Morgunblaðið - 07.09.1986, Page 55

Morgunblaðið - 07.09.1986, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. SEPTEMBER 1986 55 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Skrifstofumaður Fyrirtækið er með flutningastarfsemi og skiparekstur. Starfið felst í útreikningum, útskrift reikninga, innheimtu, launaútreikningum, telexvinnu og öðrum almennum skrifstofustörfum. Hæfniskröfur eru að viðkomandi hafi versl- unarmenntun og haldgóða reynslu af almennum skrifstofustörfum. Góð ensku- kunnátta skilyrði. Vinnutími er frá kl. 8-16 eða eftir nánara samkomulagi. Umsóknarfrestur er til og með 11. septem- ber nk. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofunni frá kl. 9-15. Afleysinga- og rádningaþjónusta Lidsauki hf. Skólavörðustig ia - 101 Reykjavik - Simi 621355 Laus störf til umsóknar Eftirtalin störf við útibú Iðnaðarbankans í Hafnarfirði eru laus til umsóknar. 1. Staða bókara (fulltrúa). 2. Störf í erlendum viðskiptum og innlána- deild. Umsóknarfrestur er til 18. september nk. og skal umsóknum skilað til rekstrarsviðs bank- ans, Lækjargötu 12, Reykjavík eða til skrif- stofustjóra útibúsins á Strandgötu 1. 1/2 dags starf Óskum eftir konu til starfa við verslun okkar hálfan daginn. Reynsla ekki nauðsynleg en heiðarleiki, reglusemi og stundvísi ásamt lip- urri framkomu er skilyrði. Upplýsingar um starfið ekki veittar í síma. B.B. byggingavörurhf., Suðurlandsbraut 4. Lagermaður Lagermaður óskast til starfa sem fyrst. Ein- ungis reglusamur og stundvís maður kemur til greina. Upplýsingar um starfið ekki veittar í síma. B.B. byggingavörurhf., Suðurlandsbraut 4. Atvinna óskast 23 ára maður með verslunarpróf og diploma frá enskum verslunarskóla óskar eftir framtíðarstarfi. Helst við inn- eða útflutnings- fyrirtæki. Laus strax. Vinsamlegast hafið samband við Jón í síma 73399. Langar þig 1) góð laun? 2) skemmtilegt starf? 3) nýtísku vinnuaðstöðu? 4) góðan starfsanda í nýju fyrirtæki í Garðabæ á tölvuþjónustusviðinu? Ef þú þekkir til PC tölva, ert með verslunar- próf eða stúdentspróf og einhverja reynslu, er þetta starf fyrir þig. Vinsamlegast sendu umsókn, er tilgreini fyrri störf og hvenær þú gætir byrjað, til augldeild- ar Mbl. fyrir finruutudag nk. merkta: „EGO SALA“. Farið verður með upplýsingar sem trúnaðarmál. Heildverslun með fatnað óskar eftir að ráða hálfsdagsstúlku til starfa strax. Góð framkoma auk ensku- og vélritun- arkunnáttu áskilin. Umsóknir sendist augld. Mbl. merktar: „P — 3175“. Skipa- eða véltæknifræðingur Tryggingarfélag óskar eftir að ráða skipa- eða véltæknifræðing til starfa. Starfið er aðallega fólgið í tjónaskoðun og mati á vélum og tækjum fyrirtækja í sjávarútvegi. Umsókn- ir með upplýsingum um menntun .og fyrri störf sendist augldeild Mbl. merktar: „M — 1604“. Svæðisstjórn málefna fatlaðra Vesturlandi: Forstöðumaður óskast Svæðisstjórn Vesturlands óskar að ráða for- stöðumann dagvistunarfyrirfatlaða einstakl- inga á Akranesi. Er um heilt starf að ræða og felst það í að móta starfsemi dagvistunar og veita henni forstöðu. Menntun í uppeldisfræði eða skyldum grein- um áskilin og starfsreynsla á því sviði æskileg. Laun samkvæmt launakerfi opin- berra starfsmanna. Umsóknarfrestur til 20. september nk. Upplýsingar veitir Eyjólfur í síma 93-7624 (heimasími 93-7708) og Málfríður í síma 93-2869 milli kl. 9 og 12. Svæðisstjórn Vesturlands, Gunnlaugsgötu 6a, 310 Borgarnesi. Starfskraftur óskast Tæknival h/f er