Morgunblaðið - 07.09.1986, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 07.09.1986, Blaðsíða 35
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. SEPTEMBER 1986 JHwgtniÞIiibife Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakiö. Vernd gegn ensku Við íslendingar höfum löng- um haldið því fram, að við séum meira á varðbergi en aðrar þjóðir vegna tungu okk- ar. í þessu efni er mikið í húfi, fyrir okkur. íslensk tunga er sá kjörgripur, sem gerir okkur kleift að rækta tengslin við uppruna okkar um leið og hún er lifandi sönnun þess, að við erum sérstök heild í þjóðahaf- inu. Hin síðari ár hefur meira verið rætt um málvemd og málrækt en oft áður. Okkur er ljóst, að upplýsingabyltingin er hafín. Hvert hún leiðir okkur veit á hinn bóginn enginn. Þó er víst, að fjarlægð þjóðarinnar frá meginlöndunum austan hafs og vestan á í raun eftir að hverfa að því er streymi upplýsinga varðar. Enginn vafí er á því, að ensk tunga á eftir vera öflugasta tækið við fram- kvæmd upplýsingabyltingar- innar, ef þannig má að orði komast. Um leið og við Islendingar gortum dálítið af því, hve annt okkur er um tungu okkar, lát- um við oft vorkunnarorð falla um nágranna okkar á Norður- löndum og teljum þá standa illa að málvemd; að minnsta kosti farist þeim ekki að tala um „ameríkaníseringu" hjá okkur, á meðan þeirra eigin tunga sé að brotna undan enska álaginu. Danskur maður, Lars Brink, sem meðal annars hefur stjóm- að námskeiðum í Háskóla Islands um þróun dönskunnar, slær því föstu í fróðlegri Morg- unblaðsgrein síðastliðinn fímmtudag, að enska muni ekki útrýma Norðurlandamálunum. Hann segir meðal annars, að rannsóknir, sem hann og aðrir hafa gert, staðfesti þá skoðun, að áhrif ensku á dönsku, sænsku og norsku séu lítil hvað magn snertir og yfírborðs- kennd oggagnvart íslensku séu áhrifín vafalaust enn minni jafnvel þótt tillit sé tekið til raunverulegs talmáls en ekki opinbers ritmáls. „Norðurlandatungum er ekki ógnað af ensku, það getum við með vissu fullyrt," segir Lars Brink undir lok greinar sinnar. Hér er skýrt að orði kveðið. Hann segist halda að það sé ekki óskhyggja, þegar hann verður var við að enskan sé að missa sín sterku tök á menntafólki. Þetta er íhugun- arverð skoðun, sem ekki em færð nein vísindaleg rök fyrir í Morgunblaðsgreininni. Á hún við hér á landi? Ef borin er saman hlutur Norðurlandamála og ensku hjá íslendingum er ljóst, að enskan er ekki að missa sín tök. Það er nær und- antekningarlaust, að ungir íslenskir menntamenn, sem ekki hafa stundað framhalds- nám í Danmörku, Noregi eða Svíþjóð, kjósa að tala ensku þegar þeir hitta norræna menn, hvort heldur er um fundi eða einkasamtöl að ræða. Hins sama verður vart hjá Finnum, sem ekki hafa sænsku að móð- urmáli; þeir vilja oft heldur tala ensku við norræna starfsbræð- ur en sænsku, dönsku eða norsku. Ýmislegt bendir til þess, að enskan sé að festast í sessi sem sameiginlegt mál í norrænu samstarfí. Það ber að harma; besta vopnið er að sjálf- sögðu að stuðla að því eftir fremsta megni að öll Norður- landamálin séu jafn rétthá á norrænum fundum; upplýs- ingabyltingin hefur það meðal annars í för með sér að tæknin auðveldar að þýða af einu máli yfír á annað. Þá segir Lars Brink í grein sinni: „Bandarísku töframir eru rofnir eða munu fljótlega verða það. Málsagan bendir eindregið til þess.