Morgunblaðið - 23.08.1986, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 23.08.1986, Blaðsíða 33
33 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 1986 Hallgrímur Sveinn Sveinsson - Minning Nýlega er látinn hér í Reykjavík Hallgrímur Sveinn Sveinsson frá Hálsi í Eyrarsveit, aldinn að árum, hefði orðið 85 ára 2. desember næstkomandi ef hann hefði lifað þann dag. En nú er hann allur, hniginn að foldu með lækkandi sól hins mjúkláta síðsumars. Foreldrar hans voru Guðný Eggertsdóttir, sem var ættuð „sunnan úr hrepp- um“ eins og sagt er á Snæfellsnesi og þá talað um hinar fögru og bú- sælu sveitir sunnan Kerlingar- skarðs og Fróðárheiðar. Sveinn faðir hans, sem einnig var Sveins- son, mun hafa verið ættaður innan úr Dölum. Þau bjuggu lengst af á Hálsi í Eyrarsveit, þar sem Hall- grímur fæddist, ólst upp og bjó búi sínu, á meðan heilsan leyfði. Sveinn var mikill bóndi, einn fárra bænda í Eyrarsveit, sem einungis höfðu framfærsiu sína og sinna af bú- skap. Ég minnist þess að sem barn heyrði ég um þau hjón í Hálsi talað sem sérstakt atorkufólk, sem ynni markvíst að því að rækta og bæta fé sitt og bæta og stækka jörð sína. Mun þar ekki hafa hallast á með þeim hjónum. Þau áttu 7 böm, 5 syni og 2 dætur, og hafa öll reynst hið mesta atgervisfólk í lífinu. Hallgrímur tók við búi að föður sínum látnum. Bjó hann fyrst með móður sinni en kvæntist í septem- ber 1931 Guðríði Sigurðardóttur frá Suður-Bár í Eyrarsveit. Enginn vafi er á því að Hallgrím- ur var sáttur við sitt hlutskipti sem bóndi. Hann var, eins og foreldrar hans, mikill ræktunarmaður og hafði mikinn metnað, bæði persónu- lega fyrir sjálfs síns hönd og einnig fyrir sína stétt. Hann stóð um þetta leyti í blóma lífs síns, gæddur mik- illi athafnaþrá og athafnagetu, því auk almenns dugnaðar hafði hann til að bera mikinn hagleik til smíða, og það sem mestu máli skipti, hann var gæddur mikilli verkhyggni. Og þá barði ógæfan dyra á þessu unga og starfsama heimili. Það var í nóvember 1935 að Hallgrímur var, ásamt ungum pilti sem hjá honum var, að huga að fé sínu, sem ekki var komið á gjöf. Við smala- mennsku í Hálsi þurfti jafnan að leita langt upp í Kirkjufellið, er bærinn Háls stendur undir. Smalaði Hallgrímur fellið en pilturinn iág- lendið. Ofarlega í fellinu skrikaði Hallgrími fótur, enda mun færð hafa verið orðin vond. Rann hann niður snarbratta og grýtta hlíðina, niður undir sjó. Hann mátti sig ekki hræra en missti þó ekki með- vitund og notaði krafta sína til að hrópa á hjálp - sem þó bar engan árangur. Þegar pilturinn kom svo heim og Hallgrímur var ekki kom- inn, var ljóst að ekki var allt með felldu. Var gerð út leit og þegar hann loks fannst, var ljóst að hann var alvarlega slasaður og leið mikl- ar þrautir. Þá var þó eftir að koma honum slösuðum heim, á einhvers- konar kviktijám. Síðan þurfti að ná í lækni. Og þegar ljóst var að önnur mjöðmin var brotin, þurfti að flytja hann á opnum vélbáti inn í Stykkishólm, mun það tæplega hafa verið minna en 3ja klukku- stunda ferð. Eftir þetta slys bjó Hallgrímur alltaf við örkuml, annar fóturinn styttist verulega. Og þó slíkt væri þungt að bera og erfitt við að eiga er þó vafalaust að sú innvortis sköddun sem hann varð fyrir og sem smátt og smátt ágerð- ist, varð hið stóra böl í lífí þeirra hjóna. Þau hjón, Hallgrímur og Guðríður, héldu áfram búskap í Hálsi, enda ekki mörg atvinnutæki- færin á þeim tímum. En lífið varð þeim erfitt - lífsbaráttan þung og fjölskyldan stækkaði með árunum. u Um og eftir 1940, er umsvif styijaldaráranna jukust, gerði Hallgrímur æ meira og meira að því að stunda smíðar og húsbygg- ingar, enda var þá að byggjast upp það þorp, sem nú er í Grundarfirði. Raunar var það svo að einyrkjabú- skap var honum á engan hátt unnt að stunda. Kom þar ekki einungis til bæklun hans, heldur enn frekar veikindi hans, sem menn vissu ekki af hvetju stöfuðu, en birtust sem kveljandi órói og hugsýki. Á árinu 1944 gáfust þau hjón upp við búskapinn í Hálsi. Hallgrím- ur fékk veitingu fyrir stöðvarstjóm landssímastjóra, sem um þetta leyti fluttist í þorpið. Hann byggði sér þar hús og fjölskyldan fluttist inn- eftir. En veikindi Hallgríms bötnuðu ekki að heldur, enda þess vart að vænta meðan hann ekki fékk rétta meðferð og greiningu á þeim. Þessi ár voru þeim hjónum svo erfið, svo full af ótta og úrræða- leysi, að því verður vart með orðum lýst. Til geðlækna var leitað en þar fór engin rannsókn fram, aðeins lausleg skoðun. Það var ekki sjúkra- rými til fyrir þá sem eitthvert heimili — eitthvert athvarf — áttu. En þar kom að eiginkona Hallgríms gafst upp, hún gat ekki lengur ver- ið honum það athvarf, sem hann var í svo ríkri þörf fyrir. Hún gekk þá með sjöunda barn þeirra, það elsta var 14 ára. Og þá, þegar í öll skjól var fokið, þá tók geðsjúkra- húsið á Kleppi við honum. Hér er ekki verið að ásaka neinn, en ég hef leyft mér að bregða upp mynd úr heilsugæslu landsins fyrir réttum 40 árum. Það mætti vera okkur áminning um að vernda og bæta stöðugt heilsugæsluna, jafn- vel þó það kosti verulegt fjármagn. Eftir að Hallgrímur komst til dvalar á sjúkrahúsi og heilsufar hans var rannsakað af þeim bestu sérfræðingum og við bestu aðstæð- ur, sem þá var hér völ á, varð fljótt ljóst að rætur meinsins voru ekki fyrst og fremst huglægar - heldur var um líkamlega meinsemd að ræða. Hann var skorinn upp og annað nýra hans fjarlægt, en það hafði skemmst í því slysi sem hann varð fyrir í Kirkjufellinu og áður er frá sagt. Hið skemmda nýra dældi eitri út í blóð hans og trufl- aði heilbrigða líkamsstarfsemi. Eftir að hið skemmda líffæri hafði verið fjarlægt fór Hallgrími að batna og að liðnum nokkrum tíma var hann brautskráður af sjúkra- húsinu. Síðan eru liðin mörg ár. Hall- grímur hefur stundað ýmis störf. Nokkur síðustu árin á starfsferli sínum vann hann sem baðvörður við barnaskóla hér í bæ og undi því mjög vel. Hann bjó jafnan í eigin íbúð. Þó ekki yrði af að þau hjón tækju upp sambúð að nýju, þar sem líf þeirra hafði borið til ólíkra átta, af grimmum örlögum, ríkti gagn- kvæm vinátta milli þeirra og sameiginlegar stundir með bömum sínum og bamabömum var þeim gleðigjafi. Þau hjón áttu sjö böm, svo sem áður er sagt. Þau eru þessi, tekin í aldursröð: Sigurður, fyrrv. skipstjóri en nú hafnsögu- maður í Hafnarfirði, giftur Erlu Eiríksdóttur. Þau eiga þijú bört. Selma gift bandarískum manni al frönskum ættum, Erastus Ruga, endurskoðanda í Washington. Þau eiga tvö böm. Sveinn, licenciat í landbúnaðarfræðum og skólastjóri bændaskólans á Hvanneyri, giftur Gerði Karitas Guðnadóttur og eiga * þau tvö börn. Ingibjörg, gift Kristni Ólafssyni tollgæslustjóra .og eiga þau fjögur böm. Halldóra, hjúkr- unarfræðingur og ljósmóðir, gift Peter Laszlo, af tékkneskum ætt- um, verslunarstjóra hjá Marks & Spencer, eiga þau tvö böm og búa í Englandi. Guðni Eggert, rafvirki í Giundarfirði, giftur Bryndísi Theódórsdóttur. Guðni á þijú böm. Hallgrímur, verkfræðingur, giftur Guðríði Guðmundsdóttur hjúkr- unarfræðingi, þau eiga fjögur börn. Þeim hjónum auðnaðist það sem -sr flestum er mikils virði, að hafa bamalán. Frá unglingsárum mínum við Grundarfjörðinn