Morgunblaðið - 07.09.1986, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 07.09.1986, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. SEPTEMBER 1986 55 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Skrifstofumaður Fyrirtækið er með flutningastarfsemi og skiparekstur. Starfið felst í útreikningum, útskrift reikninga, innheimtu, launaútreikningum, telexvinnu og öðrum almennum skrifstofustörfum. Hæfniskröfur eru að viðkomandi hafi versl- unarmenntun og haldgóða reynslu af almennum skrifstofustörfum. Góð ensku- kunnátta skilyrði. Vinnutími er frá kl. 8-16 eða eftir nánara samkomulagi. Umsóknarfrestur er til og með 11. septem- ber nk. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofunni frá kl. 9-15. Afleysinga- og rádningaþjónusta Lidsauki hf. Skólavörðustig ia - 101 Reykjavik - Simi 621355 Laus störf til umsóknar Eftirtalin störf við útibú Iðnaðarbankans í Hafnarfirði eru laus til umsóknar. 1. Staða bókara (fulltrúa). 2. Störf í erlendum viðskiptum og innlána- deild. Umsóknarfrestur er til 18. september nk. og skal umsóknum skilað til rekstrarsviðs bank- ans, Lækjargötu 12, Reykjavík eða til skrif- stofustjóra útibúsins á Strandgötu 1. 1/2 dags starf Óskum eftir konu til starfa við verslun okkar hálfan daginn. Reynsla ekki nauðsynleg en heiðarleiki, reglusemi og stundvísi ásamt lip- urri framkomu er skilyrði. Upplýsingar um starfið ekki veittar í síma. B.B. byggingavörurhf., Suðurlandsbraut 4. Lagermaður Lagermaður óskast til starfa sem fyrst. Ein- ungis reglusamur og stundvís maður kemur til greina. Upplýsingar um starfið ekki veittar í síma. B.B. byggingavörurhf., Suðurlandsbraut 4. Atvinna óskast 23 ára maður með verslunarpróf og diploma frá enskum verslunarskóla óskar eftir framtíðarstarfi. Helst við inn- eða útflutnings- fyrirtæki. Laus strax. Vinsamlegast hafið samband við Jón í síma 73399. Langar þig 1) góð laun? 2) skemmtilegt starf? 3) nýtísku vinnuaðstöðu? 4) góðan starfsanda í nýju fyrirtæki í Garðabæ á tölvuþjónustusviðinu? Ef þú þekkir til PC tölva, ert með verslunar- próf eða stúdentspróf og einhverja reynslu, er þetta starf fyrir þig. Vinsamlegast sendu umsókn, er tilgreini fyrri störf og hvenær þú gætir byrjað, til augldeild- ar Mbl. fyrir finruutudag nk. merkta: „EGO SALA“. Farið verður með upplýsingar sem trúnaðarmál. Heildverslun með fatnað óskar eftir að ráða hálfsdagsstúlku til starfa strax. Góð framkoma auk ensku- og vélritun- arkunnáttu áskilin. Umsóknir sendist augld. Mbl. merktar: „P — 3175“. Skipa- eða véltæknifræðingur Tryggingarfélag óskar eftir að ráða skipa- eða véltæknifræðing til starfa. Starfið er aðallega fólgið í tjónaskoðun og mati á vélum og tækjum fyrirtækja í sjávarútvegi. Umsókn- ir með upplýsingum um menntun .og fyrri störf sendist augldeild Mbl. merktar: „M — 1604“. Svæðisstjórn málefna fatlaðra Vesturlandi: Forstöðumaður óskast Svæðisstjórn Vesturlands óskar að ráða for- stöðumann dagvistunarfyrirfatlaða einstakl- inga á Akranesi. Er um heilt starf að ræða og felst það í að móta starfsemi dagvistunar og veita henni forstöðu. Menntun í uppeldisfræði eða skyldum grein- um áskilin og starfsreynsla á því sviði æskileg. Laun samkvæmt launakerfi opin- berra starfsmanna. Umsóknarfrestur til 20. september nk. Upplýsingar veitir Eyjólfur í síma 93-7624 (heimasími 93-7708) og Málfríður í síma 93-2869 milli kl. 9 og 12. Svæðisstjórn Vesturlands, Gunnlaugsgötu 6a, 310 Borgarnesi. Starfskraftur óskast