Morgunblaðið - 07.09.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.09.1986, Blaðsíða 4
vr 4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. SEPTEMBER 1986 Pólýfónkórinn. Myndin er tekin á tónleikum i Langholtskirkju í febrú- ar 1985, rétt áður en kórinn fór í söngför til Ítalíu. Pólýfónkórinn undirbýr vetrarstarf og ræður þekktan ítalskan kennara: Flytur Messías með Sinfóníu- hljómsveit Islands í Hallgrí mskirkj u VETRARSTARF Pólýfónkórsins hefst að þessu sinni með söng- námskeiði þar sem frægur ítalsk- ur kennari þjálfar kórfélagana til undirbúnings fyrstu tónleik- um kórsins og Sinfóniuhljóm- sveitar íslands í Hallgrimskirkju, segir í frétt frá kórnum. Maestro Mauro Trompeta, þekktur söngv- ari, kennari og þjálfari kóra við óperurnar í Torino og Milano kemur til landsins síðar í þessum mánuði í þeim tilgangi að fríska upp raddirnar áður en hinar föstu kóræfingar hefjast. Söngnámskeiðið hefst mánudag- inn 22. september kl. 6 síðdegis og fer kennslan fram í hópum til kl. 11 á kvöldin. Kennt verður í Vörðu- skóla á Skólavörðuholti, þar sem kórinn heldur æfingar sínar, og stendur námskeiðið í 10 daga. Það er einungis ætlað kórfélögum. sem starfað hafa í kómum áður, svo og nýjum kórfélögum, sem nægan undirbúning hafa til að hefja starf með kómum nú, þrátt fyrir að und- irbúningur næstu hljómleika hæfist síðastliðinn vetur. Stofnandi kórs- ins, Ingólfur Guðbrandsson, heldur enn sem fyrr um stjómvölinn. Mik- il eftirvænting ríkir vegna þessa fyrsta stórverkefnis Pólýfónkórsins og Sinfóníuhljómsveitar íslands í Hallgrímskirkju, sem verður í senn stærsta kirkja landsins og vegleg- asta hljómmusteri til flutnings fagurrar tónlistar á íslandi. Nú þegar em margir famir að falast eftir aðgöngumiðum að tónleikun- um hinn 11. des., enda líta margir svo á, að hér verði um sögulegan viðburð að ræða. Innritun nýrra kórfélaga er hafin og fer fram í síma 26611 á daginn og 72797 og 84610 á kvöldin og um helgar. Grimmsævintýri í pappírskilju í sýningarbás Fjölva á Heimil- issýningunni kynnir Þorsteinn Thorarensen nýstárlega bókaút- gáfu, þ.e.a.8. Grimmsævintýri í pappirskilju. Að sögn Þorsteins er þetta fyrsta bindi af sex, en það er Vasaút- gáfan, sem stendur að þessari útgáfu og er þetta fyrsta bók út- gáfunnar. Fyrsta bindi Grimmsæv- intýra fæst á kynningarverði á sýningunni og kostar þrjú hundruð krónur. Bókin er myndskreytt og aftan við hvert ævintýri eru skýr- ingar höfundar, þar sem hann raeðir m.a. um uppruna ævintýrisins, þró- un og sagnasamanburð. Sum ævintýranna hefur Þorsteinn einnig lesið inn á hljóðsnældu. Þetta mun vera í fyrsta sinn, sem slíkt heildarsafn kemur út í pappírs- kiljutn. Evrópukeppni landsliða Laugardalsvelli miðvikudaginn 10. sept. kl. 18.00 Flestar stjörnur íslenskrar knattspyrnu mæta til leiks í tilefni verðugra andstæðinga Heiðursgestur á leiknum verður landslið íslands 1946 Fánaberar: Fegurðardrottning íslands Fegurðardrottning Reykjavíkur Aðrir gestir: ^ Diddú Magnús Kjartansson Grétar Örvarsson Lúðrasveit Árbæjar og Breiðholts Unglingalandslið íslands sýnir knattspyrnuþrautir frá kl. 17.00 4- Hringurinn í haust- ferð í Þórsmörk KVENFÉLAGIÐ Hringurinn fer í dagsferð í Þórsmörk þriðjudag- inn 16. september nk. Lagt verður af stað frá Umferð- armiðstöðinni klukkan 8 árdegis og verður komið heim um kvöldið. Snæddur verður hádegisverður f Þórsmörk, en þátttakendur eru beðnir að taka með sér eigin veit- ingar. Þátttaka í haustferðina tilkynnist Kristine í síma 38660, Sigríði í síma 611540 eða Þórunni í sfma 11916. ísafoldarprentsmidja Vagga íslenskrar knattspyrnu Fiskbúðin Sæbjörg HÓTEL LOFTLEIÐIR FLUGLEIDA /BT HÓTEL $peinnHÖafeari grensAsvec;i .« SlMI 81618 BAKARl — KONOITORI — KAFFI jm^llffa 28400 «Ull Se feilfur b/f
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.