Morgunblaðið - 23.08.1986, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 23.08.1986, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 1986 37 Skemmtístaðuriim „Stringfellows“ Pað var mikið um dýrðir er skemmtistaðurinn Stringfellows hélt upp á sitt sjötta afmæli nú á dög- unum. Múgur og margmenni var þar samankominn til að halda daginn há- tíðlegan og mátti þar, meðal annars, sjá mörg æði þekkt andlit. Mestu at- hyglina vakti þó söngvarinn Prince, þar sem hann mætti til leiks með nýja dömu uppá arminn, enga aðra en fyrir- sætuna Jackie St. Clair. Prince kynntist stúlkutetrinu áðeins tveimur kvöldum fyrr í samkvæmi, sem haldið var honum til heiðurs eftir hljómleika hans í borginní. „Ég veit að það hljóm- ar heldur hjákátlega, þegar maður, eins og ég, segist hafa orðið ástfang- inn við fyrstu Sýn,“ segir Prince, „en engu að síður, er það satt. Ég féll bókstaflega kylliflatur fyrir Jackie." Eins og við mátti búast dunaði dansinn hjá Stringfellows fram á rauða nótt og það var ekki fyrr en fór að birta af degi, sem þau skötuhjú Prince og Jackie yfirgáfu staðinn hönd í hönd. Fyrir utan fýrirsætustörfin hefur Jackie sér það helst til frægðar gert, að hafa verið unnusta Andrew Ridge- ley, fyrrum heimings Wham-dúettsins. Af poppstjörnunhi Prince er það ann- ars helst að frétta áð hann hefur undanfarna mánuði unnið að upptök- um á kvikmyndinni „Under the Cherry Kevin O’Donde, bróðir popp- stjörnunnar Boy George, þótti mörgum svipa til Eltons gamla John. okkar, sem ákveðið var að Walther færi með afa, vestur um haf,“ upp- lýsir Odny. „Reyndar var áætlað að við myndum fylgja þeim eftir síðar meír, en einhverra hluta vegna varð aldrei neitt úr þeim áformum. Sambandið milli þessara tveggja fjölskyldufylkinga varð svo æði slitrótt með tímanum - ósamkomu- lag og leiðindi." Bæði höfðu þau Odny og Walther þó reynt að nálg- ast hvort annað, en svo einkenni- lega vildi til að bæði höfðu þau röng heimilisföng undir höndum. „Ég var aldrei fyllilega sáttur við þessi málalok," segir Walther, „og ákvað því að gera eina tilraun einn. Og viti menn, nú voru upplýsingam- ar réttar og bréfið komst til skila." „Ég gleymi honum sennilega seint, svipnum á henni Odny, þegar hún opnaði bréfið,“ segir eiginmaður hennar, Öivind Larsen. „Hún ger- samlega missti stjóm á sér, hoppaði og skoppaði um alla íbúð og síðan hún frétti að hann væri á leiðinni hingað í heimsókn hefur hún vart verið viðræðuhæf.“ Walther, sem kominn er á eftirlaun, segir óráðið hvenær hann snýr aftur til Kanada. „Pyrst ég er loks búinn að finna fjölskylduna, ætla ég að njóta þess að vera með henni í a.m.k. nokkra mánuði. Síðan geri ég mér vonir um að þau komi og heimsæki okk- ur, vestur um haf, seinna meir,“ segir Walther og lítur kankvís á systur sína, sem kinkar ákaft kolli og brosir breitt. — Já, ævintýrin gerast enn. Skötuhjúin Prince og Jackie St. Clair yfirgefa samkvæmið rétt fyr- ir sólarupprás. , , Moon“, sem að mestu Ieyti er tekin í Frakklandi. Mótleikkona hans í þeirri mynd er breska að ætt og uppruna og heitir Francesca Annis. I nýlegu viðtali, sem Daily Express átti við hana, segir hún Prince lítinn saman- rekinn nagg, sem líti afar stórt á sjálfan sig. „Allan tímann meðan við vorum í Frakklandi var Prince um- kringdur lífvörðum frá morgni til kvölds," segir Francesca. „Það má vel vera að í Ameríku sé þess þörf, en þarna var þetta alveg fáránlegt. Þess- ir