Morgunblaðið - 23.08.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.08.1986, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 1986 Athugasemd frá O. Johnson og Kaaber hf. vegna frétta um kaffimál í Morgunblaðinu hinn 21. ágúst sl. og í hádegisfréttum ríkisút- varpsins hinn 19. ágúst sl. var skýrt frá niðurstöðu rannsóknar á kaffiinnflutningi fyrirtækisins. Er frásögn fréttamanna fyrst og fremst byggð á bréfi rikissaksóknara til rannóknarlögreglu ríkisins frá 18. ágúst 1986. í því bréfi er frá því skýrt að rannóknin hafi leitt í Ijós að fyrirtækið hafi nýtt alla afslætti með löglegum hætti. Jafn- framt er talið hugsanlegt að forráðamenn fyrirtækisins hafi gerst sekir um refsiverðan verknað varðandi verðlagsmál og ef svo væri yrði ekki unnt að koma yfir þá refsinsu vegna fyrningar sakar. Fyrirtækið fellst ekki á að sú niðurstaða sé rétt að refsiverður verknaður hafi verið framinn í fyrir- tækinu. Skal eftirfarandi tekið fram í því sambandi: 1. Ekki kemur fram i niðurstöðu ríkissaksóknara að um er að ræða verðútreikninga og skýrsl- ur tveggja sjálfstæðra fyrir- tækja. Annars vegar er um að ræða verðútreikninga fyrirtækis okkar, sem gerðir eru um leið og innflutningur hráefnis á sér stað. Er í þeim útreikningum tekið fram að þeir séu ekki end- anlegir. Hins vegar er um að ræða verðútreikninga Kaffí- brennslu O. Johnson & Kaaber hf. Kaffíbrennsla O. Johnson & Kaaber hf. sendi sjálfstæða Athugasemd frá Manfreð Vilhjálmssyni Morgunblaðlnu hefur borizt eftirfarandi athugasemd frá Manfreð Vilhjálmssyní, arkitekt: 22. ágúst 1986 Hr. ritstjóri. Vegna skrifa í einu vikublaði borgarinnar um tengsl mín við Þor- vald S. Þorvaldsson, einn dóm- nefndarmanna í samkeppni um nýbyggingu Alþingis, vil ég vinsam- legast fara þess á leit við þig, að blaðið birti eftirfarandi tilkynningu, sem kom í Lögbirtingarblaði nr. 78: „Það tilkynnist til fírmaskrár Reykjavíkur, að þann 1. apríl 1984 hætti Þorvaldur S. Þorvaldsson störfum hjá fírmanu Arkitektar Manfreð og Þorvaldur sf. Fyrirtæk- ið hefur ekki starfað frá sama tíma, er hætt starfsemi og óskast því tekið út af fírmaskrá. Reykjavík 15. mars 1986.“ verðútreikninga til verðlagsyfír- valda eins og aðrar kaffibrennsl- ur, byggða á þeim kostnaði, sem kaffíbrennslan hafði. Voru verð- útreikningar þessir svo og verðútreikningar annarra kaffí- brennslna í landinu fyrirliggj- andi þegar verðlagsyfírvöld tóku ákvörðun um verð á kaffí. Allir afslættir, sem komu í hlut Kaffí- brennslu O. Johnson & Kaaber hf. komu fram í verðútreikning- um félagsins. Það er því ekki rétt sem haldið er fram í bréfí rikissaksóknara að afslættir að fjárhæð 1.458.061 bandarískra dala hafí ekki komið fram í verð- útreikningum á kaffí. Aðfínnslur ríkissaksóknara eiga aðeins við um þann hluta afsláttanna, sem komu i hlut O. Johnson & Kaab- er hf., en fyrirtækið taldi sér heimilt að skipta framangreind- um afsláttum meðal annars af þeim sökum að fyrirtækið lagði aðeins 4% á innflutt hráefni í stað 8%, sem heimilað var af verðlagsyfírvöldum. 2. Öll kaffíinnkaup eru með heimild gjaldeyrisyfírvalda greidd með víxlum í erlendum gjaldmiðli. Voru afslættir dregnir frá við uppgjör á innkaupunum um leið og þeir lágu fyrir og var viðkom- andi greiðslubanka gerð grein fyrir þeim. Vegna mikilla breyt- inga á gengi á þeim árum er rannsóknin náði til, urðu einnig breytingar á verðútreikningum Kaffíbrennslunnar vegna geng- istaps, sem lagðist við innkaups- verð hráefnisins. Komu breytingar þessar einnig fram í verðútreikningum Kaffíbrennsl- unnar. 