“ Þetta er athyglisverð fullyrðing. En hveijir eru þessir bandarísku „töfrar"? Ef hann á við fjölda- framleiðslu á tónlist eða kvikmyndum, sem setur sterk- an svip á útvarps- og sjón- varpsstöðvar, sjást þess lítil merki hér á landi að minnsta kosti að þessir „töfrar" hafí verið rofnir, þrátt fyrir hvala- mál og Rainbow-deilu! Á hinn bóginn er það ekki til góðs að töfrar þess, sem er best í bandarískri menningu og list- um, hverfi úr sögunni. Morgunblaðið vonar, að Lars Brink hafí rétt fyrir sér þegar hann segir bjartsýnn í lok greinar sinnar: „Norðurlanda- málin munu áfram halda sínu afgerandi norræna yfírbragði sem varðveist hefur um meira en þúsund ára skeið þrátt fyrir að ásókn erlendra tungumála hafí stundum verið hörð. Nor- ræna yfírbragðið helst við lýði vegna þess að álit/virðing eru sögulega séð hverful, vegna þess að álit eins dugar ekki eitt sér til að ógna öðm tungu- máli, já, vegna þess að sam- félag norrænna þjóða með 21 milljón íbúa er ekki eitthvað sem við ákveðum að daðra við á ákveðnum tímabilum. Við erum alltaf hluti þess.“ Aþessum árstíma gerir treginn vart við sig í bijóstum íslendinga. Sumarið lýtur í lægra haldi fyrir haustinu. Vetur konungur er kominn í hlaðvarpann og hnýtir gróðurríkið senn í klakabönd. Við erum þó betur undir það búin en fyrri kynslóðir, forfeður og formæður, að þreyja skammdegið, kuldan og myrkrið. Okkur hefur jafnvel lærzt að gera okkur fann- þakin fjöli að leikvangi. Vetraríþróttir eiga vaxandi vinsældum að fagna meðal þjóðar- innar. Fólkvangurinn í Bláfjöllum er vetrarperla í hugum alls þorra fólks á höfuðborgarsvæðinu. Fagurt land Rúmlega eitt hundrað þúsund erlendir ferðamenn leggja leið sína hingað til lands í ár eða fleiri en nokkru sinni fyrr. Ferðaút- vegur er þegar rótföst atvinnugrein, sem færir þjóðinni umtalsverðan erlendan gjaldeyri. Það kemur sér vel á tímum við- skiptahalla við umheiminn og fjallhárra erlendra skulda. Hann er starfsvettvangur þúsunda landsmanna. Það er fyrst og síðast íslenzkt landslag og íslenzk náttúra sem hingaðkomendur hafa áhuga á. Áhugi Islendinga á því að kynnast eigin landi, íslenzkri náttúru, fer og ört vax- andi, þrátt fyrir tíðar utanferðir, sem virðast þjóðareinkenni frá fomu fari. Það er nánast sama í hvaða heimshorn íslend- ingurinn kemur. Hvarvetna hittir hann fyrir landa á ferð. Islenzk öræfi hafa engu að síður verkað eins og segull á landsmenn hin síðari árin. Þeir eru smám saman að gera sér grein fyrir því að það er að sækja vatnið yfir lækinn að eyða öllum fríum undir erlendum hlyni. Og víst er land okkar ægifagurt, þegar það býður sínar beztu hliðar. Það getur hinsvegar breytzt í veðravíti á skammri stund. Enginn kann sig í góðu veðri heim- an að búa, segir gamalt máltæki. Islenzkt veðurfar og íslenzk náttúra eru engin lömb að leika við í sínum versta ham. Það þarf ekki jarðskjálftá, eldgos eða hafís til að sýna mannskepnunni — með öll hennar tækniundur — í tvo heimana. Það er eins gott að umgangast landið með tilhlýðilegri virðingu og varkámi. Haustið og veturinn Hver ársfjórðungur hefur sína fegurð. Haustið er í sumra augum fegursti árstím- inn. Haustlitimir, sem setja svip á umhverfi okkar næstu vikumar, breyta því í sannkallað listaverk. Listaverk var landið fyrir, en haustlitimir