kraftakarlar æddu svo um allt og æptu út í loftið: „Haldið ykkur í hæfí- legri fjarlægð." Þetta besta við þetta allt saman var, að það var bókstaflega enginn, sem gerði minnstu tilraun til að nálgast drenginn," segir hún. En hvað um það — aftur snúum við okkur að afmælisveislu Stringfellows. Þar var bróðir Boy George, Kevin O’Dond, t.a.m. meðal gesta og vakti hann mikinn fögnuð viðstaddra fyrir skrautlegt útlit í meira lagi. Sam- kvæmisklæðnaður þeirra félaga í hljómsveitinni „Singue, Sigue Sputnik" sló þó allt annað út, þeir voru stífmál- aðir í framan, hár þeirra í öllum regnbogans litum og stóð að sjálfsögðu allt upp í loft. Að sjálfsögðu var svo fagnaðurinn festur á fílmu og birtum við hér nokkrar myndir af fyrmefndum samkvæmisgestum. Já, skrautlegir í meira lagi, það er heldur vægt til orða tekið. Með- limir sveitarinnar „Eigue, Sigue Sputnik“ voru alveg í banana-stuði i sex ára afmælisveislu skemmtistaðarins Stringfellows. COSPER 9527 COSPER — Að hugsa sér, við Steingrímur Hermannsson erum fæddir í sama stjörnumerki. Skúffukaka I. Bakað í ofnskúffunni Það er fljótlegt að baka kökur í ofnskúffunni og skera svo í hluta á eftir. Slíkar kökur þurfa helst að vera nýbakaðar, en það er einnig hægt að setja þær nýbakaðar í frysti og geyma til síðari nota. Uppskriftirnar sem hér fylgja eru norskar og tvær kökurnar heita því undarlega nafni „Mor Monsen". Skúffukaka I (Mor Monsen) 6 egg 225 gr smjörlíki 225 gr sykur 225 gr hveiti 1 tsk. lyftiduft rifínn börkur af einni sítrónu Til skrauts 75 gr kúrenur 100 gr möndlur 50 gr perlusykur Eggin eru aðskilin og hvítumar eru stífþeyttar. Smjörlíki og sykur þeytt vel saman, eggjarauðunum bætt út í ásamt hveiti, lyftidufti og sítrónuberki. Eggjahvíturnar settar varlega saman við. Deigið er sett í smurða ofnskúffu eða annað stórt mót, yfír er stráð brytjuðum kúrenum, möndlum og perlusykri. Bakað í 20 mín. við 200°C skorin í tígla þegar er orð- in köld. Skúffukaka II (Mor Monsen) 300 gr smjörlíki 300 gr sykur 8 egg 300 gr hveiti 1 tsk. lyftiduft rifínn börkur af einni sítrónu Til skrauts 100 gr kúrenur 100 gr möndlur 50 gr perlusykur Smjöriíki og sykur hrært vel saman, eggin aðskilin og rauðum- ar settar saman við, síðan þurr- efnin og börkurinn. Stífþeyttar eggjahvítumar settar varlega saman við. Brytjuðum kúrenum, möndlum og perlusykri stráð yfír. Bakað í ca. 30 mín. neðst í ofni við 175°C og kakan skorið í tígla þegar hún er orðin köld. Hunangskaka 8 egg, 400 gr sykur 400 gr hunang 2 tsk. kanill 1 tsk. neg^ull ’/2 tsk. pipar 1 tsk. hjartasalt 500 gr hveiti rifínn börkur af einni sítrónu Hunangskaka Eggin eru aðskilin, eggjarauð- umar hrærðar með sykri þar til þetta er orðið létt og ljóst, þurr- efnunum og hunangi bætt saman við og að sfðustu stífþeyttum hvítunum (bætt varlega saman við). Deigið sett í smurða ofnskúffu eða stórt mót, bakað í miðjum ofni við 175 ° C í ca. 45 mín. Kakan látin kólna í mótinu en síðan hvolft, skorin í sneiðar og borin fram með smjöri. Hunangskakan geymist vel í frysti. Heimilishom/Bergljót Ingólfs- dóttir Innilegar þakkir til allra sem glöddu mig á sjötiu ára afmœlisdegi mínum 5. ágúst með gjöfum, skeytum ogblómum og sérstakar þakk- ir til tengdadóttur og sonar. Þórdis Guðmundsdóttir, Rauðarárstig 40. STARFSFÓLK GRANDA HF. Við byrjum aftur mánudaginn 25. ágúst að afloknu 3ja vikna sumarleyfi. GRANDI HF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.