Morgunblaðið - 23.08.1986, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 23.08.1986, Blaðsíða 48
Loðnubát- ar stefna á ný mið undan Vest- ^ f** •• fjorðum Hafrannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson fann í vikunni tal- svert magn af loðnu í Grænlands- sundinu 50-70 mílur norðvestur af Vestfjörðum og voru loðnu- veiðar heimilaðar þar í gær. Loðnuskipin hafa nú tekið stefn- una á hin nýju mið. Hjálmar Vilhjálmsson, fískifræð- ingur, sagði í samtali við Morgun- blaðið að ekki væri óvenjulegt að fínna loðnu þarna á þessum árs- tíma, það hefði hins vegar komið sér á óvart að nær eingöngu hefði . verið um fullvaxna hryggningar- loðnu að ræða. Sagði hann að yfirleitt væri uppistaðan ókyn- þroska smáloðna sem ekki mætti veiða og þvf hefði þetta svæði verið lokað loðnubátum á sumarvertíð. Nú kvað hann það hins vegar hafa verið lagt til að svæðið yrði,opnað og hefði sjávarútvegsráðuneytið heimilað veiðar á svæði sem af- markast af 68 gráðum norðlægrar breiddar og 23 gráðum vestlægrar lengdar. Hjá Loðnunefnd fengust þær upplýsingar að flestöil loðnuskip sem ekki væru á leið inn til löndun- ar eða við löndun væru á leið á hin nýju mið, en fram að þessu hefur loðnuveiðin aðallega verið á svoköll- uðu Jan Mayen svæði. Búist var við að loðnuskipin kæmu á hið nýja veiðisvæði í nótt. hætt um mánaðamótin Reylgavíkur- maraþon á morgnn: 1200 þátt- Sölu ríkisskuldabréfa takendur Reykjavíkurmaraþonið, hið þriðja i röðinni, verður haldið á morgun. Hlaupið hefst klukkan 12 á hádegi í Lækjar- götunni og að þessu sinni verða keppendur 1209 og er það um helmings aukning frá því í fyrra. Þátttakendur eru á öllum aldri og í hlaupinu á morgun verður yngsti keppandinn 6 ára en sá elsti sjötugur og ætlar sá að hlaupa fullt maraþon. Erlend- um þátttakendum hefur fjölgað talsvert frá því í fyrra en þá voru þeir 110 talsins en að þessu sinni verða þeir 170. Sjá nánar á bls. 46. Stuðlar að vaxtalækkun og leggur grunninn að samningum við lífeyrissjóðina um vexti, segir Þorsteinn Pálsson fjármálaráðherra ÞORSTEINN Pálsson fjármálaráðherra hefur ákveðið að sölu spari- skírteina ríkissjóðs verði hætt frá næstu mánaðamótum til áramóta að minnsta kosti. Tilgangurinn er, að sögn Þorsteins, að stuðla að vaxtalækkun á innlendum fjármagnsmarkaði. Ennfremur mun þessi ákvörðun breyta samningsaðstöðu rikisins í fyrirhuguðum viðræðum við lífeyrissjóðina um vexti af skuldabréfum, sem þeim er ætlað að kaupa samkvæmt hinu nýja húsnæðislánakerfi. Þær viðræður hefj- ast formlega nk. mánudag. „Þetta er djörf ákvörðun sem tekin er í því skyni að stuðla að vaxtalækkun í landinu. Háir raun- vextir eru nauðsynlegir í mikilli verðbólgu, en nú þegar tekist hefur að ná verðbólgunni niður og spam- aður í landinu hefur aukist er biýnt Sædýrasafnið verður hugsanlega gert upp STAÐA Sædýrasafnsins í Hafnarfirði var til athugunar í sumar hjá nefnd sem menntamálaráðherra skipaði. Nefndin klofnaði i afstöðu sinni. Meirihlutinn lagði til að ríki og sveitarfélög í Reykjaneskjördæmi yfirtækju skuldir safnsins og byggðu það upp að nýju, en