Morgunblaðið - 03.09.1986, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 03.09.1986, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 1986 53 Sölutækni I Wl Morgunblaðið/Ágúst Ásgeirsson • Zola Budd í fararbroddi i 1500 metra hlaupi kvenna. Nœst henni koma Tatjana Samoilenko, sem vann silfurverðlaun, og sigurvegarinn Rawilja Agletdinowa, báðar frá Sovétríkjunum. Nœst sovézku stúlkunum kemur Doina Melinte, Rúmeníu, sem varð þriðja. Göhr er „afurð“ íþróttakerfisins Þetta námskeið hefur átt miklum vinsældurri að fagna, en tilgangur þess er að veita þátttakendum innsýn I heim sölu- og samskiptatækninnar. Þátttakendur fá einnig þjálfun I sölumennsku og lýsingu á íslenska fyrirtækjamarkaðnum. Efnk______________________________________ • islenskt markaðsumhverfi. • Uppbygging og mótun sölustefnu. • Vöruþróun, æviskeiö vöru o. fl. • Uppbygging sölubréfa. • Val á markhópum. • Starfsaðferöir sölufólks. • Samskipti og framkoma. • Söluhræösla. • Markaðsrannsóknir og áætlanagerð. Leiðbeinandi: Haukur Haraldsson, sölu- og markaösrððgjafi. ■ Marlies Göhr er einhver mesti afreksmaður austur-þýzkra íþrótta fyrr og síðar. Hún er jafn- framt dæmigerð „afurð“ kerfis íþróttanna þar í landi. Marlies Göhr er 28 ára gömul og hefur verið afar sigursæl í spretthlaupum í áratug. Afrekalist- inn er glæsilegur. Fyrsta stórmótið sem hún vann var úrsiitakeppni Ervópubikarkeppninnar árið 1977. Árið eftir varð hún Evrópumeistari í 100 metrum. Hún vann bæöi í Evrópu- og heimsbikarkeppnunum árið 1979; árið 1981 Evrópubikar- keppninni, 1982 varð hún aftur Evrópumeistari í 100 og ári seinna heimsmeistari. Árin 1983 og 1985 vann hún jafnframt sigur í sérgrein sinni á Evrópu- og heimsbikar- keppnunum. Loks vann hún gull- verðlaun í 100 metrunum í Stuttgart í síðustu viku. Þessu til viðbótar hefur Göhr verið í sveitum Austur-Þýzkalands, sem sigruðu í 4x100 metra boð- hlaupum á tvennum ólympíuleik- um, tveimur Evrópumeistaramót- um og á heimsmeistaramótinu í Helsinki 1983. Eina stórmótið, sem Göhr hefur tapað í 100 metra hlaupi, eru ólympíuleikarnir í Moskvu, þar sem hún var hundraðshluta úr sekúndu frá sigri. Marlies Göhr hóf iðkun frjáls íþrótta aöeins 10 ára. Þegar hún var 13 ára (1971) var hún tekin í sérstakan íþróttaskóla fyrir út- valda efnilega unglinga. Þar hlaut hún þjálfun hjá Horst-Dieter Hille, sem þjálfaði þá m.a. Renötu Stec- her ólympíumeistarann í 100 metra hlaupi 1972 og 1976. Þegar Stecher hætti keppni tók Göhr við hlutverki hennar, sem bezti spretthlaupari Austur-Þýzka- lands. Hefur hún ailan tímann notið þjálfunar Hille og fylgir hann henni á hvert einasta mót. Þjálfar hann allar fremstu spretthlaupa- konur A-Þjóðverja, m.a. Ingrid Auerswald og Sabine Rieger, sem voru í sveitinni, sem setti heims- met í 4x100 metrum í fyrra. Þær kepptu og allar í Stuttgart. í Austur-Þýzkalandi hafa fremstu íþróttamenn þjóöarinnar íþróttirnar að aðalstarfi. Venjulega eru þeir þó í námi einnig, eða í herþjónustu. Bókalesturinn þarf þó ekki að íþyngja þeim og náminu venjulega dreift yfir mikið lengri tíma en ella þyrfti. Samhliða íþróttaæfingum hefur Göhr stund- að