veg íslenzkra flugmála. Þar hafa ýmsir lyft sannkölluðum Grettis- tökum, ekki sízt frumkvöðlar Flugfélags íslands og Loftleiða og fjölmargir einstaklingar, sem sýnt hafa framtak og áræði í þessari atvinnugrein. íslenzka flugævintýrið hefur að stómm hluta byggt upp aðra vaxandi atvinnugrein: ferðaútveginn. ís- lenzk flugfélög flytja ekki aðeins íslendinga milli byggða og landa. Og erlenda ferðamenn ekki aðeins milli þeirra heima og íslands. Þau flytja jafnframt erlenda farþega milli erlendra áfangastaða. Islenzki ferðaút- vegurinn, sem flugið er burðar- ásinn í, færir ómældan gjaldeyri í þjóðarbúið og er vinnugjafi þúsunda, þegar grannt er gáð. Islenzku flugfélögin flytja í raun út íslenzkt framtak, fagþekk- ingu og starfshæfni. Rekstur þeirra er hinsvegar áhætturekst- ur, sem stríðir í strangri samkeppni út á við. Slík áhætta er hluti af nauðsynlegu áræði þjóðar, sem halda vill sínum hlut í samskiptum við umheiminn. íslenzk flugmál hafa þróast farsællega um flest. Við eigum þó sitt hvað ógert í þeim efnum, eins og í vegamálum, t.d. varð- andi flugvallagerð og flugörygg- ismál er þeim tengjast. Erfítt er og rýna í framtíðarsamkeppni íslenzkra flugfélaga út á við. En ljóst er að Flugmálafélag íslands og allir þeir, sem að flugmálum starfa, hafa æmu að sinna í fyr- irsjánlegri framtíð. Megi þeim vegna jafn vel í framtíðinni og á síðastliðnum fímmtíu árum. Ífeftereífrt máD Umsjónarmaður Gísli Jónsson Sögnin að vaxa er myndar- leg. Hún er „sterk“, það er að segja eitt atkvæði (einkvæð) í þátíð eintölu. í nútímamáli hef- ur hún þessar kennimyndir: vaxa, ég óx, við uxum og ég hef vaxið. Eitthvað hefur hér gengið úr skorðum. Ef allt væri sem reglulegast, ætti beygingin að vera vaxa, vóx, vóxum, vaxið. Sögnin er nefnilega eftir svotalinni sjöttu hljóðskiptaröð. Sú röð er stórhreinleg. Hún er alla jafna auðkennt frá öðrum hljóðskiptaröðum, og valda því „ó-hljóðin“ í annarri og þriðju kennimynd þeirra sagna sem í hana skipast. En á sögnina að vaxa hafa aðrar raðir haft þau áhrif, að þriðja kennimyndin hefur orðið uxum (sbr. burg- um, urðum) í stað þess að halda „ó-hljóðinu“ sínu og verða áfram óxum. Þá er það athyglisvert, að í miðkennimyndum hefur sögnin að vaxa týnt framan af sér vaffhljóðinu. Kemur þar til grundvallarmismunur á hljóð- unum a annars vegar og ó og u hins vegar. A er í hópi gleiðra hljóða (myndað með ósaman- dregnum vörum). Ó og u eru í hópi kringdra hljóða (mynduð með samankipruðum vörum). Fornt er það lögmál tungu okk- ar, að v falli brott næst á undan kringdu sérhljóði. Því er það til dæma að úlfurinn heitir ekki *vúlfur eða ormurinn *vormur, sbr. ensk og þýsk heiti þessara kvikinda. Viðtengingarhættir af vaxa eru í nútíð (þótt ég) vaxi og í þátíð (þótt ég) yxi (ætti að vera þótt ég æxi, ef 3. km. væri enn óxum). Þetta fylgir því lög- máli, að viðtengingarháttur af sterkum sögnum myndast í nútíð af 1. km. með óbreyttu hljóði, en viðtengingarháttur bátíðar af 3. km. með svonefndu i-hljóðvarpi, ef stofnsérhljóðið þar kann að taka því hljóð- varpi. Það kunna bæði ó og u. Sigurkarli Stefánssyni menntaskólakennara í Reykjavík þótti sem stafsetn- ingaræfíngar og -próf væru stundum á heldur óeðlilegu máli og nokkuð langt frá dag- legri notkun. Hann skopstældi þessar æfíngar í frægri vísu: Yxu víur, ef ég hnigi og öndin smygi í himininn út af því, að það var lygi, að Þráinn flygi á Skarphéðin. ★ Til var sögnin að æxa (af óx- um) = láta vaxa. Nú er hún týnd, en frænka hennar, að æxla, hefur tekið við því hlutverki, að vera orsakarsögn af vaxa. Æxla merk- ir einmitt „að láta vaxa, auka, styrkja“. Til dæmis „æxla menn sér fé úr öreigð“, ef þeir