Morgunblaðið - 03.09.1986, Side 26
26
MORGUNBlAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 1986
AMBANDS
mmmíi
'’ZlíQíMki.iL dÉlvfé
UfNvn wSnkm
~áá.(sJLj sÁrL(Li'i(stiL
AP/Sfmamynd
Evelien Brínk fagnar nýja metinu ásamt eiginmanni sínum.
Eveiien er fyrst kvenna til að fljúga yfir Atlantshafið I loftbelg.
Holland:
Flugu í loftbelg
yfir Atlantshafið
^'Almere, Hollandi, AP.
ÞRÍR Hollendingar settu í gær nýtt met í loftbelgsflugi yfir
Atlantshafið. Fólkið lagði af stað frá Nýfundnalandi og lenti í
gaer nærri Almere eftir að hafa verið 51 klukkustund og 15
mínútur á lofti. Þetta er í fyrsta skipti sem Evrópubúum tekst
að fljúga yfir Atlantshafið í loftbelg.
Lendingin var nákvæm en
nokkuð harkaleg. Hvassviðri gerði
lendinguna erfíða og er talið að
belgurinn hafi verið á 45 kíló-
metra hraða þegar hann snart
jörðu. Henk Brink, flugstjóri,
stökk frá borði í lendingunni til
að hemja farartækið og hlaut við
það minni háttar meiðsl. Eigin-
kona hans, Evelien að nafni, var
einnig með í för svo og Willem
Hageman, sem er orustuflug-
maður.
„Þetta var hræðileg lífsreynsla.
Þetta geri ég aldrei aftur,“ sagði
Evelien Brink eftir lendinguna.
Hún er fyrsta konan, sem flýgur
yfír Atlantshafið í loftbelg og
kvaðst hún eðlilega vera stolt af
því.
í ágúst í fyrra reyndu þau hjón-
in flug yfir Atlantshafíð ásamt
þriðja manni en sú för fékk snögg-
an endi þegar belgurinn hrapaði
skammt undan strönd írlands sök-
um gasleka. Þeim var bjargað um
borð í skip eftir að hafa sopið öld-
ur Atlantshafsins í þtjár klukku-
stundir.
Fyrra metið á þessari leið var
80 klukkustundir og var það
Bandaríkjamaður, sem setti það
árið 1984.
Punjab:
Þrír löffresrluþiónar falla
Nýju-Dclí, AP. <-5 C-, A "
Hryðjuverkamenn, sem talið
er að séu síkkar, gerðu lög-
reglubíl fyrirsát, drápu tvo
lögregiuþjóna og einn vegfar-
anda, auk þess sem þeir særðu
fjóra til viðbótar nálægt Amrits-
ar, sem er síkkum helg borg.
Hryðjuverkamennimir, sem voru
þrír, hófu skothríð á bifreiðina og
drápu ökumann hennar og annan
lögregluþjón til. Ekki er vitað hvort
einhver árásarmannanna særðist
þegar lögregluþjónamir svöruðu
skothríðinni.
Það sem af er ársins hafa meira
en 500 fallið í Punjab, en herskáir
síkkar beijast fyrir stofnum sjálf-
stæðs ríkis síkka, þar sem þeir
sætta sig ekki við alríkisstjóm
hindúa.
Við erum flutt
MJÓLKURSTÖÐIN
7
Nýtt símanúmer
67-27-77
Steinprýdi er leiðandi fyrirtæki á sviði frá-
gangs- og viðgerðarefna fyrir steinsteypu.
Allir fagmenn þekkja THORO-efnin og
fimmtán ára reynsla af þeim hér á landi
sannar gildi þeirra fyrir íslenskar aðstæður.
stanga v straumur ELGO-gólfherðir dugar best þar sem mest
mæðir á: hann mælir því með sér sjálfur.
Mikið vöruúrval ■— Góð þjónusta — Gott verð
Verið velkomin til okkar á nýja staðinn.