minni- hlutinn lagði til að safnið yrði látið eiga sig. Skuldir safnsins nema yfír 30 milljónum króna, og verulegar fjárfestingar þyrfti til að byggja það upp að nýju. Sveitarfélög hafa sýnt málinu takmarkaðan áhuga og Sverrir Hermannsson menntamála- ráðherra sagði að þótt hann eigi eftir að taka ákvörðun í málinu séu þeir fjármunir sem nefndin telji þurfa til að byggja safnið upp, ekki til. Hörður Zophoníasson stjómar- formaður safnsins sagði því horfur á að safninu yrði lokað í haust og það gert upp. Þess má geta að safn- ið er nú opið alla daga. Sjá einnig „Horfur á að Sædýra- safninu verði lokað“ á bls. 19. að vextir lækki. Sala ríkisskulda- bréfa hefur gengið mjög vel í ár og við teljum því svigrúm til að hætta sölunni um sinn og gera þannig vopnahlé í baráttunni við banka og atvinnulíf um nýtt fyár- magn. Samkvæmt ákvæðum nýrra bankalaga fá bankar aukið frelsi til að ákvarða vexti sína sjálfír 1. nóvember næstkomandi og það er mikilvægt að þeir standi ekki í sam- keppni við ríkissjóð á þeim tímamót- um,“ sagði Þorsteinn Pálsson. Samkvæmt upplýsingum Geirs Haarde, aðstoðarmanns fjármála- ráðherra, hefur sala ríkisskulda- bréfa umfram innlausnir skilað ríkissjóði 600 milijónum króna það sem af er árinu, en áætlaðar tekjur af sölunni voru 380 milljónir á árinu öllu. Geir sagði að salan hefði ekki dregist saman í sumar þegar vextir af 6 ára bréfum voru lækkaðir úr 9% í 8%. Fólk getur keypt ríkisskuldabréf sem bera 7-8% vexti fram til mán- aðamóta, og ennfremur verður þeim sem hyggjast leysa inn eldri spari- skírteini í haust sem gefa 3,7-4,2% Morgunblaðid/Júlíus Þorsteinn Pálsson fjármálaráðherra og Geir Haarde aðstoðarmaður hans kynna ákvörðunina um að hætta sölu spariskírteina. ársávöxtun, gefinn kostur á að skipta á þeim og nýjum skírteinum sem bera 6,5% vexti. Samkvæmt breytingum á lögum um Húsnæðisstofnun ríkisins frá því í vor er gert ráð fyrir að láns- kjör af skuldabréfum, sem lífeyris- sjóðunum ber að kaupa af Húsnæðissæðfnun, skuli „miðast við þau kjör sem ríkissjóður býður almennt á §ármagnsmarkaði,“ eins og það er orðað. Þorsteinn var spurður hvort þessi viðmiðun væri nú úr gildi fallin og hvaða viðmiðun ríkisstjómin hygðist nota í samn- ingaviðræðum við fulitrúa lífeyris- sjóðanna. „Ég ætla ekki að fara að hefja samningaviðræður í fjölmiðlum, það verður að bíða mánudagsins. En það er ljóst að ný staða ér komin upp. Við höfum lýst því yfír áður að ríkissjóður þolir ekki til lang- frama að bera hærri vaxtamun en 2-3%, og vextir af lánum Húsnæðis- stofnunar hafa verið ákveðnir 3,5%, svo það getur hver maður reiknað það dæmi upp á eigin spýtur," sagði Þorsteinn. Gunnar J. Friðriksson formaður Sambands almennra lífeyrissjóða sagði að lífeyrissjóðunum hefðu ekki borist formleg tilboð um vexti frá fjármálaráðherra. Hann sagði að málið væri ekki svo einfalt að semja beint um 6,5% vexti, það þyrfti að ræða um lánstíma, endur- skoðunarákvæði og ýmis fleirí tæknileg atriði. Bjóst hann við að það gæti tekið nokkra daga að kom- ast að samkomulagi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.