Morgunblaðið - 03.09.1986, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.09.1986, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKÚDAGUR 3. SEPTEMBER 1986 Atlantshaf sbandalagið: 65 þús. menn æfa varnir Evrópu Casteau, Belgíu, AP. ÞANN 12. september munu hermenn frá fimm aðildarríkjum Atlants- hafsbandalagfsins hefja umfangsmiklar heræfingar i Danmörku og Vestur-Þýskalandi. Talið er að um 65.000 menn taki þátt í æfingun- um en þeim lýkur 7. október. Yfirherstjóm Atlantshafsbanda- lagsins í Evrópu gaf út tilkynningu um æfingamar í gær. Þar sagði að tilgangurinn með þeim væri sá að tryggja að hersveitir frá Dan- mörku, Vestur-Þýskalandi, Hol- landi, Bandaríkjunum og Bretlandi væru ávallt í viðbragðsstöðu. Fyrirliggjandi áætlanir um flutn- inga á mönnum á hergögnum á óvissu- og átakatímum til Norður- og Mið-Evrópu verða m.a. æfðar. Æfingar þessar eru liður í árlegum haustæfíngum Atlantshafsbanda- lagsins, sem ná allt frá Norður- Noregi suður til Tyrklands. Æfíngarnar, sem hefjast nú í september, kallast „Varðstaða ’86“ (Bold Guard ’86). Sem fyrr sagði munu 65.000 menn taka þátt í þeim en auk þess verður notast við 150 þyrlur, 2.400 vélknúin ökutæki, 150 flugvélar og 20 skip. Afganistan: Skæruliðar í sókn í Herat Tilbúnar í stríðið Styrjöldin milli írans og íraks hefur nú staðið í sex ár og er talið, að eigi færri en 350.000 manns hafi fallið þar. íranir halda því fram, að „lokasóknin" sé hafin. Þar í landi er hervæðing- ing alger og nær hún til allra hópa þjóðfélagsins. Mynd þessi sýnir sveit kvenna vopnaðar vélbyssum, albúnar til þátttöku í stríðinu. Persaflóastríðið: Islamabad, AP. SKÆRULIÐAR múhameðstrúarmanna í Afganistan hafa náð hluta borgarinnar Herat á sitt vald, í þriðja sinn í sumar. Háðu þeir harða bardaga við stjórnarhermenn og Sovétmenn er beijast með sljómar- liðum. Vestrænir stjómarerindrekar er ekki vilja láta nafna sinna getið, segja að skæruliðar hafi eldri hluta borgarinnar á valdi sínu, en stjóm- arhermenn og bandamenn þeirra, Sovétmenn, ráði nýja hlutanum og flugvellinum. Herat, sem er í um 130 km. fjarlægð frá landamærum Afganistan og Iran, var áður þriðja stærsta borg landsins, en er nú illa farin vegna hinna hörðu bardaga er þar hafa geisað. Margir borgar- búanna hafa flúið til höfuðborgar- innar Kabúl, eða yfír landamærin til íran. Afgönsk stjómvöld halda því fram, að íranskir hermenn hafí reynt að aðstoða fólk á flótta til Iran, en verið reknir til baka yfír landamærin. Bardagar halda áfram í nágrenni við Kabúl og í borginni sjálfri. Heimildarmenn segja 100 hafa lát- ist er vopnageymsla sprakk þar í loft upp í síðustu viku, en ríkis- stjómin segir að ekkert manntjón hafí orðið. Hörðustu bardagar frá þvi í júnímánuði íranir segjast hafa fellt 3.000 menn Nicosia, AP. ÍRANIR segjast hafa náð mikil- vægri radarstöð íraka á sitt vald og hafa gereyðilagt þijár her- Ítalía: Minnisvarði um aldamóta- stj ór nley singj a bannaður OPINBER minnismerki má ekki reisa til minningar um hryðjuverk, hversu fjarlægt, sem það kann að vera. Sú er alténd skoðun ítalska dómarans Giovanni Panebianco, sem bannaði 25. ágúst að sett yrði upp stytta úr marmara í minn- ingu stjómleysingjans Guetano Bresci skammt fyrir utan bæ- inn Carrara í héraðinu Tosc- ana. Bresci _ þessi skaut Umberto I. Ítalíukonung til bana árið 1900. Dómarinn gerði tuttugu bæjar- stjómarmönnum í Carrara og tveimur embættismönnum stjóm- arinnar viðvart og sagði að dómsrannsókn yrði látin fara fram vegna þess að þeir greiddu því atkvæði að styttan yrði reist á landi í eigu hins opinbera. Fimm yfírlýstir stjómleysingjar sóttu um að reisa styttuna og fengu þeir svipaða tilkynningu frá Panebianco. Þessir 27 menn eiga á hættu að verða lögsóttir fyrir að réttlæta glæp Brescis. Borgin Carrara er fræg fyrir marmaranámur sínar, en hún var einnig vagga anarkistahreyfing- arinnar á Italíu. Og þar eru menn enn skírðir nöfnum á borð við Ideale og Libertario. Samband