Morgunblaðið - 03.09.1986, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 1986
27
Eiturlyfjasali handtekinn í London:
Fékk skilaboð frá
Margréti prinsessu
London, AP.
LÖGREGLUMENN, sem gerðu húsleit hjá eiturlyfjasala, athuguðu
símsvara mannsins og reyndist hann initihalda skilaboð um að hringja
i Margréti prinsessu. Dagblöð i London skýrðu frá þessu i gær en
lögðu áherslu á að ekkert benti til þess að Margrét hefði átt við-
skipti við eiturlyfjasalann.
Talsmenn konungsQölskyldunn-
ar vildu ekkert segja um málið og
hið sama gilti um leynilögregluna
bresku Scotland Yard.
Eiturlyfjasalinn heitir Tony Ey-
ers og starfar við hljómplötuútgáfu.
A mánudag var hann dæmdur til
að greiða 2.500 punda sekt auk
þess sem hann hlaut skilorðsbund-
inn fangelsisdóm. Við húsleit hjá
honum fannst mikið magn af kók-
aíni og þótti sannað að hann hefði
dreift eitrinu.
Maðurinn sagðist hafa lofað að
annast upptöku á nokknim lögum
eftir frænda Margrétar prinsessu
og því hefði hann þurft að ræða
við hana. „Einn starfsmanna kon-
ungsfjölskyldunnar hringdi í mig
og bað mig um að hafa samband
við Margréti prinsessu vegna upp-
tökunnar," sagði Tony Eyers þegar
dómur hafði verið kveðinn upp yfir
honum. „Hér er verið að þyrla upp
moldviðri algjörlega að óþörfu,"
bætti hann við.
Harmleikurinn í Kamerún:
Koltvísýringur og brenni-
steinsvetni orsök slyssins
samkvæmt niðurstöðum bandarískra sérfræðinga
Yaounde, Kamerún, AP.
HÓPUR bandarískra vísindamanna afhenti í gær stjórnvöldum í
Kamerún skýrslu sína um atburði þá, sem áttu sér stað í síðustu
viku, er yfir 1.500 manns létu lífið af völdum eitraðra gastegunda,
sem komu úr vatninu Nios.
í skýrslunni er því haldið fram,
að öll fómarlömbin hafi dáið úr
öndunar- og hjartatruflunum af
völdum koltvísýrings og brenni-
steinsvetnis, sem hvort tveggja eru
banvænar lofttegundir. Jafnframt
var talið útilokað að jarðskjálftar
eða eldfjallavirkni hefðu verið með-
al orsakanna að slysinu.
„Við erum um það bil 95% vissir
um, að skýrslan felur í sér rétt mat
á því, sem gerðist," var í gær haft
eftir dr. Michael Clark, sjúkdóma-
fræðingi hjá bandaríska flotanum.
Clark og þrír starfsbræður hans
voru fengnir til þess af bandaríska
utanríkisráðuneytinu að kynna sér
orsakir og samsetningu gasskýsins,
sem steig upp af Nios-vatninu. Eit-
urskýið lagðist yfir þijú nálæg þorp
með þeim afleiðingum, að "flestir
íbúanna dóu í svefni.
Bandarísku sérfræðingamir
dvöldust tvo daga í norðvesturhluta
Kamerúns, þar sem þeir rannsök-
uðu Nios-vatnið, kmfu lík og tóku
skýrslur af þeim, sem lifðu eitmnina
af í þorpunum Wum og Nkambe.
Skýrsla þeirra er sú fyrsta sinnar
tegundar, sem lögð verður fyrir
stjómvöld í Kamerún. Hópur ít-
alskra sérfræðinga, sem fór fi-á
Kamerún á sunnudag, mun einnig
leggja fram skýrslu sína í þessari
viku. Þá er þess að vænta að ísra-
elskir, franskir og japanskir
vísindamenn leggj bráðlega fram
niðurstöður sínar, en þeir dveljast
enn við rannsóknir í Kamerún.