hefjast frá fátækt til bjargálna. Sögnin að æxla merkir og að auka kyn sitt. Þar af kemur æxlun, með ýmsum samsetningum. Æxli er aftur haft um þann vöxt sem óæskilegur þykir. Og er þá komið að nafnorðinu vöxtur, sem auðvit- að samsvarar sögninni að vaxa. Þetta nafnorð hefur undarlega beygingu: vöxtur, um vöxt, frá vexti, til vaxtar; vextir, um vexti (vöxtu), frá vöxtum, til vaxta. Hljóðvörp (u-hljóðvarp og i-hljóðvarp) valda því að stofnsér- hljóðið a kemur aðeins fram í eignarföllunum. í nefnifalli ein- tölu hefur t.d. orðið u-hljóðvarp sem breytir a í ö. Þetta orð er Iíka svokallaður u-stofn í beyg- ingafræðinni, og beygjast svo nokkur önnur karlkynsorð og kvenkynsorðið hönd. Jafnvei má klessa hvorugkynsorðinu fé í þennan flokk, og skýrist af því hvers vegna það er fjár, en ekki *fés í eignarfalli eintölu. Nærri má því geta, að vöxtur- inn sjálfur vex ekki, eða hvað? En allt þetta vaxtartal hér að framan er til komið vegna fréttar 351. þáttur sem umsjónarmaður heyrði í út- varpinu 12. þessa mánaðar. En þá máttu góðviljaðir menn fagna því, að „hagvöxtur jóxt í Frakk- landi“. ★ Nákvæmlega eins og orðið vöxtur beygjast (beygðust) börk- ur, göltur, höttur, knörr, knöttur (hnöttur), lögur, mög- ur, mölur (nú fremur melur), svöppur (nú sveppur), völlur, vöndur, vörður, þröstur og örn. I sama beygingaflokki, en með öðrum hljóðbreytingum í beyging- unni, var t.d. björn, um björn, frá birni, til bjarnar; birnir, um birni (bjömu), frá björnum, til bjarna. í þess konar beygingu gætir enn meir svonefndrar klofn- ingar en hljóðvarpa, og er þó breytingin e>i=i-hljóðvarp. Nákvæmlega eins og björn beygjast (beygðust) fjörður, hjörtur, jöstur (= efni til geijun- ar), kjölur, mjöður, Njörður og stjölur (= afturendi, sbr. stél). Um óvini Haralds lúfu Hálfdanar- sonar orti Þorbjörn hornklofí: Slógust und sessþiljur, er sárir váru, létu upp stjölu stúpa, stungu í kjöl höfðum. Er þetta heldur óvirðuleg mynd kappanna sem virðast hafa verið að fela sig með svipuðum hætti og strúturinn í sandinum, en rass- inn staðið beint upp í loftið. ★ Bragarháttur vikunnar er ný- henda (ferskeytluætt IX): Engir menn því orkað fá og aldrei heldur munu kunna, að halda kvenna hjörtum frá honum, sem þær vilja unna. (Sigurður Breiðpi-ð) Dýrrar sæmdar klæddur kjól, Kristján gleður landsins mengi. Hann á bröttum Brautarhól búið hefur vel og lengi. (Haraldur á Jaðri). Fögur sál er ætíð ung undir silfurhærum Stykkishólmi. FRU Ingibjörg Daðadóttir í Stykkishólmi varð 102 ára í maí sl. Hún dvelst nú í sjúkrahúsinu í Stykkishólmi þar sem hún á góða daga á vegum Fransiskussystranna og starfsliðs. Hún fylgist merkilega með enn og margt úr gamla tímanum man hún enn. Ég kom til hennar nú fyrir skömmu og eins og áður tókum við létt hjal saman og var það virkilega skemmtilegt. Kom þar að hún var fús til að ég fengi að taka mynd af henni og príorinn- unni annarsvegar og hjúkrunar- systur hinsvegar. Hún var ekki lengi að rísa upp og horfa framan í myndavélina. „Nú er ég tilbúin," sagði hún og auðvitað var smellt af. Ingibjörg er ein af mörgum systkinum, bömum Maríu Andr- ésdóttur og Daða Daníelssonar. Hún er nú elst af þeim sem eru í manntali sýslunnar. María var systir skáldkvennanna Herdísar og Ólínu. Hún varð 106 ára og fékk að halda andlegri og líkam- legri reisn fram á síðustu ár. Ingibjörg var gift Sigurði Magn- ússyni og bjuggu þau mestan sinn búskap á Kársstöðum og var Sig- urður lengst kenndur við þann bæ. Sigurður og Ingibjörg fluttu til Stykkishólms fyrir 1940 og áttu þar heima æ síðan. Sigurður var hreppstjóri hér um skeið og and-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.