Morgunblaðið - 03.09.1986, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 1986
51
Þessir hringdu . . .
Grísku-
kennsla á
hljómplötum
Linda Jóhannesson hringdi:
„Um daginn birtist bréf frá
manni í Velvakanda sem spurðist
fyrir um það hvar væri hægt að
læra grísku hér á landi.
Eftir því sem ég best veit er
hvergi kennd hér nútíma gríska
í skólum, en ég hef lært grísku
með því að nota svokallaðan
„Linguaphone", þ.e.a.s. tungu-
málakennslu á hljómplötum.
Námskeiðinu fylgja leskaflar og
málfræði en að vísu eru allar skýr-
ingar á ensku.
Ef svona kennsla gæti komið
þessum manni að gagni þá hef
ég hug á að selja minn „lingua-
phone" og getur hann haft
samband I síma 22400 til 4 á
daginn og 34099 eftir það.“
Tek að mér
grískukennslu
Ásta Urbancic hringdi vegna
fyrir spumar um grískukennslu í
Velvakanda. Hún sagðist vita að
fom gríska væri kennd í MH og
HÍ.
Ef maðurinn aftur á móti
hyggðist læra nútíma grísku þá
sagðist hún stundum hafa tekið
að sér að kenna hana og er hægt
að hafa samband við hana í síma
26033.
Einnig sagði hún hugsanlegt
að hafa samband við Grikklands-
vinafélagið sem Sigurður A.
Magnússon veitir forstöðu.
Leðurjakka
saknað
Kolbeinn hafði samband við
Velvakanda og sagðist hafa tapað
svörtum leðutjakka í Bæjarbíói í
Hafnarfírði laugardaginn 23.
ágúst sl.
Jakkinn hefur líklega verið tek-
inn í misgripum og er sá sem
hefur hann í fómm sínum beðinn
að hringja í Kolbein í síma 34024.
Munið eftir
boðorðunum
Anna Bjarkan hringdi:
„Mig langar að koma því á
framfæri við hina ýmsu sérhags-
munahópa í þjóðfélaginu sem
segjast starfa í kristilegum anda
að þeir gleymi ekki boðorðum
Guðs. Af gefnu tilefni vil ég minna
á boðorðin „Þú skalt ekki stela"
og „Þú skalt ekki morð fremja".
Hver og einn getur svo litið í
eigin barm og spurt sjálfan sig,
„Hversu kristinn er ég?““.
Perluarmband
tapaðist
Elísabet hringdi:
„Á miðvikudagskvöldið, 27.
ágúst, tapaði ég perluarmbandi í
Austurstrætj á leiðinni frá veit-
ingahúsinu í Kvosinni að Lands-
bankanum.
Sá sem fann armbandið getur
hringt í síma 72341. Fundarlaun-
um er heitið."
Sæmir ekki lýðræðisríkjum
að styrkja valdaræningja
Húsmóðir skrifar:
„Maður þarf ekki að vera mikill
spámaður til að sjá að hungrið fylg-
ir marxismanum hvert sem hann
fer. í sjálfu gósenlandinu Rússlandi
má almenningur þakka frjálsum
bændum í Bandaríkjunum og náð
stjómvalda þar að hann getur keypt
komvörur undir heimsmarkaðs-
verði.
Ekki borga þeir okkur heims-
markaðsverð fyrir það sem við
seljum þeim. Um leppríki þeirra er
best að hafa sem fæst orð. Þetta á
víst að sýna heiminum vinsemd
Rússa. Sjálfir selja þeir olíuna fyrir
hæsta fáanlega verð.
Nú er heimurinn beðinn að bjarga
Angólabúum frá því að svelta.
Valdaræningjamir þar kalla sig
stjómarherra. Sannleikurinn er sá
að þeir þurfa aðstoð málaliða frá
Castro til að bijóta landið undir
sig. Enn í dag ráða þeir ekki yfir
nema hluta landsins.
Hvemig er hægt að tala um lög-
lega stjóm undir þessum kringum-
stæðum?
Svipað er ástatt fyrir Mósambík.
Þar er aðalútflutningsvaran hnetur.
í stjórnartíð Portúgala vom flutt
út 350 til 450 þúsund tonn á ári
en strax á öðm stjórnarári komm-
únista var útflutningurinn kominn
niður í 45 þúsund tonn á ári og
landbúnaðarráðuneytið var kallað
hungurmálaráðuneyti.