3. Verðlagsstofnun hefur fengið allar upplýsingar um þau mál- efni sem framan hefur verið lýst. Hafa forráðamenn fyrirtækisins því verið í góðri trú um að starfs- hættir fyrirtækisins væru í samræmi við lög. Jafnframt kom fram í sama viku- blaði að teiknistofur okkar Þorvald- ur S. Þorvaldssonar væru „hlið við hlið“. Teiknistofa mín er á Berg- staðastræti 52 en stofa Þorvaldar á Borgartúni 3 hér í borg. Með þökk, Manfreð Vilhjálmsson, arkitekt. Sigurður Jónsson flugmaður látinn SIGURÐUR Jónsson flugmaður (Siggi flug) lést í fyrrinótt, 76 ára að aldri. Sigurður var hand- hafi fyrsta flugmannsskírteinis sem gefið var út hérlendis og vann lengst af starfsævi sinnar að flugmálum. Eftirlifandi kona hans er Guðbjörg Siguijónsdóttir og eignuðust þau fjögur bÖrn. Sigurður fæddist á Eyrarbakka 18. febrúar 1910. Foreldrar hans voru Jón Sigurðsson verslunarfull- trúi og Karen Frímannsdóttir. Sigurður hélt ungur til Þýskalands í flugnám og tók þar próf 1930 sem atvinnuflugmaður. Hann var flug- maður hjá Flugfélagi íslands árin 1930-31 þegar það var lagt niður í þáverandi mynd. Á árunum 1932- 45 stundaði Sigurður ýmis störf, og var meðal annars flugmaður hjá Flugfélagi íslands endurreistu árin 1941-42. Sigurður var skipaður skrifstofu- stjóri flugmálastjóra 1945 þegar það embætti var stofnað. Síðan fulltrúi flugmálastjóra við loftferða- eftirlit ríkisins, auk þess að gegna stöðu flugmálastjóra í fjarveru hans. Árið 1956 var Sigurður skip- aður framkvæmdastjóri loftferða- eftirlits ríkisins og gegndi því starfí til ársins 1974. Sigurður var formaður Félags flugmálastarfsmanna 1950-51 og Ljósmynd/Snorri Snorrason Hér sést Halldór Beck fljúga flugvélinni TF-Kav, af gerðinni Tiger Moth, yfir Reykjavík á af- mælisdegi borgarinnar fyrir 40 árum, 18. ágúst 1946. Flugdagurinn í dag FLUGDAGUR verður haldinn í dag, laugardag, og hefst flugsýning á Reykjavíkurflugvelli kl. 14. Lokadagur sýningarinnar Flug ’86 i skýli nr. 1 á flugvellinum er í dag og verður sýningin opin frá kl. 14 til 17. Stytta af Agnari Kofoed Hansen verður afhjúpuð í skýli 1 kl. 13:30 í dag, en 50 ár eru nú liðin frá því hann var skipaður flugmálaráðunautur ríkis- stjómarinnar. Eftir minningarathöfnina hefst svo flugsýning og munu erlendar flugsveitir sýna list- flug, auk þess sem aðrar flugvélar verða til sýnis á flugvellinum. Er þeim sem hug hafa á að fylgjast með því sem fram fer í háloftunum, bent á að útvarp- að verður beint frá flugsýningunni á rás svæðisút- varps Reykjavíkur (90,1 FM) og öðru hvoru á rás tvö. Flug ’86 hefur verið opin almenningi síðan á þriðjudag, en í skýlinu hafa ýmis félög sem tengj- ast flugi kynnt starfsemi sína. Utan dyra eru flugvélar af ýmsum gerðum til sýnis og alla dagana hefur farið fram flugsýning. Sviffíugmenn hafa sýnt listir sínar auk fallhlífastökkvara og svifdrekaflug- manna. Þýsk flugvél af gerðinni Domier hefur vakið sérstaka athygli fyrir lipurð í flugtaki og listflugi og veður hún áfram til sýnis í dag. Fyrir 40 árum var haldinn flugdagur á afmæli Reykjavíkurborgar, 18. ágúst, og voru þá einnig margs konar flugvélar til sýnis. Að sögn Snorra Snorrasonar, flugmanns, hófst flug'dagurinn með því að íbúar Reykjavíkur voru vaktir fyrir hádegi með miklum látum þegar hópur smáflugvéla flaug lágflug yfír bæinn til að minna á flugsýninguna síðar um daginn. Á meðfylgjandi mynd sést flugvél af gerðinni Tigermoth fljúga yfír Reykjavíkurflugvöll þann dag, en myndina tók Snorri á gamla kassa- myndavél úr annarri slíkri vél. Alls voru Tigermoth- vélamar þtjár og skömmu eftir að myndin var tek- in, tók sú í miðið, sem var í eigu Svifflugfélagsins, bakfallslykkju (loop) undir stjóm Halldórs Beck. Samtímis veltu hinar tvær flugvélamar sér í hring (roll), en við stjómvöl þeirra sátu Jóhann Markússon og Anton Axelsson, flugkennari hjá Cumulus flug- skólanum, en