Morgunblaðið - 03.09.1986, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.09.1986, Blaðsíða 26
26 MORGUNBlAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 1986 AMBANDS mmmíi '’ZlíQíMki.iL dÉlvfé UfNvn wSnkm ~áá.(sJLj sÁrL(Li'i(stiL AP/Sfmamynd Evelien Brínk fagnar nýja metinu ásamt eiginmanni sínum. Eveiien er fyrst kvenna til að fljúga yfir Atlantshafið I loftbelg. Holland: Flugu í loftbelg yfir Atlantshafið ^'Almere, Hollandi, AP. ÞRÍR Hollendingar settu í gær nýtt met í loftbelgsflugi yfir Atlantshafið. Fólkið lagði af stað frá Nýfundnalandi og lenti í gaer nærri Almere eftir að hafa verið 51 klukkustund og 15 mínútur á lofti. Þetta er í fyrsta skipti sem Evrópubúum tekst að fljúga yfir Atlantshafið í loftbelg. Lendingin var nákvæm en nokkuð harkaleg. Hvassviðri gerði lendinguna erfíða og er talið að belgurinn hafi verið á 45 kíló- metra hraða þegar hann snart jörðu. Henk Brink, flugstjóri, stökk frá borði í lendingunni til að hemja farartækið og hlaut við það minni háttar meiðsl. Eigin- kona hans, Evelien að nafni, var einnig með í för svo og Willem Hageman, sem er orustuflug- maður. „Þetta var hræðileg lífsreynsla. Þetta geri ég aldrei aftur,“ sagði Evelien Brink eftir lendinguna. Hún er fyrsta konan, sem flýgur yfír Atlantshafið í loftbelg og kvaðst hún eðlilega vera stolt af því. í ágúst í fyrra reyndu þau hjón- in flug yfir Atlantshafíð ásamt þriðja manni en sú för fékk snögg- an endi þegar belgurinn hrapaði skammt undan strönd írlands sök- um gasleka. Þeim var bjargað um borð í skip eftir að hafa sopið öld- ur Atlantshafsins í þtjár klukku- stundir. Fyrra metið á þessari leið var 80 klukkustundir og var það Bandaríkjamaður, sem setti það árið 1984. Punjab: Þrír löffresrluþiónar falla Nýju-Dclí, AP. <-5 C-, A " Hryðjuverkamenn, sem talið er að séu síkkar, gerðu lög- reglubíl fyrirsát, drápu tvo lögregiuþjóna og einn vegfar- anda, auk þess sem þeir særðu fjóra til viðbótar nálægt Amrits- ar, sem er síkkum helg borg. Hryðjuverkamennimir, sem voru þrír, hófu skothríð á bifreiðina og drápu ökumann hennar og annan lögregluþjón til. Ekki er vitað hvort einhver árásarmannanna særðist þegar lögregluþjónamir svöruðu skothríðinni. Það sem af er ársins hafa meira en 500 fallið í Punjab, en herskáir síkkar beijast fyrir stofnum sjálf- stæðs ríkis síkka, þar sem þeir sætta sig ekki við alríkisstjóm hindúa. Við erum flutt MJÓLKURSTÖÐIN 7 Nýtt símanúmer 67-27-77 Steinprýdi er leiðandi fyrirtæki á sviði frá- gangs- og viðgerðarefna fyrir steinsteypu. Allir fagmenn þekkja THORO-efnin og fimmtán ára reynsla af þeim hér á landi sannar gildi þeirra fyrir íslenskar aðstæður. stanga v straumur ELGO-gólfherðir dugar best þar sem mest mæðir á: hann mælir því með sér sjálfur. Mikið vöruúrval ■— Góð þjónusta — Gott verð Verið velkomin til okkar á nýja staðinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.