Morgunblaðið - 03.09.1986, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 1986
55
Pétur löglegur
— Dómstóll KSÍ staðfesti dóm ÍBH
DÓMSTÓLL KSÍ tók Pétursmálið
fyrir á fundi sínum í gærkvöldi
og staðfesti þar dóm íþrótta-
bandalags Hafnarfjarðar sem
áfrýjað var til KSÍ. Það þýðir að
Pétur Pétursson hafi verið lögleg-
ur í leik FH og ÍA og standa úrslit
leiksins því óbreytt.
í dómstól KSÍ sem kvað upp
þennan dóm sitja Jón Steinar
Gunnlaugsson, sem er formaður,
Jón G. Zoéga og Gestur Jónsson.
Að sögn Árna Gunnarssonar,
formanns knattspyrnudeildar
Þórs, sagðist hann reikna með að
þeir myndu draga kæru sína gegn
ÍA til baka. „Ég sé enga ástæðu
til að þumbast þetta lengur,“ sagði
Árni, en þeir höfðu einmitt kært
ÍA til ÍBA á sama grundvelli.
Þorbergur Karlsson, formaður
knattspyrnudeildar Breiðabliks,
sagði að þeir hjá UBK myndu
skoða þetta mál í vikunni og
ákveða síðan framhaldið.
Ekki náðist í forráðamenn knatt-
spyrnudeildar Vals vegna þessa
máls.
ÞRÍR leikmenn fyrstu deildar liða
verða í leikbanni um næstu hetgi
er næst si'ðasta umferðin verður
leikin. Ingi Björn Albertsson þjálf-
ari og leikmaður FH, Sigurður
Lárusson fyrirliði nýkrýndra bik-
armeistara Skagamanna og
Bergur Ágústsson frá Vest-
mannaeyjum.
Kristján Olgeirsson, Völsungi,
og Atli Einarsson úr Víkingi verða
einnig í leikbanni í leikjum sinna
liða um helgina en þá eru einmitt
mjög þýðingarmiklir leikir fyrir
þessi lið i toppbaráttunni í 2. deild.
Fyrsta tap Atla
og félaga síðan
í mars í vetur
Frá Jóhanni Inga Gunnarssyni, fréttarrtara Morgunblaðsins í Þýskalandi.
LEVERKUSEN trónir nú á toppi
Bundesligunnar f knattspyrnu
eftir leikina i gærkvöldi. Liðið
sigraði Köln með fjórum mörkum
gegn einu. Bayer Uerdingen tap-
aði fyrir Shalke, 1:2 og er það
fysti tapleikur liðsins í deildinni
síðan í mars.
Úrslit leikja urðu sem hér segir:
M. Gladbach - W. Bremen 1:2
Dortmund - Homburg 3:0
Dusseldorf - Mannheim 2:0
Köln - Bayer Leverkusen 1:4
Schalke - Bayer Uerdingen 2:1
Hamburger - Frankfurt 2:1
Leverkusen hefur forystu með
7 stig eftir fjóra leiki, Hamburger
er einnig með sjö stig og síðan
kemur Bremen með 6 stig. Niirn-
berg, Gladbach, Köln og Homb-
urg hafa aðeins hlotið eitt stig
hvert félag.
• Pétur Ormslev leikur ekki með Fram gegn Vfði á laugardaginn. Hann meiddist í bikarúrslitaleiknum
gegn ÍA á sunnudaginn. Óvíst um framhaldið.
Pétur meiddur
Landsliðsmiðherjinn Pétur
Ormslev úr Fram meiddist í bikar-
úrslitaleiknum gegn Skagamönn-
um á sunnudaginn og er ekki víst
að hann geti leikið með Fram
sfðustu tvo leikina f deildinni af
þeim sökum.
Hnykkur kom á vinstra hné Pét-
urs og var hann mjög slæmur eftir
leikinn en heldur skárri í gær. Hann
fór til sérfræðings í gær og á að
fara aftur í dag. „Ég verð örugg-
lega ekki með á móti Víði um
næstu helgi og það er spurning
um leikinn á móti KR. Þetta er
spurning um liðþófann, ef hann
er ekki rifinn þá gæti ég orðið
góður fyrir síðasta leik en þetta
verður bara að koma í Ijós á næstu
dögum. Það er leiðinlegt að þetta
skuli koma fyrir núna á versta
tíma,“ sagði Pétur Ormslev í sam-
tali við Morgunblaðið í gærkvöldi.
Þetta kemur sér illa fyrir Fram
sem nú er að berjast um íslands-
meistaratitilinn. Einnig getur þetta
komið sér illa fyrir íslenska lands-
liðið sem leikur gegn Frökkum í
næstu viku. Pétur hefur átt þar
fast sæti.