báðar flugvélamar voru í eigu skólans. Anton sýndi einnig listflug á tvíþekju af gerðinni Stearman. Snorri var í flugnámi á þessum tíma og á því 40 ára flugafmæli innan skamms. Skylduaðild að BISN og SINE: „Valdið er Sverris“ — segir Ragnhildur Helgadóttir „MÉR FINNST að fólk eigi að vera aðilar að þeim félögum, sem það sjálft vill og öðrum ekki,“ sagði Ragnhildur Helgadóttir heilbrigðis- og tryggingamála- ráðherra í samtali við Morgun- blaðið þegar hún var innt álits á þeirri ákvörðun Sverris Her- mannssonar menntamálaráð- herra að draga af námslánum þeirra sem eru í sérskólum eða við nám erlendis félagsgjald til BÍSN (Bandalag islenskra sér- skólanema) eða SÍNE (Samtök íslenskra námsmanna erlendis). Ragnhildur afnam þessa skyldu- aðild á sinum tíma. ritari flugráðs 1960-73. Hann var sæmdur Fálkaorðunni 1960 og gerður að heiðusrfélaga í Félagi íslenskra atvinnuflugmanna 1953. „Mér fínnst enn fremur að ekki eigi að taka félagsgjald af námsláni nema námsmaður vilji það sjálfur. Það á ekki að nota opinbert fé sem varið er til Lánasjóðs íslenskra námsmanna til þess að borga fé- lagsgjald í félög sem það ef til vill kærir sig ekki um að vera aðili að,“ sagði Ragnhildur Helgadóttir fyrrum menntamálaráðherra. Um ákvörðun Sverris vildi Ragnhildur ekki tjá sig að öðru leyti en því að hans væri valdið; „þetta er hans ákvörðun." Ákvörðun Ragnhildar á sínum tíma hafði þær afleiðingar í för með sér fyrir BÍSN og SÍNE að tekjur þeirra af félagsgjöldum minnkuðu um helming. Hjá SÍNE hafði þessi ftjálsa félagsaðild þau áhrif að þeim námsmönnum erlendis sem lán fá hjá lánasjóðnum fækkaði um 50%. Hlutfall þetta er núna 60% og sagði formaður SÍNE, Bjöm Rúnar Guð- mundsson, að hann hefði ekki ástæðu til að ætla annað en það hlutfall hefði haldið áfram að hækka. Bjöm kvaðst vera ánægður með ákvörðun Sverris enda myndi hún hafa í för með sér sterkari fjár- hagslega stöðu félagsins. „Mér fínnst sjálfsagt að ríkið tryggi okk- ur á þennan hátt fjármagn úr því að það á annað borð ætlast til þess að við höfum fulltrúa í stjóm lána- sjóðsins og séum á annan hátt í hagsmunagæslu fyrir námsmenn." „Ég tel þett vera mikið skref aftur á bak,“ sagði Vilhjálmur Egilsson formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna í samtali við Morgunblaðið. „Hagsmunasamtök námsmanna ættu sem mest að lúta lögmálum fijálsra félagasamtaka og tel ég það best fyrir þau sjálf. Þá þyrftu forystumenn félaganna að sýna félagsmönnum að vert sé að borga félagsgjöldin. Þess vegna eru meiri líkur til þess að þeir sinni hagsmunum félagsmanna betur þegar aðildin er ftjáls en að öðrum kosti lfklegt að þeir eyði tíma sínum til þess að sinna allt öðru. Staða þessara samtaka sýnir að nægjanlega margir námsmenn telja þess virði að greiða til þeirra félags- gjöld og svo virðist sem þessi félög séu í sókn frekar en hitt og skyldu- aðild því óþörf." Vilhjálmur taldi að það sama ætti við um Stúdentaráð Háskóla íslands; skylduaðild væri þar óæski- leg og óþörf. Athugasemd: „Fylgjandi varn- arsamstarf inu og hef alltaf verið“ — segir Richard Björg- vinsson bæjarfulltrúi í Kópavogi RICHARD Björgvinsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í bæjar- stjórn Kópavogs hafði samband við Morgunblaðið og vildi koma eftirfarandi á framfæri: „í viðtali við mig um samþykkt bæjarstjómar Kópavogs á endur- skoðun samskipta við Bandaríkja- stjóm, sem birt var í Morgunblaðinu á föstudag, fínnst mér afstaða mín til sjálfs vamarsamstarfsins ekki koma nægilega skýrt fram. í þess- ari tillögu undanskil ég vamarsam- starfíð enda er ég því fullkomlega fylgjandi og hef alltaf verið,“ sagði Richard Björgvinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.