auka á dýpt þess og fegurð — og færa hana inn í sál- ir fólks. Veturinn, skammdegið og myrkrið vóru ekki óskatími genginna kynslóða, sem bjuggu við allt aðrar og verri aðstæður í landinu. Það er nútímamanninum hollt að hugleiða kjör íslendinga fyrir aðeins einni öld, þegar húsakynni vóru að mestu úr torfí og gijóti og rafmagn og hitaveitur ekki fyrir hendi. Þegar landsmenn þurftu að sækja björg sína með fmmstæðum tækjum til moldar og sjávar, heilbrigðis- þjónusta var nánast engin, vegir troðning- ar einir og almenn menntun og þekking þjóðarinnar takmörkuð. Þá léku harðir vetur þjóðina illa, að ekki sé talað um drepsóttir, jarðskjálfta, eldgos og ísa. Mannfellir var ekki óalgengur. Kjötfjöll samtímans hefðu komið að góðum notum á þeirri tíð. Fólksflutningar til Vesturheims á síðustu áratugum genginnar aldar áttu ekki rætur í útþránni einni saman. Menningararfleifð okkar, tunga og bók- menntir, eiga að vísu rætur allt til land- námsaldar. En þessi arfleifð, sem þjóðemi okkar og fullveldi er reist á, var varð- veitt, þróuð og styrkt af kynslóðum hinna „dimmu alda“ í íslandssögunni. Og íslend- ingar nítjándu aldarinnar lögðu hornsteina að framvindu þeirrar tuttugustu, sem nú lifír eftir aðeins tæpur einn og hálfur ára- tugur af. Veturinn var íslendingum nítjándu aldarinnar oft erfíður. En þeir vóru vorið að fullveldi og lýðveldi þjóðar- innar. Veturinn er enn varhugaverður við ströndu hins yzta hafs. Því skyldi enginn gleyma. Við mætum honum hinsvegar við allt aðrar og betri aðstæður en fyrrum. Hann er okkur jafnvel um margt gleði- gjafí. Þegar þúsundir Reykvíkinga og þéttbýlisbúa á suðvesturhorni landsins leggja leið sína í Bláfíöll eða aðrar „vetrar- perlur" í nágrenninu er veturinn ekki hrímþurs lengur, heldur gleði- og heilsu- gjafí. Og það hefði áreiðanlega þótt saga til næsta bæjar á genginni öld, ef íslend- ingur hefði þá gért ferð sína utan, til Austurríkis eða Sviss, þeirra erinda einna, að heimsækja fannir í fíöllum. Þannig geta tímarnir breytzt, þótt manneskjan sé innst inni hin sama nú og þá, strá á akri forsjónarinnar. Kosningaþing Haustið hefur verið okkur íslendingum tími uppskerunnar. Þá er vetrarforðinn, bæði fyrir menn og skepnur, borinn í hús. Á haustin uppskáru menn árangur erfiðis síns við jarðrækt og skepnuhöld. Á haustin koma þjóðkjörnir fulltrúar á löggjafarsamkomu þjóðarinnar, Alþingi, saman til starfa, eftir mislöng sumarhlé í þingstörfum. Þeir hafa sjálfsagt ýmsu sinnt, sumarmánuðina. Ráðherrar hafa haft ærin verkefni, bæði við stjórnun emb- ætta sinna, fagráðuneyta og fram- kvæmdaþátta er undir þá heyra, og undirbúning þingmála, svo sem fíárlaga. Þingmenn hafa sumir hvetjir tekið þátt í önn hvunndagsins, sumarlangt, bæði í sveit og við sjó, lifað í kviku þjóðlífs og þjóðarbúskapar, sem ekki er versti undir- búningur þingstarfa. Þeir hafa og fundað vítt og breitt um landið, komið upplýsing- um á framfæri og heyrt viðhorf umbjóð- enda sinna. Þeir hafa og vonandi hvílst og safnað kröftum til vetrarins, því fram- undan er kosningaþing, sem tekur á taugar, þó ekki séu þau öðrum þingum gjöfulli í samfélagið. Menn hafa velt vöngum, sumarlangt, um möguleika á haustkosningum, sem fjarlægist nú óðum. Hinsvegar liggur ljóst fyrir að þing það, sem hefst í næsta mánuði, verður síðasta þing fyrir