Morgunblaðið - 23.08.1986, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 23.08.1986, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 1986 Sund: Heimsmet SYLVIA Gerasch frá Austur- Þýskalandi bœtti eigift heimsmet í 100 metra bringusundi á heims- meistaramótinu f Madrid á fimmtudagskvöld. Hún synti vegalengdina á 1:08,11 mín. og bætti gamla metift um 18 hundr- uftustu úr sekúndu. • Erik Mathiesen Met þátttaka 1209 þátttakendur eru skráðir í Reykjavíkur-maraþonið sem fram fer á morgun, sunnudag og eru það tvöfalt fleiri en í fyrra. Yngsti keppandinn er 6 ára og sá elsti 70 ára og keppir hann í maraþoni. Hlaupið hefst í Lækjar- götu kl. 12.00. Keppt verftur í þremur hlaupavegalengdum, maraþonhlaupi (42,195 km), hálf- maraþoni (21 km) og skemmti- skokki (7 km). í fyrra voru þátttakendur rúm- lega 500. Þá tóku þátt 110 útlend- Knattspyrna: Enska deildin hefst í dag — Liverpool hefur titilvörn sína gegn Newcastle Frá Bob Hennessy, fróttaritara Morgun- blaAsins í Englandi. EFTIR sumarleyfi og kaup og söl- ur hjá mörgum félögum hefst enska knattspyrnan í dag. Margir spyrja sig hvort Liverpool vinnl tvöfalt í ár eins og á síftasta ári en það hafa verift litlar sem eng- ar mannabreytingar hjá liftinu og er Kenny Dalglish enn við stjóm- völinn. Nú er Ijóst afi lan Rush verður með Liverpool í vetur þrátt fyrir að hann hafi verið seldur til Juvent- us á Italíu, en ítölsk lið mega ekki nota nýja útlendinga fyrr en næsta keppnistímabil. „Ég mun ekki hugsa um Juventus í vetur, aðeins reyna að leika vel fyrir Liverpool," sagði lan Rush. Liverpool mun hefja titilvörn sína gegn Newcastle í dag á útivelli. Svo gæti farið að meistararnir yrðu að vera án Bruce Grobbelaar, markvarðar, sem meiddist í leiknum gegn Everton um Góðgerðarskjöldinn um síðustu helgi. Grobbelaar hefur leikið 317 leiki frá því hann kom til liösins 1981. Ef hann leikur ekki í dag er þetta fyrsti leikurinn sem hann missir af síðan hann kom til félagsins og mun Mike Hooper þá taka stöðu hans í markinu. Everton leikur gegn Notthing- ham Forest í dag. Liðið byrjar þetta keppnistímabil með töluvert breyttu liði frá því fyrra. Meiðsli hafa hrjáð leikmenn og er talið að Howard Kendall verði án sex fasta- mann í dag. Gary Lineker, marka- hæsti leikmaður deildarinnar í fyrra hefur skilið eftir sig stórt skarð í herbúðum Everton en við hans hlutverki á að taka Adrian Heath sem hefur verið varamaður og ekki náð að festa sig í liðinu. Kendall hefur opnað buddu sína og keypt nokkra góða leikmenn • Tveir af marksæknustu leikmönnum ensku 1. deildarinnará siðasta keppnistfmabili, þeir Mark Hughes og Gary Lineker, leika nú meft Barcelona á Spáni. eins og Dave Watson frá Norwich City fyrir eina milljón punda í vik- unni. Howard Kenall sagði um möguleika Everton í vetur „þetta verður mjög erfitt og fyrir utan Liv- erpool er ekki hægt að afskrifa lið eins og Manchester United, Ars- enal eða Tottenham, sem bæði hafa fengið til sin nýja fram- kvæmdastjóra og er þyrstir í að ná árangri." Manchester United, sem hefur verið þekkt fyrir að eyða miklu fé í kaup á nýjum leikmönnum, hefur ekki opnað buddu sína í sumar. Liðið hefur hins vegar selt Mark Hughes til Barcelona og Alan Braz- il, sem fór til Queen Park Rangers. United mætir Arsenal á útivelli í fyrstu umferð í dag. Arsenal og Tottenham Hotspur gera sér miklar vonir með tilkomu nýrra framkvæmdastjóra og áhangendur liðanna eru langeygir eftir meistaratitli. Tottenham vann bæði deild og bikar 1961 og Arsen- al tíu árum seinna. Bæði liðin hafa ekki unnið til titla síðan þá. Totten- ham hefur fest kaup á skoska landsliðsmanninum, Richard Go- ugh, sem stóð sig mjög vel á HM í Mexíkó og getur leikið allar stöð- ur í öftustu víglínu. Tottenham