Morgunblaðið - 07.09.1986, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 07.09.1986, Blaðsíða 46
?46 , _, ________________________ Minning: * Páll Agústsson fyrrv. skólsLstjóri Fæddur 8. mars 1923 Dáinn 25. ágúst 1986 í byijun ágúst sl. hittumst við hvortveggju hjónin, ásamt yngra syni þeirra og áttum saman ánægjulega stund eins og oft áður. Páll var hress og kátur eins og jafn- an, enda voru þau á leið vestur á Bíldudal, þar sem haldið var niðja- mót foreldra Páls. Nú er hann aliur, langt um aldur fram og hans er sárt saknað. Páll Ágústsson fæddist á Bfldu- dal 8. marz 1923, sonur þeirra sæmdarhjóna Jakobínu Pálsdóttur grófasts Ólafssonar í Vatnsfirði og Ágústs kaupmanns Sigurðssonar, Ámasonar, Desjamýri í Borgarfírði eystra. Þau hjón, ásamt tengdasyni sínum Gísla, fórust með ms. Þor- móði á Faxaflóa 17. febrúar 1943. I þessu voðalega slysi fórst 31 maður, flestir frá Bfldudal. Böm Jakobínu og Ágústs eru: Sigríður, giftist Gísla Guðmunds- syni, sem látinn er eins og áður segir. Seinni maður hennar er Gunnar Þórðarson og eru þau bú- sett á Bfldudal; Unnur, giftist Karli Schram, sem látinn er fyrir all- mörgum árum. Seinni maður hennar er Kjartan Jónsson, búsett í Reykjavík.; Amdís, gift Jóni Jó- hannsyni, búsett á Bfldudal; Hjálmar, kvæntur Svandísi Ás- mundsdóttur, búsett í Reykjavík.; Páli, kvæntist Hebu A. Ólafsson; Jakob, kvæntur Álfheiði Jónasdótt- ur, búsett á Ólafsfírði; Hrafnhildur, gift Ólafí Bæringssyni, búsett á Patreksfirði; Ingibjörg Ormsdóttir, fósturdóttir, búsett á Bfldudal. Páll og Heba gengu í hjónaband 8. janúar 1952. Synir þeirra eru tveir. Sigurður Ingi skólastjóri í Króksfjarðamesi. Hans kona er Margrét dóttir Ingibjargar og séra Þórarins Þór, prófasts á Patreks- fírði. Þau Margrét og Sigurður eiga tvo syni, Pál Ágúst og Magnús Tindra. Áður átti Sigurður dóttur- ina Hebu og af fyrra hjónabandi á Margrét dætumar Ingibjörgu og Dómhildi, sem hjá þeim eru. Yngri sonurinn er Atli Karl enn í heima- húsum. Ekki efa ég að Hebu verður mikill styrkur að sonum sínum, tengdadóttur og bamabömum, enda hafa þau öll notið sérstakrar ástúðar og umhyggju. Páll tók gagnfræðapróf utan- skóla frá Menntaskólanum í Reykjavík 1939. Hann varð ungur mikill áhugamaður um íþróttir og lauk námi frá íþróttakennaraskóla íslands á Laugarvatni 1948. Hann stundaði síðan íþróttakennslu á Bfldudal 1949—1953. Kaupmaður var hann á Bíldudal 1949—1954 er þau hjón fluttu til Reykjavíkur þar sem hann starfaði sem lögreglu- maður og við verzlunarstörf til ársins 1965 er þau fluttu vestur á Patreksfjörð, þar sem hann gerðist íþróttakennari auk almennra kennslustarfa. Fyrir §órum árum fluttu þau til Fáskrúðsfjarðar, þar sem hann var ráðinn skólastjóri grunnskólans. Páll var ákaflega félagslega sinn- aður maður, sem tók þátt í hinum ýmsu félögum af miklum áhuga og elju, eins og öllu öðm, sem hann tók sér fyrir hendur. Ekki kann ég að telja það allt upp, en þó langar mig að geta þess sérstaklega, að á Reykjavíkurárum þeirra hjóna störfuðu þau bæði mikið fyrir Barð- strendingafélagið. Eftir að þau fluttu vestur aftur unnu þau mörg sumur við Hótel Flókalund, en þar var Heba hótelstjóri. Tel ég mig hafa heimild til að færa þeim kveðj- ur og þakkir frá Barðstrendingafé- laginu. Það er margs að minnast og ég sakna sannarlega vinar í stað, þar sem