Tæknival h/f er skipt niður í tvö sviö, tæknisvið og sölusvið. Á sölusviði seljum við rekstrarvörur fyrir tölvur og ýmsa fylgihluti. Á tæknisviöi vinnum við aö almennri verkfræðivinnu, iðnstýringum, fjargæslukerfum og al- mennri sjálfvirkni fyrir iönaðinn. Við leitum að starfsmanni til að fara í banka, toll og til útkeyrslustarfa. Þú þarft að: * Hafa góða framkomu og eiga auðvelt með að umgangast annað fólk. * Hafa bílpróf. * Vera stundvís og reglusamur. Við bjóðum: * Vinnutíma frá 9-5 * Góðan starfsanda * Líflegt og krefjandi starf. * Framtíðarstarf í örtvaxandi fyrirtæki. Umsóknum með upplýsingum um menntun og fyrri störf skal skila skriflega til Tækni- vals h/f, Grensásvegi 7, 128 Reykjavík, Pósthólf 8294, sem fyrst. Öllum umsóknum verður svarað. Wffi. Grensásvegi 7,108 Reykjavik. Box 8294, S: 681665, 686064. SUÐUREYRARHREPPUR Kennarar Enn vantar nokkra kennara við grunnskólann á Suðureyri. Nýr leikskóli — flutningsstyrkur — staðaruppbót. Áhugasamir kennarar hafi samband við skólastjóra í síma 94-6119 eða formann skólanefndar í síma 94-6250. pfcXR **GF|TOm Laus störf Bókari Heildverslun í Reykjavík. Umsjón með og dagleg vinnsla tölvubókhalds. Vinnutími 9- 17. Símavarsla Þjónustufyrirtæki við Sundaborg. Síma- varsla, móttaka, útskrift reikninga, almenn aðstoð á skrifstofu. Ritari Þjónustufyrirtæki. Ritvinnsla (word), enskar og íslenskar bréfaskriftir. Lagermaður Heildverslun í austurhluta Reykjavíkur. Léttur lager, þrír starfsmenn á lager. Prentvörur — sölumaður Heildverslun í Reykjavík. Sala á rekstrarvör- um til fyrirtækja í prentiðnaði. Nánari uppl. veitir Holger Torp í síma okkar. Vinsamlegast hringið mánudag eða þriðju- dag, kl. 15-17. Skriflegar umsóknir sendist fyrir 15. sept. nk. FRUm Starfsmannast|ómun - Ráðningaþjónusta Sundaborg I - 104 Reykjavík - Símar 681888 og 681837 Framkvæmdastjóri óskast til starfa hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Hlutverk sjóðsins er að veita íslenskum námsmönnum fjárhagsaðstoð til framhalds- náms. Auk þess veitir sjóðurinn námsmönn- um ýmsa þjónustu m.a. uppl. um lánshæfi náms og hugsanlegan fjárstuðning til náms innanlands og erlendis. Starfsemi sjóðsins skiptist í ráðgjafarsvið, þjónustusvið og fjármálasvið. Starfsmenn sjóðsins eru um 20 og velta hans um 1500 milljónir á ári. Starfsvið framkvæmdastjóra: — Yfirumsjón með daglegum rekstri, — fjármálastjórn, — áætlunargerð, — samskipti við SKÝRR, bankastofnanir og ráðuneyti, — kynningarmál, — starfsmannahald, — undirbýr og situr fundi stjórnar. Við leitum að háskólamenntuðum manni með reynslu í stjórnunarstörfum. Skriflegar umsóknir sendist formanni stjórnar Lána- sjóðs íslenskra námsmanna Laugavegi 77, 101 Reykjavík merktar: „Framkvæmdastjóri LÍN“ fyrir 19. sept. nk. Siglufjörður Sjúkrahús Siglufjarðar óskar að ráða hjúkr- unarfræðinga og sjúkraþjálfa í fastar stöður sem fyrst. Sjúkrahúsið fluttist í nýtt húsnæði árið 1966 með legupláss fyrir 43 sjúklinga. Við sjúkra- húsið starfa milli 50 og 60 manns. í sjúkra- húsinu eru framkvaemdar allar almennar skurðlækningar auk annarra lækninga og hjúkrunar. Fokheld er nýbygging fyrir sjúkra- þjálfuri sem ráðgert er að taka í notkun 1987. Við bjóðum upp á fjölbreytt félags- og skemmtanalíf. Góð launakjör og ágætis hús- næði. Nánari upplýsingar gefa hjúKrunarfor- stjóri og framkvæmdastjóri í síma 96-71166. ••••" - "* . ', Sjukrahús Siglufjarðar. ii <\ i s
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.