Morgunblaðið - 03.09.1986, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 03.09.1986, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 1986 • Minning: Ingigerður Guðjóns- dóttirfv. skólastjóri Fædd 9. apríl 1923 Dáin 24. ágúst 1986 Harmsár helfregn á hljóms öldum ómar mér í eyrum áður en skyldi, það er dánarfregn dýrrar konu gestljúfrar bæði og göfuglyndrar. (Guðm. Guðm.) Á Ströndum norður er land fag- urt og landslagið stórbrotið, þar sem sæbrött fjöll gnæfa í tign sinni og fegurð við strönd og vog og sumarfegurðin er einstök og engu lík, — og brimið æðir þar líka við klettótta strönd, og langur vetur bjó mannlífíð undir að heyja lífsbar- áttuna oft við erfið kjör og harða baráttu. Við slíkar aðstæður fæddist Ingi- gerður Guðjónsdóttir í Skjalda- bjamarvík á Ströndum, yngst af níu börnum þeirra hjóna Guðjóns Kristjánssonar og Önnu Jónasdótt- ur er þar bjuggu. Og þar ólst hún N upp og einnig í Þaralátursfirði við algeng sveitastiirf á þeirra tíma vísu og ástríki foreldra og systkina til fullorðinsára. Ingigerður giftist ung Karli Ingi- mundarsyni í Hnífsdal, atorku- og dugnaðarmanni og þekktum skip- stjóra þar um árabil, og varð síðari kona hans. Þau bjuggu fyrstu árin í Hnífsdal, en árið 1946 fluttu þau til Keflavíkur, þar sem Karl gerðist verkstjóri í frystihúsi þar í bæ og þar áttu þau heimili æ síðan. Þau eignuðust þijá syni: Karl Ingimund, múrara í Keflavík, Sigurð, málara í Garðabæ, og Rúnar, tiilvufræðing í Keflavík. Þau hjón slitu samvistir, og Kari er nú látinn fyrir mörgum árum. Síðari maður Ingigerðar er Ingólfur Eyjólfsson frá Grindavík og áttu þau lengi heimili í Keflavík og á Sólvallagötu 45 þar í bæ síðustu árin. En lífsstarf þeirra var samt unnið að verulegu leyti annars staðar. I mörg sumur, eða árin 1956 til 1962 var Ingigerður hótelstjóri í Bjarkarlundi í Reykhólasveit og stjómaði þar hótelrekstri með mik- illi sæmd og prýði. Hún var allt í senn góður stjómandi og lagin og lipur við að hafa á hendi yfirumsjón og yfirsýn yfir það er gera þurfti, og allt var henni þetta auðvelt — slíkt vannst ekki af hennar hálfu með hörku og fyrirgangi — heldur tókst henni með sinni alkunnu ljúf- mennsku og lagni að laða fram það bezta og farsæiasta, er með hveij- um manni bjó og létt lundin og leikandi glaðværð og hlýja gerði andrúmsloftið aðlaðandi og eftir- sóknarvert. Ég veit, að margir eiga ljúfar og góðar minningar frá Bjarkarlundi frá þeim ámm, er Ingigerður hafði þar stjórn á hendi, og söknuðu hennar, er hún hætti þar störfum. En nágrannar hennar, Dalamenn, höfðu fylgzt með stiirf- um hennar og var ljóst, að með henni bjuggu þeir hæfileikar, sem gerðu hana færa um að hasla sér völl á ikJru sviði, og með það í huga var hún ráðin forstöðukona að Hús- mæðraskólanum að Staðarfelli, þar sem hún stjórnaði næstu tólf árin eða frá 1962 til 1975. Vonir manna um hæfíleika hennar til að hafa þar á hendi góða stjórn skólans brugð- ust heldur ekki. Það mun óhætt að fullyrða, að sjaldan hefur reisn skól- ans verið meiri né starfsemin öflugri né nemendur fleiri en í henn- ar skólastjóratíð, og ekki duldist það hversu auðvelt henni reyndist að reka skólann og laða að sér nemendur og kennara, enda urðu vinsældir hennar miklar meðal námsmeyja. Og ég þykist vita, að margar þeirra sakni nú vinar í stað, er hún er horfín sjónum af þessum heimi, enda reyndist hún þeim þannig að eftirtekt vakti, hún var þeim ekki aðeins stjórnandi, heldur vinur og félagi og þannig laðaði hún fram það bezta, sem með hvetjum manni bjó. Þannig var hún reyndar í öllu sínu lífí. Enginn var ósnortinn af návist hennar. Hún var litrík, dugleg og kraftmikil og stjómsöm, gat verið leiftrandi skemmtileg og lifandi, lífsglöð, gestrisin með af- brigðum svo öllum leið vel í návist hennar, lífsþrótturinn var óbilandi og oft var mikið færzt í fang og ekki var hún að hlífa sjálfri sér, þegar mikið var um að vera og ég held að hún hafí kunnað