kosningar. Kosið verður til Al- þingis að vori (síðast var kosið til þings 23. apríl 1983). Eftir næstu þingkosningar sitja 63 þingmenn á Alþingi Islendinga og hiutur fjölmennustu kjördæmanna, Reykjavíkur og Reykjaness, styrkist veru- lega, þó langt sé frá að vægi atkvæða verði jaft, hver sem búseta kjósenda er. Sú breyting, sem nú er á orðin, getur engu að síður haft meiri áhrif í framvindu þjóðmála en menn gera sér í fljótu bragði grein fyrir. En það kemur í ljós í tímans rás. Gera má ráð fyrir að stjórnmálaflokk- arnir sýni ýmis tilþrif í málatilbúnaði, málflutningi og uppákomum á því kosn- ingaþingi, sem framundan er, til að vekja athygli fíölmiðla og háttvirtra kjósenda. Flokkarnir gera sér í ríkari mæli grein fyrir því, að þeir hafa stefnur og markmið á boðstólum, sem koma verður á fram- færi, á markað, „selja“, ef nota má það orð, m.a. í krafti kynningar, „auglýsing- ar“. Jákvæð kynning er jafnan af hinu góða. En kjósendur verða að gæta sín á „sölutækni" stjómmálamanna, engu síður en sölutækni fagfólks í verzlun. I stjórn- málum gegnir almenn „vöruþekking" fólks (á því sem flokkamir hafa að bjóða) og almennt verðskyn fólks (hvað kosta kosn- ingaloforðin í framkvæmd í sköttum til ríkisins á komandi kjörtímabili?) engu minna máli en í framfærslu eða hagstjórn heimilis. Ríkisbúskapurinn er í vissum skilningi heimilishald og lýtur um margt sömu lögmálum, ef grannt er gáð. Hinsvegar er hætt við því að stjórn- málaflokkar séu tregari til að taka afger- andi á aðsteðjandi vandamálum, ekki sízt þeim sem ekki eiga „vinsælar" lausnir, rétt fyrir kosningar. Sá ótti læðist að fólki að kosningaþing „salti" vandamálin, velti þeim á undan sér óleystum fram yfír kjör- dag. Á sama hátt ganga ríkisstjórnir smmximfo fmmmkAm + n m REYKJAVIKURBREF Laugardagur 6. september Morgunblaðið/Börkur yfírleitt rösklegar til verka á fyrri hluta kjörtímabils en undir lyktir þess. Það kann að vera mikil jóðsótt á kosningaþingum en þau fæða sjaldan mörg eða stór af- kvæmi. En lifa má í voninni. Engin er regla án undantekninga. Plúsar og mínusar Á haustdögum, sem í hönd fara, höfum við um margt „betri spil á hendi“ en stund- um áður. Atvinnuleysi, sem nánast er þjóðarböl í mörgum grannríkjum, hefur verið hér útlægt gert. 130% verðbólga, sem var að sigla atvinnuvegum okkar í strand á vordögum 1983, hefur náðst niður í 10-15%. Kaupmáttur, sem skerzt hafði allnokkuð í upphafi þessa áratugar, hefur þokast upp á við. Kaupmáttur atvinnu- tekna á mann jókst um 8% 1985 og eykst, samkvæmt spá Þjóðhagsstofnunar, um 4,5% í ár. Árferði, aflabrögð og verðþróun erlendis hefur gefíð okkur nokkum með- byr. Hinsvegar er rekstrarstaða helztu atvinnugreina okkar ótraust að ekki sé fastar að orði kveðið. Þetta á ekki sízt við um ýmsar greinar sjávarútvegs, svo sem frystingu, feitfiskbræðslu o.fl. Og verð- bólguhvatar eru ekki úr sögu í hugsunar- hætti fólks. Sumir telja þá eins og falinn eld í þjóðarbúskapnum. Ærinn vandi er framundan, þrátt fyrir mörg batamerki. Viðskiptahalli við um- heiminn er ekki úr sögu þó þar hafi orðið á mikil breyting til hins betra. Erlendar skuldir, sem taka frá fimmtungi til fíórð- ungs útflutningstekna í afborganir og vexti, hafa lítið lækkað, þó greiðslubyrði sé eilítið léttbærari en fyrir nokkrum árum. Stöðnun í atvinnulífi, sem