Morgunblaðið - 23.08.1986, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.08.1986, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGÁRDÁGUR 23. ÁGÚST 1986 11 + AF ERLENDUM VETTVANGI Gert að hrefnu á Árskógssandi fyrir nokkrum árum. Hvalsaga frá Bandaríkjunum Fyrir skömmu birtist í bandaríska blaðinu The New York Tim- es grein eftir Thomas W. Netter um hvalveiðimál og koma Islendingar nokkuð við sögu. Þetta er í fyrsta skipti sem þessi mál fá umfjöllun í jafnvíðlesnu blaði og fer greinin hér á eftir, lítiliega stytt: ■ Starfsmenn alþjóðlegra nátt- úruvemdarsamtaka óttast nú að hvalveiðibannið, sem taka átti gildi í ár, muni reynast ómerkt vegna „svívirðilegra" brota nokk- urra ríkja. Á undanförnum vikum hafa nokkrar hvalveiðiþjóðir, svo sem Islendingar, Norðmenn og Suð- ur-Kóreubúar tilkynnt að þær hyggist stunda hvalveiðar í „vísindaskyni", samkvæmt al- þjóðahvalveiðisamningi þeim er gerður var 1946. Hugtakið hval- veiðar í „vísindaskyni" hefur verið lýst af umhverfisverndarmönnum sem „smugu nægilega stórri fyrir hvalveiðiskip". Japan og Sovétríkin hyggjast virða hvalveiðibannið innan nokk- urra ára og hafa þegar dregið úr veiðum, enda hafa stofnar minnk- að og þrýstingur á alþjóðavett- vangi aukist. Bandaríkjastjórn hefur stutt bann við hvalveiðum í ágóða- skyni, en margir verndunarmenn hafa orðið fyrir vonbrigðum með þá ákvörðun hennar að beita Is- lendinga og . Norðmenn ekki refsiaðgerðum, en enn hefur ekki verið ákveðið hvað gert verðui- í málum Suður-Kóreubúa. Sam- kvæmt bandarískum lögum má stjórnin beita þau ríki, sem ekki virða fiskveiðisamninga, refsiað- gerðum, sem felast í því að innflutningur á fiski frá viðkom- andi ríkjum er heftur og réttur þarlendra skipa til veiða í banda- rískri lögsögu skertur. Ilvalfriðunarmenn segja að sumir hvalastofnar, svo sem hrefna á Norðaustur-Atlantshafi, séu í bráðri hættu vegna ofveiði. „Ég óttast að hið alþjóðlega samkomulag um hvalveiðibann sé að liðast í sundur,“ sagði í yfirlýs- ingu Charles De Haes, aðalfram- kvæmdastjóra World Wildlife Fund (WWF). „Nýleg yfirlýsing Islendinga um að þeir hyggist drepa hvali í svokölluðu vísinda- skyni og selja afurðirnar til minkabúa og annarra loðdýrabýla er hneykslanleg sniðganga á hval- veiðisáttmálann." Aðaldeilan snýst um eina grein í hvalveiðisáttmálanum, en í henni stendur að hægt sé að stunda takmarkaðar hvalveiðar í vísinda- skyni, enda sé afurða fyrst og fremst neytt á heimamarkaði. Verndunarmenn segja að tii- kynning íslensku ríkisstjórnarinn- ar hinn 6. ágúst, um að 120 hvalir yrðu veiddir á ári og að af þeim 4.000 tonnum af hvalkjöti sem fengjust af skepnunum yrði 51/írþess neytt innanlands, sé út í hött, þar sem árleg neysla Islend- inga hafi til þessa verið um 200 tonn. Helsta lausn Islendinga virðist felast í því að nota þau 1.800 tonn, sem af ganga, til þess að fóðra loðdýr. „Ég fyllist hryllingi við tilhugsunina, því hér sitja vísindin ekki í fyrirrúmi, heldur er hér lagt út í einhveijar „vísindarannsóknir“ til þess eins að halda áfram hvalveiðum í gróðaskyni," segir Peter Kramer, framkvæmdastjóri verndunar- deildar WWF. Verndunarmenn viðurkenna að þörf sé á hvalarannsóknum, en þeir minna á að þegar hafi meira en ein milljón hvalskrokka verið ristir, það sem af er þessari öld. Þeir segja að meira máli skipti að eftirspurn eftir hvalkjöti sé gífurleg í Japan, en hvalkjöt er þar dýrara en úrvals nautakjöt. Margar hvalategundir eru nú friðaðar vegna útrýmingarhættu, en óttast er um margar tegundir, sem enn eru veiddar, svo sem hrefnu. Telja sumir vísindamenn að Atlantshafsstofn hennar sé nú aðeins um 30.000 til 40.000 dýr. Elizabeth Kemf, ritstjóri mál- gagns WWF, segir að hrefnu hafi fækkað svo á þeim miðum, sem norskir hvalveiðimenn sækja, að þrátt fyrir að hvalveiðivertíðin 1986 hafi veríð lengd um tvær vikur hafi þeim ekki tekist að veiða þau 400 dýr, sem þeir máttu Hvalskurður í Hvalfirði. veiða samkvæmt kvóta og hafi þeir aðeins veitt 379 hrefnur. Hvalverndunarsinnar segja að ástandið sé vissulega ekki afleitt þar sem Sovétmenn hafi sagst ætla að hætta hvalveiðum 1987 og Japanir 1988. Spurningin er þó sú hvað verður um hvalkjöts- markaðinn í Japan. „Á því veltur allt,“ segir Kramer, „því ef mark- aðurinn er ekki lengur fyrir hendi, er hvalveiðum í auðgunarskyni í raun lokið.“ Þrátt fyrir að WWF hafi skorað á japönsk stjórnvöld að banna verslun með hvalkjöt, í hvaða til- gangi sem skepnurnar séu veidd- ar, þá standa litlar vonir til þess að Japanir verði við þeim óskum fyrr en 1988. Frammámenn WWF segja að samtökin hafi þróað rannsóknar- aðferðir á hvölum, sem ekki feli í sér að drepa þurfi dýrin. Þeir hafa bent stjórnvöldum í löndum eins og íslandi, Noregi og Japan á þessar aðferðir og reyna að fá þau ofan af hvalveiðum í vísinda- skyni. „Skýra verður frá tilraunum til þess að fara í kring um hvalveiði- bannið,“ segir fyrrnefnd Kemf. „Á meðan hvalir eru drepnir í nafni vísinda og skrokkar þeirra svo seldir er hvalveiðibannið stað- lausir stafir." VERKSMIÐJU H-hÚSÍð AUÐBREKKU-KOPAVOGI § Opió: 10-19 virkadaga/10-17á laugardögum NÝTT SÍMANÚMER ' 69-11-00 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.