Morgunblaðið - 03.09.1986, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 1986
5
Matthías Á. Mathiesen utanríkisráðherra á ráðstefnu ræðismanna:
Utanríkisstefnan hefur tryggt frelsi
o g sjálfsákvörðunarrétt þjóðarinnar
MATTHÍAS Á. Mathiesen, utan-
ríkisráðherra, flutti á ráðstefnu
ræðismanna íslands ræðu, þar
sem hann ræddi um forsendur
og framkvæmd íslenskrar utan-
ríkisstefnu.
Matthías sagði í upphafi ræðu
sinnar, að það sem hann, sem utan-
ríkisráðherra, legði mesta áherslu
á væri fjölþætt markaðsátak, sem
gera verði í náinni framtíð í sam-
vinnu utanríkisráðuneytis, við-
skiptaráðuneytis, hins nýja
Utflutningsráðs og fleiri. Sagðist
Matthías vonast til að ræðismenn
tækju þátt í þessu átaki.
Ráðherrann ræddi um sambands-
slitin við Danmörku og hemám
Breta í upphafi styijaldarinnar, en
þessa atburði taldi Matthías marka
tímamót í samskiptum við aðrar
þjóðir; hnattstaða landsins og öflug-
ar vamir réðu mestu um hvort
hlutleysi ríkja stæðist, en ekki ein-
hliða yfirlýsingar eða eindreginn
vilji og vamarsamningurinn við
Bandaríkjamenn væri staðfesting á
þessum breyttu viðhorfufn.
I þeim kafla ræðu sinnar, er
Matthías fjallaði um vamir íslands,
taldi hann rétt að undirstrika, að
Islendingar þyrftu að standa fast á
eigin hagsmunum þó þeir tækju að
sjálfsögðu tillit til sameiginlegra
hagsmuna ríkja Atlantshafsbanda-
lagsins. Gott dæmi um þetta taldi
Matthías vera útfærsla íslands á
landhelginni og flutninga til varnar-
liðsins.
I umfjöllun sinni um afvopnunar-
mál sagði utanríkisráðherra að lögð
væri áhersla á tvö undirstöðuatriði:
Annars vegar gagnkvæman samn-
ing kjarnorkuveldanna um alhliða
afvopnun og hins vegar að fram-
kvæmd afvopnunar verði tryggð
með alþjóðlegu eftirliti, sem aðilarn-
ir uni og treysti. Varðandi kjam-
orkuvopnalaus svæði sagði
Matthías: „í ályktun Alþingis frá
25. maí er hvatt til könnunar á
möguleikum þess að ná víðtæku
Frá ráðstefnu ræðismannanna á Hótel
flutning iðnaðarvara.
samkomulagi um kjamorkuvopna-
laus svæði í Norður-Evrópu, í lofti,
á láði og legi. Markmið slíks sam-
komulags væri að draga úr vopna-
kapphlaupinu og slaka á spennu.
Það svæði, sem hér um ræðir, af-
markast af Uralfjöllum í austri og
Grænlandi í vestri og nær til ríkja
Atlantshafsbandalagsins og Var-
sjárbandalagsins, svo og hlutlausra
ríkja, er áhuga kynnu að hafa á
aðild að slíku samkomulagi. Tillög-
ur um kjarnorkuvopnalaust svæði
á Norðurlöndunum voru þannig
tengdar víðtækara samkomulagi í
ályktun Alþingis en verið hafði í
umræðum á vettvangi
Norðurlandaráðs.
Morgunblaðið/Börkur
Loftleiðum. Ragnar Halldórsson flytur hér erindi sitt um út-
Matthías ræddi einnig stuttlega
um norræna samvinnu og kvað
hanajafnan hafaverið einn af hom-
steinum utanríkisstefnu Islands.
Sameiginleg stefnumörkun Norður-
landanna gegn aðskilnaðarstefnu
Norðurlandanna væri mikilvægt
dæmi um samstöðu norrænna þjóða
á alþjóðavettvangi.
Matthías minntist í ræðu sinni
40 ára afmælis Sameinuðu þjóð-
anna á síðasta ári; taldi hann
fjárhagsörðugleika stofnunarinnar
sérstakt áhyggjuefni en rekstrar-
halli hennar nam 390 milljónum á
síðasta ári.
Matthías tók alþjóðaviðskipti til
sérstakrar umfjöllunar og kvað
samvinnu Islands við önnur ríki á
alþjóðavettvangi hafa verið mjög
heillaríka fyrir landið. Nefndi hann
sem dæmi þátttökuna í EFTA og
OECD og aðildina að GATT-sam-
komulaginu og tollfríðindasamning-
inn við Efnahagsbandalag Evrópu.
