Morgunblaðið - 03.09.1986, Side 45

Morgunblaðið - 03.09.1986, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTÉMBER 1986 Hjónaminning: Rósa Ingimarsdóttir og Guðni Jónsson Rósa Ingimarsdóttir fæddist 18. júlí árið 1900. Hún lést 21. ágúst sl. Foreldrar hennar voru hjónin Ingimar Friðfinnsson og Rannveig Jónsdóttir. Þau bjuggu allan sinn aldur í Eyjafirði, ýmist í hús- mennsku eða eigin búi og þá á Hrísum í Saurbæjarhreppi. Rósa fæddist á Möðruvöllum í Saurbæjarhreppi og þótti henni ákaflega vænt um þann stað og fjörðinn sinn allan. Systkini Rósu voru 8, 3 dóu ung, hin fóru snemma að hjálpa til, voru lánuð á bæi og sagði Rósa mér að átta ára gömul hefði hún verið sumarlangt á bæ þar í sveit, átti að passa barn, elda mat og gera ýmiss konar innanhúss störf. Var þetta mikið og erfitt starf fyrir átta ára barn og þætti varla við hæfi nú til dags. Um tólf ára aldur fór hún til frænku sinnar, Kristínar Sigfúsdóttur skáldkonu, og manns hennar, Pálma Jóhannes- sonar, sem bjuggu í Kálfagerði, Saurbæjarhreppi. Hjá þeim undi hún hag sínum vel og dvaldi þar fram til tvítugsaldurs. Um þetta fólk sitt talaði hún oft og þótti ákaflega vænt um það. Rósa vann svo við ýmiss konar sveitastörf næstu árin. Var um tíma á vegum kvenfélags Saurbæjarhrepps, sem sá um að útvega stúlkur til að að- stoða á heimilum þar sem veikindi voru. Þótti hún natin við sjúka. Hún var ráðskona á vertíðum og lengst þtjá vetur í Hrísey, þar sem hún kynntist manni sínum, Guðna Árna- syni frá Borgarfirði eystra. Guðni Ámason fæddist 20. októ- ber árið 1900. Hann lést 25. sept árið 1972. Guðni fæddist í Bakkakoti, Borg- arfirði eystra. Foreldrar hans voru hjónin Árni Steinsson, bóndi og hreppstjóri, og kona hans, Ingibjörg Jónsdóttir. Þau hjón hófu búskap í Brúnavík í Borgarfirði en fluttust til Bakkagerðis árið sem Guðni fæddist. Árni faðir hans var hreppstjóri í Borgarfjarðarhreppi í mörg ár. Þau hjón eignuðust 14 börn og var Guðni meðal þeirra yngstu. Sum systkinin létust í bernsku en fleiri komust þó til fullorðinsára og urðu mesta dugnaðar- og myndarfolk. Aðeins ein systir, Gyða, lifir ennþá af þessum stóra hópi. Guðni ólst því upp á mannmörgu og gest- kvæmu heimili þar sem oft var glatt á hjalla og mikið sungið og var Guðni söngmaður góður eins og mörg þeirra systkina. Var heimili foreldra hans rómað fyrir gestrisni og var fjölskyldan vinsæl. Þegar Guðni var 15 ára var hann lánaður í vinnu til frændfólks síns í Vopnafirði, en þá tíðkaðist það garnan að lána fólk ef svo bar und- ir. Guðni var þarna í þrjú ár og var þessi tími honum oft erfiður. Að þessum tíma liðnum fer Guðni aftur heim til Borgarfjarðar og næstu ár stundar hann sjóinn á sumrin ásamt tveim bræðrum sínum en á vetuma fer hann á vertíðir suður á land, til Sandgerðis og Vestmannaeyja, þar til hann breytir um og fer til Hríseyjar þar sem hann er þrjá vetur. í Hrísey kynnast þau Rósa eins og áður segir. Skömmu eftir að þau hjón fluttust til Reykjavíkur hóf Guðni störf hjá Olíuverslun ís- lands og starfaði þar meðan heilsa leyfði. Var Guðni mjög vinsæll og DÚNÚLPURð dúndur góðu verði Efni: Sterk nylonefni með glansáferð. Fylling: 100% dúnn. Hetta: Dúnfyllt hetta sem hægt er að fela inni íkraga. Litlr: Dökkblátt — rautt — grátt. Verð: 4900.- stærðir 128 og 140. 5300.- stærðir 152—164. 5780.- stærðir S—XXL. SPORTVÖRUVERSLUWIN _ El^íiLjÍM Laugavegi 49, sími 12024. Póstsendum __ ' samdægurs. 