Páll Ágústsson var. Sárastur er söknuður eiginkonu, bama og bamabama, sem ávallt nutu ást- ríkrar umhyggju hans. Við systkinin, makar og börn þökkum Páli af alhug samfylgdina og sendum ástkærri systur okkar, bömum og bamabömum hjartan- legustu samúðarkveðjur og vitum að minningin um ástríki hans leiðir þau um bjarta framtíð á ný. Systkinum Páls og aðstandend- um sendum við einnig innilegustu samúðarkveðjur. Bolli A. Ólafsson Vinur minn, Páll Ágústsson skólastjóri, lést skyndilega á Fá- skrúðsfírði, 26. ágúst sl. Mann setti hljóðan þegar fregnin barst um andlát hans, því héðan frá Patreks- fírði fóru þau hjónin rétt rúmri viku fyrir andlát hans, hress í anda eins og þeim var einkum lagið að vera. Hér á Patreksfírði og Bíldudal voru þau búin að dvelja, ásamt sonum sínum og venslafólki, á æskustöðum sínum og voru þátttakendur í ættar- móti til minningar um 100 ára ártíð föður Páls, Ágústs Sigurðssonar fv. kaupmanns og athafnamanns á Bfldudal. Þá kvaddi Páll systkini sín, sem öll voru saman komin til að mynnast föður síns, og fáa hefði grunað að það yrði hinsta kveðja hans. En fljótt skiptast veður í lofti. Þau hjón voru nýkomin heim til sín, að ferð sinni lokinni, þegar kallið kom. Páll var mikill golfúnn- andi, og hann hafði farið út á golfvöll með vinum sínum á Fá- skrúðsfírði, þar sem hann hné niður örendur. Hans lífsskeið var á enda runnið. Kallið sem enginn flýr var komið. ddtt Ég kynntist þeim hjónum best eftir að þau fluttu hingað til Patreksfjarðar fyrir réttum 20 árum eða í ágúst 1966. Þá sótti Páll um kennarastarf við grunn- skólann hér, og var hann ráðinn til starfsins. Þá var vel ráðið. Páll naut ómældrar hylli í sínu starfí hér við skólann, hans aðalsmerki var vinátta og hjálpsemi við nem- endur í námi og félagsstarfí. Hann var góður kennari og uppaiandi. Nemendur skólans virtu hann og þeim var ljóst að hjá honum áttu þau traustan skilning á sínum mál- um. Páll var mikill bamavinur, og bömin voru vinir hans. Páll Ágústsson fæddist á Bíldu- dal 8. marz 1923. Þar eyddi hann uppvaxtarárum sínum í skjóli for- eldra og systkina. Foreldra sína missti Páll í hinu hörmulega slysi þegar Þormóður frá Bfldudal fórst þann 17. febrúar 1943. Þá var mik- ið mannfall fyrir lítið byggðarlag, því með skipinu fórust 24 farþegar auk 7 manna skipshafnar þess. í hópi farþega vom foreldrar Páls, þau Jakobína Pálsdóttir og Ágúst Sigurðsson. Páll brautskráðist sem gagn- fræðingur frá Menntaskólanum í Reykjavík 1939 og tók síðan íþróttakennarapróf 1948. Hann stundaði síðan fímleikakennslu við bamaskólann á Bfldudal frá 1948—1950 og íþróttakennslu hjá íþróttasambandi Vestur-Barða- strandasýslu á árunum 1950— 1953. Á þessum ámm fékkst hann jafnframt við kaupmennsku á Bfldudal, en þau hjón fluttust til Reykjvíkur 1954, þar sem þau bjuggu þar til þau fluttu til Patreks- ljarðar, eins og áður er sagt, 1966. Páll tók mikinn þátt í félagslífi á Patreksfírði, og lagði öllum góðum málum lið eftir beztu getu. Hann var unnandi íþróttahreyfíngarinnar, og í forystuliði íþróttafélagsins Harðar. Hann var í fremstu röð skákmanna á Vestfjörðum, og meistari okkar Patreksfírðinga í þeirri grein um áraraðir. Hann var áræðinn og snjall bridsspilari, enda stærðfræðingur góður. Páll var meðlimur í Lionsklúbbi Patreks- fjarðar meðan hann dvaldi hér, duglegur og