mætir Aston Villa á Villa Park. Watson til Everton Frá Bob Hennessy, frétteritara Morgun- blaðsins í Englandi. EVERTON keypti í gærkvöldi varnarmanninn Dave Watson frá Norwich City fyrir 1 milljón punda. Watson er sterkur varnarmaður og hefur leikið 6 landsleiki fyrir Englendinga, Hann er 25 ára og byrjaði feri! sinn hjá Liverpool, en náði ekki að komast í aðalliðiö. Everton hatði áður boöið Nor- wich 750 þúsund pund í kappann fyrr í vikunni sem Norwich afþakk- aði. Það gekk svo saman hjá félögunum í gærkvöldi og mun Watson væntanlega leika með Everton á laugardaginn ef hann kemst í gegnum læknisskoðun í dag. e Dave Watson ingar en nú verða þeir um 170. Mesti fjöldinn tekur þátt í skemmtiskokkinu, þar eru um 900 keppendur skráðir. í hálfmaraþoni verða 196 keppendur þar af eru 28 konur. í maraþonhlaupinu eru 106 keppendur skráðir og þar af 9 konur og koma þær allar erlend- is frá. Útlendingar eru í miklum meirihluta í karlaflokki í maraþon- hlaupinu og koma þeir frá Banda- ríkjunum, Frakklandi, Bretlandi, Nýja-Sjálandi, Svíþjóð, Skotalandi, írlandi og Spáni. Afhending keppnisgagna í hlaupið fer fram hjá Ferðaskrifstof- unni Úrval, Pósthússtræti 13, milli kl. 9 og 16 í dag, laugardag. Kepp- endur verða síðan að vera mættir að rásmarki kl. 11:40 á morgun og verður startað stundvíslega kl. 12:00. Að loknu hlaupi kl. 17 fer fram verðlaunaafhending í Lækjar- götu og um kvöldið verður Maraþonhátíð í Broadway. Allir sem Ijúka keppni fá verðlaunapen- ing, sérstakan Reykjavíkurmara- þon-pening, auk þess fá sigurveg- arar í hverju hlaupi bikar. Þessi verðlaun eru gefin af Morgun- blaðinu. Drykkjarstöðvar verða á u.þ.b. 5 km fresti. Þar verður boðið upp á vatn og sérlagaða íþróttadrykki. Læknir og hjúkrunarlið verður til reiðu meðan á hlaupinu stendur og verður til aðstoðar er hlauparar koma í mark. Þetta er í þriðja sinn sem Reykjavíkur-maraþon fer fram. í fyrsta hlaupinu 1984 tóku 220 manns þátt og yfir 500 í fyrra og nú yfir 1200. Þetta hlaup hefur greinilega öðlast fastan sess í íþróttaiðkun landsmanna og er skokkáhuginn greinilega á uppleiö. Búast má við að Reykjavíkur- maraþonmet Sigurðar Péturs Sigmundssonar frá 1984, 2:28,57 klst. verði í hættu í hlaupinu nú. Því meðal þátttakenda verða Andrew Daly frá Skotlandi, sem á best 2:15,21 og írinn, Billy Gallagh- er, sem á best 2:17,42. íslandsmet Siguröar Péturs er 2:19,46 og setti hann það í Berlín 1985. I hálf- maraþonhlaupinu er vitað um ágæta breska hlaupara sem eru þar sigurstranglegir þó bestu íslensku hlaupararnir eigi e.t.v. möguleika gegn þeim. jHoi cmhd Góðkunnur Norðmaður í Reykjavíkur-maraþon GÓÐUR norskur hlaupari, Erik Mathiesen, verftur meftal kepp- enda í Reykjavíkurmaraþoni, en hann kemur hingað til þátttöku á vegum Nike-umboðsins, Austur- bakka hf. Hann hefur áftur keppt hór á landi, fyrir áratug, og setti þá vallarmet í 1500 metra hlaupi f Laugardal. Mathiesen var einn bezti milli- vegalengdahlaupari Norðurlanda fyrir tæpum áratug. Hann kom hingað til lands sem slíkur í boöi Frjálsíþróttasambands Islands árið 1976 og keppti á Reykjavík- urleikunum. Þar háði hann harða baráttu við Kenýumanninn heims- þekkta, Josh Kimeto, í 1500 metra hlaupi og sigraði á 3:45,7 mínút- um, sem er bezti árangur, sem náðist á aðalleikvanginum í Laug- ardal. Mathiesen er hérlendis m.a. í viðskiptaerindum en skellir sér í Reykjavíkurmaraþonið á morgun. Hann keppir þar í hálfu maraþoni, eöa 21 km. Hann á um 3:40 í 1500 metrum og 14:07 mín. í 5 km. • Mikil þátttaka verftur í Reykjavíkurmaraþoninu sem hefst á morgun. Hlaupið hefst í Lækjargötu kl. 12.00. Þessi mynd var tekin í upphafi hlaupsins f fyrra. Reykjavíkurmaraþon 1986:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.