hvað bezt við sig þegar mest var umleikis. Hún hætti störfum á Staðarfelli árið 1975. Þá fór heilsu hennar að hraka. Þó settist hún ekki í helgan stein, það var nú öðru nær. Hún tók að sér að sjá um veizlur og mannfagnaði fyrir vini og kunn- ingja og það hafði hún raunar gert meðan hún var á Staðarfelli og áður, svo ekki þótti á þeim tíma vel vandað til veislu, ef Ingigerður var þar ekki nálæg, og gilti það jafnt um Þorrablót í Saurbænum, Lionshátíðir í Búðardal og ferming- ar og brúðkaupsveizlur hér og þar. Alls staðar var hún boðin og búin og henni fylgdi jafnan sú glaðværð og gleði sem auðgaði andrúmsloftið og gerði lífíð bjartara og betra. Þannig var áfram haldið, en oft var vinnudagurinn langur og mikið á sig lagt og þrekið entist ekki sem skyldi. Enda er það oft þannig í lífínu, að þeir sem mest erfíða, end- ast e.t.v. skemur en aðrir. En mest er um vert að lifa lífinu lifandi, njóta þess og taka þátt í gleði þess og sorgum. Þau Ijós sem skærast lýsa þau ljós, sem skína glaðast þau bera mesta birtu en brenna líka hraðast. (F.G.Þ.) Skipt er um svið og sköpum má ei renna skíni nú sól á vegu þína nýja. Á harmanna stundu bænir heitar brenna þær borið þig fái yfir tjöldin skýja. (J.Ó.) Að leiðarlokum er þakklætið efst í huga, þakkir fyrir það að hafa fengið að eiga samleið með Ingi- gerði og njóta hæfíleika hennar og lífsgleði. Þakkir fyrir hlýjan huga handtak þétt og gleðibrag þakkir fyrir þúsund hlátra þakkir fyrir liðinn dag. Og nú er hún Inga frænka farin yfir móðuna miklu, langt um aldur fram, aðeins 63 ára að aldri. Harmur er kveðinn hópi frænda og vina hrokkinn er fagur ættarmeiðsins strengur. (St. Ág.) Með henni hurfu af himni vonar Ijós mörg leiftrum skærri, en af ættstofni auðgum greina féll um leið fegurst blóm. (Guðm. Guðm.) Það er ekki neinum vafa undir- orpið, að Inga frænka var uppá- haldsfrænkan og sú grein á ættarmeiðnum sem föstust stóð og hvað litríkust var allra greina. Og því er söknuðurinn sár að missa hana svo skyndilega. Við þökkum henni samfylgdina í lífínu, samstarfið og vináttuna, tryggðina og gleðina, allt sem hún gaf okkur á lífsins vegferð. Ég og fjölskylda mín þökkum ómetanleg kynni og ánægjulegt samstarf lið- inna ára og við sendum innilegar samúðarkveðjur til Ingólfs og sona hennar og tengdadætra og barna- barna og við biðjum góðan Guð að styrkja þau í sorg þeirra. Minningin lifír um mæta og litríka konu, sem vildi hvers manns vanda leysa og gekk til góðs sinn mælda veg. Þess er nú gott að minnast að leiðarlokum. Þín milda og fagra minning sem morgunbjart sólskin er. Þá kallið til okkar kemur við komum á eftir þér. (F.A.) Hafi elskuleg frænka þökk fyrir allt og allt. Guð geymi hana og verndi á nýrri vegferð. Ingiberg J. Hannesson Þann 24. ágúst sl. andaðist í Keflavík frú Ingigerður Guðjóns- dóttir, fyrrv. forstöðukona hús- mæðraskólans á Staðarfelli í Dölum. Hún fæddist 9. apríl 1923 í Skjaldarbjarnarvík, nyrsta bæ á Ströndum. Ingigerður minntist oft æsku sinnar norður í Víkursveit, þar sem hörð lífsbarátta í einangr- aðri byggð reyndi mjög á kjark og allan manndóm. I rúman áratug settu Ingigerður og eftirlifandi maður hennar, Ing- ólfur Eyjólfsson, mikinn svip á Staðárfell og raunar allt Dalahérað. Undirrituðum er bæði ljúft og skylt að minnast Ingigerðar, þótt hér verði ekki rakin ætt hennar né fjöl- skylda, enda aðrir færari um það. Áður en hún tók við skólastjórn á Staðarfelli hafði hún í 7 sumur verið hótelstjóri í Bjarkarlundi í Reykhólasveit. Munu margir minnast þeirra björtu sumra vestra, enda urðu vinsældir og reisn þess staðar hvað mest um það leyti. Það var svo haustið 1962 að Ingi- gerður var ráðin forstöðukona Staðarfellsskóla en maður hennar Ingólfur varð ráðsmaður skólans. Um störf þeirra hjóna á Staðarfelli skrifaði á sínum tíma Steinunn Þorgilsdóttir á Breiðabólsstað á Fellsströnd. Munu ekki aðrir hafa kynnst Ingigerði og Ingólfi öllu betur en sú