Morgunblaðið - 03.09.1986, Side 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 1986
Hússtj órnarkennsla fyrr
og nú og gildi hennar
— eftir Bryndísi Stein-
þórsdóttur
Þann 4. júlí sl. birtist samnefnd
grein, áhugaverð og tímabær, eftir
Gerði Pálsdóttur, hússtjómarkenn-
ara við Verkmenntaskólann á
Akureyri. Aðalefni greinarinnar
var þróun náms í hússtjórnar-
skólum og óleyst vandamál, sem
brýn þörf er á að leysa farsæl-
lega heima í héruðum og hjá
forráðamönnum menntamála.
Þá var einnig fjallað um heimil-
isfræði í grunnskólum, nám i
hússtjórnargreinum í fjölbrauta-
og menntaskólum og mat á námi
í hússtjórnarskólum til styttingar
á námi í áfangakerfi framhalds-
skóla. Einnig nauðsyn þess að
nám í hússtjórnarskólum gefi
réttindi til hærri launa úti í at-
vinnulífinu.
Að höfðu samráði við höfund
greinarinnar mun ég í stuttu máli
gera nánari grein fyrir áðurnefnd-
um þáttum og þeirri þróun sem átt
hefur sér stað á síðastliðnum árum.
Heimilisfræði í grunn-
skólum (hér áður fyrr
nefnd matreiðsla)
Með grunnskólalögunum 1974
varð heimilisfræði skyldunámsgrein
jafnt fyrir pilta sem stúlkur, en
stundafjöldi var sá sami og áður
þó að nemendum fjölgaði um helm-
ing. Kennt var eingöngu í 7. og 8.
bekk en boðið upp á valnám í 9.
bekk og voru margir ósáttir við þá
ráðstöfun. Á síðari árum hefur
námið orðið fjölbreyttara. Undir-
stöðuþættir í næringar- og holl-
ustuháttum, matreiðslu, fram-
reiðslu og hreinlætisfra?ði hafa
verið og eru stærstu þættir náms-
greinarinnar, en nú er lögð aukin
áhersla á neytendafræðslu, híbýli
og búnað, vinnuskipulag, slysa-
hættur, orkusparnað og umhverfís-
vernd
Stefnumörkun er skilgreind í
markmiðum Aðalnámskrár grunn-
skóla, heimilisfræði, fráárinu 1977,
sem nú er í endurskoðun eins og
aðrar námskrár grunnskólans. Árið
1978 var settur námstjóri í heimilis-
fræði við grunnskóla og jafnframt
skipaði Menntamálaráðuneytið
starfshóp honum til aðstoðar.
Starfshópinn skipuðu fulltrúar fag-
félaganna og kennarar af mismun-
andi skólastigum. Meðal fyrstu
verkefna hópsins var að gera tillög-
ur um skipan náms í heimilisfræði
í neðri bekkjum grunnskólans. í
auglýsingu um skiptingu kennslu-
stunda milli námsgreina frá 1979
voru námsgreininni ætlaðar 4
stundir á skólaári í 1.—6. bekk.
Hver nemandi átti þá að eiga þess
kost að koma tvisvar sinnum tvo
tíma í heimilisfræði á skólaári.
Yngri barna kennsla í heimilisfræði
hlaut góðan hljómgrunn og nú hef-
ur kennslutíminn verið aukinn og
er sem hér segir, skv. nýrri auglýs-
ingu um skiptingu kennslustunda
frá því í apríl 1984: 1. og 2. ár:
0,5—1 vikustund hvert námsár. 3.,
4. og 5. ár: 1 vikustund hvert náms-
ár. 6. ár: 1,5—2 vikustundir. 7. ár:
2 vikustundir. 8. ár: 1,5 vikustund-
ir. 9. ár er valnám.
Vegna eðlis námsgreinarinnar og
til að nemendur geti fengið raunhæf
verkefni er gert ráð fyrir að greinin
sé kennd hluta úr skólaári eða hálft
skólaár í senn, þannig að samfelld-
ur stundaíjöldi nemenda verði 2—4
vikustundir, eftir því um hvaða ald-
urshópa er að ræða.