skipt niður í tvö sviö, tæknisvið og sölusvið. Á sölusviði seljum við rekstrarvörur fyrir tölvur og ýmsa fylgihluti. Á tæknisviöi vinnum við aö almennri verkfræðivinnu, iðnstýringum, fjargæslukerfum og al- mennri sjálfvirkni fyrir iönaðinn. Við leitum að starfsmanni til að fara í banka, toll og til útkeyrslustarfa. Þú þarft að: * Hafa góða framkomu og eiga auðvelt með að umgangast annað fólk. * Hafa bílpróf. * Vera stundvís og reglusamur. Við bjóðum: * Vinnutíma frá 9-5 * Góðan starfsanda * Líflegt og krefjandi starf. * Framtíðarstarf í örtvaxandi fyrirtæki. Umsóknum með upplýsingum um menntun og fyrri störf skal skila skriflega til Tækni- vals h/f, Grensásvegi 7, 128 Reykjavík, Pósthólf 8294, sem fyrst. Öllum umsóknum verður svarað. Wffi. Grensásvegi 7,108 Reykjavik. Box 8294, S: 681665, 686064. SUÐUREYRARHREPPUR Kennarar Enn vantar nokkra kennara við grunnskólann á Suðureyri. Nýr leikskóli — flutningsstyrkur — staðaruppbót. Áhugasamir kennarar hafi samband við skólastjóra í síma 94-6119 eða formann skólanefndar í síma 94-6250. pfcXR **GF|TOm Laus störf Bókari Heildverslun í Reykjavík. Umsjón með og dagleg vinnsla tölvubókhalds. Vinnutími 9- 17. Símavarsla Þjónustufyrirtæki við Sundaborg. Síma- varsla, móttaka, útskrift reikninga, almenn aðstoð á skrifstofu. Ritari Þjónustufyrirtæki. Ritvinnsla (word), enskar og íslenskar bréfaskriftir. Lagermaður Heildverslun í austurhluta Reykjavíkur. Léttur lager, þrír starfsmenn á lager. Prentvörur — sölumaður Heildverslun í Reykjavík. Sala á rekstrarvör- um til fyrirtækja í prentiðnaði. Nánari uppl. veitir Holger Torp í síma okkar. Vinsamlegast hringið mánudag eða þriðju- dag, kl. 15-17. Skriflegar umsóknir sendist fyrir 15. sept. nk. FRUm Starfsmannast|ómun - Ráðningaþjónusta Sundaborg I - 104 Reykjavík - Símar 681888 og 681837 Framkvæmdastjóri óskast til starfa hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Hlutverk sjóðsins er að veita íslenskum námsmönnum fjárhagsaðstoð til framhalds- náms. Auk þess veitir sjóðurinn námsmönn- um ýmsa þjónustu m.a. uppl. um lánshæfi náms og hugsanlegan fjárstuðning til náms innanlands og erlendis. Starfsemi sjóðsins skiptist í ráðgjafarsvið, þjónustusvið og fjármálasvið. Starfsmenn sjóðsins eru um 20 og velta hans um 1500 milljónir á ári. Starfsvið framkvæmdastjóra: — Yfirumsjón með daglegum rekstri, — fjármálastjórn, — áætlunargerð, — samskipti við SKÝRR, bankastofnanir og ráðuneyti, — kynningarmál, — starfsmannahald, — undirbýr og situr fundi stjórnar. Við leitum að háskólamenntuðum manni með reynslu í stjórnunarstörfum. Skriflegar umsóknir sendist formanni stjórnar Lána- sjóðs íslenskra námsmanna Laugavegi 77, 101 Reykjavík merktar: „Framkvæmdastjóri LÍN“ fyrir 19. sept. nk. Siglufjörður Sjúkrahús Siglufjarðar óskar að ráða hjúkr- unarfræðinga og sjúkraþjálfa í fastar stöður sem fyrst. Sjúkrahúsið fluttist í nýtt húsnæði árið 1966 með legupláss fyrir 43 sjúklinga. Við sjúkra- húsið starfa milli 50 og 60 manns. í sjúkra- húsinu eru framkvaemdar allar almennar skurðlækningar auk annarra lækninga og hjúkrunar. Fokheld er nýbygging fyrir sjúkra- þjálfuri sem ráðgert er að taka í notkun 1987. Við bjóðum upp á fjölbreytt félags- og skemmtanalíf. Góð launakjör og ágætis hús- næði. Nánari upplýsingar gefa hjúKrunarfor- stjóri og framkvæmdastjóri í síma 96-71166. ••••" - "* . ', Sjukrahús Siglufjarðar. ii <\ i s

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.