Morgunblaðið - 07.09.1986, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. SEPTEMBER 1986
51
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Rafvirkjar
afgreiðslu- og sölustörf
Þekkt innflutningsfyrirtæki, heildsala/
smásala m.a. á sviði raftækja vill ráða
rafvirkja til sölu- og afgreiðslustarfa sem
fyrst.
Um er að ræða störf í heildsölu- og heimilis-
tækjadeild.
Leitað er að drífandi og snyrtilegum aðilum
á aldrinum 26-30 ára með vöruþekkingu og
áhuga á viðskiptum sem hafa ánægju af að
veita góða þjónustu.
Góð framtíðarstörf hjá traustu fyrirtæki.
Eiginhandarumsóknir er tilgreini aldur og
fyrri störf sendist okkur sem fyrst.
Gudnt Tónsson
RAÐCJÓF RAPN I NCARÞJÓN LISTA
TÚNGÖTU 5. 101 REYKJAVÍK — PÓSTHÓLF 693 SÍMI 621322
▼
VETTVANGUR
STARF SMIÐLUN
Kleppsmýrarvegi 8, 104 Rvík.
Sími 687088.
Vettvangur
— ný starfsmiðlun
Vettvangur er nýtt fyrirtæki sem annast
starfsmiðlun og ráðgjöf. Við heitum við-
skiptavinum okkar fullum trúnaði í öllum
samskiptum og leggjum okkur fram um að
veita sem besta og hraðvirkasta þjónustu.
Tengsl okkar við fyrirtæki í öllum starfsgrein-
um gera okkur kleift að finna þér réttan
starfsvettvang, í samræmi við menntun og
starfsreynslu.
Lausavinna
Hér er um að ræða nýjung sem margir munu
fagna. Við veitum iðnaðar- og handverks-
mönnum, sem vilja taka að sér lausaverkefni
í heimahúsum, nauðsynlega símaþjónustu.
Með því að miðla starfskröftum og verkum
spörum við viðskiptavinum okkar tima og
íyrirhöfn.
Tímasparnaður
Mannaráðningar eru oft íímafrekar fyrir yfir-
menn fyrirtækja. Hnitmiðuð þjónusta traustr-
ar starfsmiðlunar léttir álaginu af stjórnend-
um og beínir til þeirra einungis hæfustu
umsækjendum. Þannig vinnum við fyrir þitt
fyrirtæki.
Höfum flutt starfsemi okkar.
Nýttsímanúmer er 387088.
Opið kl. 9.00-15.00.
Viðskiptafræði —
framhaldsmenntun
★ Öflugt fyrirtæki er að leita eftir starfs-
manni til stjórnunarstarfa á sviði fjármála-
og alþjóðaviðskipta.
★ Við teljum að viðskiptafræðingur með
sérhæfingu á sviði fjármála eigi mikla
framtíðarmöguieika hjá okkur.
★ Við viljum biðja þá sem hafa áhuga á að
ræða málin í fullum trúnaði án skuldbinding-
ar að leggja nafn og símanúmer inn á
auglýsingadeild Morgnblaðsins fyrir 12.
september merkt: „Trúnaður 123“.
★ Við ætlumst ekki til að lagðar séu fram
nákvæmar persónuupplýsinar heldur óskum
eftir að komast í samband við þá sem hafa
áhuga á frekari kynningu.
V»\G\
Fnum
Sölumaður
Stór og traust heildverslun í Reykjavík vill
ráða sölumann. Starfssvið sölumanns er
fyrst og íremst sala á rekstrarvörum íil hót-
ela, veitingahúsa og mötuneyta.
Sölumaðurinn þarf að hafa þægilega og ör-
ugga íramkomu, vera skipulegur, fylginn sér
og í leit að framtíðarstarfi. Reynsla af sölu-
mennsku og enskukunnátta æskileg.
Fyrirtækið býður góða vinnuaðstöðu, er með
þekkt og virt umboð og góð viðskiptasam-
bönd. Laun í samræmi við frammistöðu.
Laust strax eða eftir nánara samkomulagi.
Nánari upplýsingar veitir Holger Torp.
Umsóknir skilist fyrir 15. september nk.
FRUJm '>tarfsfnannastjómun-Ráöningaþjónusta
Sundabofg 1-104 Reykjavík - Símar 681888 og 681837
p\G\
FRUm
Sölu —
markaðsstjóri
Fyrirtækið er stór heildverslun í Reykjavík.
Starfsmannafjöldi 20. Áætluð velta '1986 á
annað hundrað milljónir.
Sölustjórinn kemur til með að sjá um dag-
lega stjórnun á annarri af tveimur söludeild-
um fydrtækisins og undir hans stjórn starfa
5 sölumenn. Ennfremur skipulagningu sölu-
og markaðsaðgerða, samskipti við viðskipta-
aðila, jafnt innlenda sem erlenda, stefnumót-
un og þátttöku í framkvæmdastjórn
fyrirtækisins.