góður Lionsfélagi, og eftir að hann fluttist til Fáskrúðs- fjarðar gekk hann í Lionsklúbb þeirra Fáskrúðsfírðinga og var þar hinn sami góði Lionsfélagi og hann var hér. Þess bera bezt merki jóla- blöð Lionsklúbbsins á Fáskrúðsfírði er Páll ritstýrði. Páll átti margvísleg hugðarefni. Hann var mikill náttúmunnandi, og duglegur að ganga um staði og kynnast lffríkinu, einkum fugla og dýra, og réð hann yfír mikilli þekk- ingu á því sviði. Þessi eiginleiki hans var honum bamslægur, og þróaðist ávallt með aldrinum upp í einstæða vísindaathugun. Árið 1952, þann 8. janúar, gekk Páll að eiga eftirlifandi konu sína, Hebu A. Olafsson frá Patreksfírði, elskulegustu konu að öllum kostum og manngerð. Með þeim hjónum var mikið samræmi, virðuleiki + Maðurinn minn, faöir, tengdafaðir og afi, AÐALSTEINN LOFTSSON fyrrum útgerðarmaöur á Dalvík, Erluhólum 4, Reykjavík, lést þann 1. september í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Kveðjuathöfn fór fram i Dalvíkurkirkju föstudaginn 5. september. Jarösungið veröur frá Langholtskirkju þriðjudaginn 9. september kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuö en þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarstofnanir. Jónína Kristjánsdóttir, Elsa Aðalsteinsdóttir, Þorsteinn Már Aðalsteinsson, Sigriður Rögnvaldsdóttir og barnabörn. Útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, KARLS EYJÓLFS JÓNSSONAR, Berugötu 9, Borgarnesi, fer fram frá Borgarneskirkju þriðjudaginn 9. september kl. 15.00. Áslaug G. Bachmann, Jón Þór Karlsson, Helga Ólafsdóttir, Guðrún Karlsdóttir, Guðjón B. Karlsson, Bára Guðmundsdóttir, ÁsgeirÆ. Karlsson, Hjördís E. Karlsdóttir, Sturla S. Karlsson, Birna Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Systir mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, KRISTÍN KRISTJÁNSDÓTTIR, Fálkagötu 12, verður jarðsungin mánudaginn 8. september kl. 13.30 frá Foss- vogskirkju. Lína Kristjánsdóttir, Sigriður Guðmundsdóttir, Inga Guðmundsdóttir, Sigurbjörn Guðmundsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Kristján Guðmundsson, Guðmundur Guðmundsson, Guðrún Guðmundsdóttir, GuðnýS. Guðmundsdóttir, og barnabörn. Örn Sigurjónsson, Hanna Antoníusardóttir, Eygló Halla Ingvarsdóttir, Þorlákur L. Hannesson, Simon Sverrisson, + Utför móður minnar, tengdamóður og ömmu okkar, GUÐRÚNAR PÁLÍNU ÞORLEIFSDÓTTUR, Hvassaleiti 71, fer fram frá Filadeifíukirkjunni þriðjudaginn 9. september kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Hrafnistuheimiliö i Hafnarfirði. Ólöf Þormar, Ásgeir Rúnar Helgason, Valdimar Helgason, Sigriður Björk Þormar. Sigurður Þormar, + Okkar innilegustu þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns mins, föður, tengdaföður, afa og langafa, GÍSLA SNÆBJÖRNSSONAR, Aðalstræti 117, Patreksfirði. Guðrún Samsonardóttir, Stella Gísladóttir, Bjarney Gisladóttir, Sigriður Gísladóttir, Snæbjörn Gíslason, Guðmundur Gíslason, Margrét Gisladóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Richard Kristjánsson, Eyjólfur Þorkelsson, Magni Steingrimsson, Kristfn Finnbogadóttir, Hildur Valsdóttir, Hálfdán Þórhallsson, þeirra og mannkostir nutu sín ávallt í sambúð þeirra, og þeir eigin- leikar áunnu þeim stóran vinahóp. Rétt fyrir miðjan ágúst sl. voru þau hjón hér á ferð og komu þá nokkrum sinnum á heimili okkar hjóna. Það