ítalskra anarkista hefur enn höf- uðstöðvar sínar í borginni, þótt þar séu nú aðeins tveir anarkista- kjamar eða -sellur (skráðar sem menningarklúbbar) og félagar í þeim flestir hátt á sjötugsaldri. Hugsjón stjómleysingjanna í Carrara er nú lítið annað en hug- ljúfar minningar nokkurra aldr- aðra verkamanna úr marmara- námunum. Litli anarkistakirkjugarðurinn fyrir utan Carrara er orðinn svo snar þáttur í umhverfi bæjarins að bæjarstjómarmenn töldu að- eins formsatriði að leyfa stjóm- leysingjunum að reisa vængjaðan minnisvarða um konungsmorðið, sem þeir kalla „framlag Brescis til frelsis". Bæjarstjómarmenn- imir ályktuðu sem svo að það væri vandkvæðum bundið að fremja konungsmorð á Ítalíu á vorum dögum þar sem Ítalía væri nú lýðveldi. Enginn bæjarstjóm- armannanna bjóst við því fjaðra- foki, sem sigldi í kjölfarið. Kvenmaður í bæjarstjóminni sagði dómara í Carrara að hún hefði greitt atkvæði með því að styttan yrði reist í þeirri von að bærinn yrði fegurri. Panebianco og Oscar Luigi Scalfaro innan- ríkisráðherra láta sér fátt um fagurfræðilegar vangaveltur fínnast. Scalfaro kveðst ætla að áfrýja til ríkisráðsins, sem er valdameira en bæjar- og sveitar- stjómir, til þess að koma í veg fyrir að minnisvarðinn verði reist- ur í kirkjugarðinum. Heimild: The Economist. stöðvar í norðurhluta landsins. Hin opinbera fréttastofa írana segir að 700 hermenn frá írak hafi verið felldir. Útvarpið í Bagdad sagði í stuttri frétt að íranir hefðu náð radarstöðinni í AI-Amiq en kvað hermenn íraka „mæta óvininum af hörku". Umrædd radarstöð er vel búin tækjum og sögðust íranir nú hafa náð yfirráðum í lofti og á legi í norðurhluta Persaflóa. IRNA, hin opinbera fréttastofa írana, sagði flugvélar þeirra hafa sökkt freigátu úr flota íraks. Þá sagði einnig að stórskotalið í suður- hluta íran hefði gert árás á hafnar- borgina Umm Qasr. írakar segjast hafa fellt og sært þúsundir írana í bardögum á norð- ur-vígstöðvunum. I tilkynningu frá herstjóminni sagði að flugsveitir íraka hefðu grandað fímm írönsk- um þyrlum og gert harðar sprengju- árásir á skotmörk í íran. IRNA segir að 3.000 hermenn íraka hafí verið felldir síðustu tvo sólar- hringa. Arás þessa nefna Iranir „Karbala-2“. Shítar telja borgina Karbala í Irak heilaga og segjast íranir ekki munu hætta sókninni fyrr en þeir hafa náð borginni á sitt vald. Karbala er um 230 kíló- metra vestur af landamærum ríkjanna tveggja. A 7. öld háðu ólík- ir trúflokkar múhameðstrúarmanna blóðuga bardaga um borgina. Bardagamir síðustu vikuna era hinir hörðustu frá því að Iranir hófu sókn sem þeir nefndu „Kar- bala-l“ í júnímánuði. Átta menn úr KGB hand- tóku Daniloff Moskvu, AP. BANDARÍSKI blaðamaðurinn Nicholas Daniloff skýrði konu sinni frá því í gær, að 8 menn úr sovézku leyniþjónstunni hefðu ráðist á sig og handtekið, eftir að sovézkur kunningi hans hafði látið hann hafa tösku, sem átti að geyma úrklippur úr blöðum. Þar reyndist þó vera um leyniskjöl að ræða. Mortimer B. Zuckerman, stjórn- arformaður útgáfufyrirtækisins, sem gefur út blaðið U.S. News and World Report, fékk í gær að ræða við Daniloff í Lefortovo-fangelsinu, þar sem sá síðamefndi er hafður í haldi. Sagði Zuckerman við frétta- menn á eftir, að hann hefði fullan huga á að fá að taka Daniloff, sem er blaðamaður við blað hans, með sér er hann héldi á brott frá Sov- étríkjunum á fímmtudag. „Þetta mál hefur ekkert með njósnir að gera,“ sagði Zuckerman. „Daniloff á að láta lausan þegar í stað.“ Larry Speakes, talsmaður Hvíta hússins í Washington, sagði í gær, að Reagan forseti hefði bragðizt reiður við handtöku Daniloffs. Bandaríska stjómin myndi þó halda áfram að vinna að fundi æðstu manna Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna. Því yrði undirbúningsviðræð- um undir slíkan fund haldið áfram þrátt fyrir þetta atvik nú, sem yrði vissulega ekki til þess að bæta sam- búð risaveldanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.