Mér fínnst að við íslendingar
ættum að benda á það í einhverjum
af þessum viðræðum sem sífellt
eiga sér stað á milli Norðurland-
anna að við emm lýðræðisþjóð og
viljum lýðræði öllum þjóðum til
handa. Við höfum engan her, enda
höfum við aldrei ráðist á nokkra
þjóð. Við viljum vera hlutlausir en
Rússar komu í veg fyrir að það
væri hægt með framferði sínu. Við
viljum standa við allar skuldbind-
ingar okkar.
Við eigum að láta heiminn vita
það og segja eins og Sneglu-Halli
sagði forðum við hirð Haralds kon-
ungs harðráða: „Enn þykir illt á
vom landi að heita griðníðingur."
Við Skandínavana eigum við að
segja að okkur finnist það ekki
sæma lýðræðisríkjum að styrkja
valdaræningjana í Angóla og Mós-
ambík sem halda úti morðsveitum
Castros til að kúga almenning og
hneppa hann í íjötra kommúnisma.
Við skrifuðum sögu Norðurland-
anna og þess vegna fer vel á því
að við varðveitum hinn forna dreng-
skap. Þjóðin hefði gott af því að
uppalendur kenndu unglingunum
meira um hann.“
Börnunum er óhætt í baöi
þarsem hitastillta Danfoss
baðblöndunartækið gætir
rétta hitastigsins. Á því er
öryggi gegn of heitu vatni.
Kannaðu aðra kosti Dan-
foss og verðið kemur þér á
óvart.
= HÉÐINN =
SEUAVEGI 2.SÍMI 24260
Fróöleikur og
skemmtun
fyrirháa semlága!
JO
FÆRIBANDA-
M0T0RAR
• Lokaðir,olíu-
kældir
og sjálfsmyrj-
andi
• Vatnsþétting-
IP 66
• Fyllsta gang-
öryggi,
lítið viðhald
= HEÐINN =
VÉLAVERSLUN, SÍMI 24260
SÉRFRÆÐIÞJONUSTA-LAGER
getrguna
VINNIWGAR!
2. leikvika — 30. ágúst 1986
Vinningsröð: 1 2X-X1 X-1 2 1 -1 1 2
1. vinningur: 11 réttir,
kr. 35.915,-
2379 (1/10)+
45146 (4/10)
47596 (4/10)+
47614 (4/10)+
51361 (4/10)
51677 (4/10)+
53209 (4/10)+
55198 (4/10)
59750 (4/10)
126023 (6/10)
200305 (9/10)
Úr 1. viku:
58816 (6/10)+
59397 (4/10)+
59418 (4/10)+
2. vinningur: 10 róttir,
kr. 957,
982 10300 47605+ 52691 98716 128075' 200867
1744 10312 47606+ 53390+ 99159+ 128192* 201052
2352+ 11452 47607+ 53516 100247*+ 128616 + 201198
2574+ 11817 47695+ 53792+ 100259 + 128621’ + Úrl.viku:
2590+ 11883 48016 55098 + 125043 128662 + 47935
2955 11900 48052 57291 125392’ 128667 + 51492+
2956 11096 48123 57517 125689 128672 + 51497+
3642 11257 48304 58143* 125715 128690 + 51865+
5207 12149 49571 58763 125978 128686 + 51870+
5586 12846 50160 58975 125981 128694 + 51875+
5632 13029 50640+ 60280 125982 128732 + 51880+
5813 13030 50870 60583+ 126016 128736+ 52013+
6099 13233+ 51257 60595+ 126148 128875 58946+
6730 45237 51359 60861 126306 128899 59137+
7913 46208 51362 61051 127005 12893V 59508
8442 46292' 51365 61080+ 127022 129065 + 59587
8523+ 45406' 51372+ 95474 127049 167746 59644
9385+ 47583+ 51496+ 95583 127115 167866+ 125505
9900 47590+ 51676+ 96376 127205 167928 Úr 32.viku
9998 47592+ 51936 96036 127531*+ 20060 fyrra árs:
10077 47594+ 52348 98006+ 127868 200064 66557
QL
Kærufrestur er til mánudagsins 22. sept. 1986 kl. 12.00 á hádegi.
íslenskar Getraunir, íþróttamiðstöðinni v/Sigtún, Reykjavík
Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmörinum og á skrifstofunni I
Reykjavfk. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur veröa teknar til greina.
Handhafar nafnlausra seðla (+) verða að framvisa stofni eða senda stofninn og fullar
upplýsingar um nafn og heimilisfang til Islenskra Getrauna fyrir lok kærufrests.