var spjallað saman um heima og geyma, og að vísu var tekið í spil af gömlum vana. Þann 14. ágúst komum við nokkrir félag- ar úr Bridsfélagi Patreksfjarðar og Bridsfélagi Tálknafjarðar saman kvöldstund. Með okkur voru þau hjónin Heba og Páll. Síst hefði okkur grunað þá að þettá yrði okkar síðasti samfundur með Páli, en svo varð raunveruleik- inn. Páll er genginn á fund feðra sinna, þar sem hann mun næðis njóta og ríkulega meðtaka laun mannlegrar framkomu sinnar og háttpiýði. Elsku Heba. Við hjónin sendum þér okkar dýpstu samúð og bama okkar, og biðjum guð að veita þér, og sonum ykkar, þeim Sigurði Inga og Atla Karli, og bamabömum og öllum öðrum líkn í þraut. Hvfli minn góði vinur í friði. Ágúst H. Pétursson Óvænt hefir borizt helfregn. Páll Ágústsson skólastjóri á Fáskrúðs- fírði er látinn, 63 ára að aldri. Hann hafði verið þar skólastjoói síðan 1982. í því starfi nutu sín hans góðu hæfíleikar og mannkost- ir. Þar er því skarð fyrir skildi. Þegar mér verður nú hugsað til vinar míns Páls leitar hugurinn samt á aðrar slóðir, Patreksíjörð, þar sem kynni okkar vom náin og góð. Á þeim ámm var Páll þar einn af helstu baráttumönnum Sjálf- stæðisflokksins. Hann gegndi forystu í félagi og fulltrúaráði flokksins. Störfín hlóðust bókstaf- lega á Pál. Kom þar hvort tveggja til, miklir hæfileikar og fús vilji til starfa. Hann var mikill og góður - flokksmaður og vann af sannfær- ingu. Hann var hamhleypatil verka. Það gefur augaleið að slíkur maður kom víðar við en í beinu flokksstarfí. Páll tók til hendi við hvers konar framfara- og menning- armál í byggðarlaginu. Hann lét að sér kveða í þeirri alhliða félags- málastarfsemi sem svo mjög setur svip sinn á mannlífíð. Hann var hugmyndaríkur og skjótráður og var einkar sýnt um að koma hlutun- um í framkvæmd. Og ekki sízt, hann vildi hvers manns vanda leysa. Til hans var gott að leita. Honum er mikið að þakka. íþróttamálin voru sérstaklega hugleikin Páli. Hann hafði íþrótta- kennarapróf. Hafði hann stundað fímleikakennslu við Barnaskólann á Bíldudal og íþróttakennslu hjá Ung- menna- og íþróttasambandi Vest- ur-Barðstrendinga. Á Patreksfírði var hann íþróttakennari við grunn- skólann og jafnframt stundaði hann þar alla almenna kennslu. Það var mikil eftirsjá þeim er nutu verka hans á Patreksfirði, þegar hann hvarf á brott þaðan fyrir fjórum árum. Hans var víða saknað vestra. Á Bíldudal stóð vagga hans, þar sem hann fæddist 8. marz 1923. Hann var sonur merkishjónanna Jakobínu Pálsdótt- ur og Ágústs Sigurðssonar kaup- manns á Bíldudal. Hann missti báða foreldra sína í Þórmóðsslysinu, harmleiknum mikla sem setti mark sitt á fæðingarstað hans um árabil. Páll bar sterkar óg ósviknar taugar til þess staðar þar sem hann var borinn og barnfæddur og til síns mikla og merka frændgarðs. Páll var kvæntur Hebu A. Ólafs- son, hinni mætustu konu sem stóð með honum í blíðu og stríðu. Hún bjó honum og sonum þeirra hjóna, Sigurði Inga og Atla Karli, fagurt heimili af reisn og myndugleik hvar sem það var. Með Páli Ágústssyni er genginn einn þeirra manna sem eru eftir- minnilegir hveijum sem kynntist. Hann var hugljúfur hæfíleikamað- ur, drengur góður. Þorv. Garðar Kristjánsson Útför Páls fer fram frá Patreks- fjarðarkirkju næstkomandi þriðju- dag, g. þ.m.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.