hér varð 1978- 1983, segir enn til sín, og við höfum ekki náð æskilegum árangri í nýsköpun at- vinnuvega okkar, framleiðni né hagvexti, sem lífskjör ráðast af, með og ásamt við- skiptakjörum við umheiminn. Hér við bætist að ríkissjóður hefur verið og er rekinn með verulegum halla. Þess er þó að gæta að ríflega helmingur hallans á ríkissjóði á þessu ári verður til vegna þeirr- -4- ar kjarasáttar, sem gerð var í febrúarmán- uði sl. Það kemur fram í grein dr. Vilhjálms Egilssonar, hagfræðings Vinnuveitenda- sambandsins, í Morgunblaðinu 30. ágúst sl., sem fíallar um að markmið kjarasáttar- innar muni líklega nást, að „hallinn á ríkissjóði hafí verið helzti ógnvaldur við það jafnvægi sem hefur verið að myndast á peningamarkaðinum". í þessu sambandi er þó rétt að hafa í huga að í kjarasamn- ingunum í febrúarmánuði sl. gerðu menn út á ríkissjóð, ef svo má segja, og vísvit- andi hefur verið stefnt að hallarekstri hans. Völd liggja víða Hér að framan er látið að því liggja að stjómmálamenn taki hugsanlega linar á aðsteðjandi vandamálum með þingkosn- ingar á næsta leiti. Vonandi gætir of mikillar svartsýni í þeim orðum. Linka af þessu tagi felur og í sér vanmat á dóm- hæfni almennings. Þvert á móti er svo komið að fólk almennt vill að stjórnmála- menn sýni þrek og þor, bretti upp ermar og gangi rösklega til verka. Það er ekki nóg að stjórnmálamaður kunni sæmilega að koma fyrir sig orði eða tileinki sér þokkalega sjónvarpsframkomu, þó ekki skuli lítið gert úr þessum eiginleikum. Efndir verða að fylgja orðum, verk fyrir- heitum. En völd liggja víðar en hjá löggjafar- og framkvæmdavaldinu. Framvindan í íslenzkum þjóðarbúskap ræðst máske ekki síður hjá þeim valdahópum sem stundum eru kallaðir „aðilar vinnumarkaðarins", samtökum vinnuveitenda og launþega. Kjarasáttin, sem nú hefur nær lagt þá óðaverðbólgu að velli, sem gerði íslendinga að viðundri víða um heim, var samátak ríkisvaldsins og þessara valdamiklu sam- taka. Og nú er ein „samningalotan" enn framundan. Hvort hún festir stöðugleika í verðlagi í sessi, sem mikilvægt er, þ.e. hliðstæða verðþróun hér og í samkeppnis- löndum okkar — eða leysir verðbólguhvat- ana úr læðingi á ný fær reynslan ein úr skorið. Hinsvegar kann sú staðreynd, að fram- undan eru á svipuðum tíma annarsvegar kosningar til Alþingis og hinsvegar al- mennir kjarasamningar að hafa áhrif á óróaöfl í ákveðnum stjórnmálaflokkum. Það hefur gerzt fyrr og getur gerzt enn að óábyrgir stjórnmálamenn freisti þess að beita samtökum launþega fyrir flokks- pólitískan vagn sinn þegar þannig stendur á. Slíkt kann sjaldan góðri lukku að stýra. Ábyrgð sú, sem forysta ASÍ og VSÍ sýndi í febrúarmánuði síðastliðnum, gefur engu að síður vonir um að farsællega verði á þessum málum tekið. Meginmarkmið febrúarsamninganna var tvíþætt. Annars vegar að „skapa þær aðstæður að unnt væri að gera samninga í framtíðinni sem leiddu til hóflegra launa- breytinga á vinnumarkaðinum og þó ennþá minni verðbólgu, þannig að lífskjör gætu batnað stig af stigi“, eins og Vilhjálmur Egilsson kemst að orði í tilvitnaðri Morg- unblaðsgrein. Hann bætir því við „að í næstu samningum verði uppstokkunin á launakerfinu að ganga fyrir en almennar hækkanir að mæta afgangi innan þeirra marka, sem unnt er að bæta lífskjörin. Það væru hinir raunverulegu