Morgunblaðið - 07.09.1986, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.09.1986, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. SEPTEMBER 1986 % Hættuleg leit að sannleikanum Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Til bjargar krúnunni (Defence of the Realm). Sýnd í Regn- boganum. Stjörnugjöf: ★ ★ ★ Bresk. Leikstjóri: David Drury. Handrit: Martin Steliman. Fram- leiðendur: Robin Douet og Lynda Myles. Framkvæmdastjóri: David Puttnam. Helstu hlutverk: Gabri- el Byrne, Greta Scacchi, Den- holm Elliott og Ian Bannen. I fyrstu virðist ekkert samband geta verið á milli atburðanna: Sprenging í Ankara, dauði ungs drengs á flótta frá betrunarhæli og afsögn þingmanns Verkamanna- flokksins. Ólíkir atburðir sem þessir eiga sér varla neitt sameiginiegt. Og þó. En það verður að þagga niður með ráðum og dáð. Það gæti orðið til að skaða krúnuna ef upp kæmist og krúnuna skal vemda með ráðum og dáð. Hneykslið má ekki ná til almennings. Yfírhylming er nauðsynleg. Gerið það sem gera þarf. Bretar eru vanir hneykslismál- um. Sovétnjósnarar eru sífellt að koma í ljós annað slagið á æðstu stöðum; framhjáhöld, trúnaðar- brestir, afsagnir, niðurlæging, skömm. Blöðin og aðrir fjölmiðlar gera sér eins mikinn mat úr þessu og þau mögulega geta, gott hneyksli getur aukið söluna upp úr öllu valdi. Það er í þessum jarðvegi stjómmálanna sem hinn pólitíski þriller, Til vamar krúnunni (De- fence of the Realm), fínnur sér farveg. Það er ekki síst siðferði blaða og blaðamanna sem þar er til umfjöllunar og hvemig hægt er að nota blöð til að klekkja á mönn- um. Og hún er um einn blaðamann í hættulegri leit að sannleikanum. Dagblað í Bretlandi bendlar þing- mann Verkamannaflokksins, Dennis Markham (Ian Bannen), við Gabriel Byrne í hlutverki blaða- mannsins í myndinni Til vamar krúnunni. austur-þýskan KGB-mann og einn af blaðamönnum blaðsins, Nick Mullen (Gabriel Byme), fær upplýs- ingar frá ónafngreindum heimildar- manni í gegnum síma, sem festir þingmanninn enn frekar í net hneykslisins. Samstarfsmaður Mul- lens, Vemon Bayliss (Denholm Elliott), kannar málið eftir sínum eigin leiðum og grunar að verið sé að leika með þingmanninn sem er vinur hans. Vernon biður Mullen að bíða með að birta nýju upplýsing- amar svo honum gefíst tími til að sanna að þingmaðurinn er ekki svikari en Mullen er þrjóskur og metnaðarfullur blaðamaður. „Ég get ekki setið á þessu. Þetta er góð frétt,“ segir hann. „Jæja, láttu bara ekki sannleikann skemma fyrir þér fréttina," svarar Vemon bitur. Fréttin fer í blaðið og vegna hennar segir þingmaðurinn af sér. Skömmu seinna deyr Vemon og Mullen tekur að gruna að ekki sé allt með felldu. Það er ekki rétt að segja öllu meira til að eyðileggja ekki góða skemmtun. Til varnar krúnunni er önnur mynd leikstjórans Davids Drury í fullri lengd en hann hefur helst fengist við gerð heimilda- mynda hingað til. Hann er enn einn hæfíleikamaðurinn sem framleið- andinn David Puttnam hefur dregið fram í dagsljósið á síðustu árum og Puttnam hefur ekki skjátlast frekar en fyrri daginn. Drury og handritshöfundurinn Martin Stellman gefa sögunni góð- an tfma til að þróast og vinda upp á sig. Smátt og smátt einangrast Mullen frá umhverfí sínu eftir því sem hann kafar dýpra í málið þar til hann getur engum treyst lengur. Hann festir sig í vef hlerana, yfír- hylminga, svika pg pretta og brátt fær myndin á sig Örwellskan blæ með þunglamalegum stofnunum og ímynd stóra-bróðurs og lögreglu- ríkis, sem vakir yfír þér dag og nótt. Gabriel Byme leikur blaða- manninn Mullen fjarska vel og er nær heimaslóðum en þegar hann lék Kólumbus í samnefndum sjón- varpsmyndaflokki. Hér leikur hann Muílen, þijóskan og metnaðarfullan en líka samviskusaman og ákveðinn í leit að sannleika sem æðstu menn krúnunnar vilja fyrir alla muni fela. Aðrir leikarar eru einnig trúir leik- stjóranum og efninu: Denholm Elliott er óborganlegur í hlutverki Vemons, Greta Scacchi er í hlut- verki ritara Markhams þingmanns, Ian Bannen í hlutverki þingmanns- ins og Fulton Mackay leikur Kingsbrook, eiganda blaðsins sem leggur æm þingmannsins í rúst. Til vemdar krúnunni er dæmi um breska kvikmyndagerð þegar hún er upp á sitt besta. Góður leik- ur, góð saga og góð meðhöndlun hennar gerir myndina að einum besta samsærisþriller sem hér hefur sést lengi. Lada Samara er meðalstór, 3ja dyra rúmgóður og bjartur blH. Hann er framdrifinn, með tannstangarstýri, mjúkri og langri fjöðrun og það er sérstaklega hátt undir hann. Sem sagt sniðinn fyrir íslenskar aðstæður. Lada Samara hefur 1300 cm3, 4ra strokka, spræka og spar- neytna vél, sem hönnuð er af einum virtasta bíiafram- leiðanda Evrópu. Bensín- eyðsla er innan við 61 á hundr- aðið í langkeyrslu, en við- bragðstími frá 0-100 km hraða er þó aðeins 14,5 sek. Lada Samara er 5 manna og mjög rúmgóður miðað við heiidarstærð. Aftursætið má leggja fram og mynda þannig gott flutningsrými. Hurðirnar eru vel stórar svo allur um- gangur er mjög þægilegur. Það er leitun að sterkbyggð- ari bíl. Sérstök burðargrind er f öllu farþegarýminu, sílsareru sérstyrktir og sama er að segja um aðra burðarhluti. Lada Samara hentar jafn vel á mal- bikuðum brautum Vestur Evrópu, sem á hjara norðurslóða. Bifreiðar og Landbúnaðarvélar hf Suöurlandsbraut 14 Sfmi 38600 - 31236
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.