sálfræðinám við háskólann í Jena og á enn talsvert eftir af því, þótt orðin sé 28 ára gömul. Þegar íþróttaferlinum lýkur þarf Marlies Göhr ekki að óttast sult og seyru, afrek hennar á íþrótta- sviðinu hafa orðið til þess að vel verður fyrir henni séð. Hún hefur nú iðkað frjálsíþróttir í 18 ár og sagði í Stuttgart að óhjákvæmilega kæmi aö því að hún drægi sig í hlé. í blaðamannamiðstöðinni gekk sú saga að Göhr og Marita Koch, einnig afburöakona í spretthlaup- unum í heilan áratug, hefðu verið neyddar „af kerfinu" til að keppa í Stuttgart; hvorug hefði viljað keppa í sumar. Víst var Koch langt frá heimsmetinu, sem hún setti seint í fyrrahaust, en Göhr var betri en undanfarin tvö sumur, sem er ekki til þess að styrkja orð- róminn. Göhr sagði hins vegar á blaða- mannafundi að enda þótt hún hefði síst á móti því að bæta ólympíu- gulli í safnið þá væru tvö ár í næstu leika og það væri mjög langur tími fyrir hlaupara, sem kominn væri yfir sitt bezta. Námskeiðið hentar sérstaklega sölufólki I söludeildum heildverslana, iðnfyrirtækja,. tryggingafélaga, ferða- skrifstofa og annarra þjónustufyrirtækja, einnig sölu- fólki sem vinnur að sölu á hráefni og þjónustu til fyrir- tækja og stofnana. Stjómunarfelag islands UTFLUTNING5 OG MARKAÐSSKÓU ÍSLANDS Ánanaustum 15-101 fíeykjavlk • S 91 -621063 -Tlx 2085 Arena sigurvegarinn frá Madrid Markow öruggur í þrístökkinu Búlgarinn Christo Markow sýndi mikið öryggi f þrístökk- skeppni Evrópumeistaramótsins. Voru öll stökk hans að einu und- anskildu yfir 17,30 metra og var hann ekki fjarri nýsettu Evrópu- meti sínu. „Takmarkið er að stökkva yfir 18 metra og helzt að verða fyrstur til þess. Ég held það búi meira í mér,“ sagði Markos í samtali við blaðamenn eftir þrístökkskeppn- ina. Hann er 21 árs nemandi í íþróttafræðum. Nítján ára gamall setti hann unglingaheimsmet, 17,42 metra. í fyrra setti hann svo Evrópumet, stökk 17,77 metra i Búdapest. Musijenko sló það met í sumar, stökk 17,77 metra, en Markow endurheimti metið með 17,80 metra stökki skömmu fyrir Evrópumeistaramótið, einnig I Búdapest. Markow náði lengsta stökkinu í fyrstu umferöinni og það gerði Maris Bruziks einnig. Sovétmaður- inn Nikolai Musijenko, sem stökk 17,79 í júní sl. og setti Evrópu- met, varð aðeins sjötti og nær einum metra frá sínu bezta. Aðstæður voru erfiðar til þrístökks þar sem aðhlaupsbrautin var of stutt fyrir stökkvarana. Þurftu þeir að byrja aðhlaupið á grasbletti utan brautarinnar og koma í sveig inn á hana. Afrek Markows er fyrir vikið örlítið betra en tölurnar gefa til kynna. ÚrslK: 1. Christo Markow, Búlgaria 17,66 2. Maris Bruziks, Sovétrikin 17,33 3. Oleg Prozenko, Sovétrikin 17,28 4. Georgi Pomaschki, Búlgaia 16,99 5. Dirk Gamlin, A-Þýzkaland 16,89 6. Nikolai Musijenko, Sovétr. 16,86 7. Volker Mai. A-Pýzkaland 16,74 8. Didier Falise, Belgia 16,74 Verðlauna- peningar Arena 1 Diana Gull 27 S| Silfur 26 12 3 Brons 22 18 ► 1 Samtals 75 þ> 44 4 Heildsölubirgðir^s; 10330 SPORTVÖRUVERSLUN JNGOLFS ÓSKARSSONAR Klapparstíg 40. Á H0RNI KlfiPPfijRSTtGS 06 GRETTISGÖTU S:if783 \ c
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.