merkiskona, er sjálf stóð á verði um hag og alla velferð skólans lengur en nokkur annar og var prófdómari þar frá stofnun til skólaloka, eða í nær hálfa öld. „ ... Næstu 10 árin blómstraði skólinn í þeirra höndum, nemenda- tala nægileg og mikið var gert fyrir skólann þau ár. Skólahúsið var end- urbætt og komið upp þremur kennaraíbúðum auk skólastjórabú- staðar. Skólinn eignaðist mikið af góðum munum og tækjum, gjafír frá nemendum o.fl. Framkoma skólastjórahjónanna var hin prýðilegasta, Ingigerður glöð og hlý, umhyggjusöm og ötul í starfí, Ingólfur prúðmenni, sem annaðist viðgerðir véla og tækja og vakti yfir velferð heimilisins." Ég hygg að hér sé hvergi ofmælt hjá Steinunni og vel er mér kunnugt um það, að meðan á byggingar- framkvæmdum stóð á Staðarfelli þessi ár, þá reyndi allmjög á heilsu og þrek Ingigerðar, enda vantaði mikið á að hún gengi heii til skógar síðustu misserin á Staðarfelli. Öll þau ár, er Ingigerður sat Staðarfell, hafði hún oft ásamt nemendum sínum umsjón með veit- ingum þar sem eitthvað meira var haft við og stærra en venjulega. Varð það mörgum ungum stúlkum góð viðbót við skólanámið. Þetta var t.d. þorrablót og árshátíðir fé- laga. Kom þá oft fram með glæsi- legum hætti sá eiginleiki Ingigerðar að taka vel og eftirminnilega á móti gestum. Veit ég að margar þær stundir verða fólki í Dölum og víðar ærið minnisstæðar. Þegar minnismerki Auðar djúpúðgu á Krosshólaborg var afhjúpað 8. ágúst hafði t.d. Ingigerður ásamt nokkrum nemendum sínum og kon- um úr kvenfélögum í nágrenni alla stjórn á veitingum. Var þá lokið við að afgreiða sex hundruð hátíðar- gesti við veisluborð á tveimur tímum. Ingigerður Guðjónsdóttir var alin upp í byggðarlagi þar sem fólk stækkaði og óx við erfiðleika. Ef til vill varð það uppeldi hennar drýgsta veganesti. Hjá henni urðu þeir að eldsneyti, er brann á glóð atorkunnar meðan heilsan entist. Skólaráð Staðarfells þakkai' af alhug fórnfúst starf hennar og bið- ur sonum hennar og eftirlifandi eiginmanni allrar blessunar. Einar Kristjánsson t Eiginmaður minn og faðir okkar, GUNNAR BJARNI BJARNASON, stýrimaður, er látinn. Guðrún V. Einarsdóttir, Helga K. Gunnarsdóttir, Kristín V. Gunnarsdóttir. t Innilegar þakkir fyrir hlýhug og samúð við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu, systur og tengdadóttur, LOVÍSU AÐALHEIÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR. Reynir A. Ólafsson, Jóhann G. Jóhannsson, Guðmundur S. Reynisson, Ólafur I. Reynisson, Jane M. Reynisdóttir, Katrín S. Reynisdóttir, Inger Nilsen, Ólafur Guðmundsson, Ingunn Ingvarsdóttir, tengdabörn og barnabörn. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim er sýndu okkur samúð og vináttu vegna fráfalls og útfarar EYJÓLFS J. EINARSSONAR, vélstjóra, Miðtúni 17. Guðrún Árnadóttir, Sigrún Einarsdóttir, Magnús Loi enzson, Bergþóra Lövdal, Karl Eyjólfsson, Elín Eyjólfsdóttir, Einar Eyjólfsson, Ásgerður Eyjólfsdóttir Melkersson, Jónína Eyjólfsdóttir,„ Árni S, Vilhjálmsson, Hans Melkersson, Hannes Ólafsson, Helga Magnúsdóttir og barnabörn. Móðir mín og tengdamóðir, HENNÝ OTTÓSSEN, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 4. september kl. 13.3C. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Slysavarnafélag íslands. Pétur Goldstein, Hlin Guðjónsdóttir. t Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför SIGURRÓSAR JÓHANNSDÓTTUR, Bragagötu 31 b. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarliðs í Hátúni 10b fyrir frá- bæra hjúkrun og aðhlynningu. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdcgis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. I minningargreinum skal hinn látni ekki ávárpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Megin- regla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birt- ar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrit- uð og með góðu línubili.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.