tímamóta- samningar ef uppstokkunin á launakerfinu tækist með farsælum hætti án þess að það hefði í för með sér gengisfellingu. Fyrir slíka tímamótasamninga áttu febrúar- samningamir að búa í haginn og enn sem komið er virðist dæmið eiga að geta geng- ið upp“. Hitt meginmarkmiðið, sem skarar að vísu það fyrra, er að styrkja samkeppnis- stöðu íslenzkrar framleiðslu og skapa skilyrði fyrir nýsköpun íslenzks atvinnu- lífs, meiri framleiðni og hagvexti og auknum þjóðartekjum, sem risið geti und- ir sambærilegum lífskjörum og bezt þekkjast annars staðar í heiminum. Slík hljóta markmið raunhæfrar kjarabaráttu að vera. Verðbólgan 1971-1983 fjölgaði krónunum í launaumslögum fólks með því einu að smækka þær, en kaupmáttur heildarlaunanna óx ekki, heldur brann á verðbólgubálinu. Sá var árangur óraun- hæfrar kjarabaráttu. Til þess eru vítin að varast þau og reynslan til að læra af henni. Hringferð ársins Hringferð ársins heldur áfram. Veturinn setur senn svip sinn á land og fólk, veður- farslega og á annan hátt, svo sem í starfi skólanna, sem búa yngstu þegnana undir líf og starf þeirra fullorðnu. Enginn vafi er á því að kennarastarfíð er eitt hið mikil- vægasta sem unnið er í samfélaginu. Hinsvegar eru skiptar skoðanir um, hvern veg megi og eigi að búa skólakerfið betur í stakk til að sinna sínu mikilvæga hlut- verki. í skólakerfínu, eins og raunar víðast annars staðar, má sjálfsagt margt betur fara. En menntun er máttur. Og almennt og sérhæft nám og þekking beztu vopn þjóðar og einstaklinga í lífsbaráttunni. Hvort veturinn, sem fer í hönd, verður mildur eða harður, veit enginn. En það skiptir að sjálfsögðu verulegu máli, bæði fyrir landið og fólkið. Veðráttan skiptir sköpum fyrir gróðurríkið, einnig vetrar- veðráttan, og snjóþyngd hefur mikið að segja fyrir samgöngur og útgjöld Vega- gerðarinnar [snjóruðning], svo dæmi sé tekið. Síðast en ekki sízt hefur veðráttan ríkuleg áhrif á sjávarútveg, sjósókn, undir- stöðuatvinnugrein þjóðarbúsins. En tíminn líður hratt, a.m.k. þegar horft er um öxl yfír farinn veg. Og fyrr en var- ir verður vorið í nánd á nýjan Ieik og gróðurrikið vaknar af vetrardvala. Ein- hvers staðar í þessu nýja vori, sem veturinn leiðir okkur til, verða kosningar til Al- þingis íslendinga. Þær eru, þrátt fyrir neikvæðar hliðar, hluti af mannréttindum landsmanna og fullveldi þjóðarinnar. Við deilum gjarnan á þing og sveitar- stjórnir og málefnaleg gagnrýni er nauðsynleg. En það erum við, og engir aðrir, sem setjum saman þessi fyrirbrigði. Þau eru þverskurður og spegill þeirrar þjóðar, sem semur þau inn í þjóðarsöguna. En fyrst eru það haustið og veturinn, skólarnir og bláfjöllin. Og í raun erum við öll á skólabekk í lífi og starfí. Vonandi lærist okkur að telja daga okkar. „Og- víst er land okkar ægifagnrt, þegar það býður sínar beztu hliðar. Það getur hins- vegar breyzt í veðravíti á skammri stund. Enginn kann sig í góðu veðri heim- an að búa, segir gamalt máltæki. Islenzkt veðurfar og íslenzk náttúra eru engin lömb að leika við í sínum versta ham. Þar þarf ekki jarð- skjálfta, eldgos eða haf ís til að sýna mannskepn- unni — með öll * hennar tækniund- ur — í tvo heim- ana. Það er eins gott að umgang- ast landið með tilhlýðilegri virð- ingu og varkárni.“ *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.