Verk- og listgreinar eru ennþá
í vali fyrir nemendur 9. bekkjar
þrátt fyrir að ákvörðun hafi ve-
rið tekin um skólaskyldu þessa
aldurshóps. Vonandi verður þess
ekki langt að bíða að verknám og
bóknám verði metið að jöfnu svo
hægt verði að ganga út frá ákveð-
inni grunnþekkingu allra nemenda
í verk- og listgreinum jafnt og bók-
námsgreinum, bæði fyrir nemend-
uma sjálfa og sem viðmiðun fyrir
framhaldsskólann. Það er í anda
gildandi grunnskólalaga að meta
Bryndís Steinþórsdóttir
*
„I umræðum um hús-
stjórnarskólana hefur
því ekki verið veitt
verðskulduð athygli að
eitt meginverkefnið
undanfarin ár hefur
verið námskeiðahald.“
VAREFAKTA tr vottofb dönsku ncytefldastofminarinnar um
eiginleika vara, sem framleiðendur og innflytjendur geta sent
hetni til prófunar, ef þeir vilja, med öðrum oröum, ef þeir
þoral
EKTA DÖNSK GÆÐIMEÐ ALLT Á HREINU
- fyrir smekk og þarfir Noröuriandabúa
- gædi á gódu veröl!
þorir og þolir KALOAR STADREYNDIR um það sem
mill skiptir, svo sem kxllsvl}, frystigetu, einangrun, styrk-
leika, gangtíma og rafmagnsnotkun.
Hátúni 6a, sími (91) 24420
verknám og bóknám að jöfnu.
Kannanir á stöðu námsgrein-
arinnar sýna að alltof margir
nemendur viðsvegar um landið fá
enga eða skerta kennsiu í heimilis-
fræði þrátt fyrir jákvæða afstöðu
skólastjóra. Til þess að unnt sé að
koma á kennslu í greininni virðast
stærstu vandamálin vera skortur á
skiptistundum, húsnæði og kennur-
um.
Á þessum árum hefur nemendum
gefist kostur á fjölþættara náms-
efni og Kennaraháskóli íslands
hefur gefið heimilisfræðikennurum
kost á endurmenntunamámskeið-
um þar sem m.a. er fjallað um
námsefni, kennslutækni, tengsl við
aðrar námsgreinar, svo og nýjungar
sem efst eru á baugi hveiju sinni.
Nám í heimilisfræði kemur
ekki í stað náms í framhaldsskól-
um fremur en í öðrum greinum
grunnskólans. Hér er aðeins um
lágmarks grunnþekkingu að
ræða og því þörf á fjölbreyttu
framhaldsnámi.
Námsframboð í hús-
stjórnargreinum
í fjölbrauta- og
menntaskólum
Á undanfömum árum hefur verið
gefinn kostur á valnámi í mat-
reiðslu og mynd- og handmenntum
í nokkmm fjölbrauta- og mennta-
skólum. í Qölbrautaskólanum í
Breiðholti hefur mynd- og hand-
mennt einnig verið í kjama (skyldu-
námi). Skipulagðar hafa verið
sérhæfðar námsbrautir, má þar
nefna: Grunnnámsbraut mat-
vælagreina (eins árs nám) sem
veitir m.a. undirbúning fyrir samn-
ing hjá meistara í matreiðslu og
framreiðslu. Brautin er skipulögð í
samvinnu við Hótel- og veitinga-
skóla íslands, viðurkennd af Iðn-
fræðsluráði og öðlast nemendur,
sem lokið hafa grunnnámi, einnig
sjókokkapróf.
Matartæknanám er skipulagt í
samvinnu við stjómendur mötu-
neyta heilbrigðisstofnana. Náms-
tími er tvö ár í skóla og 34 vikur
á vinnustað (í mötuneytum heil-
brigðisstofnana). Heilbrigðisráðu-
neytið hefur gefið út reglugerð um
námið og veitir starfsréttindi. Að
námi loknu eiga matartæknar að
annast matreiðslu sérfæðis, svo og
önnur matreiðslustörf.
Matarfræðinganám er tveggja
ára nám og einnig skipulagt í sam-
vinnu við stjórnendur mötuneyta
heilbrigðisstofnana, með hliðsjón
af sambærilegu námi á Norðurlönd-
um (menntun „ökonoma"). Bóklegt
nám fer fram í Fjölbrautaskólanum
í Breiðholti en verklega námið á
ríkisspítölum eða öðrum viður-
kenndum heilbrigðisstofnunum.