minn á ég hug- Ijúfar og kærar minningar um Hallgrím mág minn. Hann var allt- af hlýr og glaður við unga mágkonu sína og á ég margar góðar minning- ar frá dvöl á heimili þeirra hjóna. Þegar ég lit yfir lífsferil Hallgríms rennur mér til rifja hve grimm ör- lögin reyndust honum, gérstaklega þegar tillit er til þess tekið að svo mátti segja að hann hafi haft alla burði til farsældar í lífinu. Glæsileg- ur maður, góðum gáfum gæddur, óvenju íjölhæfur og starfshæfur, - hafði auk þess ríka sjálfsvitund og metnað til að notfæra sér þau tæki- * færi sem lífið bauð. - En þannig gerast örlög manna, þau ráðast ekki einungis af sjálfs manns vilja og hæfileikum. Utanaðkomandi at- vik skipta þar oft sköpum. Þannig var um líf Hallgríms Sveinssonar. En þrátt fyrir öll ytri atvik, sem oft voru svo grimm, hélt Hallgrímur sínum manndómi, dugnaði og sterk- um persónuleika. Það er trú mín að hann hafi horfið héðan óbugaður - slíkur var styrkur hans. Ég kveð hann með virðingu og þökk. Margrét Sigurðardóttir Kveðjuorð: Ólafur Bergsteins■ son, Argilsstöðum Fæddur 25. ágúst 1904 Dáinn 6. júní 1986 Æskuvinur minn og leikbróðir, Ólafur Bergsteinsson, seinna bóndi á Árgilsstöðum, andaðist í sjúkra- húsi Suðurlands á Selfossi þann 6. júní sl. eftir þunga sjúkdómslegu. Ólafur fæddist á Argilsstöðum (suð- urbæ) 25. ágúst 1904 og hefði þvi orðið 82 ára í dag, hefði hann lif- að. Foreldrar hans voru Bergsteinn Ólafsson, Árgilsstöðum í Hvol- hreppi, og kona hans, Þórunn Isleifsdóttir frá Kanastöðum í Land- eyjum. Eignuðust þau þijá syni: Gizur ísleifsson, Ólaf og ísleif. Bergsteinn var hreppsnefndarodd- viti í Hvolhreppnum um margra ára skeið og vel látinn í því starfi. Giz- ur lagði stund á lögfræði og síðan lögfræðistörf og endaði embættis- feril sinn sem hæstaréttardómari. Hugur Ólafs Bergsteinssonar hneigðist til æðri menntunar og hóf hann nám hjá séra Erlendi í Odda, eins og Gizur bróðir hans hafði gert, og fór orð af því að hann væri ekki síðri námsmaður en Giz- ur. En leið Ólafs varð önnur. Við fráfall Bergsteins Ólafssonar var Ólafur sá eini sonanna sem hafði aðstöðu og getu til þess að taka við jörðinni og varð sú raunin á að hann gerðist bóndi á suðurparti Árgilsstaða og bjó þar til æviloka. Sökum fjarvista af völdum sjúkleika varð hann þó að hafa ráðsmann, til þess að annast búskapinn allra síðustu árin. Föðurætt Ólafs hafði iengið búið á Árgilsstöðum og svo að aðeins sé farið aftur til fyrri hluta siðustu aldar, þá bjuggu þar hjónin Berg- steinn Sigurðsson og Þórunn Einarsdóttir. Bergsteinn skipti jörð- inni milli tveggja bama sinna, Jóns og Þuríðar, ög hefur þar verið tvíbýli síðan. Jón kvæntist Þuríði Eyjólfsdóttur frá Torfastöðum í Fljótshlíð og bjuggu þau í norður- bænum, en Þuríður giftist Ólafi Ambjamarsyni frá Flókastöðum í Fljótshlíð, og bjuggu þau í suður- bænum. Eignuðust þau átta böm, 4 syni og 4 dætur, sem náðu fullorð- ins aldri. Næstyngsti sonurinn, Bergsteinn, tók við jörðinni eftir foreldra sína, Þuríði og Ólaf, en Finnbogi, yngsti sonurinn, dvaldist hjá bróður sínum og vann hann á búinu af trúmennsku og dugnaði til æviloka. Hann hvorki kvæntist né eignaðist böm. Bergsteinn og Þórunn eignuðust þijá syni, eins og áður var sagt og var Ölafur annar í röðinni. ísleifur missti heils- una f æsku og dvaldi hjá foreldmm sínum. Tildrög kunningsskapar og vin- áttu okkar Ólafs vom þau að ég ólst upp á norðurbænum á Árgils- stöðum hjá móðurforeldrum mínum, Eyrúnu Jónsdóttur og Kristjáni Jónsssyni frá Geirlandi á Síðu. Höfðu þau misst son, er hét Sigurður, en ég fæddist um það