Bandarísk umhverfisverndarsamtök;
Krafist stöðv-
unar tilraunar
með eiturvopn
Washington, AP.
BANDARISK umhverfisverndarsamtök undirbúa nú málsókn gegn
bandaríska varnarmálaráðuneytinu, þar sem þess er krafist að til-
raunum með efnavopn, sem unnin eru úr lífrænum efnum verði
hætt þangað til að rannsókn á áhrifum tilraunanna á umhverfið
hefur farið fram. Samtökin höfðuðu mál gegn hernum á sama grund-
velli og gekk dómur í málinu þeim í vil.
Samtökin hafa einnig sett á stofn n'kisstjórnum að rannsaka með
sjóð, en markmið sjóðsins er að
örva vísindamenn til þess að láta í
té upplýsingar um ólöglegar rann-
sóknir. Samtökin hafa á undan-
förnum árum einbeitt sér að
athugun á þróun líffræði- og erfða-
verkfræði og telja þau hlutverk sitt
vera að veita upplýsingum til al-
mennings um afleiðingar þessara
þróunar á umhverfi, efnahag og
stjórnmál.
í samningi frá árinu 1972, sem
Bandaríkjamenn og Sovétríkin eru
aðili að auk rúmlega 100 annarra
ríkisstjórna, eru líffræðitilraunir til
árásarhernaðar með öllu bannaðar.
Samningurinn leyfir hins vegar
hvaða hætti megi veijast slíkum
vopnum. Bandaríkjamenn hafa
ásakað Sovétríkin fyrir að bijóta
þennan samning á undanförnum
árum og nú halda umhverfisvernd-
arsamtökin því fram að tilraunir
Bandaríkjamanna séu komnar langt
út fyrir þann ramma sem samning-
urinn setur. Fara þau fram á að
tilraunir verði stöðvaðar þar til
rannsókn hefur farið fram á áhrif-
um þeirra á umhverfið, en lög í
Bandaríkjunum kveða á um að slík
rannsókn skuli fara fram áður en
hægt sé að framkvæma slíkar til-
raunir.
Japan:
V arnarmálaráðherra
heimsækir Bandaríkin
herra, sigraði með yfirburðum í
þingkosningunum 6. júlí sl.
Talsrnaður japönsku stjórnarinn-
ar sagði í gær að nokkrir banda-
rískir þingmenn krefðust þess, að
Japan yki framlög sín til vamar-
mála í kjölfar sigurs Fijálslynda
lýðræðisflokksins. Japanir hefðu
hins vegar sjálfir sínar áætlanir
varðandi uppbyggingu á vörnum
lands síns og myndu ekki „láta ein-
hliða undan kröfum Banda-
ríkjanna".
YUKO Kurihara, varnarmála-
ráðherra Japans, hyggst halda
til Bandaríkjanna í dag í því
skyni að „draga úr ýktum von-
um“ sumra þingmanna þar um
aukna hernaðaruppbyggingu
Japana.
Kurihara verður fyrsti ráðheira
japönsku stjornarinnar til þess að
heimsækja Bandai'íkin eftir að
Fijálslyndi Iýðræðisflokkurinn,
flokkur Nakasones forsætisráð-
Frumsýnir meistaraverk Spielbergs
PURPURALITURINN
The
Ccdor
Furple
Hún er um lífiÖ, ástina og okkur sjálf
Einhver mest umtalaða og best sótta kvikmynd seinni ára. Myndin hlaut 11 til-
nefningar til Oscarsverðlauna, en var sett út í kuldann af Akademíunni. Almenn-
ingur var á annari skoðun og í Bandaríkjunum sáu um 20% fleiri þessa mynd
en Jörð í Afríku (Out of Africa).
,— ----- ~~7Za { Banda-
^rnar vc. ^
heildara09»-^--amer Bro9 S83«2.3«
Bönnuð börnum
innan 12 ára.
Sýnd kl. 5 og 9.
Hækkað verð.