Inntökuskilyrði eru t.d.: a) Matar-
tæknapróf. b) Hússtjórnarkennara-
próf, sveinspróf í matreiðslu,
B.Ed.-próf frá Kennaraháskóla ís-
lands með heimilisfræði sem val-
grein. Stúdentspróf. Nám
umsækjenda undir b-lið er metið
samkvæmt áfangakerfi. Gildir hið
sama um umsækjendur með aðra
menntun. Að námi loknu á nemandi
að hafa öðlast hæfni til að stjórna
mötuneytum heilbrigðisstofnana.
Fjölbrautaskólinn í Breiðholti
hefur brautskráð 50 matartækna.
Fýrstu nemendur öldungadeildar í
matartæknanámi hófu nám sl.
haust og verða væntanlega fyrstu
matarfræðingamir brautskráðir frá
FB vorið 1987. Þess skal getið að
mikil þörf er á áðumefndum starfs-
stéttum á vinnumarkaðnum.
Fleiri sérhæfðar námsbrautir
sem falla inn í fjölbrautakerfið eru
til umræðu. Nánari upplýsingar um
námsframboð í hússtjórnargreinum
í fjölbrauta- og menntaskólum má
finna í Námskrá handa framhalds-
skólum frá 1986 og námsvísum
skólanna.
Mat á námi sem fram
fer í hússtjórnarskólum
í auglýsingum frá hússtjómar-
skólum er þess oft getið að námið
sé metið sem hluti af matartækna-
námi og gilda um það nám sömu
reglur og annað nám sem metið er
inn í áfangakerfí fjölbrautaskóla.
Það skal tekið fram að í Fjöl-
brautaskólanum í Breiðholti er
bóknám og verknám metið að
jöfnu.
Mat á námi í hússtjórnarskól-
um nýtist best þegar sótt er um
hliðstætt nám í áfangakerfi. Ós-
amræmi í námi og námstíma gerir
matið oft erfitt viðfangs þegar
stytta á sérhæft nám og geri ég
ráð fyrir að það sama gildi þegar
meta á kunnáttu nemenda sem
sækja um valgreinina heimilisfræði
í kennaranámi.
1 kjarasamningum Starfs-
mannafélagsins Sóknar er nám
frá hússtjórnarskólum metið til
launahækkunar þar sem mennt-
unin nýtist í starfi. Fólk með próf
frá hússtjórnarskólum er eftirsótt
til margs konar starfa á vinnumark-
aðnum.
í umræðum um hússtjómar-
skólana hefur því ekki verið veitt
verðskulduð athygli að eitt megin-
verkefnið undanfarin ár hefur verið
námskeiðahald. Boðið hefur verið
upp á mismunandi löng námskeið
(dag- og kvöldnámskeið) í ýmsum
greinum sem tengjast heimilishaldi,
s.s. matreiðsiu, fatasaumi, vefnaði
o.fl. Námskeiðin hafa verið vinsæl
og vel sótt af körlum og konum,
ungum sem öldnum. í mörgum
hússtjómarskólum hefur einnig ver-
ið kennd heimilisfræði fyrir
nemendur grunnskólans, svo og
valnám og réttindanám fyrir fram-
haldsskólanemendur.
í hverju fræðsluumdæmi er
nauðsynlegt að gefa kost á fjöl-
þættum námskeiðum, bæði i þágu
einstaklingsins og atvinnulífsins,
má þar nefna t.d. lieimilishjálp,
ferðamannaþjónustu og heimili-
siðnað.
Hvaða skólastofnanir eiga að
annast þann þátt ef hússtjórnar-
skólarnir með sérmenntuðu
kennaraliði og vel búnu húsnæði
til verknámskennslu verða lagðir
niður og húsnæðið tekið til ann-
arra nota?
Höfundur greinarínnar starfaði i
Menntamálaráðuneytinu sem
námstjóri i heimilisfræði á árun-
um 1978—1985 en er nú sviðsstjórí
á matvælasviði Fjölbrautaskólans
í Breiðholti.