leyti (1907), svo að ég var skírður Sigurður og falinn ömmu og afa til fósturs á Argilsstöðum. Móðir mín var Guðný Kristjánsdóttir systir Sigurðar heitins. Ólafur í suðurbænum var þremur ámm eldri en ég, svo að við urðum að sjálfsögðu leikbræður, en geng- um aðeins einn vetur saman í barnaskclann á Stórólfshvoli, því að skólaskyldan var þá aðeins 4 ár. Leikir okkar Ólafs gengu ekki út á nein ærsli, nema til kæmu krakkar af öðmm bæjum. Annars stunduðum við Ólafur margendur- teknar skoðunarferðir eða könnun- arferðir um alla landareign Árgilsstaða, sem var mjög víðáttu- mikil og fjölbreytileg, og oft líka út fyrir hana sjálfa. Helstu ömefnin vom Krappinn og Hólmurinn, sem nær langleiðina að bænum Reyni- felli, Árgilsstaðafjall og Vatnsdals- fjall og þar fyrir handan Þríhym- ingur, sem er 667 metrar á hæð. Vom þetta stundum langar göngur, eins og þegar við gengum yfír Ár- gilsstaðaflall og Vatnsdalsfjall og upp á Þríhyming og til baka sömu leið í einni ferð. Þetta var ógleym- anleg ferð, veðrið bjart og víðsýni mikið. Þá em ótaldar allar beija- ferðimar bæði í Hólminn inn með Fiská og Rangárhólmann fyrir neð- an Tungufoss í Eystri-Rangá. Og svo var það allt buslið í hyljunum í Fiská, sem var notalega volg i hitanum á sumrin. Ekki kunnum við þá ennþá að synda. Fyrsti mað- urinn, sem ég sá synda, var Gizur bróðir Ólafs. Gerðist það í hylnum neðan við Skútufoss og við mikla aðdáun. Ólafur hafði mikinn áhuga fyrir skógrækt og ræktaði mikið af tijám heima hjá sér. í Árgilsstaðalandi er lítið um skóglendi. Stærsti skóg- lundurinn var í Sauðhamrinum í gljúfri Fiskár, og var þetta mikill uppáhaldsstaður okkar, ekki síst fyrir það, að dálítið erfitt var að komast að honum. „Ekki fyrir loft- hrædda menn,“ sögðum við. Rétt er að taka það fram, að aldrei henti okkur slys á öllu þessu busli og klifri, þó að stundum væri tæpt farið, enda var Ólafur sérstaklega gætinn maður og réði oftast ferð- inni. í Hvolhreppnum var starfandi bæði ungmennafélag og lestrarfé- lag og tókum við Ólafur báðir virkan þátt í þeim. Héldu bæði fé- lögin fundi oft með fyrirlestrum eða upplestri, svo og dansleiki. Verð ég að játa, að ég var mun áhugasam- ari um dansinn, enda reyndist eg veikari á því hála svelli en Ólafur, sem hvorki kvæntist né eignaðist böm. Á skautasvellunum reynd- umst við aftur á móti jafnari. Leiðir okkar Ólafs skildu, þegar ég fór frá Árgilsstöðum haustið 1924 og hóf nám í Fellsmúla hjá séra Ófeigi. Nokkrum sinnum heim- sótti ég Ólaf eftir það að Árgilsstöð- um, en ekki gafst þá tími til meiri háttar skoðunarferða. Síðast sá ég Ólaf þegar ég heim- sótti hann hér á Landakotsspítala sl. vetur, og var hann þá orðinn mikið sjúkur. Ekki gátum við þá rifjað upp neinar æskuminningar, svo að í stað þess hef ég í þessum línum riíjað upp nokkrar þeirra frá eigin bijósti. Sigurður Pétursson frá Árgilsstöðum. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og jarö- arför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, MAGNÚSAR GUNNARS MAGNÚSSONAR aöalvarðstjóra, Seljabraut 42. Sérstakar þakkir færum við fólögum hans-i lögregluliði Reykjavíkur. Kristfn Báröardóttir, Simon Gunnarsson, Eygló Andrésdóttlr, Jóna Gunnarsdóttir, Jón Friöriksson, Jóhann Gunnarsson, Matthías Gunnarsson, Guöbjörg Haraldsdóttir, Dagný Gunnarsdóttir og barnabörn. t Innilegar þakkir til allra er auösýndu okkur samúö og vinóttu viö andlát og útför ÓLAFS ÓSKARSSONAR, Boöaslóð 27, Vestmannaeyjum. Kristfn Jónsdóttir, Harpa Njátsdóttir, Óskar Ólafsson, Halldóra Ólafsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.