Utanríkisráðherra gerði að lok-
um gæslu íslenskra hagsmuna að
umræðuefni. Varði hann áætlun
íslenskra stjórnvalda um hvalveiðar
í vísindaskyni og fordæmdi afskipti
umhverfisverndarsinna, enda væri
vísindaveiðunum ætlað að stuðla
að skynsamlegri nýtingu hvalaaf-
urða, sem Islendingar hefðu
menningarlegan, hefðbundinn og
siðferðilegan rétt til gera. „Efna-
hagsleg farsæld íslensku þjóðarinn-
ar hvílir á nýtingu auðlinda okkar.“
Lokaorð utanríkisráðherra voru
þessi: „Utanríkisstefna íslendinga
hefur tryggt þeim fullt frelsi og
sjálfsákvörðunarrétt í landinu og
þeir hafa notið góðs af hinu marg-
brotna samstarfi vestrænna þjóða
í stjómmálalegu og viðskiptalegu
tilliti."
_ *
Ræðismenn Islands
erlendis þinga
KJORRÆÐISMENN Islands víðs
vegar að úr heiminum sitja um
þessar mundir ráðstefnu á veg-
um Utanríkisráðuneytisins og er
hún haldin á Hótel Loftleiðura.
Ræðismennimir, sem hingað eru
komnir, eru samtals 127, en í allt
eru ræðismenn Islands erlendis 185.
Margir þeirra hafa fjölskyldur sínar
með, og er hópurinn í allt um 250
manns. Ræðismennirnir koma víða
að; sá sem kemur lengst að er ræð-
ismaður Islands á Nýja-Sjálandi,
en ræðismenn Islands í Færeyjum
áttu um nokkru styttri veg að fara.
Að sögn Kornelíusar Sigmunds-
sonar deildarstjóra í Utanríkisráðu-
neytinu var mikil spenna og
tilhlökkun hjá ræðismönnunum að
koma til Islands; „það er nauðsyn-
legt fyrir þá að rifja upp tengslin
við ísland, fylgjast með því sem hér
á sér stað og hvernig þjóðfélagið
breytist."
Ráðstefnur af þessu tagi hafa
tvisvar sinnum verið haldnar áður;
1971 og ’77. Fyrsti dagur ráðstefn-
unnar var á mánudag; Matthías
Á. Mathiesen setti ráðstefnuna og
minntist Kurt Juuranto fyrrum að-
alræðismanns Islands í Helsinki,
sem lést af slysförum 18. ágúst sl.
Utanríkisráðherra flutti því næst
erindi um forsendur og framkvæmd
íslenskrar utanríkisstefnu. Ingvi
Ingvarsson ráðuneytisstjóri hélt
fyrirlestur um utanríkisþjónustuna
og hlutverk hennar og Þórður Ás-
geirsson ráðuneytisstjóri í Við-
skiptaráðuneytinu flutti erindi
utanríkisviðskipti íslands. Að því
búnu gátu ráðstefnugestir lagt
spumingar fyrir fyrirlesarana.
Að loknu hádegishjéi voru einnig
flutt nokkur erindi. Ólafur Davíðs-
son framkvæmdastjóri Félags
íslenskra iðnrekenda hélt fyrirlestur
um íslensk efnahagsmál, Friðrik
Pálsson flutti erindi um íslenskan
sjávarútveg og útflutning íslenskra
sjávarafurða og að lokum flutti
Ragnar Halldórsson stjórnarfor-
maður Útflutningsmiðstöðvar
iðnaðarins erindi um útflutning iðn-
aðarvara. Að því búnu sátu þessir
aðilar fyrir svörum.
í gær, þriðjudag, fóru ræðis-
mennimir í skoðunarferð, þar sem
m.a. var farið að Gullfossi, Geysi
og Þingvöllum.
Þriðja dag ráðstefnunnar, í dag,
verða haldnir margir stuttir fyrir-
lestrar um ferðamál á íslandi og
einnig munu þeir Matthías Johann-
essen ritstjóri og Davíð Oddsson
borgarstjóri flytja erindi um menn-
ingarmál. Reykjavíkurborg býður
ræðismönnunum til hádegisverðar
þennan dag og síðdegis verður far-
in skoðunarferð um borgina. Að því
loknu verður móttaka fyrir þá hjá
Vigdísi Finnbogadóttur að Bessa-
stöðum. Dagskrá ráðstefnunnar
lýkur svo með léttu skemmtikvöldi
í veitingahúsinu Broadway.
Á fimmtudag fara flestir ræðis-
mannanna til síns heima; nokkrir
hafa þó í hyggju að dveljast leng-
ur, enda eiga margir þeirra hér vini
og kunningja, auk þess sem nokkr-
ir þeirra hafa viðskiptasambönd við
fslenska aðila.
Þegar þig
vantar
veggskáp sem
ekki má kosta mikið
Tegund 84, 19.670,-
breidd 264, hæð 187 sm.
Tegund 86, 29.710,-
breidd 240, hæð 165 sm.
•UVÍ íí
Þessirsnotru ognytsömu skápareru spónlagðir ídökkum viðar-
lit með plastfilmu sem er mjög sterk og eðlileg
húsgagnahöllin
BÍLDSHÖFÐA 20-112 REYKJAVÍK 91 -681199 og 681410
HÚSGÓGIM