Enska knattspyrnan:
Nýliðarnir
átoppinn
Frá Bob Hennessy, fréttaritara Morgun blaðsins á Englandi.
NYLIÐARNIR í ensku 1. deildinni
í knattspyrnu, Wimbledon, skut-
Morgunblaðiö/Börkur
• Piltalandsliöið í Ihandknattleik sem heldur utan í dag. Efri röð frá vinstri: Friðrik Guðmundsson, fararstjóri, Geir Hallsteinsson, þjálfari,
Árni Friðleifsson, Óskar Helgason, Héðinn Gilsson, Guðmundur Guðmundsson, Páll Ólafsson, Halldór Ingólfsson, Guðmundur Pálmason,
Guðmundur Skúli Stefánsson, sjúkraþjálfari, Karl Rafnsson, liðsstjóri. Neðri röð frá vinstri: Þorsteinn Guðjónsson, Davíð Gíslason, Grímur
Hergeirsson, Konráð Ólafsson, Bergsveinn Bergsveinsson, Sigtryggur Albertsson, Bjarni Frostason, Sigurður Sveinsson og Ingi Stefánsson.
ust í efsta sæti deildarinnar með
sigri sínum á Charlton, 1:0, í
gærkvöldi. Tottenham og West
Ham töpuðu bæði í gærkvöldi.
Arsenal sigraði Sheffield Wed-
nesday á Highbury 2:0. Niall Quinn
og Tony Adams skoruðu fyrir
heimamenn. Dennis Wise skoraði
sigurmark Wimbledon gegn hinum
nýliðunum í 1. deild, Charlton oo
skaust þar með í efsta sæti deild-
arinnar. Chelsea og Coventry
gerðu markalaust jafntefli í frekar
slökum leik. Chelsea er enn án
sigurs í deildinni.
Everton sigraði Oxford á Goodi-
son Park 3:1. Mörk Everton gerðu
Trevor Steven, Alan Harper og
Langley. Southampton sigraði
Tottenham á heimavelli 2:0. Það
voru þeir Colin Clarke og Danny
Wallace sem skoruöu. Peter Shil-
ton varði ' mark Southampton
meistaralega. Fimm leikmenn voru
bókaðir í þessum grófa leik. West
Ham tapaði sínum fyrsta leik í vet-
ur eins og Tottenham gegn Nott-
ingham Forest 1:2. Franl^^
McAvenny náði forystunni fyrii^
West Ham í fyrri hálfleik en Nigel
Clought og Nigel Webb skoruðu
fyrir Forest með tveggja mínútna
millibili í seinni hálfleik.
Fimm leikir fóru fram í 2. deild
Leikbönn
Handknattleikur:
Piltalandsliðið til Noregs
ÍSLENSKA piltalandsliðið i hand-
knattleik tekur þátt í 4-liða móti
í Noregi sem hefst á morgun,
fimmtudag. Liðið hélt utan í dag.
Mótið fer fram í Sarpsborg sem
er rétt fyrir utan Osló. Auk íslands
taka Norðmenn, Vestur-Þjóðverj-
ar, Frakkar og norska liðiö Fred-
riksborg/ski, sem Helgi Ragnars-
son þjálfar, þátt í mótinu. íslensku
piltarnir leika fyrsta leik sinn gegn
Fredriksborg/ski á morgun.
Geir Hallsteinsson, þjálfari, hef-
ur valið eftirtalda leikmenn til
fararinnar: Sigtryggur Albertsson,
Gróttu, Bergsveinn Bergsveins-
son, FH, Bjarni Frostason, HK,
Héðinn Gilsson, FH, Óskar Helga-
son, FH, Halldór Ingólfsson,
Gróttu, Árni Friðleifsson, Víkingi,
Davíð Gíslason, Gróttu, Grímur
Hergeirsson, Selfossi, Guðmundur
Guðmundsson, Val, Páll Ólafsson,
KR, Guðmundur Pálmason, KR,
Þorsteinn Guðjónsson, KR, Sig-
urður Sveinsson, Aftureldingu,
Konráð Ólafsson, KR og Ingi Stef-
ánsson, KR.
Liðsstjóri er Karl Rafnsson og
sjúkraþjálfari Guðmundur Skúli
Stefánsson. Aðalfararstjóri er Frið-
rik Guðmundsson, landsliðsnefnd-
armaður.
í gærkvöldi og urðu úrslit sem hér
segir:
Barnsley-Leeds 0:1
Hull City-Portsmouth 0:2
Ipswich-Oldham 1:1
Sheffield Utd. - Millwall 2:1
Stoke-WBA 1:1
Þróttarar *
AÐALFUNDUR handknattleiks-
deildar Þróttar verður haldin i
kvöld í Þróttheimum og hefst
hann klukkan 20.