45 vel tiðinn af samstarfsmönnum sínum sem og öðrum sem kynntust honum. Hann las mikið, fylgdist vel með lands- og heimsmálum. Var verkamaður góður og smviskusam- ur með afbrigðum. Hann var manna glaðastur á góðri stund, hafði ákaf- lega gaman af að spila og þau hjón bæði, svo oft var gripið í spil á heimili þeirra. Þau Rósa og Guðni gengu í hjónaband í október 1931 á Akur- eyri og þar hófu þau búskap. Þeim varð ekki barna auðið en fengu fyrir kjördóttur ídu Borgijiirð, syst- urdóttur Guðna. Kún kom til þeirra 8 mánaða gömul í febrúar 1934. Árið 1935 fluttust þau til Siglu- Qarðar og bjuggu þar til ársins 1941 að þau flytja austur í Borgar- fjörð. Þar dvelja þau aðeins í V/z ár og 1943 setjast þau að í Reykjavík þar sem þau bjuggu eftir það, síðast á Þórsgötu 19. Rósa vann lengst af jafnt utan heimilis sem innan og þá að mestu við ræstingar, fyrst í Laugames- skóla og síðan hjá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins í Borgartúni. En segja má að Rósa væri sívinnandi. Hún var mikil handa- vinnukona, heklaði mikið og fagur- lega, saumaði gjarnan fyrir fólk og var ákaflega þrifin og reglusöm. ída dóttir þeirra giftist árið 1952 Braga Eggertssyni og bjuggu ungu hjónin í sambýli við Rósu og Guðna öll sín hjúskaparár og féll enginn skuggi þar á. Þau eignuðust tvö böm, Rósu Guðnýju og Jón Eggert. Urðu þau augasteinar afa og ömmu og þeim ætíð til gleði og ánægju. Árið 1966 urðu þau Rósa og Guðni fyrir mestu sorg lífs síns, er þau misstu einkadótturina og áttu að vonum erfitt með að komast yfir það. En dótturbömin þeirra voru eftir og þeirra hamingja hafði allt að segja fyrir þau. Ég kynntist þessum góðu og elskulegu hjónum er ég giftist tengdasyni þeirra og að öllum öðr- um ólöstuðum í stórri fjölskyldu voru engir sem tóku mér betur. Var vinátta okkar gagnkvæm og stóð svo meðan þau lifðu Rósa og Guðni. Ég á þeim því ákaflega mikið að þakka og bið þeim blessunar guðs fyrir vináttu þeirra við mig. Olík voru þau hjón að eðlisfari. Rósa var skapmiki! kona og sterkur persónuleiki, eða cins og systir hennar, Sigrún, sagði: „Það var alltaf hægt að leita til Rósu, hún gaf manni svo mikinn styrk og veitti alltaf meira en hún tók.“ Guðni var glettinn maður og skemmtilegur, dálítið stríðinn og bitnaði það e.t.v. helst á konu hans og á góðum stundum sagði Guðni gjarnan við vini sína: „Fáðu þér einn til lífsins bróðir." Annars vom þau hjón samhent um flesta hluti og ekki síst ef þau gátu greitt götu einhvers eða veitt þeim sem minna máttu sín. Þau voru vina og frænd- mörg, gestrisin eins og þau áttu kyn til og urðu margir til að sækja þau heim og njóta þess að dvelja á heimili þeirra um lengri eða skemmri tíma. Þau hjón höfðu gam- an af að ferðast, og auk þess að ferðast talsvert um sitt eigið land fóru þau tvisvar í utanlandsferðir sem þau hiifðu mikla ánægju af. Eftir að Guðni lést bjó Rósa áfram á Þórsgötu 19 meðan hcilsa leyfði. Árið 1981 flutti hún til dótt- urdóttur sinnar og hennar manns, sem hún mat mikils. Rósa dvaldi hjá þeim um tíma, en heilsunni hrakaði og síðustu árin dvaldi hún á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, þar sem hún lést þann 21. ágúst sl. Hún var til moldar borin á höfuðdaginn, 29. ágúst. Dóttur- Ixirnin þakka afa og ömmu alla umhyggjusemi og við kveðjum þau með þessu versi. Ég bið, og bænin mín með blessun aftur snýr, ei bregðast orðin þín, að opnast þeim sem knýr. Þá heyrir helgan hljóm frá himni sálin mín, sem dijúpi dögg á blóm er, Drottinn, miskunn þín. (Ó.A.) Blessuð sé minning þeirra. Kristín I. Tómasdóttir Nú geta áskrifendur og aug lýsendur greitt reikninga sina með greiðslukortum frá VISA eða EURO. VERIÐ VELKOMIN í GREIÐSLUKORTA VIÐSKIPTI. Auglýsingadeild, " Áskrift Afgreiðsla, sími 22480. 691140 — 691141 sími 83033

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.