Viðkomandi þarf að hafa reynslu af stjórnun-
arstörfum, geta unnið skipulega og mark-
visst og eiga gott með' samstarf. Góð
enskukunnátta nauðsynleg. Menntun á við-
skiptasviði æskileg.
Fyrirtækið býður góð laun og góða vinnuað-
stöðu.
Framtíðarstarf fyrir réttan aðila. Starfið er
iaust eftir nánara samkomulagi.
Nánari upplýsingar veitir Holger Torp.
Umsóknir skilist fyrir 17. september nk.
FRianri Starf smannastjómun - Ráöningaþjónusta
Sundaborg l - 104 Reykjavík - Símar 681888 og 681837
Starfsmann
í bókaverslun vantar nú þegar eða síðar.
Starfsreynsla og tungumálakunnátta er
æskileg.
Svar sendist afgr. Mbl. fyrir 12. sept. nk.
merkt: „Bækur — 1808“.
Organisti
Starf organista hjá Lögmannshlíðarsókn Ak-
ureyri er iaust til umsóknar. Starfið getur
verið iaust nú þegar eða síðar eftir samkomu-
lagi. Upplýsingar um starfið veita núverandi
organisti Áskell Jónsson sími 96-23978 og
sóknarpresturinn séra Pálmi Matthíasson
sími 96-25962.
Skriflegar umsóknir ásamt upplýsingum um
menntun og fyrri störf sendist sóknarnefnd
Lögmannshlíðarsóknar í pósthólf 408, 602
Akureyri fyrir 25. september 1986.
Sóknarnefnd.
Versiunarstörf
Viljum ráða nú þegar dugmikið og áreiðan-
legt starfsfólk íil eftirfarandi starfa í verslun
okkar Skeifunni 15.:
1. Afgreiðsla og uppfylling í matvöru- og
fatadeild. Hálfsdagsstörf eftir hádegi
koma til greina.
2. Störf á fatalager við verðmerkingar og
fleira. Vinnutími frá 08.00 til 16.30.
3. Upplýsingar. Heilsdagsstarf.
Við leitum að fólki sem hefur góða og ör-
ugga framkomu og á létt með að veita
viðskiptavinum okkar sem besta þjónustu.
Nánari upplýsingar gefur starfsmannastjóri
(ekki í síma) mánudag og þriðjudag frá kl.
14.00 til 18.00. Umsóknareyðublöð liggja
frammi á staðnum.
HAGKAUP
Skeifunni 15. — Starfsmannahald.
Reiknistofa
bankanna
óskar að ráða
kerfisfræðing
— forritara
Æskilegt er að umsækjendur hafi háskóla-
próf í tölvunarfræði, verkfræði, viðskipta-
fræði eða íæknifræði og/eða umtaisverða
reynslu við ofangreind störf.
Við bjóðum fjölbreytt og umfangsmikil verk-
efni, góða vinnuaðstöðu, sveigjanlegan
vinnutíma og tryggjum nauðsynlega við-
bótarmenntun og námskeið, sem auka
þekkingu og hæfni.
Umsóknarfrestur er til 15. þ.m. og skulu
skriflegar umsóknir berast Reiknistofu bank-
anna, Kalkofnsvegi 1, 150 Reykjavík, sími
91-622444.
Ríkismat sjávarafurða
Noailni 17 - 106 Beybjavfb Smar 275X5.16858.13866
óskar eftir að ráða í stöðu
ferskfsskmats-
mannsá BíldudaS
Starfssvið: Ferskfiskmatsmaður starfar á
rekstrarsviði. Ríkismat sjávarafurða undir
stjórn yfirmatsmanns svæðsins. Hann ann-
ast íerskfiskmat og störf tengd því. Um er
að ræða 70% starf.
Menntun og starfsreynsla: Leitað er að
mönnum sem hafa þekkingu og reynslu í fisk-
vinnslu.
Upplýsingar: Upplýsingar um starfið veita
Haukur Ingibergsson, rekstrarstjóri s.91-
27533 og Hlíf Pálsdóttir yfirmatsmaður
s.94-4437. Umsóknum skal skilað til Ríkis-
mats sjávarafurða Nóatúni 17. 105 Reykjavík
fyrir 17. sept. nk.
Hlutverk Rikismats sjávarafurða er a6 stuðla að bættum hráefnis-
og vörugaeðum islenskra sjávarafurða. Stofnunin mun vinna náið
með fyrirtækjum í sjávarútvegi, útflytjendum og samtökum i sjávarút-
vegi.
Rikismat sjávaarafurða mun fylgjast með stöðu islenskra sjávaraf-
urða á mörkuðum erlendis með það að markmiði að tryggja sem
bestan orðstír þeirra.